Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 12
vism Fyrstur með fréttimar SIMCA FERÐABÍLL ^^ Enn eykst fjölbreytni mjólkurafurða ÝMIR er kominn á markaðinn Smaauglýsingar VÍSIS eru virkasta verömætamiðlunin Ýmir cr sýrð mjólkur- afurð, svipuð súrmjólk en miklu þykkari. Ýmir cr ívið fitu- og kol- vetnasnauðari en vcrulega prótínríkari en vcnjuleg súrmjólk. Þekktasta uppskriftin í ná- grannalöndum okkar mun vera að strá yfir hann blöndu af rifnu rúgbrauði og púðursykri. k. Ýmir má nota á svipaðan hátt og sýrðan rjóma, t.d. í salöt, búðinga, frómas og trifii, eða með ávöxtum. Ýmir er Ijúffengur einn sér. þó mun lengur, einkum ef eftirlit er meö þeim. Á malarvegum geta framhióladrifsbilar rótaö nokkru upp af grjóti, en það fer þó mjög eftir aksturslagi. Eftir standa þá hinir fjölmörgu kostir framdrifs- ins. Framdrifnir bilar eru góöir til aksturs i snjó og hálku, þvi að 57-60% af þunga þeirra hvilir á drifhjólunum, en einungis 40-43% á afturhjólunum. „Þaö er betra að spenna hestinn fyrir framan kerruna og láta hann draga hana, en fyrir aftan og láta hann ýta henni”, segja formælendur fram- drifsins, og i þessu felast mikil- vægustu kostir þess, lágmarks hætta á útstrikun og öruggir stýr- iseiginleikar. Framdrifnir bilar eru ónæmari fyrir hliðarvindi en aðrir bilar, og þegar þeir festast i snjó er oft hægt að losa þá með þvi að snúa framhjólum sitt á hvað, þegar spólað er. Enn er ótalinn sá kostur fram- drifsins, að vél og drif taka litið rými, einkum ef vélin er þver- stæð. Eitt áettu menn þó aö at- AFTURDRIF af þvi, að þunginn er mestur fremst i bilnum. Venjulega þetta 53-55% af þunga bilsins. En þar eð aðeins 45-47% þunganum hvilir á afturhjólum, er spyrnan léleg i snjó og hálku og þegar billinn spólar, slær hann til aftur- endanmum og getur orðið vara- samur. Einnig taka vél og drifskaft meira rými en á framdrifnum bil- um, og sé heill öxull milli aftur- hjóla, er fjöðrun oft gloppótt á holóttum vegi, grip lélegt og aft- urvagninn dansar til, Úr sumum þessara vankanta má draga með þvi aö hlaða bilinn eða setja einhvern þunga i skott- ið. 3. Afturhjóladrif/ vél að framari/ gírkassi að aftan Þessir bilar hafa þann kost að vera nokkurn veginn jafn þungir að framan og aftan, en hér á landi mun enginn bill vera með þessu fyrirkomulagi nema Volvo 343. Volvoinn er aðeins þyngri að framan en aftan, en Alfa Romeo Alfetta er álika þungur á báðum endum, en er ekki fluttur hingað til lands. A árunum 1961-64 var Pontiac Tempest með þessum hætti, og Lancia Appia einnig á árunum eftir 1950. Ókostur þessa fyrirkomulags er sá. að drif og girkassi taka meira rúm frá farþegarýminu en á .ðrum bil- um. 4. Drif að aftari/ vél að aft- an. Kostur þessa fyrirkomulags er sá, að það er hið einfaldasta, sem þekkist, og þess vegna ódýrast. Þessir bilar eru duglegir i snjó og hálku, þvi að 60-65% þungans er á afturhjólunum, sem drifa bilinn áfram. En ókostirnir eru margir, og þeir hafa með árunum fækkað þessum bilum, þannig að einungis ódýrustu gerðir Sunbeam, Volks- wagen, Fiat, Simca, að ógleymd- um Skoda, eru nú með þessu fyr- irkomulagi. Stærsti ókosturinn er sá, að bilunum hættir til að slá út aftur- endanum i kröppum beygjum, og þegar billinn er á annað borð byrjaður að skrika út að aftan, veldur þungi vélarinnar þvi, að leikni ökumanns þarf til að stöðva skrikið. Vegna þess, hve bilarnir eru léttir að framan, eru þeir hvikir i hliðarvindi, fyrirstaða er litil i árekstrum, á malarvegum gerir ryk vélinni og miðstöðinni lifið leitt, og farangursrýminu eru settar miklu þrengri skorður að framan og aftan, auk þess sem takmörk eru fyrir þvi, hve mikið má hlaða i bilinn að framan- verðu. Ýmis