Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 5
vism Mánudagur 17. janúar 1977 (Hsóknir í algleymingi í Prag á hendur andófsmönnum Talsmaður tékknesku hreyfingarinnar „Mannréttindi 77” segist hafa neitað að svara öllum spurningum yfirvalda um útgáfu- starfsemi samtakanna og stefnumál i ofsóknar- öldinni, sem gengið hefur yfir Prag að undanförnu á hendur fé- lögum þeirra. Jan Patocka, fyrrverandi heimspekiprófessor sagöi frétta- manni Rauters, aö hann heföi veriö yfirheyröur alla virka daga siöustu viku, og heföi enn veriö kvaddur í dag til aöalstööva öryggislögreglunnar. Kvaöst^ hann kviöa þvi, aö endurtekn- ar yröu þessar „sömu arangurs- lausu og leiöigjörnu spurningar.” Patocka prófessor er einn þriggja helstu talsmanna sam- taka, sem mannréttindabaráttu- menn stofnuöu I Tékkóslóvakiu til þess aö fylgjast meö efndum á mannréttindaákvæöum Helsinki- sáttmálans. Prófessorinn kvaöst ekki llta á mannréttindabaráttuna sem af- brot og teldi þvi aö lögreglan heföi engan rétt til þess aö yfir- heyra hann um hana. A meöan hefur ekkert spurst til leikritaskáldsins, Vaclav Havel, (annars talsmanns samtakanna), siöan hann var kvaddur til stööva öryggislögreglunnar á föstudag. Orörómurum, aö hann hafi veriö tekinn fastur, hefur ekki veriö staöfesturaf hálfu þess opinbera. Lögreglan sagöi konu hans, aö hann heföi „gefiö sig fram viö lögregluna.” Tveir aörir stuöningsmenn samtakanna, Jiri Ledere fyrrum blaöamaöur og Frantisek Pavlicek, fyrrum leikhiisstjóri, eru taldir vera i haldi. Patocka prófessor og þriðji aöaltalsmaöur samtakanna, Jiri Hajek, fyrrum utanrikisráö- herra, sögöu i tilkynningu, sem þeir sendu frá sér i gær, aö tveir prófessorar viö háskólann i Prag heföi veriö vikiö úr kennslustörfum fyrirstuöning viö mannréttindasamtökin. Nýjar hrœringar í Austurlöndum Arið 1976 var óvenju friðsamt i sambýli israels og hinna ara- bisku nágranna þess, og er þaö þakkaö fyrst og fremst Sinai- vopnahléssamningnunum miili israeis og Egyptalands, sem dr. Kissinger haföi milligöngu um. Um leið hafa menn þar eystra verið of uppteknir af borgara- styrjöidinni i Libanon til þess aðgefa hinnieilifu deiiufsraela ogaraba gaum. Strax þegar hlé varð á borgarastyrjöldinni, töku menn til við að rif ja upp, að enn er ófrágengið, hvernig ráöa skuli tii iykta þessari margra áratuga deilu. Horfir þvi til þess að á árinu 1977 getidregið til nýrra tiðinda á þessum vettvangi. Sadat forseti Egyptalands varð á undan ísraelsmönnum til þess að draga friðarumræðurn- ar fram úr nokkurra mánaða ryklagi geymslunnar. Hann hef- ur I yfirlýsingum lýst skilmái- um sinum fyrir varanlegum friöi I Austurlöndum nær. Fyrst og fremst vill hann endurvekja friðarráöstefnuna i Genf. Þar vill hann að Libanon eigi fulla aðild að. Hann krefst þess, að israel skili aftur á einu bretti öllum landssvæðunum, sem hernumin voru 1967. Þar við hefur hann svo bætt nýju skil- yrði, sem er stofnun Palestinu- rikis á þeim landssvæðum, sem israel eigi að skila og það að það riki standi i sambandi við Jórdaniu. Þetta siðasta er einkar at- hyglisvert fyrir þær sakir, aö það er i fyrsta sinn aö leiötogi araba viöurkennir, að fyrir- heitna rlki palestinuaraba kynni ekki að vera þess umkomið á standa á eigin fótum. Um þessa yfirlýsingu sagöi utanrikisráöherra ísraels að „þetta er fyrsti naglinn I lik- kistu Rabat-ráðstefnunnar”, en þar var þjóöfrelsishreyfing pal- estinuaraba (PLO) viðurkennd sem eini sanni fulltrúi paiest- inuaraba. —Aö ööru leyti hafa israelsmenn tekið yfirlýsingum Sadats með tómlæti. Leiðtogar araba I þorpum á hernumdu svæðunum hafa Iátib sér nægja að segja að taka veröi hlutina fyrir I réttri röð: Fyrst sé að stofna riki palestinuaraba og siðan að láta það sjálft um að á- kveða i hvernig tengslum það vill vera við Jórdaniu. Leiðtogar tsraels hafa latið sér nægja aö itreka vilja sinn til friðarsamninga, „hvar sem er og hvenær sem” eins og Rabin forsætisráðherra orðaði það, en landsmenn hans álösuöu honum sumir fyrir að láta Sadat verða fyrri tii þess að vekja máls á friðarumræðunum að nýju. t rauninni eru þeir þó tortryggnir á friðmæli Sadats, sem þeim finnst vera upptuggnar fyrri ó- aðgengilegar kröfur. Tor- tryggnin er heldur ekki óeðiileg I ljósi sögunnar, þvl að svo oft hafa israelsmenn verið sviknir og grið rofin á þeim, að þeir eiga vart á öðru von úr þeirri átt. Bilið á milli þess, sem arabar krefjast og þess sem Israels- menn bjóða I skiptum fyrir frið- arsamninga, er auk þess svo stórt aö það veröur varla liklegt til árangurs. Rabin sagði i siðustu viku, að tsrael mundi reiðubúið að skila einhverju af hernumdu svæöun- um, en mundi vilja hafa ána Jórdan sem landamæralinu. Rabin gætieinnig hugsað sér að hörfa úr Sinai og Golanhæðum, en þó aldrei svo langt aftur, þar sem landamærin voru fyrir sex daga striðið 1967. t Ijósi þessa rista vonir manna um aöáriö 1977 verði friðarár i Austurlöndum nær, fremur grunnt, Og undir niðri hefur fremur vaknað kviði um, að það séu ófriðarblikur, sem sjáist hylla undir úti við sjóndeildar- hringinn. Af viðskiptum sinum matiskar lausnartilraunir og heyja siðan nýtt heilagt strið eftirsvona tólf tilátján mánuði. Hernaöarserfræöingar tsraels eru þeirrar skoðunar, aö her- máttur egypta hafi ekki veikst svo mikið sem menn á Vestur- löndum halda við þaö, að sovét- menn hættu að selja þeim vopn. Þeir fullyrða aö egyptar séu jafnvel undir hernaðarátök búnir og fyrir Yom Kippur striðiö 1973. Sýrlandsher hefur einnig lappað upp i sin skörb á þessum tima, en er að visu eins ogstendur upptekinn við friðar- gæslustörf i Libanon. Herir Jórdaniu og Iraks vigbúast óð- fluga. Kann svo að fara að menn vilji nýta þann vigbúnað allan einhvern tima i verki, og kannskiyrði þaðáriö 1978, ef ár- ið 1977 ieiðir ekki til samninga um endanlegan frið. við araba eru israelsmenn orðn- ir næmir á að hlusta eftir þvi, sem felst á bak við orðaglamrið. Hafa þeir haft orð á þvi, að sið- ustu yfirlýsingar séu heldur ó- friðlegar fremur en hitt. Rétt um jólin veittist t.d. Ismail Fahmi, utanrikisráðherra Eg- yptalands, að tsraei og sakaði gyöinga um að vilja þenja út nýlenduveldi sittsvo það spann- aðihelst Austurlönd nær allt frá Nil til Euphrates. Hann lýsti þvi yfir, að Arabalöndin vildu enn stuðla aö þvi, aö tsrael yröi fjöl- þjóða riki, og gömlu kröfuna um, að innflutningur á gyðing- um til tsraels yröi takmarkað- ur. Það hljómar ekki eins og nienn séu nær þvl nú en fyrir 30 árum að viðurkenna tilveru tsraelsrikis. Einstöku tsraelsmenn hafa viðrað þann grun sinn að arab- ar ætli að humma af sér dipló- Hve lengi viltuj biöa eftir fréttunum? Mltu fá þa-rht'iin lil |tin samd;i‘jjurs? KtVatillu hiúa til na-sta moqjuns? NÍSIR flMur frcllir daysins i day! Pyrstur með fréttimar vism VÍSiR risar á vidsMptin^^if

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.