Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 8
Kaupiö ekki köttinn f sekknum NÚ GILDIR AÐEINS RÖKRÉTT HUGSUN. LITSJÓNVARP KOSTAR MARGRA MÁNAÐA LAUN. ÞAÐ MÁ EKKI RASA AÐ NEINU, EKKI LÁTA TILFINNINGARNAR RÁÐA, EKKI LÁTA BERAST MEÐ STRAUMNUM. NÚ SKAL TEKIN SJÁLFSTÆÐ, YFIRVEGUÐ ÁKVÖRÐUN. Litsjónvarp hefir einn meginkost umfram þaö svarthvíta. Fyrir þenn- an eina kost vilja margir greiða hátt verö. Of margir, segja sumir. Þaó metur þú sjálfur hvort rétt sé. Viö teljum þaö hins vegar í okkar verkahring aö benda þér á annað sem athuga þarf ef þú ert aö hug- leiða litsjónvarpskaup. Litsjónvarpi fylgja vandamál, önnur og öðruvísi en áöur var aö venjast. Ef eitthvaö bilar eru t.d. varahlutir dýrari (myndlampinn einn kostaöi allt aö 100.000 krónur síðast, hver veit hvaö þaö verður næst?). Öll stilling er vandasamari þvi litkerfiö er allt næmara en þaó svarthvíta (skilyröin hjá næsta nágranna þin- um geta jafnvel veriö önnur en hjá þér sjálfum). Og, satt aö segja, vit- um viö ekki enn hvaöa sérstakir erfiðleikar kunna aö koma í Ijós viö margháttaðar íslenskar aðstæður. ÞAÐ ER AÐEINS TIL EITT RÁÐ VIÐ ÞESSUM VANDA: AÐ KAUPA ÖRUGGT MERKI MEÐ LANGRI ÁBYRGÐ ÞAR SEM ÞJÓNUSTAN ER GÓÐ. Vió höfum lagt metnað okkar í aö svara þessum kröfum. Nú bjóöum viö: TVÖ GÓÐ MERKI: Þriója hvert litsjónvarp sem nú er selt i Vestur-Þýskalandi er frá GRUNDIG. Hvaö segir [Daö þér ef erfiðustu kaupendur heims halla sér í svo ríkum mæli aö einni teg- und? SABA tækin eru gerö í Svarta- skógi þar sem menn leggja stolt sitt í gæöin. SABA útvarpsvörur hafa aldarfjórðungs reynslu hér- lendis. SJÖ DAGA SKILAFRESTUR: Þú getur keypt hvort merkió sem er. Ef þér likar ekki tækiö máttu skila því til okkar og fá peningana þína til baka. Þú hefur viku til um- hugsunar. ÞRJÁTÍU DAGA RÉTTURINN: Ef tæki bilar fyrsta mánuöinn tök- um viö þaö aftur og látum þig hafa annaö eins í staðinn, (svo fremi sem þaö er til). LENGRI ÁBYRGÐ: Árs ábyrgö er á hverju tæki eins og lög gera ráö fyrir. Ef þaó bilar greiðum viö efni og vinnu. Auk þessa ábyrgjumst viö aö mynd- lampinn (þessi dýri, muniö þiö?) endist og starfi eólilega í þrjú ár. Ef hann bilar færöu nýjan. EINFALT TÆKNIMÁL: Einingaverk nefnum viö nýja, ein- faldari samsetningu sjónvarpstækja, sem bæöi GRUNDIG og SABA nota. Verkiö er sett saman úr 12-17 einingum. Ef ein þeirra bilar skipt- um viö um. Svo einfalt er þaö. Þetta styttir viógerðartímann,. þú færö örugga þjónustu meðan þú bíöur. Fjögur töfraoró látum viö svo fylgja, þaö er óþarft aö láera þau, nægir aö vita aö þessi galdratæki eru öll á sínum staö í GRUNDIG og SABA sjónvarpstækjunum. ”IN LINE SYSTEM”. Ný, gjörbreytt gerö myndlampa sem gefur skarp- ari litmynd og er ekki eins hætt viö vanstrllingu og eldri geröum, t.d. viö flutning. "THYRISTOR” er arftaki smárans (transistorsins), gegnir sama hlut- verki en