afbrigði eru til af þeim gerðum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Vél i framdrifsbil- um getur verið ýmist fyrir fram- an framhjól (Audi, VW, Passat, Subaru, Citroen 4CV, GS), á milli framhjóla eða þversum (VW Golf, Polo, SAAB 99, Fiat 127, 128, Simca, Peugeot 104, 204, 304, Citroén CX, BMC Mini, Allegro Princess, Ford Fiesta, Renault 14, Honda), eða fyrir aftan fram- hjól (Renault 4, 6, 5, 16). Einnig eru til bilar með vél og drif að aftan, þar sem vélin er fyrir framan afturhjól (mið-vél), en þar sem það er plássfrekasta fyrirkomulagið, tiðkast það að- eins á sportbilum. Eins og sagöi i upphafi, fer það mjög eftir þvi, við hvaða aðstæð- ur bilnum er ekið og hver ekur honum, hvaða fyrirkomulag er best. Ekki er þó að efa, að fram- drif hentar þeim best, sem litla aksturleikni hafa og og aka þurfa við misjafnar aðstæður að vetri til. Þótt margir framdrifnir bilar, séu með þeim léttustu i stýri, sem til eru, eru aðrir þó heldur þyngri, og ætti afllitiö fólk að reynsluaka bilunum áður en kaup eru gerð, og gildir þetta raunar um allar gerðir bila. Það er vist ekki hægt að nota orðið jeppi um þennan nýja bil, sem Simca-verksmiðjurnar I Frakklandi hyggjast senda á markaðinn næsta sumar. Þótt hann sé, eins og myndin ber með sér, sérstaklega hannaður til aksturs utan vega, mun hann aðeins hafa drif á tveimur hjól- um, þ.e. framhjólunum. Billinn erbyggður á Simca 1100, en með stærri og aflmeiri vél, með stærri hjólum og hærri undir- vagni og auk þess er bíllinn sér- stakiega varinn alian hringinn að neðanverðu. Rýmið er rnikið, enda yfir- byggingin hærri að aftanverðu og hann á að bera fimm ntenn og 110 kiió af farangri að auki. Æ fleiri framleiðendur koma nú fram með bila af þessu tagi, og hinir ódýrari og einfaldari eiga vafalaust mikla framtið fyrir sér hér á landi, þvi að enn hækkar verð á jeppunt. Jeppar hækka enn Um þessi áramót hækkaði jeppaverðið enn urn 10%, og hefur hækkað alls um hvorki meira né minna en 50-60% á rúmu háifu ári. Jeppar, sem kostuðu 2,4-2,7 iniiljónir i vor (Bronco, Scout, Blazer, Wagon- cer) kosta nú 3,8-4,1 milljón. Vísis I haust nema Reunauit 14, sem verðskuldar þó allt annað en þögnina þvi að hér er um at- hyglisverðan bil að ræöa. Aksturseiginleikar, rými, og öli gerð þessa bils hefur hlotið lof gagnrýnenda, og það eina sem þeir setja verulega út á er útlitið, sem sumum þykir ekki nógu fallegt eða hagkvæmt að öllu leyti. Af myndinni af bílnuin getur hver dæmt fyrir sig.en hér er um að ræða bil sem að utanmáli er af svipaðri stærð og Ford Escort eða Simca 1100, en er hins vegar að- eins breiðari að innanmáli. Renault verksmiðjurnar voru brautryðjendur i gerð bíla, sem sameinuðu kosti venjulegra fólksbila og stationbila, þegar þær komu fram með Renauit 4 og Renault 16 á fyrri hluta siöasta áratugs. Siðan fylgdu i kjölfarið Renault 6 og 5 með framhjóia- drif og vélina langsum fyrir aftan framhjólin, og Renault 20 og 30 með framdrif og véiina langsum fyrir framan framhjóiin. Renault 14 er fyrsti biil þessa stærsta bilafram ieiðanda " Evrópu, sem er með þverstæða vél og fyrsti smærri billinn frá Renault, sem er með algjörlega nýja vélargerð, sem smiðuð er i samvinnu við Peugeiot-verk- smiðjurnar. Þessi vél er 218 rúm- sentimetrar, 57 hestöfl og togið er 9,4 kgm. Þyngd bilsins er 865 kfló, hámarkshraöinn 143 kflómetrar á klukkustund og viöbragð úr kyrr- stöðu upp í 100 kflómetra hraða um 18 sekúndur. Hlýtur vélin góð orð biiasér- fræðinga, fjöðrunin er mjúk og þægileg á slæmum vegum eins og á öðrum Renault-bifreiðum og fyrirkomulag við að ieggja aftur- sætið niður og opna afturhurðiná er mun þægilegra og hentugra en tiðkast hefur á