Vísir - 23.12.1976, Qupperneq 6

Vísir - 23.12.1976, Qupperneq 6
Fimmtudagur 23. desember 1976 vism Sóknar- prestur segir frá Vorið 1862 fluttust.ung prests- hjón að Berutirði i Suður-Múia- sýslu. Það voru þau sr. Þor- steinn Þórarinsson frá Hofi I Alftafirði og Þórunn Sigriður Pétursdóttir frá Valþjófsstað. Sr. Þorsteinn hafði að loknu embættisprófi vigst aðstoðar- prestur föður sins á Hofi haustið 1858 og einnig þjónað Beru- fjarðarbrauði fardagaárið 61-62, sem Eirikur Magnússon hafði veitingu fyrir. Hann kom aldrei til brauðsins, en fór til Cam- bridge i staðinn. Sr. Þorsteinn hafði haldið dagbók frá þvi hann settist i Prestaskólann haustið 1856. Henni hélt hann áfram til árs- loka 1916. Hann andaðist á Nesi i Norðfirði 7. jilni 1917. Enda þótt dagbókin sé næsta fáorð — þar ber mest á veðurlýsingum — er þar sitt hvað aö finna, sem gefur ofur- litla sýn inn i búskapinn I Beru- firöi og kirkjullfið i presta- kallinu i tið þeirra sr. Þorsteins og md. Sigriðar. Jörðin Berufjörðurhafði veriö prestssetur siöan árið 1748, að Guðrún Einarsdóttir, ekkja Jóns biskups Árnasonar, gaf jörðina „guði þrieinum til þókn- unar, hans dýrö til eflingar og Christi söfnuði á Berufjarðar- strönd til uppbyggingar, þeim prestum til uppheldis stoðar, sem hér eftir þjónandi veröa”, eins og það er orðað i gjafabréfi biskupsekkjunnar. Berufjörður var góð bújörð, metin á 50,8 hundruð i jarða- matinu 1861. Var þaö helmingi hærra mat en á nokkurri annarri jörð i hreppnum. í Johnsensjarðatali — 1847 — segir, að Berufjörður sé „kostu- leg bújörð” þó heimaland staö- arins sé mjög skemmt af skriðuhlaupum. Vetur eru snjó- léttir og útigangur fyrir sauð- fénað þvi i betra lagi. Túnið, sem fyrir hiröuleysi er komið i órækt, gefur af sér fóður fyrir 2 kýr og vetrung, úthey 100 h. og alls yfir framfleytir jörðin 3 kúm, 100 ám, 120 sauðum, 80 lömbum og 4-5 hrossum. Akirkjunnar 18 varpeyjum og skerjum fyrir Búlandsneslandi fengust árið 1838 800 eggja 8 punds æðardúns. Við eyjar þessar er nokkur kópaveiði á vorin — fer minnkandi. Til gamans og fróðleiks skulu þessar eyjar, hólmar og sker nú talin upp meö nöfnum eins og sr. Þorsteinn lét þinglýsa þeim á manntalsþingi á Djúpavogi 16. júni 1886. Þar eru þau einu fleira en I Johnsens jarðatali. Óneitanlega bendir það slðasta — þrætuskerið — til þess að ein- hverntima hafi leikiö vafi á þvi aö þaö hafi legið undir Beru- fjörö: Undir prestssetrið Berufjörö eöa Berufjarðarkirkju liggja samkvæmt máldögum og Biskupsvisitazium nokkrar eyjar, hólmar og sker, sem ligg ja fyrir Búlandsnesslandi og sumar eyjarnar orðnar áfastar_ viö það og eru þær þessar alls: 1) Kiðhólmi, 2) Hrisey, 3) Lang- hólmi, 4-5) 2 Prestar, 6-7) 2 Orkneyjar, 8) Flathólmi, 9) Lynghólmi, 10) Lúsalagnar- hólmi, 11) Hafnarey, 12) Hafn- areyjarhólmi, 13) Teitshólmi, 14) Kriuhólmi, 15) Melhólmi, 16) Egilshöfði, 17) Steinflesjar, 