Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 13
VISIR Sunnudagur 28. nóvember 1976 HVAÐ BJÓÐA BÍÓIN UPP Á í VETUR? Sími 11475 1 SIÐUSTU tveimur Helgar- blöðum hafa birst greinar þar sem skýrt hefur verið frá þeim helstu myndum sem kvik- myndahúsin hér á höfuðborgar- svæðinu munu hafa á boðstól- um á næstu mánuðum. Þegar þær voru ritaðar lágu ekki fyrir upplýsingar um myndir Gamla biós, en nú hafa þær borist. Er þar bæði um að ræða hinar vinsælu fjölskyldumyndir Disneyfyrirtækisins og myndir frá Metro Goldwyn Mayer. Sú kunnasta frá siðarnefnda félag- inu er vafalaust vinsæl, ný gamanmynd „The Sunshine Boys”, gerð eftir handriti eins fremsta gamanleikjahöfundar Bandarikjanna, Neil Simon. Aðalhlutverkin leika gamlir harðjaxlar, — Walter Matthau og George Burns, sem hlaut Oscarsverðlaunin fyrir leik sinn imyndinni á s.l. vori. Leikstjóri er Herbert Ross. önnur ný mynd sem prýðilega dóma hefur hlotið er „Hearts of the West”,gerðaf upprennandi leikstjóra Howard Zieff. Hann gerði m.a. sérkennilega mynd, „Slither” með James Caan, sem Gamla bió sýndi fyrir nokkru. Þessi nýja mynd mun gerast i Hollywood og snúast með lúmsku glensi um mannlif i kvikmyndaborginni. Aðalhlut- verk leika Jeff Bridges, Andy Griffith og Alan Arkin. I „Herbie Rides Again” er fjallaö á ný um ævintýri Volks- wagenbilsins Herbies og er myndin eins konar framhald „Lukkubilsins”, sem var jóla- mynd Gamlabiós fyrir nokkrum árum. Þetta er Disneymynd, leikstýrö af Robert Stevenson, en aðalhlutverkið leikur Helen Hayes, ein kunnasta leiksviðs- leikkona Bandarikjanna og er nú i fullu fjöri um áttrætt. George Burns og Walter Matthau i „The Sunshine Boys”, . „The Apple Dumpiing Gang” er gamansöm Disneymynd, sem gerist fyrir aldamótin i „villta vestrinu”. Leikstjóri er Norman Tokar.en m.a. leikara eru Bill Bixby, Susan Clark og Don Knotts. Þriðja Disneymyndin er „The Bears and I”, sem tekin er i fjalllendum Kanada. Leikstjóri er Bernard McEveetyog i aðal- hlutverki er Patrick Wayne. Þá er ekki sist að geta þess að endursýndar verða nokkrar si- gildar myndir i Gamla biói, t.d. „North by Northwest” eftir meistara Hitchcock, „How the West vas Won”, „Caruso” með Mario Lanza og „Ben Hur”. — AÞ. Jeff Bridges æfir sig i kúrekahlutverki fyrir framan sþegil i, of the Wess”, en Alan Arkin fylgist meö. .Hearts „Mf0 Svt/FlU'' LUDWIG VAN BEETHOVEN STJÓRNAR... Næst á dagskránni eru tónleikar. Flutt verður sinfónla op. 42 1/2 (sennilega skónúmer höfundar) eftir Jonas Sebastian Bacharach. Sinfónfuhljómsveit Hamborgar leikur, Ludwig van Beethoven stjórnar. Þættirnir eru þrlr: 1. þáttur allegro ma non troppo 2. þáttur adagio con moto 3. lokaþáttur pesto accelerando poco a poco. Og þar með er öllum út- skýringum útvarpsins á efnis- innihaldi og öðru er, varðar verkið, höfund, flytjendur þ.á m. stjórnanda lokið — platan á fóninn — veskú. Með örlitið Itar- legri fróðleik um tónverkið, höf- und þess og fl. t.a.m. eins og þeim, sem jafnan er að finna aftan á plötuhulstrum, væri fremur hægt að vekja áhuga fólks til hlustunar og auövelda þvi aö skilja tungumál tónanna, I stað þess að sletta — jafnvel hinni flóknustu kúnstmúsik beint framan i mannskapinn — eins og alltof oft er gert — þvi miður. Dagskrárliðurinn Gestur i út- varpssal, fimmtudaginn 16. nóv. kl. 19,40 var í dagblöðum og hljóðvarpi kynntur þannig: „Viktoria Spans frá Hollandi syngur gömul sönglög. Lára Rafnsdóttir leikur á planó.” Eftir þessar greinagóðu upp- lýsingar um flytjendur og efnis- skrá — lá það ljóst fyrir, að nú ætlaöi einhver hollensk söngpla að kyrja gömlu lögin, tja,og hún Lára aö músísera eitthvað að eldri sórtinni á píanóiö. Hvílík alúð og vandvirkni i upplýsinga- miðlun um tónlistarefni. Það mætti örugglega skrifa marg- falda doktorsritgerð um efnið: „Hvernig á að fæla fólk frá að hlusta og skilja sigilda tónlist?” Nú vildi svo til, að prógramm- ið samanstóö af sjaldheyrðum gullkornum spánskra og Italskra miðaldameistara. Og þar sem Viktoria er nú einu sinni hálfíslensk, heitir 1 höfuðið á móðurömmu sinni, henni Viktoriu Bjarnadóttur, sem setti á stofn og starfrækti prjónastofuna Iðunnihérá árun- um, og skráði æviminningar sinar háöldruð á bók sem heitir „Vökustundir að vestan”, þá langaði dóttur-dótturina, sem