Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 11
vísm r~~ Mánudagur 17. janúar 1977 11 SKATTBYRÐIN EYKST, EF KONAN HEFUR MEIR EN 60 ÞÓS. KR. í MÁNAÐARLAUN Samkvæmt gildandi lögum er heimilt, eins og kunnugt er, að draga 50% af tekjum eiginkonu frá tekjum hjóna, áður en tekju- skattur er af þeim reiknaður. Ef eiginkona aflar teknanna við at- vinnurekstur, sem annað hvort hjónanna eða bæði eiga að reka, er þessum frádrætti sett 217.800 króna hámark miðað við tekjur, sem aflað var á s.l. ári. Þetta jafngildir að eiginkona eigi ekki að hafa hærri mánaðarlaun en 36.300 krónur. Af hver[u? Upphaflega ástæðan fyrir þessum frádrætti var sú að hvetja eiginkonur til launaðra starfa utan heimilis. Þvi marki hefur nú verið náð. Skattframtöl sýna, aðá árinu-1974 unnu 24.500 eiginkonurlaunuðstörf og höfðu að meðaltali um 26.000 krónur i tekjur á mánuði. Miðað við skattvisitölu jafngildir það 42.300 krónum á s.l. ári. Á árinu höföu 33% eiginkvenna engar launatekjur, en 15% þeirra höfðu 500.000 krónur i árslaun eða hærra, sem jafngildir 67.700 króna mánaðarlaunum á s.l. ári eða hærra miðað við skattvisi- tölu. Margt af þvi, sem hér hef- ur verið drepið á er nokkur vis- bending um þá mismunun og óréttlæti, sem slik sérgreind undanþága sem þessi getur fyrr eða siðar leitt til. Til hvers leiðir frá- drátturinn? Ef hjón vinna saman við at- vinnurekstur er hagkvæmast, að eiginkonan hljóti á skatt- framtali bróðurpartinn af sam- eiginlegum afrakstri þeirra. Til vs þess að hindra slikt er þessu sett takmark og lægra en gerist, ef unnið er fyrir óskyldan aðila. Ekkert er þó auðveldara en að menn ráði eiginkonu hvor ann- ars i vinnu upp á sömu laun og vinnutima til þess að fara i kringum þetta takmark. Eiginkonur, sem vinna hjá óskyldum aðila njóta þessa frá- dráttar ekki heldur allar jafnt. Hér skipta tekjumöguleikar öllu máli. Eiginkonur, sem njóta hárra launa fá mikinn frádrátt og forða tekjum frá 40% skatti, en eiginkonur, sem njóta lágra launa, fá litinn frádrátt og forða tekjum einungis frá 20% skatti, ef eiginmaðurinn hefur ekki háar tekjur. Ef bæði hjón hafa mjög lágar tekjur, er þessi frá- dráttur gagnslaus, þar sem á þær er hvort sem er ekki lagður skattur. ókvæntar konur svo sem einstæðar mæður og ekkjur falla hins vegar alveg utan- garðs, þótt þær þurfi nauösyn- lega að vinna launuð störf utan heimilis. Sama gildir um störf húsmóður. Sú ivilnun, sem var hugsuð til fullar og fjöldi skipa beið eftir löndun, kemur nú þessum aðil- um að mun minni notum en þess aö hvetja eiginkonur til þess að hlaupa i frystihúsiö eða út á plan, þegar allar þrær voru ýmsum öörum. Nú er þessi frá- dráttur paradis hátekjukvenna, sem eru giftar mönnum i vel- launuðu starfi. Hvað þýðir tillaga frum- varpsins? í þvi frumvarpi, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi, er lagt til aö af- nema þennan frádrátt en veita i staðinn sérstakan heimilisaf- slátt frá skatti, 60.000 krónur til hjóna, sem vinna utan heimilis allt árið, þótt þau séu barnlaus. Einstætt