Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 23
vtsnt Mánudagur 17. janúar 1977 27 j Átakan- legt að vita af hjálpar- vana skepnum W m • W • W uti a sjo Dýravinur hringdi: Ég ætla ekkert a6 reyna að lvsa bví hversu illa mér varð við þegar ég heyrði eitt kvöldið fyrir skömmu frétt i sjónvarp- inu um það aö leitað væri að hestum á pramma. Hesta þessa hafði átt að flytja sjóleiðina og var pramminn bundinn i bát. Þegar svo versnaði veðrið snögglega varð að klippa á snærið. Sem betur fer fundust hest- arnir. En það fauk i mig heldur betur. Mér þótti það átakanlegt að vita af hjálparvana skepnun- um úti á sjó á pramma einum saman i frosti og vindi. Það kom lika I ljós að einn hestanna var illa á sig komnir þegar þeir fundust aftur. En mætti ekki ihuga flutninga á dýrum svolitið betur oft á tiö- um? Mætti lika ekki búa betur að þeim.sérstaklega undirsvona kringumstæðum. Það mundi strax bæta að hafa ljós á prammanum. Alla vega tel ég mig dýravin, og vil að dýr fái góða meðferð og aðhlynningu, og þess vegna vona ég að menn ani ekki út I neiná óvissu i þessum efnum. Dýr finna til rétt eins og við mennirnir. Slökkvistjóri svarar Frá slökkviliðsstjóran- um í Reykjavik, Rún- ari Bjarnasyni: 1. Er slökkviliðinu ekki skylt að fylgjast með ástandi bruna- hana og láta fram- kvæma viðgerð tafar- laust ef þörf krefur? Skv. lögunt ber sveitarfélög- um að hlutast til um, að nægi- legt vatn sé fyrir hendi til slökkvistarfs. Sveitarst jórnir þeirra sveitarfélaga sem standa að Slökkviliöi Reykjavikur hafa falið vatnsveitustjórum sinum þetta mál og hafa þeir á hendi eftirlit og viðhald brunahan- anna. 2. Er ekki eðlilegt að eldvarnaeftirlitið fylg- ist með brunavörnum og hafi vald til að skylda húseigendur til að hafa nauðsyniegar brunavarnir i húsum sinum? Það hefur margsinnis komið fram, að skv. lögum er eld- varnaeftirlit á islandi (eins og á öðrum Norðurlöndum) ein- skorðað við atvinnufyrirtæki, verksmiðjur, birgðastöðvar fyr- ir oliu og bensín, verkstæði, skóla, samkomuhús, sjúkrahús, hótel og aðra vinnustaði. Hins vegar er ekkiskylda húseigenda né eldvarnaeftirlits að halda uppi reglubundnu eftirliti i íbúð- arhúsnæði, en aldrei hefur eld- varnaeftirlit neitað neinum sem óskað hefur eftir að láta skoða eigið húsnæði um slikt. 3. Er til of mikils mælst, að eldvarnaeft- irlitið fylgist með þvi að raflagnir séu i full- komnu lagi? (En eins og allir vita er lélegt á- stand raflagna einn skæðasti brunavaldur- inn). Skv. iögum er kafinagnsveitu skylt að hafa reglubundið eftir- lit með rafkerfum húsa eftir á- kveðnum reglum, þar sem mannvirkjum er skipt í þrjá flokka m.a. vegna brunahættu. Það hefur ekki komið frain opinberlega frá slökkviliðinu nein svör um að frosið hafi verið í brunahönum við brunann i Aðalstræti, enda alrangt. Loks vil ég benda Ibúasam- tökum Grjótaþorps sem og öðr- um að ef leita þarf upplýsinga hjá slökkviliðinu þá er siökkvi- stöðin opin allan sólarhringinn allan ársins hring og uppiýsing- ar veittar i sima 22040. En hins vegar er neyöarnúmer okkar 11100. Ekki banna Strind- % > . pj-mnan Þættin. <ynl<fs!?riA0kk- ketnst á e,V r"arra»A bv°rt 05 í mt*rarinii Jbrtn fábját>a” )sZt títva^Íri^on, f fþáttnrinn ’gVfc Verður st,„? ðvorí hJ° tekin srinn, ®^ur-f ” Jw«urff 1 A »—■dastí °if le‘k -taöur svixkviktlB& J°alklutverC Kjefi2L ersso« 0„ kum er > a mhrþyk!a rJfte Ek4 r binni auós® vJZ befgs mex ersöglu bJ skeiö variaama narJf £3 frJ ar Siri von &atis °S ieO ítkh?Ss^sSSZLe% pfr- ’ >>AJótt ,9allar sem ,Per Ol0váa Utn bettJJj kunnupt * mnndir t^.óafbaod\^ Verið p * strið hans og leikkonunnar Siri von Essen. Nú þegar hafa sakamála- og glæpamyndir verið bannaðar I sjónvarpi, sem kannski er ekk- ert verra fyrir menn, en ekki vissi ég að menn þyrftu að lita á kynlifsatriði sem glæpi þ.e. ef ekki er um nauögun eöa ofbeldi að ræða og svo virðist ekki vera i þessum myndaflokk. Viö Is- lendingar eigum það nú til að vera svolitið teprulegir i sumum málum, en þetta þætti mér auka tepruskapinn. A. hafði samband við blaðið: Ég ætla bara að vona að Út- varpsráð fari ekki að taka þá ákvörðun að koma I veg fyrir sýningu á sænska myndaflokkn- um „Varnarræöa fábjána”. Að visu hef ég ekki séð þennan myndaflokk, en mér skilst aö hann hafi vakið mikla athygli i Sviþjóð og að hann hafi fengið ágæta dóma. Ég las það i Visi að deiiur væru um þennan myndaflokk i Útvarpsráði og mun það sam- kvæmt frétt blaðsins vera fyrst og fremst vegna nokkurra „djarfra” kynlifsatriða. Eins og segir i sömu frétt þá mun um að ræða raunsæja kvik- mynd af bersögli bók August Strindbergs um hjónabands-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.