nú er orðin viðfræg listakona, endilega aðlofa hálflöndum sín- um að heyra þessa gullaldar- músik frá blómaskeíði bel canto söngsins. Söngur Viktoriu Spans I þessari dagskrá var frómt frá sagt gullfallegur, hún skilaði svo vel öllum þessum trossum af trillum, slaufum og krúsum- dúlli, svo að ekki sé nú minnst á stiltilfinninguna. — Og hún Lára sannaöi ágæti sitt sem undir- leikari. Þess vegna já einmitt, stemmir alveg, eins og segir I hljóðvarpsdagsskránni: „Vik- torla Spans frá Hollandi syngur gömul lög. Lára Rafnsdóttir leikur á pianó.” Móðir söngkonunnar heitir Aðalheiður Hólm. Hún vann sem unglingur i verksmiðjunni hjá honum Sigurjóni á Alafossi. A þeim tlma, sem og vlðast hvar annars staðar fóru saman aum kjör kvenna, vinnuharka og miskunnarleysi. Sem ganga- stúlka á Landsspltalanum, tók sú stutta á honum stóra sinum og gerði þann usla að stofna ásamt öðrum Starfsstúlknafé- lagið Sókn, sem er eitt af elstu verkakvennafélögum landsins, hún var fyrsti formaður þess stéttarfélags — þá 18 ára gömul. Formaður Sóknar var Heiða Hólm næstu tiu árin — þar til hún hélt af landi brott. Viktoria Spans, sem er fædd i Reykjavik, fluttist fjögurra ára gömul með foreldrum slnum til Hollands. Hún hafði Islending- inn i blóðinu, sneri aftur til Reykjavikur 16 ára gömul og vann hér I þrjú sumur, hjá Raf- orkumálaskrifstofunni og á tón- listardeild Rikisútvarpsins. Hennar fyrsti söngkennari var enginn annar en hann Kristinn okkar Hallsson. Siðan stundaði hún söngnám I 5 ár við Utrechts Conservatorium. Utrecht er gömul háskólaborg og merk. ís- lenskir þekktu hana frá fornu fari og kölluðu Trekt. Þar hvildi Jón kallinn Hreggviðsson lúin bein á sinni löngu göngu með bréfið góða I röku stigvélinu. Andi Jóns Hreggviðssonar svif- eftir Gunnar Reyni handleiðslu hins nýja kennara urðu framfarirnar örar. Þvi hefur verið haldið fram, að ást og músik hafi tilhneigingu til aö falíast I faðma enda hafa þau Viktoria og Bino verið óað- skiljanleg. Maður Viktoriu, Carlo Bino er sérfræöingur I bel canto raddþjálfun af Tito Schipaskólanum og er eftirsótt- ur sem slikur út um allar triss- ur. A hann er kallað, þegar raddböndin bila i heims- ’ söngvurunum og Bino kippir raddböndum þeirra aftur i söngliðinn. En aðallega þjálfar hann þekkta atvinnusöngvara fyrir erfið hlutverk. Pólýfónkór- inn fékk hann hingað fyrir skömmu til að slipa sinn fagra söng, og hélt Bino námskeið fyr- ir kórinn. Hann var undrandi á tvennu, hve góðar raddir væru I kórnum og að húmor væri til á íslandi. Sporin eru stutt, en leiðin svo löng... Nú er hún Viktoria litla, sem fór að heiman frá sér, þegar hún var fjögurra ára táta, oröin þekkt söngkona i tónlistar- heiminum. Hennar sérgreinar eru óperu-, óratóríu- og ljóöa- söngur. Hún hefur sungið inná sólóbreiðsklfur fyrir His Mast- ers Voice og CBS. Auk tónleika- halds syngur hún oft I hljóðvarp og sjónvarp I V.-Evrópu og er með eigin þætti I þvi hollenska. Viktoria hefur ferðast mikið austan hafs sem vestan, verið nokkrum sinnum I Bandarikj- unum og Kanada, þar sem hún söng sólóhlutverk m .a. I verkum J.S. Bachs. Hún hefur íslensk tónverk á efnisskrá sinni — hve- nær sem því verður við komið — þvi Islendingur vill hún vera a.m.k. ekki minna en að hálfu. Viktoria Spans er ein skærasta stjarnan sem viö eigum á söng- himninum i dag. Þó auðvitað sé óþarftað taka það fram, að hún (tali islensku — geri ég’ða samt., hollenskum íslensku I áraraðir. Einnig hjálpar hún niðurlensk- um þýðendum við aö snúa Is- lenskum ritum yfir á þeirra tungu. Auk þess hefur hún aliö bónda slnum tvo syni, þá Pétur ogSturlu. — En snúum okkur nú aftur að söngkonunni. Að loknu námi við Tónlistarháskólann, hélt Viktoria Spans áfram söng- námi og fór i einkatima til hins þekkta tenorsöngvara og söng- kennara Carlo Bino. Undir ur svo sannarlega enn um gömlu ölkrárnar, yfir sikjunum og liður um gömlu göturnar, þar sem húsin eru svo háöldruð, að það verður að styðja þau með gildum staurum svo að þau hryriji ekki á jörðina eða falli út I vatnið. I Trekt hefur fjölskyld- an búið I u.þ.b. 30 ár. Faöir Viktoriu Wugbald Spans starfar sem upplýsingafulltrúi við Rikisháskólann. Afturámóti hefur Aðalheiður Hólm kennt Viktoria Spans

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.