foreldri fær einnig sama frádrátt frá skatti. Þessi frádráttur er einungis nýtanleg- ur til lækkunar tekjuskatts, en ekki til greiðslu annarra skatta svo sem útsvars. Þessi tak- mörkun rýrir nokkuð gildi frá- dráttarins. Einnig er tekið upp það nýmæli, aö heildartekjur hjóna skiptast til helminga milli þeirra, og eru skattlagðar sér- staklega. Þar með hækkar tekjumarkið um 420 þúsund krónur, sem 20% skattur er reiknaöur af. Jafnframt fellur til hjóna og einstæðra foreldra sérstakur barnabótaauki 18.600 krónur, sem bætir að nokkru að- keypta barnagæslu. Til þess aö meta hverju af- námi helmingsfrádráttar af tekjum breytir um skattbyrði hjóna, þarf að gæta þess að bera frádráttinn einungis saman við það, sem kemur i hans staö, helmingaskipti tekna og heimilisafslátt. Helmingaskipti tekna jafngilda 210.000 króna frádrætti vegna tekna eigin- konu, en heimilisafsláttur, ef miðað er við 40% skatthlutfall, jafngildir 150.000 króna frá- drætti. Éiginkona manns, þar sem bæði hjón vinna utan heimilis, getur þvi unniö fyrir allt að 60.000 krónum á mánuði eða 720.000 á ári og hjónin eru jafnvel eða betur sett eftir þessa breytingu en nú er. Ef eiginkon- an hefur hins vegar hærri tekjur en 60.000 krónur á mánuði og eiginmaðurinn aflar tekna, sem nema 115.000 krónum á mánuði eða hærri upphæð, þá eykst skattbyrði hjónanna vegna af- náms 50% frádráttarins. Af þessu dæmi má sjá, aö hjón með 2.100.000 krónur i árstekjur eða 175.000 krónur á mánuði bera sömu skattbyröi, 8,8% af tekjum, sama hvort kerfið er notað. Ef eiginkonan aflar hins vegar enn hærri tekna, fer breytingin að segja til sin, þar sem jarðarskatturinn verður 40% i stað 20%. Spurningin, sem menn veröa hér að velta fyrir sér er, hvort tekjur hjónanna hafi við 175.000 krónur á mánuði náð þvi marki að sú skattlagn- ing sé sanngjörn. Er breytingin möguleg Afnám 50% frádráttarins er vissulega mögulegí, þótt það sé erfiðara en að koma honum á. Afnámið breytir engu um tekju- skatt hjóna með allt að meðal- tekjur. Hins vegar kann þaö að koma illa við vissan hóp i þjóö- félaginu. A ég þar sérstaklega við ungt fólk, sem er að komast i eigið húsnæði, og bæði hjón þurfa að afla tekna til þess að gera þá fjárfestingu mögulega. f mörgum tilvikum er sú fjár- festing reist á möguleikum um 50% frádrátt af viðbótartekjum eiginkonu. Hættan á þessu er vissulega fyrir hendi, sérstak- lega ef aðkeypt barnagæsla er nauðsynleg og leggja þarf i sér- stakan ferðakostnað vegna vinnu eiginkonu. Skyndileg um- skipti geta þvi orðið þessum hópi i þjóðfélaginu erfiö. Með þessu er ekki þar meö sagt, að þennan vanda eigi að leysa með þvi að sniöa skattalög fyrir þarfir þessa hóps. Miklu fremur er mál að linni, að reynt sé að leysa sérþarfir einstakra hópa i þjóðfélaginu með vildar- kjörum i tekjuskatti. Mun eöli- legra er að leysa vandann vegna fjárfestingar i ibúöarhúsnæði með stöðugra verölagi, sem skapar strax möguleika á rif- legum lánum til langs tima á lágum raunvöxtum. Leiðrétting t grein þeirri, sem birtist s.l. mánudag ,,Um réttlæti tekju- skatts”, voru nokkrar prentvill- ur. Tvær þeirra er vert aö leið- rétta. Sagt var, að hlutfall skatttekna hins opinbera af vergri þjóðarframleiðslu yrði sennilega 34,4% fyrir s.l. ár.