Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 17. janúar 1977 vxsni VISIR (Jtgefandi :Keykjaprenl hf. FramkvæmdastjorhDavIðGuömundsson Ritstjórar:Þorsteinn Pálssondbm. ÚlafurRagnarsson RitsljórnarIulltrúi:Bragi Gu&mundsson. Fréttastjórl erlendra frétta: Gu&mundur Pétursson. TJm- sjón meohelgarblaoi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn:Edda Andrésdóttir, Einar GuÐfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guðjón Arngrlmsson. Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. IþrdUir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjansson. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnus Olafsson. Ljós- myndir: Jéns Alexandersson, Loftur Asgeírsson. Auglýsingastjóri: borsteinn Fr. Sigurosson. Dreiflngarstjðri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar:ilverfi»gaia i i. SJmar, I it>wi. hui.i i Afgrei&sla : llverfisgata 44. Slmi 86611 Ritstjón:Sf&umúla U.SImi 86611, 71Inur Akureyri. Slmi 96-19806 Askriftargjald kr. 11(10 á mánu&i inmnlands. Verð I lausasölu kr. 60 eintakifi. Prentun: BlaÖaprent hf. Merkilegur árangur, þó að seint sé A undanförnum árum hefur einkum verið um tvenns konar vanda að ræða varöandi ríkisf jármálin. I fyrsta lagi hefur Alþingi árlega hækkað fjárlög meira en góðu hóf i gegnir og það hef ur tvívegis stöðv- að niðurskurðaráform ríkisstjórnarinnar. I annan stað hafa f járlög jafnan farið úr böndunum þannig að útgjöldin hafa í árslok orðið miklu meiri en tekjurnar. i byrjun þessa áratug urðu veruleg umskipti í þess- um efnum. I tíð vinstri stjórnarinnar hækkuðu ríkisút- gjöldin stórlega i hlutfalli við þjóöartekjur, og á sama tíma hófst hallarekstur ríkissjóös, sem ekki hefur verið stöðvaður fyrr en nú. Flestum er Ijóst, að þessi stjórnlausa umsvifastefna hefur kynt verulega undir óðaverðbólgunni á undanförnum árum. Núverandi rikisstjórn hefur ekki tekist að koma fram niðurskurði ríkisútgjalda. Alþingi hefur tví- vegis komið í veg fyrir að hugmyndir stjórnarinnar þar um kæmust í framkvæmd. Fjárlög hafa hins veg- ar ekki hækkað i hlutfalli við þjóðartekjur i tið núver- andi stjórnar,en þar á mótí kemur að hún hefur ekki fyrr en á síðasta ári getað rekið ríkisbúskapinn halla- lausan. Á árinu 1975 var gífurlegur halli á ríkissjóði og skuldirnar við Seðlabankann jukust stórlega. i raun og veru var því haldið áfram seðlaprentun án verðmæta- sköpunar og aðsjálfsögðu magnaðist veröbólgan fyrir bragðið. I Ijósi þessara staðreynda setti f jármálaráðherra á siðasta ári strangar aðhaldsreglur um greiðslur úr rikissjóði. Þær miðuðu að því fyrst og fremst að koma í veg fyrir að greiðslur einstakra ráðuneyta og ríkis- sto.fnana færu fram yfir heimildir f járlaga. Með því að beita stöðugu aðhaldi af þessu tagi var stef nt að þvi að komast hjá hallarekstri eins og verið hefur undan- farin ár. Þessar aðhaldsaðgerðir höfðu það í för með sér, að einstakar ríkisstofnanir fengu ekki ótakmarkað fé. Þetta leiddi til þess að sumar stofnanir komust í timabundin greiðsluþrot. En árangurinn af þessum aðhaldsaðgerðum er nú kominn í Ijós. Og óneitanlega er það umtalsverður áfangi, þegar hallareksturinn hefur verið stöðvaður. Má segja með nokkrum sanni, að það hefði gefið meira tilefni til hátíðlegri athafn- ar en opnun á orkulausri línu milli Norðurlands og Vesturlands. Stjórnlaus umsvifastefna opinberra aðila á undan- förnum árum hefur leitt til þess, að hvorki stjórn- málamenn né forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft skilningá því, að útgjaldamöguleikum ríkissjóðs séu takmörk sett. Sumar