Vísir - 23.12.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1976, Blaðsíða 3
vism Fimmtudagur 23. desember 1976 3 Verðlaunin afhent: Valgerður, Elsa og Jdn. Þriðju verðlaun fóru í Mosfellssveitina . „Ja, ég var aldeilis heppin”, varð Elsu Stefánsdóttur að orði þegar bankað var upp hjá henni með þriðju verðlaunin i sam- keppninni. Elsa býr i Mosfelissveitinni með manni sinum og syni, sjö ára gömlum. „Jú, bóndinn sendi líka sina tiiiögu”, sagði Elsa, „en ekki haft heppnina með sér”. Það voru þau Jón Helgason frá Kristjáni Siggeirssyni h/f sem er með umboðið fyrir Iittala og Va gerður Sigúrðardóttir frá auglýi ingastofunni Argus sem efhent verðlaunin, matarstell fyrir 4. „Þó fólkið fái ekki nema bjúgi þá verður þetta vigt I kvöld’ sagði Elsa og hló við. Hún er gift Garðari Steingrims syni og þau eiga einn son ser heitir Stefán. Elsa hefur starfa mikið að félagsmálum og er m.a í stjórn iþróttafélags fatlaðra. —G/ Steingrímur Birgisson verslunarstjóri I Hlyn afhendir Guðrúnu Sig- tryggsdóttur verðlaunin. Fékk horðbúnað fyrir fjóra önnur verðlaun i verðlauna- samkeppni Visis hlaut Guðrún Sigtryggsdóttir, Heiðargerði 13, Húsavik. Þau voru Solaris borð- búnaður frá littala. 1 verðlaunasettinu sem er að verðmæti um 30 þúsund krónur eru fjórir stórir matardiskar, fjórir minni matardiskar, fjórar súpuskálar, fjórar ávaxtaskálar, stór ávaxtaskál og tveir kerta- stjakar. Kristján Siggeirsson hefur um- boð fyrir framleiðslu Iittala hér á landi en söluumboð á Húsavik er hjá versluninni Hlyn, og þar fékk Guðrún verðlaunin afhent. —SG Hér hefur Guðrún raðað upp verðlaunasettínu. Eitt atriðanna f hinni nýju uppfærslu Þjóðleikhússins á Gullna hliðinu undir leikstjórn Sveins Einars- sonár þjóðleikhússtjóra og i leikmynd Björns Björnssonar, fyrrum deildarstjóra leikmyndadeildar sjónvarpsins. Eitt hinna sígildu íslensku leikverka Að kvöldi annars dags jóla er frumsýning á jólaleikriti Þjóö- leikhússins. Að þessu sinni er það hið alkunna, vinsæla verk Daviðs Stefánssonar, Gullna hliöið. Sveinn Einarsson leikstýrir verkinu að þessu sinni og leik- mynd gerir Björn Björnsson. Er þetta i þriðja sinn sem hann gerir leikmynd fyrir Þjóðleik- húsið. Tónlist Páls Isólfssonar er notuð og hefur Þuriður Páls- dóttir æft og stjórnað henni. Lýsingu annast Kristinn Dani- elsson. Aðstoðarmaður leik- stjóra er Helga Hjörvar. Ný andlit i hlutverkum Guðrún Stephensen leikur Kerlingu, Helgi Skúlason Jón bónda og Erlingur Gislason Övininn, Arni Tryggvason leik- ur Lykla-Pétur, Briet Héðins- dóttir Vilborgu grasakonu, Gunnar Eyjölfsson Pál postula. Aðrir leikarar eru Valdemar Helgason (hreppstjórinn), Sig- urður Skúlason (þjófur), Hákon Waage (böðull), Jón Gunnars- son (drykkjumaður), Krist- björg Kjeld (frilla Jóns) en Kristbjörg tók við hlutverkinu fyrir nokkrum dögum af Þóru Friðriksdóttur, sem slasaðist á æfingu. Rikisbubbi er leikinn af Flosa ÖÍafssyni, Sýslumaður er leikinn af Rúrik Haraldssyni, foreldra kerlingar leika Ævar R. Kvaran og Geirlaug Þor- valdsdóttir, Helgu vinkonu hennar leikur Steinunn Jóhann- esdóttir, Baldvin Halldórsson er prestur, Valur Gislason bóndi, Egill Ólafsson fer með hlutverk fiðlungsins og Helga Jónsdóttir er Maria mey. Mikael höfuð- engill er leikinn af Herdisi Þorvaldsdóttur en auk upptal- inna leikara koma fram nokkrir aukaleikarar. Rúm 30 ár frá fyrstu sýningu Nú er komið á annan áratug siðan leikritið var hér siðast á fjölunum,en það var sem kunn- ugt er frumflutt hjá Leikfélagi Reykjavikur i Iðnó árið 1941. Það var sýnt aftur hjá Leikfé- laginu i sömu sviðsetningu 1948 en fyrsta sýning á Gullna hlið- inu i Þjóðleikhúsinu kom 1951, Lárus Pálsson sviðsetti allar sýningarnar. Leikurinn var fluttur aftur i Þjóöleikhúsinu 1956 og 1966 setti Lárus enn upp verkin. 1 frumuppfærslunni lék Lárus sjálfur hlutverk óvinar- ins, Arndis Björnsdóttir lék kerlinguna og Brynjólfur Jóhannesson Jón bónda. í sýn- ingunni 1966 lék Guðbjörg Þor- bjarnardóttir k^rlinguna, Rúrik Haraldsson Jó í bónda og Gunnar Eyjólfsson övininn. Gullna hliðið hefur oft verið sýnt og sviðsett úti á landi af ýmsum áhugaleikfélögum, m.a. tvisvar á Akureyri. Þá hefur verkið verið leikið á sviði í Finn- landi, Noregi og Skotlandi, flutt i erlendar útvarpsstöðvar viða. Og islenskir leikhúsmenn hafa sýnt Gullna hliðið I Finnlandi 1948 og Danmörku og Noregi 1956. •nbt’ Laugavegí 17 ©27667 Laugavegí 26 (Verslanahöllin) Greatest Hitsof

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.