- Þetta hlutfall átti að vera 36,4%, sem samsvarar 47,1% miðað við þjóðartekjur. Einnig var sagt, að óbeinir skattar væru stig- hækkandi miðað við tekjur, en þeir eru að sjálfsögðu stiglækk- andi, þ.e. þeir tekjuhæstu greiða lægra hlutfall tekna i óbeina skatta en þeir tekjulægstu. Mikil þörf fyrir íbúðir á áratugnum 1976-1985: UÚKA VERÐUR UM 60% FLEIRI IBÚÐUM EN Á SÍÐASTA ÁRATUG Til þess aö fullnægja þeirri þörf fyrir ibúðir, sem Fram- kvæmdastofnun rikisins hefur gert spá um, þarf að ljuka yfir 60% fleiri ibúðum á næsta ára- tug en gert var sfðasta áratug- inn. Ibúðaspá sú, sem unnin hefur verið á vegum Framkvæmda- stofnunar rikisins, gerir ráö fyr- ir, að á árabilinu 1976-1985, að báðum árunum meðtöldum, verði þörf fyrir ibúöir á bilinu frá 24.678 til 30.667. I formála, sem forstjórar stofnunarinnar og framkvæmdastjóri áætlana- deildar rita, kemur fram það áht, aö niðurstaða þeirra athug- ana, sem gerðar hafi verið, sýni, ,,að á árunum fram til 1985 þurfi að byggja um 28.000 ibúðir til aö fullnægja eölilegri eftir- spurn”. Þetta þýðir um 2800 ibúðir á ári að meðaltali. 1780 ibúðir að meðaltaii árin 1966-1975 I skýrslu stofnunarinnar um ibúðaskrána er að finna upplýs- ingar um Ibúðalúkningar á ára- bilinu frá 1960 til 1975. Ef tölur frá siöustu 10 árum eru teknar, þá kemur i ljös, að meðalfjöldi ibúðalúkninga á ár- inu er 1780 Ibúðir. Aðeins þrjú árin, þ.e. 1973, 1974 og 1975, hefur fjöldinn farið yfir tvö þúsund, og kemur þar til smiði Viðlagasjóöshúsanna, sem hækkar að sjálfsögðu tölu fullgerðra húsa mjög mikið. Þarf að aukast um 57% að meðaltali Samkvæmt mati Fram- kvæmdastofnunarinnar þarf hins vegar að ljúka um 2800 Ibúöum á ári næstu 10 árin, eða 57% fleiri ibúða árlega en með- altal siðustu 10 ára. Og jafnvel þótt miðað sé við siðasta ár, sem upplýsingar liggja fyrir um, þ.e. 1975 þá er um 35% aukningu að ræða að meðaltali, eða úr 2068 Ibúöum i 2800. íbúðabyggingar hafa farið minnkandi Ekki liggja fyrir tölur um fjölda Ibúða, sem lokið var við á siðasta ári. Hins vegar er á- stæða til að ætla, að þeim hafi farið fækkandi eins og næstu tvö árin á undan, og að fyrsta árið sem ibúðaspáin nær til, hafi landsmenn þannig enn frekar fjarlægst það markmið að full- nægja umræddri ibúðaþörf. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun i desember sl. var áætlaö, að fjármunamynd- un i ibúðahúsnæöi yrði minni að magnitil á árinu 1976 en 1975, og yrði munurinn um 8%. Magn- minnkunin árið á undan, 1975, var 7%, en þá fækkaði þeim Ibúðum, sem lokiö var við um 125. I þjóðfélagsspánni fyrir árið 1977 er svo spáö svipuðum ibúðabyggingum og á árinu 1976, þannig að ekki er útlit fyr- ir, að landsmenn komist nær þvi að fullnægja áætlaðri Ibúðaþörf á þessu ári en i fyrra. —ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.