er miklu seigari og endist betur. Hann er í GRUNDIG tækjum þar sem mest mæöir á og smárar hafa enst hvaó skemmst. ”COLOR KILLER” er sjálfvirkur rofi sem breytir í svarthvíta mynd er óhagstæö skilyrði eöa vanstilling hindra eölilega birtingu í lit. "AUTOMATIC VOLTAGE” er spennu- stillir sem jafnar sveiflurnar sem veröa tíöum í rafkerfinu og hlífir tækinu viö því álagi og sliti sem því fylgir. ERTU ENN AÐ HUGSA UM SVARTHVÍTT? Já, hversvegna ekki? Þaö er marg- ra mat, miðaö viö hag og horfur, aö ekki sé tímabært nú aö drífa sig í "litinn”. Spurningin er aöeins sú hvort aðstæðurnar breytast fyrr en varir og þú kunnir aö sjá eftir öllu saman. Jæja, viö bjóóum þér þetta: Innan þriggja ára tökum viö óskemmt svarthvítt tæki, keypt hjá okkur, upp i viö kaup á nýju lit- sjónvarpi, aö sjálfsögóu meö eðli- legri afskrift. Þetta verður aö nægja aö sinni um GRUNDIG, SABA og þjónustuna hjá okkur. Nú bjóöast þér líklega ein átján merki önnur, hjá níu verzlun- um eöa svo, sem þú kannt aö vilja gera samanburö á. Já, taktu þér góóan tíma. Kauptu nú ekki köttinn í sekknum. Þegar þér hentar erum viö reiðu- búnir aö gangast undir yfirheyrslu eöa senda þér tæki heim til reynslu i sjö daga. Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja Þröstur Magnússon VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150. visnt Sunnudagur 6. febrúar 1977 ' ....................... //Útvarp Reykjavík...Sjálfstæðisfélögin á norður- landi halda kosningafund á laugardaginn, Hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi...Á dagskrá útvarps- ins á sunnudagskvöld verður þátturinn Gettu betur, stjórnandi Svavar Gests...Átthagafélag ánægðra árnesinga heldur bingó á Breiðafirði á mánudaginn/ kynnir Svavar Gests...Svavar Gests...Svavar Gests..." Fyrir nokkrum árum var varla haldiB skrall hér á landi svo nafn Svavars Gests, fléttaöist þar ekki einhvers- staöar inni. Þaö var sagt aö á kosningafundum flokkanna úti á landi, skipti litlu máli þtítt leiötogarnir yröu allir veöur- tepptir i Reykjavik. Þaö var hægt aö bjargast án þeirra. En ef Svavar Gests var meö háls- bólgu, varö aö hætta viö allt saman, þar til hann var kominn til heilsu á ný. En allt i einu áriö 1965 datt þetta nafn svotil alveg Ut úr skemmtanaauglýsingunum. Hvaö kom eiginlega fyrir? Tvær nikkur og tromma. „Égá fyrirtækisem heitirSG- hljtímplötur, og er búinn aö eiga nokkuö lengi. Þaö var fariö aö taka svo mikinn tima aö þaö var ekki um annaö aö ræöa en hætta einhverju. Og ég ákvaö aö halda áfram meö fyrirtækiö. Nú er ég bara ákaflega viröulegur „bisness” maöur.” „Og langar ekkert i trommurnar aftur?” „Nei, hreint dcki, enda gekk ég strax svoleiöis frá aö um þaö er ekki aö ræöa. Ég hætti 31. ágúst 1965 og seldi trommurnar 1. september, þannig aö ég hef ekkert haft til aö tromma á siöan.” „En þú trommaöir þig ansi lengi i gegnum