18) Æöarsteinn og 19) Þrætu- sker. — Ennfremur á Beru- fjarðarkirkja mótfærzlu i Kjelduskógalandi og nautsgjörð og skipssátur á Þúfueyri i Kjelduskógalandi. Þ. Þórarinsson prestur og ábúandi á Berufirði. Þessa miklu og góðu bújörð tóku nú prestshjónin til ábúðar i fardögum 1862 og sátu hana með miklum sóma i 28 ár. Ekki er aö sjá á dagbókinni, . að kunnleikar þeirra sr. Þor- steins og Sigriðar á Valþjofsstað hafi verið miklir — máske engir persónulega — áður en þau voru heitbundin. — Sumarið 1860, seint i júli, er sr. Þorsteinn staddur hjá mági sinum, Thulinius kaupmanni á Eskifirði. „Þangað kom sr. Pétur á Valþjófsstað”, segir i dagbókinni, 26. júli. Um erindi Valþjófsstaðaklerks I hús Thuliniusar þennan hásumar- dag er ekki getið. En fara má nærri um það samkvæmt þvi, sem á eftir fór. — Nú liður fram i septemberlok og heyönnum er lokið eftir annasamt sumar á Hofi, þar sem sr. Þorsteinn hefur keppst við heyskapinn með vinnu- mönnum föður sins og kaupa- fólki. En við orfið hefur hann hugsað margt, og þá þanka sina festir hann á pappirinn i bréfi til sr. Péturs á Valþjófsstað. En það dregst i hálfan annan mán- uð að senda tilskrifið — hvað sem valdið hefur — máske engin áreiðanleg ferð. Dagbókin 10.11.’60: Sendi ég með Jóni i Hamarsseli bréf, skrifað 27.9. til sr. Péturs á Val- þjófsstað. — En þaö liöur ekki nema mánuöur unz svar berst, þvi 13.12. fær hann bréf frá sr. Pétri, „sem gladdi mig mikið, já yfirmáta mikið”. 1 þvi hefur verið jáyröi Sigriðar, þvi að 15.12., segir sr. Þorsteinn: „Skrifaði ég kærustu minni langt bréf”. Og eftirmæli ársins 1860 eru þessi: Gleöilegt ár fyrir mig á margan hátt einkum seinni hluti þess, þvi á þvi fékk ég þá, sem hjarta mitt girntist. En nú er mál tl komið að heimsækja unnustuna. Hann fer að Valþjófsstað um miðjan janúar og dvelst þar I hálfan mánuð. Dagbókin 18. jan. 1861: „Gott veöur. Talaöi ég margt við mina ástkæru unnustu og fellur hún mæta vel I geð á allan hátt. Guði sé lof, aö ég fékk hjarta eins vænnar og elskulegrar stúlku.”- — Hann rekur ekki atburðina frá degi til dags meðan hann dvelst á Valþjófsstaö, þessa „daga, er voru mér einhverjir þeir skemmtilegustu, er ég hef lifaö eins og likindi voru til að vera nálægt minni ástkæru Sigriði, aö fá að faöma hana að mér, sitja undir henni og útausa rninum hugsunum og hún sinum hugsunum fyrir mér.” Þann 31. janúar yfirgefur hann Valþjófs- staö og „hlaut að skilja við unn- ustuna þótt þungbært væri”. — Snemma i júli um sumarið bregður sr. Þorsteinn sér upp i Valþjófsstað til að ræða um framtiðina og ákveða giftingar- daginn. lprestatali segir, að þau Þór-, unn Sigriður og Þorsteinn hafi verið gefin saman 3. sept. 1861. Er þar farið eftir prestsþjón- ustubók Valþjófsstaðar, en þar, á heimili foreldra brúðarinnar, fór brúðkaupið fram eins og venja var. Það er þvi engin furða þótt maður reki upp stór augu við að lesa það i dagbók- inni, að þennan dag, 3. sept. 1861, er sr. Þorsteinn við heyskap heima á Hofi, segirfrá gestkomu o.fl. — Ekkert brúð- kaup, engin gifting. En undir semtemberlok leggja þeir feðgar, sr. Þorsteinn og faðir hans af stað til Val- þjófsstaðar, þar sem brúð- kaupið fór fram þ. 3. október. Sr. Pétur hefur misritað mánaðardaginn eins og ýms dæmi eru til við innfærslu i kirkjubækur. 