Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 28. nóvember 1976 11 fórst að fara i kvenlögregluna? „Það var ekki af sérstökum áhuga fyrir starfinu. Ég vann á skrifstofu hjá Sambandinu þeg- ar ég sótti um og þangað var hringt ári siðar og ég beðin um að mæta við viðtals á lögreglu- stöðina. Ég þrammaði af stað i gallabuxum og lopapeysu, og eftir að hafa rætt við yfirmenn- ina þar, ákvað ég að slá til og prufa að vera lögregluþjónn. Ef mér félli þetta mjög illa væri auðvelt að hætta og fara eitt- hvað annað. Ég fór strax i lögregluskólann og um miðjan desember var ég send út á götu i öllum skrúðan- um. Ég man að það var kalt, og ég átti að vera á Laugavegin- um. Þaö var búið að segja mér að þaö væri ægilegt aö fara út á götu i búningnum i fyrsta sinn, og mér leið þvi ekkert sérlega vel til að byrja með. Ég gleymdi þvi fljótt að ég var i búningnum, og tók ekkert eftir þvi að fólk var að góna á mig. Liklega vegna þess að ég var orðin vön aö koma fram i sambandi við handboltann og að fólk góndi á mig. Það erfiðasta var að mæta vinum og kunningjum. Ég mætti til dæmis fljótlega vin- konum minum úr Fram, og þær öskruðu af hlatri þegar þær sáu mig þarna i öllum skrúðanum að stjórna umferðinni.” Arnþrúður og vinkonur henn- ar i lögreglunni eru nú að mestu hættar að arka um göturnar. Þær eru komnar meö sina eigin deild — Kvenlögregludeildina — sem sinnir almennum útköllum eins og karlmennirnir. Arn- þrúöur ekur um ásamt annarri stúlku i hvitum Volvo og er á ferð og flugi um allan bæ á hvaða tima sólarhrings sem er. Erfiðast að fara i slysin — Er ekki ógurlega spenn- andi að aka um með rautt ljós og sirenuna á fullu? „Ekki get ég sagt það. Þegar slikt kemur fyrir er yfirleitt eitthvað mikið um að vera og i mörgum tilfellum eru þaðhlutir sem ekkert gaman er að vinna við. Maður verður að gæta sin á að láta sírenuna ekki æsa sig upp i akstrinum þó ekki of hratt, en samt að flýta sér. Við vitum að hluturinn hefur skeð og við breytum litlu með ein- hverjum látum. Það eru engin tvö útköll eins, og það gerir starfið fjölbreytt. Það er ekki að sama skapi alltaf jafn skemmtilegt. Slysin eru það versta sem ég kem nálægt. Þau reyna á mann andlega. Það kemur oft fyrir að ég á erfitt með aö sofna og vakna svo upp i svitabaði um miðja nótt eftir aö hafa veriö I slysaútköllum. Þetta er ekki neitt veikleika- Skýrslugerð er stór hluti af starfinu hjá stúlkunum I kvenlögreglunni. Hér er Arnþrúður sest við ritvélina á skrifstofu Kvenlögregludeild- arinnar. merki. Ég veit að þetta kemur einnig fyrir vana menn i lög- reglunni, ef þeir hafa komið aö stórslysum. Við erum ekki til- finningalausar vélar, þótt við séum I lögreglubúningi.” Kvenfólkið bítur og klórar — Hvað er það sem hefur komið þér mest á óvart I sam- bandi við starfið i lögreglunni? „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað viða er pottur brotinn i Reykjavik, og hvað vin og eiturlyf er mikill bölvaldur á mörgum heimilum og meðal fólks. Ég hélt að ég þekkti sæmilega til i skemmtanalifi borgarinnar áöur en ég byrjaði i lögreglunni, en nú sé ég þetta i allt öðru ljósi. Þetta er eins og að sjá ómáluöu hliðina á húsinu, sem er þó málað. Stærsti hiutinn af útköllum okkar um helgar eru I einhverju sambandi viö vin eða þess hátt- ar vimugjafa. Fólk er misjafn- lega afbrotahneigt, en með vini gerir það hluti sem þaö léti sér aldrei til hugar