eldri Renault-bil- um. Sölumaður Renault-umboðs- ins giskaði á, að verð bilsins yrði um eða yfir 1700 þúsund hér á landi, en ekki hefur veriö ákveöið hvort hann verður fiuttur hingað inn og ef svo veröur, þá ekki fyrr en i sumar. Ýniir er holl fæða. Það á hann sanieiginlegt með iiðrum sýrðum mjólkur- afurðum. FRAMDRIF Þegar menn gera upp hug sinn um það, hvers kyns bilar henta þeim best, ciga þeir oft erfitt með að meta það, hvaöa fyrirkomulag vélar og drifs eiga best við og hverjir séu kostir og ókostir hvers möguleika. t grundvallartriðum eru möguleikarnir fjórir: 1. Framhjóladrif. 2. Afturhjóladrif/ vél og gírkassi að framan. 3. Afturhjóladrif/ vél að framan, girkassi að aftan. 4. Afturhjóladrif/ vél að aftan. Fimmti möguleikinn er drif á öllum hjólum, en i þessu spjalli verður ekki fjallað um hann. Hverjir eru þá kostir og ókostir þessara möguleika? 1. Framhjóladrif Þetta fyrirkomulag ryður sér æ meir til rúms, einkum i flokki lit- illa bila. Aður fyrr var það galli framhjóladrifsbila, að þeir voru þungir i stýri, viðhald á hjörulið- um og legum var dýrt og þeir beygðu illa. Nú hafa þessir gallar verið yfirunnir að öðru leyti en þvi, að um nokkurt viðhald getur verið að ræða á hjöruliöum og legum, einkum ef óhreinindi og vatn komast þar inn. Getur þurft að skipta um hjöruliði og legur eftir 20-30 þúsund kilómetra akst- ur, en oftast endast þessir hlutir SLÆR ALLT ÚT á venjulegan pappír með stóru skýru letri. STÓRIR VALBORÐSLYKLAR og fisléttur ásláttur fyrir hraóupptökur er aöalsmerki ADDO nú sem fyrr. huga, þegar þeir aka framdrifn- um bilum, en það er, að þegar billinn er hlaðinn, verður hann jafnþungur að framan og aftan og jafnvel eitthvað þyngri að aftan. 1 lausamöl i mjög bröttum brekkum getur þá verið betra að bakka bilnum. 2. Drif aðaftan/ vél og gir- kassi að aftan. Eftir að tókst að gera fram- drifna bila létta og lipra i stýri, hefur gamla lagið aö hafa vélina að framan og drifið að aftan orðið að láta undan siga, en enn er þetta algengasta fyrirkomulagið, einkum meðal stærribila. Stærsti kostur þessa fyrirkomulags er það, hve þrautreynt það er og ódýrt i viðhaldi. Sumir bilar meö þessu fyrirkomulagi geta tekið krappastar beygjur allra bila. Þeir eru ekki viðkvæmir fyrir hliðarvindi og oftast rásfastir, og á góðum vegum hættir góðum bil af þessu tagi ekki svo mjög til að slá til afturendanum. Þetta stafar □ Margfaldar □ Deilir □ Sjálfvirk prósentuálagning og frá- dráttur □ Fljótandi komma □ Samlagningarstaóa □ Margar aukastafastillingar □ Atrióisteljari □ Fyrirferöalítil Q12 stafa talnarými. Leitið nánari upplýsinga og óskið eftir sýnisvél. skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140 EÐA Arabar kaupa hlut í Fiat Hingað til hefur Fiat-vcrk- smiðjunum tekist að halda rikisvaldinu I hæfilegri fjarlægð frá afskiptum af rekstrinum, en viða hafa bílaverksmiðjur grip- ið til þess ráðs i kröggum að selja ríkisvaldinu hlut i verk- smiðjunum. Tvö undanfarin ár hefur ekki verið ágóði af rekstri Fiat-verksmiðjanna, og nú hef- ur verið gripið til þess ráös að selja Libyu-mönnum 9,6% hiutafjár. Fiat hefur i hyggju að reisa vörubila og strætisvagna- verksmiðju i Libyu, en það er aðeins byrjunin á samvinnu, sem teijast verður eitt hið merkasta, sem gerst hefur i bilaiðnaði Evrópu i mörg ár. ELETRONISK REIKNIVÉL ómarRagnarsso skrifar um bila D RENAULT-14 Úrslit í atkvæðarreiöslu bila- blaðamanna Evrópu um bii árs- ins 1977 urðu sem kunnugt er þau að Rover 3500 hlaut efsta sæti, annar varð Audi 100, þriðji Ford Fiesta, fjórði Renault 14 og fimmti Golf diesel. Alla þessa bila hefur borið á góma á bilasiöum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.