Vísir - 12.11.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 12.11.1976, Blaðsíða 1
íslenskt dilkakjöt 60% dýrara í framleiðslu en það nýsiálenska Sérfrœðingar rannsóknarráðs ríkisins ráðleggja sauðfjár- rœktarbœndum að taka upp rœktun holdanauta Paö kostar næstuin jafnmikiö fyrir islenskan bónda að fram- leiöa 6,9 tonn af dilka kjöti og 0,6 tonn af ull af 355 kindum og þaö kostar nýsjálenskan bónda að framleiða 16,8 tonn af kjöti og 6,6 tonn af ull á 1650 kindur. Þetta kemur fram i skýrslu Rannsóknarráðs rikisins um stöðu sauðfjárræktunar á fs- landi, sem er nýkomin út. í skýrslunni segir m.a. að verð- lagning sauðfjárafurða hafi orsakað það að bændur hafi lagt meiri áherslu á kjötframleiðslu heldur en ullar- og gærufram- leiðslu, sem veldur minni verð- mætasköpun á afurðum hverrar ær. t skýrslunni eru settar fram hugmyndir til að bæta stöðu sauðfjárræktunar i landinu og bent á ýmsar leiðir sem sauð- fjárræktarbúin geta farið, t.d. að taka upp ræktun holdanauta. í skýrslunni er bent á að árið 1974 hafi verið 860 þúsund fjár i landinu og horfur séu á, með óbreyttu ástandi að það verði um 900 þúsund fjár i landinu árið 1985. Þá er og vakin athygli á þvi, að auknar niðurgreiðslur vegna útflutnings dilkakjöts sé sivaxandi byrði á rikissjóði og beri að beina þessum niður- greiðslum inn á aðrar brautir sauðfjárræktunarinnar til þess aðbændurfáisttil þess að reyna að auka gæði ullar og gæru og stuðla að meiri kynbótum fjár- ins. Nánar er sagt frá helstu nið- urstöðum skýrslunnar á bls. 10 i Visi i dag. Þessmá geta, að rannsóknar- ráð hefur boðað blaðamenn til fundar i dag til þess að kynna nýja skýrslu um þróun land- búnaðar almennt og spár, sem gerðar hafa verið á vegum ráðs- ins um þróunina fram til ársins 1985. Efni þeirrar skýrslu er enn trúnaðarmál, en Visir mun skýra frá þvi á morgun. —RJ ,Alþýðubanda- lagið tók íhaldssama afstöðu' „Mjög bcr að harma hve Al- þýðubandalagið hefur tekið ihaldssama afstööu til kjör- dæmamálsins”, segir Finnur Torfi Stefánsson lögfræðingur i grein sinni á blaðsiðu 10 i dag. Grein Finns fjallar um nýjar hugmyndir sem uppi eru i kjördæmamálinu. Ræðir hann um tillögur sem ungir menn úr þremur stjórnmála- flokkum hafa sett fram og getur viðbragða við þeim. „Islendingar hafa nú þegar heyrt rödd flokksræðisins i þessu máli,” segir Finnur ennfremur i grein sinni. A hann þar við talsmenn Al- þýðubandalagsins sem túlkað hafa skoðanir sinar i sjónvarpi og leiðurum. Finnur Torfi Stefánsson, sem er eins og kunnugt er frambjóðandi Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra,-segir þvi næst: „Undirritaður tók aldrei sérstakt tillit til hagsmuna Alþýðuflokksins, er hann hug- leiddi valkosti og tillögur i þessum efnum.” Sjábls.10. Gamla samkomulagið staðfest Samkomulagið, sem gert var við breta siðastiiöið vor um veiöar þeirra innan ’islensku fiskveiðilögsögunnar, var samþykkt á Alþingi i gær með 39 atkvæðum stjórnar- þingmanna gegn 17 atkvæðum stjórnarandstööuþingmanna. Fjórir þingmenn voru fjar- staddir. „ÁKVÖRÐUN UM SAMNINGA- VIÐRÆÐUR VARLA TEKIN í DAG" — segir utanrikisráðherra „Ég get ekkert sagt um það fyrirfram hvort þessar könnunarviðræður leiða til við- ræðna um samninga”, sagði Einar Agústsson, utanríkisráð- herra, I samtali við VIsi I morgun er fundur hans með Finn Gundelach og Emon Gallagher var að hefjast. Þeir komu hingað til lands i gær og áttu fund með utanrikis- ráðherra i morgun áður en formlegur viðræðufundur hófst i ráðherrabústaðnum um fisk- veiðisamninga milli Islands og Efnahagsbandalagsins. Einar Agústsson sagðist ekki gera ráð fyrir að neinar ákvarð- anir yrðu teknar i dag um frekari viðræður. Af ráðherrum væru það aðeins hann og Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra, sem tækju þátt i fund- inum i dag — og þeir þyrftu að gera rikisstjórninni grein fyrir þvi sem þar kæmi fram. Að fundinum 'loknum væri ráðgert að halda blaðamannafund. Auk þeirra Gundelach og Gallagher kom skrifstofustjóri einkaskrifstofu Christopher Soames, David Hannay, en vegna veikinda getur Soames ekki tekið þátt i þessum við- ræðum. Sanningurinn um fiskveiði- réttindi breta rennur út 1. des- ember og hafa bretar lagt áherslu á að ná samningum um frekari veiðiheimildir innan 200 milna eftir þann tima. —SG Einar Agústsson tekur á móti Finn Gundelach I morgun. Hvernig œtlarðu að verja helginni? Það er úr miklu að velja, eins og þú getur séð á bls. 8 og 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.