Vísir - 28.10.1976, Síða 2
ISIK
spyr
„ÞETTA ER EINS OG MEÐ
GÓÐA LEYNILÖGREGLUSÖGU
— segir Svava Jakobsdóttir,
sem ekki vill segja of mikið
um hið nýja leikrit sitt, sem
frumsýnt verður í Iðnó
annað kvöld
„Kveikjan að þessu leikriti,
var að Vigdls Finnbogadóttir
hringdi til min árið 1973, og
sagðist vilja minna mig á að ár-
ið 1974 væri þjóðhátiðarár, og þá
vildilðnó gjarnan sýna verkeft-
ir islenska höfunda. Ég hafði
ekki tima þá, en byrjaði að
skrifa þetta leikrit haustið 1974
og nú er það endanlega tilbúið”.
Þetta sagði Svava Jakobs-
'dóttir meðal annars er hún
ræddi við blaðamenn um hið
nýja leikrit sitt „ÆSKUVINIR”,
sem frumsýnt verður i Iönó
annaö kvöld.
„Ég vil sem minnst ræða um
söguþráðinn, til að skemma
ekki fyrir áhorfendum. Þetta er
eins og með góða leynilögreglu-
sögur, ef maöur segir frá hvern-
ig hún endar, er ekkert gaman
að henni á eftir.
Ég get þó sagt það, að ég
reyni að lýsa konunni i hinu
mikla og volduga karlasamfé-
........M—
lagi. Leikurinn gerist nú á tim-
úm, og i lok hans geri ég tilraun
til að finna þann seka — ef hann
er þá einhver. En um það geta
áhorfendur sjálfir dæmt.
Þetta hafa veriö mjög á-
nægjulegar stundir sem ég hef
átt meö leikurunum og þeim
sem unnið hafa aö uppsetningu
leikritsins. Ég hef verið hér á
svo til öllum æfingum slðan i
vor, og segja má að siöasta
hreinskrift hafi farið fram á
sviðinu.”
Gestaleikstjóri úr
Þjóðleikhúsinu
Eins og fyrr segir ber þetta
nýja leikrit Svövu nafnið Æsku-
vinir. Þetta er annað leikritið
sem sýnt er eftir Svövu, hitt var
sjónvarpsleikritið „Hvað er i
blýhólknum” sem vakti mikið
umtal á sinum tima. Þá samdi
Svava einnig einþáttung sem
hét „Friðsæl veröld” og var i
sýningunni „Ertu nú ánægð
kerling”.
önnur verk Svövu eru bæk-
úmar „Leigjand
undir grjótvegg”, og „12 kon-
ur”. Auk þess hefur hún skrifað
ýmsar smásögur, sem birtst
hafa i timaritum.
Persónur og leikendur i
„Æskuvinir” eru þessir:
Hann .... Þorsteinn Gunnarsson
Konan .. Guðrún Asmundsdóttir
Karl Sigurkarlsson ...Sigurður
Karlsson
Karl Karlsson ... Steindór Hjör-
leifsson
Karl .......Harald G. Haralds
yndir géfði Steinþór
Sigurðsson, leikhljóð sér Gunn-
ar Reynir Sveinsson um, en lýs-
ing er i höndum Daniels Willi-
amssonar.
Leikstjóri er Briet Héðins-
dóttir, og er þetta i fyrsta sinn
sem hún leikstýrir I Iðnó, þar
sem hún var sjálf leikkona fyrir
átta árum. Hún er nú fastráðin
við Þjóðleikhúsið, en er nú
gestaleikstjóri i Iðnó með góð-
fúslegu leyfi Þjóðleikhússins.
— klp —
Fimmtudagur 28. október 1976 vism
Vlðir Jónsson, sjómaður: — Þaö
er blátt áfram bráönauösynlegt.
Sjómannaafslátturinn er svo
lltill að það rlöur á miklu að eiga
sem flestar konur til þess að
lækka skattana.
Lára Sveinbjörnsdóttir, skrif-
stofustúlka: — Nei. Ég treysti
mér ekki til þess að eiga fleiri en
einn mann.
Anna Heiður Oddsdóttir, nemi:
— Nei, alls ekki. Það jnyndu
hljótast af því alls konar sam-
búöarvandamál.
Framsóknarflokkurinn vill
æstur glíma viö fyrirbæri, sem á
hans máli nefnist gróusagnir, en
eru að eöli til sú almenna um-
ræða um afbrotamál og fjár-
munasvindl, sem staðið hefur
undanfarið ár eða svo, með
þeim afleiðingum, að flestir eru
orðnir þreyttir á viðfangsefn-
inu.enda veit enginn lengur upp
né niður I þeim fjölda atriða,
sem blandast hafa saman I
þessari miklu aðför að siöferðis
bjargi landsmanna. Nýjasta
dæmið um óróleika framsókn-
armanna er boðun kapptræðu-
fundar aö Hótel Sögu á vegum
FUF. Fundarefnið nefnist
„Réttarrlki — Gróusögur”.