koma að gera ef þaö væri edrú. Og það eru ótrú- legustu hlutir, sem það gerir. Kvenfólkið er engu betra en karlmennirnir i þeim efnum. Eitt það erfiðasta sem ég geri er að handtaka kvenfólk. Það bitur og klórar, en karlmennirnir eru öllu viðránalegri — minnsta kosti þegar kvenlögregian er annars vegar. Ég hef aöeins einu sinni oröið fyrir árás i starfi. Þá höfðum við tekiö ungan mann ölvaðan viö akstur og vorum á leið með hann niöur á stöð. Ég var viö stýrið þegar hann réðst á mig — reif i hárið á mér og dró mig i gólfið. Eftir mikil slagsmál tókst okkur að koma honum undir og fara með hann á stöð- ina. En ég var lengi að jafna mig eftir þetta.” Skemmtanalifið enginn leikur — Er ekki erfitt að vera lög- reglukona þegar þú ferð út að skemmta þér með vinum og kunningjum? „Lögreglulifið og skemmt- analifið harmónerar engan veginn saman. Ég fór hér áður fyrr út að skemmta mér eins og gengur og gerist um helgar, en nú oröið fer ég varla út. Nú er það bara vinnan — heim i mitt bað, og svo að sofa. Ef maður fer út er ekki nokkur friöur. Það er alls konar fólk aö koma og rekja raunir sinar og segja frá viðskiptum sinum við lögregluna. Það er að setja út á starfsfélaga mina, og sendir manni svo tóninn ef maður situr ekki eins og brúða undir öllu saman og samþykkir allt sem það segir. Og merkilegt nokk, það hefur jafnvel áhyggjur af einkalifi manns... Ég er lika oft aö velta þvl fyrir mér nú orðið, hvaða tilgangi það þjónar að vera að ráfa á milli skemmtistaðanna. Þetta er innantómt lif og skilur ósköp litið eftir. Að sjálfsögðu er gaman að fara út með skemmti- legu fólki, en maður verður að fá frið til að skemmta sér. Kunningjahópur minn hefur alla tlð verið stór og fjörugur. Viö stelpurnar I Fram vorum mikið saman, en nú er það að breytast — hvort sem þaö er nú mér að kenna eða þeim. Hér áöur fyrr fékk ég alltaf að vita hvað þær væru aö bralla — ef ég var þá ekki potturinn og pannan i þvi sjálf — en nú fæ ég aldrei að vita neitt fyrr en allt er búið. Ég hef grun um að sumar þeirra llti orðiö frekar á mig sem lögreglukonu en vinkonu, og þvl finnst mér stundum að ég sé að einangrast frá öllu nema starfinu.” Staöa konunnar er á heimilinu — Hvaða ráðleggingar vilt þú gefa stúlku, sem hefur áhuga á að fara i kvenlögregluna? Ég ráðlegg ekki nokkurri stúlku að fara I kvenlögregluna — allavega ekki yngri en 25 ára gamalli og með einhverja lifs- reynslu að baki. Þetta er erfitt starf og krefst mikilla fórna fyrir ungar og óreyndar stúlkur. Einkalífið er litið sem ekkert og þær eru sifelltundirsmásjá og á milli tanna fólks ef eitthvað fer úrskeiðis, ég bið bara eftir þvi að það gleypi mann alveg með kjaftagangi. Ég væri örugglega ekki I kvenlögreglunni ef ég væri gift og ætti börn. Ég er það gamal- dags I mér, að ég tel að staða konunnar sé á heimilinu að gæta bús og barna, en ekki að vinna á kvöldin og nóttunni við-aö eltast viö lögbrjóta. Ég sé samt ekki eftir þvi að hafa farið i lögregluna — þetta er besti skóli sem ég hef komið I um dagana — sannkallaður há- skóli llfsins” —kip— „Það snerist allt mitt llf I ..Viö vældum stundum allar I kringum handbolta”. kdr ef við töpuðum”. „Ég hafði engan áhuga á að verma varamannabekkinn iengur". „Ef ég fer út að skemmta mér er ekki nokkur friður”. „Það er auðvelt að einangrast frá umhverfinu i kvenlögregl- unni”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.