ríkisstofnanir hafa starfað með mjög takmörkuðu tilliti til f járlaga og stjórnmála-. menn, sem jaf nvel kenna sig við íhald, eru löngu hætt- ir að hafa arðsemi sem viðmiðun varðandi opinberar framkvæmdir. Aðhaldsaðgerðir f jármálaráðherra, að því er tekur til greiðslna úr rikissjóði, ættu að hafa jákvæð áhrif gagnvart því glórulausa kæruleysi, sem rikt hefur í þessum efnum frá því að þenslustefnan hófst í tíð vinstri stjórnarinnar. Ef sú yrði raunin á má segja með sanni, að þær þjóni tvíþættum tilgangi. I þessu sambandi er þó rétt að líta á þá staðreynd, að undir yfirborðinu leynast ýmis hættumerki verð- bólgu. Ekki hefur t.a.m. tekist að jafna metin við Seðlabankann og álitaefni er, hvort bönkunum tekst að halda útlánum innan eðlilegra takmarka. Allt get- ur þetta haft áhrif á verðbólguþróunina. Mestu máli skiptir þó« að verulegum áfanga er náð, þó að seint sé. A þessu ári þarf enn að halda áfram víðtækum aðhaldsaðgerðum á öllum sviðum þjóðar- búskaparins, ef vel á að vera. Þegar timburmenniriiir mœta til vinnu Danski lœknirinn Jörgen Kappeigaard f jgliar um hvernigmenn komast hjá timburmannaheimsókn- um og hvaða á að gera ef þeir koma nú samt Sunnudagsmorgnar geta stundum vcrið erfiðir, þegar „trésmiðaverkstæðið" er á fullu. Maginn gerir þá stundum uppreisn lika og menn strengja þess stynjandi heit að smakka ALDREI framar dropa af áfengi. Einstaka manneskja er svo heppin að vita ekki nema af af- spurn, hvað timburmenn eru. En flest okkar eru þó ekki i neinum vafa um hvað þeir snú- ast. Það eru ákaflega fáir sem geta drukkið ómælt áfengi án þess að smiðirnir komi i heimsókn daginn eftir. . Þeir eru lika ákaflegaa fáir — en þó til — sem eru enn verr settir en fólk almennt. Það eru þeir sem þurfa ekki nema einn eða tvo sjússa til þess að fá timburmenn, en verða stöðu sinnar vegna að „smakka" það oft og vel. Eiturefni ráðast á slagæðarnar Þótt mönnum kunni að finnast höfuðverkurinn koma frá heilanum, þá er það mesti mis- skilningur. Það má til dæmis skera I heilavef á vakandi sjúkl- ingi, án þess að hann finni til sársauka. Það er frá bandvefjunum og slagæðunum, sem höfuöverkur- inn kemur. Viö hvert hjarta- slag vfkka slagæ&arnar örlltiö og toga i bandvefina. Það er þetta tog sem leysir sársaukann úr læöingi og gerir að verkum að mönnum finnst timbur- menmrnir dúndra i takt við hjartaö. Ein ástæöan fyrir þvi að sumar áfengistegundir eru góðar á bragðið er sú að við gerjunina myndast fýsill eða áfengissori, sem hjálpar til við að gefa áfenginu bragð og „karakter". Þegar likaminn er að vinna á þessum sora myndast eiturefni sem geta haft þær afleiðingar að slagæðarnar vikka, og þar með er höfuðverkurinn kominn. Hve mikið þarf til og hvað slagæðarnar eru viðkvæmar er mjög einstakiingsbundið. Sumir geta drukkið eins og bestlur án þess að finna fyrir þvl, aðrir geta ekki drukkið eitt rauðvlns- glas eða bjór, án þess að eftir- köstin segi til sin. Flestir eru þó þarna mitt á milli. Sálarástandið stór þáttur Það eru margir faktorar sem hafa áhrif á slagæðarnar og „vilja" þeirra til að vlkka. Sál- arástand neytandans hefur tölu- vert mikiö að segja. Menn hafa oft tekiö eftir þvl við vlsindalegar tilraunir með alkahól að „tilraunadýrin" fá ákaflega sjaldan timburmenn. Eina skýringin sem menn hafa fundið er sú aö viökomandi hafi drukkið sig fullan með bestu hugsanlégri samvisku, þar sem þetta var allt I þágu vlsindanna. Þá má til gamans geta þess að eitt gott fylgir því þó að verða gamall: menn hætta að fá timburmenn. Þegar menn eru orðnir nógu gamlir og kalkaðir eru