Vísir - 06.02.1977, Page 6

Vísir - 06.02.1977, Page 6
6 Sunnudagur 6. febrúar 1977 VÍSIR Sherlock Holmes Kambsránsmálsins — Þuríöur formaður, eins og hún kom kunningja sinum fyrir sjónir á sinum yngriárum. 150 ár frá Kambsráni, Aðfaranótt hins 9. dags febrúarmánaðar 1827 vaknaði fólk á bænum Kambi I Hróars- holtshverfi i Flóa upp við vond- an draum. Þetta var óveðurs- nótt mikil, stormur og hrak- viöri. Skyndilegar er bærinn brotinn upp og fjórir grimu- kiæddir menn koma inn og leggja hendur á heimilisfólk þar sem það liggur nakið i rekkjum sinum. Er fólkið bundið á hönd- um og fótumven ræningjarnir hefja ákafa leit að peningum og öðru fémætu. Þannig hófst Kambsrán, — eitthvert mesta „stórmál” fslenskrar sakamálasögu. A miðvikudag næstkomandi eru liðin 150 ár frá þvf þessi at- burður gerðist á Kambi, afskekktum bæ i Arnessýslu. Kambsrán mun vera einstæður atburður i islenskri giæpasögu. Málareksturinn og rannsóknin sem fyigdif kjölfar þess var ein- hver hinn viðtækasta hér á landi fyrr og siðar, umfangið er sjálf- sagt sambærilegt við hin umtöl- uðu sakamál liðandi stundar. 52 réttarþing voru haldin vegna málsins, og vitni til kvödd úr öll- um hreppum Arnessýslu milli Þjórsár og Hvitár, og úr ölfusi. Rann sóknin var að mörgu leyti hin ævintýralegasta, og þátt- taka þeirrar sögufrægu konu, Þuriðar formanns á Stokkseyri, með verulegum reyfarabrag, Þuriður mun hafa verið eina konan sem stundaði formennsku i róðrum austan- fjalls á vetrarvertiðum, á allan máta hinn sérkennilegasti persónuleiki, og ekki sfst nafn- kunn fyrir það hátterni sitt að vilja kiæðast karlmannsfötum. Máliö var rekið af miklum dugnaði og hraöa af Þórði Sveinbjörnssyni sýslumanni. Rannsókn stóð i nær 11 mánuði, og alls voru unl 30 manns dregn- ir fyrir dóm. Þótti enginn sýslumaður hafa gert slika héraðshreinsun og Þóröur gerði með framgöngu sinni I Kambsránsmálinu. Arnessýsla var einmitt önnur tveggja sýslna landsins sem einkenndust öðrum fremur af mikilli óöld og glæpum á fyrstu ártugum 19. aldar. Hin var Húnavatnssýsla. í formála fyrir útgáfu sinni af „Sögunni af Þuriði íormanni og Kambsráns- mönnum” eftir Brynjólf Jóns- son frá Minna-Núpi, sem eink- um er stuðst við í samantekt þessari, segir Guðni Jónsson að enginn vafi leiki á þvi að þessi glæpaöld eigi rætur að rekja til spillts aldarfars almennt. Segir Guðni að þessi spilling sé af mörgum rptum runnin; mikii byltingartimi var nýlega um garð genginn, og m.a. hafi hinar háleitu hugsjónir frönsku st jórnarby ltingarinnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag snúist i andhverfu sina hjá illa upplýstu fólki viða um iönd, — orðið að virðingarleysi fyrir lög- um og rétti eða að kröfu um sjálftækan rétt. Styrjaldirnar hafi lamað siðgæðisþrótt margra, og þessu samfara hefði skynsemistrú komið á lausung á siðferðis- og trúarefnum. Hér við bætast svo sérislenskar aðstæður; kúgun og fátækt alnennings, einhæft uppeldi og sáralitil upplýsinga. Þessi spill- ing aldarfarsins segir Guðni að hafi glögglega komið fram hjá Kambsránsmönnum sumum, einkum þó foringja þeirra, sem snúið hafi frelsis- og jafnréttis- hugsjóninni á þann veg að full- komlega sé réttmætt að stela frá þeim sem rikir séu. Nirfillinn. Það orð fór af bóndanum á Kambi, Hirti Jónssyni að hann væri sterkefnaður. Hjörtur var ekkill, smábóndi, en