Ræöumenn veröa Guðmundur
G. Þórarinsson, Jón Sigurðsson.
Sighvatur Björgvinsson og Vil-
mundur Gylfason. Hinum
tveimur slðastnefndu hefur ver-
ið boðið til fundarins, og þáði
Vilmundur boðiö með þvl skil-
yrði aö Alfreð Þorsteinsson
hefði ekki framsögu af hálfu
FUF. Jón Sigurösson var þá
fenginn I staðinn.
Til þessa stefnumóts á Hótel
Sögu er boöið, þegar aðeins fer
að rofa til I rannsókn Geirfinns-
málsins, þ.e. Vlsir hefur uppiýst
án staðfestingar, að Geirfinni
hafi verið varpað fyrir björg I
siippnum I Keflavlk. Aftur á
móti hcfur iltið rofað til I við-
skiptum Klúbbsins við húsbygg-
ingarnefnd Framsóknarfiokks-
ins, áfengisverslun rikisins og
fjármálaráðuneytiö vegna ó-
greidds söluskatts. Mun vænt-
aniega enn rifjuð upp ósvifni
siðdegisblaðanna I landinu, og
Viimundur jafnframt fenginn til
að játa, að hann sé ekki til þess
búinn aö skrifa svlvirðingar um
fjölskyldu slna og vini. Þá er
vert að benda á, að Guðmundur
G. Þórarinsson er sérlega vei
fallinn til að standa I forsvari
gegn gróusögum, enda er nýbú-
ið að gera hann væntanleg-
um vegamálastjóra. Aftur á
móti virðist honum ganga erfið-
iegar að afsanna hlutdeild I á-
góöahlut þeirra, sem tóku aö sér
verkefni I Eyjum eftir að brann
ofan af fólki þar I jaröeldum.
Engar sögur fara af Sighvati og
Jóni Sigurðssyni, aðrar en þær,
að Sighvatur leiddi Klúbbmálið
inn I Alþingi og er hann þvl vel
að þvi kominn að setjast á hval-
beiniö á Hótel Sögu. Jón Sig-
urðsson var fenginn til að rétta
við hlut bókaútgáfu Menningar-
sjóðs og festa tökin á námsián-
unum. Hingað til hefur hann
ekki haft annað áhugamál æðra
en að gefa út bók um Martein
nokkurn Lúther, enda kannski
þörf á einhverri upprifjun og
siðbót I landinu. Hins vegar
sagði Lúther aö mönnum væri
frjálst að berja bændur —■ en
þeirri „guðfræðikenningu”
verður væntanlega sieppt.
Ekki verður séð á þessu stigi
hvern árangur fundurinn
kenndur við Gróu á Leiti ber.
Hann sýnir þó nú þegar, að
framsóknarmenn ætla hvergi að
iáta fritt fyrr en af þeim hefur
verið þveginn hver póiitiskur
biettur I þá veru, aö flokkurinn
sem silkur hafi verið viðriðinn
hin ýmsu fjármuna og fyrir-
greiðslumál, sem er einn þáttur
svonefndra Kiúbbmála. Liður I
þeirri varnarbaráttu er að kalla
þá Sighvat og Vilmund fyrir sig
á opinberan kappræöufund til að
skamma þá. Nokkur hótfyndni
er þaö hjá FUF, að kenna þenn-
an fund öðrum þræði við réttar-
riki á meðan ekki tekst að inn-
heimta nær fjörutiu milljóna
söluskattsstuld hjá Klúbbnum.
Þá telst það til glannaskapar, aö
ætla að hefja gagnsóknina I af-
brotalifi landsmanna meö kapp-
ræðum við tvo helstu orðabelgi
Alþýðuflokksins, þá Sighvat og
Orðhvat, eins og þeir voru
nefndir I siöasta framboði Al-
þýðuflokksins á Vestfjörðum —
og Alfreö Þorsteinsson viðs-
fjarri ræöustólnum.
Svarthöfði.
Guðmundur Karl, nemi: — Mér
finnst það alveg sjálfsagt ef allir
aöilar eru sammála að haga
hjúskapnum þannig, og nægileg
fjárráö eru til þess að
framfleyta heimilinu.
Fundur í minningu um Gróu ó
Leiti
Á að leyfa fjölkvæni og
fjölveri?
Elin Albertsdóttir, bankamað-
ur: — Nei. Karlar eru svo leiöin-
legiraöþaöer alveg nóg að hafa
einn.