slagæðarnar eins og stif kalkrör, sem ómögulega geta víkkað það mikið að menn fái af þvi timburmenn. Ef þú ert I góðu samkvæmi muntu komast að raun um að fólk er aldrei fúsara til að gefa þér ráð, en ef þú spyrð hvernig þú eigir að losna við timbur- menn daginn eftir. Og ráðlegg- ingarnar eru jafn fjölbreyttar og mennirnir eru margir. Ef þú átt sjálfur einhverja lausn sem þii telur hafa gefið góða raun, skaltu endilega halda fast við hana, þvi trúin getur flutt í'jöll I þessu tilviku. Best er að drekka ekki Það er þó hægt að gefa nokkuð almenna linu um hvernig að minnsta kosti er hægt að minnka timburmennina. Auövitað væri langbest — og ekki bara vegna timburmann- anna — að láta það alveg eiga sig að bragða áfengi. En þar sem Htil von er til að þvi ráði veröi almennt fylgt er best að gefa nokkur önnur. Það má til dæmis benda á að vln sem eru sterk á litin, rauð, græn o.s.frv. innihalda meira af fýsilefnum en þau litlausu, svo sem vodka og hvitvln. Of miklar reykingar geta af sjálfu sér valdið höfuðverk og ef mikið er reykt við drykkju gerir það illt verra. Ein lausnin er að halda I við sig. Þegar menn eru orðnir sæmilega léttir ættu þeir að hafa lengra á milli drykkjanna og halda sér viö, fremur en verða drukknari. Þetta tekst nú ekki öllum, en þeim sem tekst þetta hljóta sina umbun daginn eftir. Að þrælast á lappir Afengi eykur vökvatap likam- ans og þvi getur verið gott að fá sér vatnsglas áður en menn fara i rúmið, eftir drykkju. Þá eru heldur minni likur til að þeim finnist- tungan vera kafloðin, þegar þeir vakna. Ein eða tvær höfuðverkjatöfl- fyrir háttinn geta lika haft góð áhrif, sérstaklega ef er I þeim coffein, þvi það veldur sam- drætti slagæðanna. Það er yfirleitt sammerki með góðum ráðum að maður er búinn að gleyma þeim þegar til þeirra þarf að gripa. Þrátt fyrir góð ráð og góðan ásetning, kem- ur þaö þvl fyrir að menn vakna meö hina hræðilegustu timbur- menn. Þá er besta meöalið að drlfa sig á fætur, þótt liðanin sé ekki góð. Þvi fyrr sem maður fer að hreyfa sig, fá sér kaffisopa og friskt loft, þvi fyrr veröur lfðan- in þolanleg. — ÓT.úrBörsen) GJALDEYRISSTAÐAN BATNADI UM 3400 MILLJÓNIR í FYRRA — ný löng erlend lán á árínu námu 20.000 milljónum Gjaldeyrisstaðan batnaði i árinu 1976 um rúmar 3.400 milij- ónir króna nettó, miðað við gengi iárslok. Eigi að slður var nettóstaðan um áramót neikvæð um 430 inilljúnir króna. A árinu 1974rýrnaði gjaldeyr- isstaðan, reiknað á sambæri- legu gengi, um 10.227 milljónir króna, og á árinu 1975 um 6,201 milljón, þannig að I fyrra áttu sér stað „mjög verúleg um- skipti frá óhagstæðari fram- vindu áranna á undan", að þvi er segir í fréttatílkynníngu frá Seðlabanka tslands um stöðuna i gjaldeyris- og peningamálum um áramótin. 20.000 milljónir i nýjum löngum lánum t f rétt bankans segir einnig, að þótt upplýsingar um ýmsa aðra þætti greiðslujafnaðarins við útlönd séu enn ekki fyrir hendi fyrir árið i heild ,,má ætla ab langar erlendar lántökur haf i numið alls um 20.000 milljónum króna, en nettóaukning langra Iána, þ.e. lántökur aö frádregn- um endurgreiðslum, hafi orðift nálægt 12.000 milljónum króna". Þá segir einnig, að ætla megi, að áætmnin um 8.800 milljón króna viðskiptahalla á siðasta ári sé ekki f jarri lagi. Gjaldeyrisforði landsmanna,' ásamt nettóstöbu viðskipta- bankanna, er nú að sögn seðla- bankans „nærri þvi lágmarki, sem nauðsynlegt er til trygging- ar eðlilegum gjaldeyrisvið- sMptum, eða sem svarar al- mennum vöruflutningi j hálfan þriðja mánuö". —ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.