1 greini Óðni, 4. ár. 7. tbl. um sr. Þorsteinn er giftingardagur- inn 3. október. Þeim hinum merka degi i lifi sinu lýsir Þ.Þ. á þessa leiö: „Stormur um morguninn en lygndi seinnihluta dags. Giftist ég og Sigriður min elskulega, gifti prófastur sr. Halldór á Hofi okkur. Voru 75 framandi i veizl- unni auk 26 heimamanna og var það flest nóttina eftir”. Næsta dag fer flest veizlu- fólkiö heim, og fylgdu þeir feðgar Halídóri prófasti og fleirum út að Gilsá. Þann 4. okt. bú til að bera uppi svo stórt heimili, enda var sr. Þorsteinn einn af 12 stærstu bændum landsins eins og fram kemur i grein Indriða Einarssonar i I. árg. timarits Hins Isl. Bókmenntafélags árið 1880 um lausafjáreign landsmanna. Þar voru birt nöfn 12 manna sem mest höfðu taliö fram árið 1878. Helminguriinn af þeim voru prestar: Sr. Skúliá Breiðabólstað sr. Arnljóturá Bægisá sr.Halldórá Hofi sr. Sigurður á Hailormsstað sr.Jóná Auðkúlu sr. Þorsteinn I Berufirði Enda þótt dagbók sr. Þor- steins sé næsta fáorð, bregður þar fyrir ýmsum myndum úr búskaparháttum i Berufirði i tið þessa mikla fjárbónda, sem sumir töldu aö hefði um sinn verið fjárflesti bóndi á tslandi, aðþvi ersegir i Visi, þegargetið var andláts sr. Þorsteins sumarið 1917. Þar er sagt, að hann hafi átt yfir þúsund fjár, þegar hann var I Berufiröi. Runólfur hét sauöarmaöur sr. Þorsteins og var Sigurðsson. Það var einn dag á útmánuðum 1876, eða nánar tiltekið þriðjud. 14. marz, að prestur var að koma úr messuferð á Berunesi. Hriðarveður var á, norðaustan kófbvlur og herti er á daginn þess fara 20 sauöir i göngu i Urðarteigi. Arið 1875 voru eldgosin miklu I Oskju og á Mývatnsöræfum. Er þeirra fyrst getið i dagbók sr. Þorsteins þegar hann er aö messaá Berunesiá 2. ipáskum, þá heyrast dynkir og vart varð við litils háttar öskufall. En viku siðar eða mánud. 5. aprfl er Berufjarðar klerkur heldur betur minntur á afleiðingar eld- gosanna. Þá bar að garði menn frá Valþfjófsstaö. Þeir ráku 360 63,5hundruð 62 hundruð 61 hundruð 59 hundruð 56 hundruð 51 hundruð fjár, sem þeir voru að flýja meö undan öskunni i Fljótsdalnum. Ekki verður annað af dag- bókinni ráðið, en tekist hafi að koma öllum þeim fénaði fram. Um frálagsfé að hausti skal þess getið, að einn daginn segir dagbókin frá þvi, að 53 kindur voru reknar i kaupstað og 45 lógað heima, þar af 29 sauðum. Engum lömbum var fargað. Ekki veitti af að setja þau öll á tilað viðhalda stofninum, þvi að stundum „hrundu þau niöur úr fári”. A Þorláksmessu