Vísir - 22.11.1976, Qupperneq 4

Vísir - 22.11.1976, Qupperneq 4
Mánudagur 22. nóvember 1976 VISIH Patty œtlar að nota frelsið til leikhúsferða og upplyftingar Patricia Hearst sagði í blaðaviðtaii i gær, að nú þegar hún er laus orðin úr fangelsi (gegn trygg- ingu) vilji hún heimsækja kaffihúsin, leikhúsin og tefla skák við föður sinn, sem hún á einni segul- spólunni frá ræningjum sinum kallaði „svín". Þessi 22 ára gamli erfingi milljóna blaðakóngsins Randolps Hearst hefur eytt siðustu þrem árunum að mestu sem fangi mannræningja SLA sem byltingarstúlka og dæmdur bankaræningi. Lögmenn hennar hafa sagt, að lif hennar væri i hættu, og fengu þeir leyfi hjá dómaranum til þess að hafa um hana einka- lifverði. Sjálf segist Patty hafa hug á að fá sér varðhund á borð við þýskan Dobermann. Foreldrar hafa lagt fram fyrir hana 1,5 milljón dollara trygg- ingu til ábyrgðar fyrir þvi að hún mæti fyrir rétt eða i fang- elsið, hvenær sem vera vill. Patty Hearst er nú loks laus úr fangelsi, en einungis tii bráða- birgöá og gegn 1 1/2 miiijón dollara tryggingu foreldra hennar. — Sfðustu þrjú árin hef- ur hún verið i prisund, ýmist á vaidi mannræningja eða I fangelsum þess opinbera. Dularfullar árásir á fyrri félaga Dubceks Fjár- krögg- ur New York Abraham Beam, borgar- stjóri New York, á enn við að blíma f járhagskröggur borgarinnar og hittir í dag að máli fulltrua fjármála- ráðuneytis Bandaríkjanna til að finna leiðir til að greiða milljarðaskuidir borgarinnar. Hann átti i gær fund með Robert Gerard ráðuneytisstjóra i fjármálaráðuneytinu, en hann hefur umsjón með lánveitingum þess opinbera til New York- borgar. Þessi nýja kreppa i fjármálum borgarinnar kemur i kjölfar fó- getaúrskurðar um að veð borgar- innar fyrir skuld að upphæð einn milljarður, sem orðin er árs- gömul, væru ekki gild. A fjárlögum bandariska rikis- ins fær New York-borg 2,3 milljarða dollara i rikislánum til að bægja frá gjaldþroti. Fjár- málaráðherrann hefur lofað borgarstjórninni að lánagreiðsi- urnarhaldi áfram, nema eitthvað ófyrirsjáanlegt komi upp á. Tveir grimuklæddir menn réðust á einn af fyrri stjórnarmönnum tékkneska kommúnista- flokksins og konu hans á heimili þeirra i Prag siðasta föstudag. Prófessor Kriegel, sem átti fyrrum sæti i æðsta ráði flokks- ins, var einn af andstæðingum innrásar Varsjárbandalagsins i Tékkóslóvakiu 1968. Hann var rekinn úr flokknum það ár, og hefur ekki fengið að taka upp læknisstörf sin, sem hann hafði lagt á hilluna vegna stjórnmál- anna. Tveir menn með dökk sólgler- augu, hatt niður i augu og upp- bretta frakkakraga börðu að dyrum á ibúð þeirra hjóna sið- degis á föstudag. Þegar frú Kriegel opnaði, ruddust þeir inn, og án þess að segja aukatekið orð tóku þeir til við að misþyrma henni. Það kom til ryskinga, þegar prófessorinn kom henni til hjálpar, en þegar hann hljóp Ut i glugga og æpti á hjálp út á götu, forðuðu árásarmennirnir sér. Þau hjón hafa kært atburðinn til lögreglunnar. Vinum sinum hafa þau skýrt frá þessu jafnframt og um leið bent á, hversu lik þessi árás er þeirri, sem gerð var i águst siðastliðnum á vin þeirra Jiri Hajek, sem var utanrikisráð- herra 1968 undir stjórn Alexanders Dubeck. Ráðist var á Hajek, þar sem hann var á gangi hjá sveitasetri sinu um 50 km fyrir utan Prag. Tóku árásarmennirnir skjala- tösku hans (sem var þvi sem næst tóm), en henni var skilað skömmu siðar af lögreglunni. Wolf Biermann, þjóðvisnaskáid. — Kommúnistaflokkur A-Þýskalands hefur hrint af staö mikilli herferö til stuðnings ákvörðun stjórnarinnar um að leyfa Biermann ekki að snúa heim aftur úr hljómleikaferð í V-Þýskalandi. HERFCRÐ GíGN BIERMANN Sú ákvörðun austur- þýsku stjórnarinnar að reka Wolf Biermann i útlegð hefur klofið bók- menntamenn þjóðar- innar i tvær fylMngar. 33 fremstu rithöfundar A-Þýskalands hafa undirritað mótmæli við útlegðardómnum, meðan aðrir hafa tekið sér stöðu með kommúnistaflokknum, sem hrundið hefur af stað herferð til suðnings aðgerðum þess opinbera gegn hinu vinsæla þjóð- visnaskáldi. Listamennirnir segja, að málið undirstriki afstöðu manna, sem annars vegar fylgi auknu rit- frelsi, eða hins vegar menningar- stefnu þess opinbera. Hin opinbera fréttastofa ADN, lagði útsendingar sinar i gær nær allar undir birtingu lista yfir þá listamenn, rithöfunda, list- málara, leikara og myndhögg- vara, sem fréttastofan segir, að styðji brottvikningu Biermanns úr landi. „Neues Deutschland”, mál- gagn kommúnistaflokksins, verði einnig miklu rúmi i að tfunda þá, sem styðja stjórnina i þessu máli. Hvergi var hins vegar getið hinna þrjátiu og þriggja. Nokkrir listamenn sögðu fréttamanni Reuters i gær I Austur-Berlin, að fast hefði verið lagt að þeim að undirrita stuðningsyfirlýsingu við stefnu þess opinbera gagnvart Bier- mann. Einn leikari sagði, að leik- hússtjóri hans hefði varað hann við þvi að undirrita nokkur mót- mæli, fyrst hann ekki vildi undir- rita stuðningsyfirlýsinguna. Ein leikkona sagðist hafa undirritað stuðningsyfirlýsinguna, þegar gefið var i skyn við hana, að ella mundihún eiga i erfiðleikum með að finna sér vinnu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.