talinn lúra á miklu peningasafni. Hann var littvinsæll af sveitungum sinum og þótt hinn mesti nirfill. Jón nokkur blindi var eitt sinn granni Hjartar og hafði orð á þvi lengi siðan hversu sárt það væri ef enginn yrði til að ná aurunum af karlinum. Það mun hafa verið þessi sami Jón blindi sem vakti áhuga Kambsráns- manna á verknaðinum. Með Hirti á Kambi bjó ráðs- kona, Gróa Ketilsdóttir, vinnu- kona, Guðrún Björnsdóttir og ungur sveinn, Andrés Andrés- son af bæ i grenndinni, 5 ára að aldri. Aðeins þetta fdlk er heimilisfast á Kambi þennan vetur, sem Kambsránsmenn láta til skarar skriöa. ,,Menn eða djöflar?” Er ránsmenn hafa brotið upp bæinn fara tveir þegar I stað að Hirti bónda þar sem hann liggur i rúmi sinu, binda hendur hans fyrir aftan bak með snæri og fætur hans binda þeir einnig. Annar ránsmanna tekur Gróu og bindur hana á sama há’tt, þó ekki mjög fast, en kastar henni siðan á grúfu á gólfið. Þeir sem Hjört höfðu tekið lyfta honum nú upp og leggja hann ofan á Gróu á gólfinu. Allt lauslegt taka þeir siðan úr rúmum beggja sængurföt, hey og reiðing sem þar var undir, dysja þau þar i á gólfinu, og draga þar utan að og ofan á kistu, skrinu, kvarnarstokk og fleira. Fjórði ránsmaður tekur Guðrúnu vinnukonu og bindur hana á sama hátt, en ekki mjög fast. Guðrún er hress i orði og spyr hvort fari þar menn eða djöflar. - sem stjórnaði rannsókninni: mér með virðingu..." Þóröur Sveinbjörnsson, sýsiumaðnr: „Réttvisinni fullnægist, og heimurinn fari til fjandans.” Sýslumaðurinn „Fólkið Dálitiö drýgindaleg frásögn af Kambsránsmáii er i ævisögu Þórðar Sveinbjörnssonar, sýslumanns, sem stjórnaði rannsókn málsins og fer hér á eftir kafli úr henni: „Arið 1827 var mér i fleiru en þessu tilliti andstætt. Ég mátti sjaldan heima vera, hvernig sem þar var ástatt þvi það stærsta illvirkjamál, er máske nokkurn tima hefir. fyrir rétti verið á ísiandi, fékk mér alltaf nógað gera. Var það siðan kall- aö Kambsmál: þar i voru 30 persónur undir dóm dregnar fyrir rán, innbrot, sauöa- þjófnaö, peningaþjófnað, búða- þjófnaö úr Eyrarbakkabúöum, jafnvel morð m.fl. — Fékk þetta mér mikillar áhyggju, þvi eftir aö birta tók nokkuð i sök þess- ari, er í fyrsu var dýpsta myrkri hulin sá ég gerla aö þjófa og ræningja flokkur var útdreiföur um alla sýsluna og stóöu þeir samsvörun i nákvæmum félags- skap og höfðu lengi staöiö svo hver studdi annan til ódáða. Þeir, sem bjuggu á og i kringum Eyrarbakka, stálu úr Eyrar- bakkabúðum, járni, timbri, brennivini.ull, smjöri og stein- kolum, lika trjávið af rekunum sér og þeim til hags er bjuggu viö fjallgarðinn og voru af flokknum; áttu þessir aftur á móti að marka annarlegt af- réttarfé undir hinna mark, svo þeir gætu dregið það á haustum sem eign sina. Hafði óaldar- flokkur þessi hafizt á siðari ár- um sáluga Cancellieráös Stein- dórs, þegar hann tók aö gerast gamall og þungfær og því af- skiptahægur. Aukizt hafði og eflzt undir óstjórn Thorlaciusar og á þeim 2 stjórnarárum Thorarensens ekkert afþokkazt hné að ekki af þvi þessi mundi hliðra sér hjá aö stökkva honum, en hann var bæöi assessor og undirdómari og hafði þvi i tvö horn að lita. Aminum fyrstu sýslustjórnar árum gerðust þessi illmenni enn frekjufyilri og fengu þá að odd- vita illræöismanninn Sigurö Gottsveinsson sem 1834 var af- höfðaöur i Kaupmannahöfn: var hann