Vísir - 22.11.1976, Qupperneq 14

Vísir - 22.11.1976, Qupperneq 14
14 Mánudagur 22. nóvember 1976 Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á Akureyri stendur samvinnuhreyfingin traustari fótum en annars staðar á land- inu. Kaupfélag Eyfirðinga hefur um langt árabil ráðið nær öilum markaði matvöruverslunar I bænum, og auk þess verslað með flestar þær vörur er fást i fata- og byggingavöruverslun- um. KEA rekur ritfanga- verslanir og hljómtækja- og rit- fangaverslanir. Sagt er að utan- bæjarmaður einn er lagði ieið sina norður hafi sagt, að það vantaði aðeins KEA-merkiö á kirkjuna, þá væri verkið full- komnað! EINS OG EYJA í KiA-HAFINU Verslunarmiðstöðin í Kaupangi ó Akureyri stækka húsið með viðbyggingu til vesturs, meðfram Þingvalla- stræti, og verður e.t.v. byrjað á þeim framkvæmdum I vor”, sagði Tryggvi. „Svo er bara vonandi að fleiri ungir menn taki sig saman um svipaðar framkvæmdir annars staðar i bænum, enda hefur reynslan sýnt, að grundvöllur fyrir einkarekstri hér i bæ er fyrir hendi”, sagði hann ennfremur. „Kaupfélaginu verður að fara að skiljast, að það getur ekki endalaust verið eitt um hituna”. Þau fyrirtæki sem nú eru starfandi í Kaupangi auk Kjör- búðar Bjarna, eru þessi: Byggingavöruverslunin Norð- urfell, en þar er hægt að fá allt það er til bygginga þarf, m .a. er þar fjölbreytt úrval dúka og málningvara. Þá eru i húsinu hárgreiðslu- og rakarastofur, teiknistofa, blóma- og gjafa- vöruverslunin Lilja, útibú Landsbanka Islands, nuddstof- an Heilsuræktin, fatagerð Magnúsar Jónssonar, Ramma- gerðin, Smári h.f., Malar- og steypustöðin, Radio-vinnustof- an, Dúkaverksmiðjan og Oliufé- lagið Skeljungur. Þar er þvi að finna flest þau þjónustufyrirtæki sem nauðsyn- leg eru, og við Kaupang eru næg bflastæði, þannig að þangað kemur fólk úr öllum bænum. Ekki sakar svo að geta þess, aö við Kaupang er leigubilastöðin BSO komin með aðstöðu, en það er mikil framför að hafa bfla vfðar en i miðbænum vegna mikilla vegalengda i bænum. —AH, Akureyri. Hiö glæsilega hús Verslunarmiðstöðvarinnar, Kaupangur við Mýrarveg. Myndirnar hér á siöunni tóku Anders Hansen og Friðjón Axfjörð. A siðustu árum hefur þó orðið þarna á nokkur breyting, m.a. með tilkomu Verslunarmið- stöðvarinnar sem stendur við Mýrarveg á Brekkunni á Akur- eyri. Þar eru til húsa margar verslanir og þjónustufyrirtæki sem öll eru I einkaeign. Blaða- maður og ljósmyndari Visis á Akureyri brugðu sér þvi i heim- sókn i Verslunarmiðstöðina fyr- ir stuttu og kynntu sér starf- í Kaupangi eru bæði rakarastofa og hárgreiöslustofa auk margra annarra þjónustufyrirtækja. Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri Smára h.f. og stjórnar- formaður Verslunarmiðstöðv- semina þar, en Verslunarmið- stöðin er sem fyrr segir til húsa við Mýrarveg, og nefnist húsið Kaupangur. Fyrstan hittum við að máli Tryggva Pálsson, fram- kvæmdastjóra Smára h.f., byggingaverktaka á Akureyri, en hann er stjórnarformaður Verslunarmiðstöðvarinnar h.f. Aðrir i stjórn fyrirtækisins eru þeir Bjarni Bjarnason og Axel Guðmundsson. Tryggvi sagði að upphaf þess að fjöldi fyrirtækja tók sig sam- an um að byggja á þessum stað, mætti rekja allt til þess er Bjarni Bjarnason, sem þá rak verslunina Brekku, sótti um leyfi til að byggja matvöru- verslun á þessum stað. Það leyfi fékkst, en vegna stærðar lóðar- innar varð fljótlega ljóst að heppilegra væri að þar risu upp fleiri fyrirtæki og verslanir. Var siðan byrjað á bygging- unni árið 1973, en fyrsta verslunin, Kjörbúð Bjarna, var siðan opnuð i ársbyrjun 1976. Komu verslanirnar siðan hver á fætur annarri, og nú er bygging- in fullnýtt. Eru nú 15 fyrirtæki og verslanir starfræktar i Kaup- angi, og virðist starfsemin blómstra eins og best verður á kosið. „Þetta hefur allt gengið ákaf- lega vel, og nú er fyrirhugað að Kjörbúð Bjarna I Kaupangi er eina matvöruverslunin á Akureyri sem hefur opiö öll kvöld til kl. 23.30. Kolbrún Baldvinsdóttir í versluninni Lilju, en þar eru seld blóm og Þessar tvær afgreiöa I kvöldsölunni. gjafavörur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.