eru ærnar skildar. Hleypt er til 170, en „spjarar ær” eru 38. Fráfærur 28. júni. Fært frá 119 ám. Prestshjónin í Berufiröi: Sr. Þorsteinn og mad. Sigriður Pétursdóttir. Börn prestshjónanna I Berufirði: a) Guðný kona sr. Jóns á Norðfiröi. alþm. I Firði. c> Sr. Pétur I Eydölum. heldur sr. Þorsteinn áleiðis heim með konu sina og ná þau heim að Hofi þann 8. A Hofi voru þau siðan um vet- urinn en fluttust i Berufjörð voriö eftir. Þar var dapurleg aðkoma. Hús að falli komin á staðnum og börnin hrundu niður úr bama- veiki. Frá 14. mai — 24. júni dóu 9 börn i prestakallinu. Fyrsta verk sr. Þorsteins var að byggja upp baöstofuna. Ekki veittiaf húsnæöinu, þvi að fljótt varð heimilið stórt, einn tugur manns strax fyrsta áriö og þegar frá leið alltaf kringum 20 manns — þar af 4-5 vinnukonur og 5-6 vinnumenn. Ariö 1880 var heimilisfólkið: Prestshjónin, 3 börn þeirra, 2 fósturbörn, foreldrar prests- konu, 6 vinnumenn, 4 vinnu- konur, húsmaöur, nærkona (Guðrún Jónsdótir yfirsetu- kona), alls 21. Það þurfti mikið leið. Runólfur stóö yfir sauð- unum að vanda, þeir voru 105. Er mál var komiö aö reka þá heim til húsa var veöriö oröiö svo hart, aö hann missti þá úr höndum sér, tafðist svo mjög i hríðinni að farið var að lengja eftirhonum heima. Fóru4 piltar að leita hans. Þeir fundu 38 sauði, en Runólfur komst heim ’heill á húfi. Næstu daga hélst bylurinn með grimmdarfrosti og Þorsteinn missir i þessu áhlaupi 14 sauði og 1 á. — Og ekki er ein báran stök. Fyrir sumarmál eru 100 kindur dauðar úr lungnapest. Þetta haust leggur sr. Þorsteinn inn 400 pund af ull hjá Weiwadt á Djúpavogi. Þótt margt væri féð á fóörum heima i Berufirði standa fleiri stoðir undir fjárbússkap sr. Þorsteins. Það eru heytollamir, (prestslömbin), sem ýmsir bændur i prestakallinu urðu að fóöra. Eitt haustið getur dag- bókin um þau á þessa leið: 24 lömb rekin út á Strönd, 5 i Fossárdal, 6 i Hálsþinghá. Auk b) Anna seinni kona Sveins Þá skal bruögið hér upp nokkrum myndum dagbókar- innar af starfi prestsins — kennimannsins. —Sóknir kalls- ins voru mjög misstórar. 1 heimasókninni, Berufirði, voru 70 manns, en i Berunessókn rúmlega helmingi fleiri. Auk þess þjónaði sr. Þorsteinn lengi Hálsi (Djúpavogi) og Papey. Alla sina löngu prestsskapar- tið stundaði sr. Þorsteinn starf sitt af einstakri trúmennsku og skyldurækni. En mjög fékk hann að kenna á þvi, aö kirkju- sókn fór dvinandi á þeirri hálfu öld, sem hann gegndi prests- starfi. Þegar hann var settur inn i embætti 10. ágúst fyrsta sumar sitt i Berufirði, var þar viöstatt „múgur og margmenni”. En það stóð ekki lengi. Svo virðist sem þar hafi kirkjusókn verið dræm og messuföll tið a.m.k. seinni árin. Sem dæmi skal tekiö árið 1884. Þá er messað heima i Berufirði á nýjársdag. „Voru fáeinirviðkirkju.Logn og bliða. Hiti 5gr.”. Siðan er ekki messað

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.