jafn djarffærr og áræðisfullur sem hann var séður án samvizku og trúar- bragða hræsnari hinn mesti, hraustmenni og fjörugur. Hefur flokkurinn að likindum meint aö af mér væri litið að óttast, þar ég væri öliu ókunnugur og hæg- ur i framgöngu, en eftir að rannsóknirnar hófust og þeir sáu að ei mundi allt sem sýndist, var af oddvitunum fast- ráöið að ráöa mig af dögum, og héldu þeir um það ráðstefnu i sjóarklettunum fyrir framan Háeyri, en bráðum tók ég þrjá af oddvitunum og seinna þann fjóröa til járna, án þess þó þá aö vita neitt vist um þeirra sak- ferli, ferðaðist ég ætið vopnaður með tyrkneskum daggaröi til að selja þeim lif mitt dýrt, ef á þyrfti að halda. Var það seinna almúgans meining, aöég ekki án hjálpar yfirnáttúrlegum visind- um hefði getaö hitt á að fanga þá einu, er oddvitar voru, en engan saklausan meðan þó ekk- ert var upp komið eða játaö og jók þetta á aðra siöu tiltrú fólks- ins til min, en á hina ótta óráð- vandra fyrir mér. Niutiu daga brúkaöi ég sam- tals til þessa sakamáls f rama til ferðalaga og þinghalda, stund- um samfleytt i heilar vikur, og voru undirréttargerðirnar I þvi þéttskrifaðar 120 arkir. Við landsyfirdóminn gerði einn af dómendum, er fyrr og seinna, einkum á bak vildi gera mér til skaöa, sér allt ómak fyrir aö fá sök þessari heimvisað af þvi þeir hefðu eigi verið yfirheyrðir, er hann persónulega þóttist þekkja i Arnessýslu sem óráð- vanda, en sem þó hvergi voru i réttargerðunum nefndir; en þessu, sem átti að verða mér til stærstu hneysu, varð ei fram- gengt við réttinn. Dómi minum var aö sönnu lftið eitt breytt i straffstilliti einstakra af þeim seku, en við hæstarétt var landsyfirréttarins dómi aftur sums staöar þokað nær min- um dómi, og vinur minn, Frydensberg, fékk þar frá secreterum og málafærslu- mönnum þá ávisun, að þessi sök væri ein sú bezt meöhöndlaða frá Islandi. Hún var 1827 viö undirrétt, 1828 við yfirrétt og 1829 viö hæstarétt sitt árið viö hvern.Yfir höfuö varð sök þessi mér til stærsta heiðurs bæði ut- anlands og innan. Þjófafélagið rættist upp með rótum i sýslu minni og flæmdist smáö og straffað viðs vegar ails staðar aðgættaf innbúunum, er áður af ótta fyrir lifi sinu ekki þoröu aö koma upp um neinn af þessum óaldarflokki, þó þeir svo aö segja gripi hann i glæpum. Regla og réttvisi náðu yfir- hönd og fólkið hné að mér með virðingu,kærleika og þakkláts- semi sem þess, er verði f jöri og kröftum til að verja lif þess og eignir mót ómildra yfirgangi, og það án alls manngreinarálits, þvi lika voru þeir I þessum flokki, er með hræsnuöum út- vortis dyggöum og siðsemi voru i miklu áliti og sátu við altarishornið i Gaulverjabæjar- kirkju og skrýddu prófast Jakob Amason i messunni, en gengu að kvöldinu út með hinum til að stela; létu og flytja þýfið til sin, sem þeirra er sizt mundu mis- grunaöir. Ekki skorti það aö þessum væri hlifðar beöið af helztu mönnum þegar ég eftir grun minum fengiö haföi þá til heimulegrar játunar, en fyrir- bóninni anzaði ég með reiðisvip og þeim orðum: „Réttvisinni fullnægist og heimurinn fari til fjandans.” Gekk á þingið til að bóka játningu hins seka. Ég fann mér ei annað henta en að ganga hreinan berserksgang, hafði iika stöðuga fylgd i Administrator Johnsen á Stóra- Armóti, er var sóknari i sök- inni.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.