lifiö, hvernig byrjaöi þetta? „Ég byrjaöi á þessu þegar ég var táningur og spilaöi þá i lausavinnu lengst framan af. Ég var þá á skölaböllum árshátiö- um og þessháttar. Þá saman- stóöu „hljómsveitirnar” gjarn- an af tveimur nikkum og einni trommu, og ég spilaöi meö hin- um og þessum.” „Þetta var þó ekki þaö mikiö starf aö ég gætilifaö á þvi. Enda var þaö þá eins og I dag, aö hljóöfæraleikarar eru einhverj- ir lægst launuöu menn á land- inu. Ég hafði þvl ofan í mig meö öðrum hætti, vann til dæmis lengi á eyrinni.” Lifði eitt ball Eins og Svavar segir lék hann fyrst meö hinum og þessum, en þar kom þó aö gerð var tilraun til aö stofna hljómsveit. „1 fyrstu tilrauninni vorum viö þrir. Viö Kristján Kristjáns- son og Magnús Blöndal Jó- hannsson, sem spilaði á pianó. Þaö var 1944. Þetta var töluvert alvarleg tilraun og viö æfðum þvl talsvert saman.” „En hljómsveitin liföi ekki nema eitt ball. Magnús var við nám I klassískum pianóleik þeg- ar þetta geröist og honum var bannað aö halda áfram meö okkur. Menn voru hræddir um að dansmúsikin myndi skemma fyrir honum klassiskt píanó- nám.” Þeir Svavar og Kristján ákváöu nú aö afla sér frekari tónlistarmenntunar og sigldu til Ameriku I þvl skyni. Þar gengu þeir fremur matarlausir en missa af góðum jazz-tón- leikum. „Jazzinn var allsráöandi á þeim árum. Raunar var jazz leikinn fyrir dansi i tæp tuttugu ár og þá sást varla söngvari meö hljómsveitunum. ,,Viö Kristján vorum peninga- litlir og kostirnir voru þvl oft harðir. En jazzinn varö oftast ofan á og siöustu centin fóru frekar i miöa á tónleika, en I hamborgara eöa aöra næringu. Þaö var stórkostlegt fyrir jazz- unnendur aö vera I Banda- rikjunum á þessum árum. Þar voru öll stærstu nöfnin I jazz- heiminum. Þaö var þvi nóg um Jens Alexandersson hannesson, Þórir Jónsson og Arni tsleifs. Hljómsveitin varö svona smámsaman aö „minni”. Það byrjaöi meö þvi aö þeir voru eitthvað „feimnir” viö aö rukka veitingamanninn og fengu mig til aö skrifa reikning- ana”. „Nú, þaö var ekki svo mikið að gera þarna aö þaö nægöi okk- ursvo við fórum aö halda dans- leiki tyrir eigin reikning. Þá þurftum viö aö auglýsa eitt- hvert nafn, og þaö varö mitt.” Skrýtlur á milli atriða Hljómsveit Svavars Gests var vinsæl meöan hún liföi og fór viöa. En Svavar varö þó ekki „heimsfrægur um allt iandiö” fyrr en hann fór aö koma fram I útvarpinu. í þáttum sem hann stjómaöi og náöu miklum vinsældum þótti hann mjög hnyttinn. Sumir sögðu þó aö hann væri meinleg- ur. Ekki vill Svavar samþykkja þaö og bendir á, sér til varnar, aö aldrei hafi veriö komiö til sín og beöiö um eitthvaö yröi fellt úr þætti. En hver voru tildrög þess aö hann varð einn vinsæl- asti útvarpsmaöur á landinu? „Ariö 1949 byrjuöum viö Hall- ur Simonarson aö gefa út jazz- blað. Iframhaldiaf þvi voru svo haldnar „jam-sessions” i Breið- firöingabúö. Þaö var þá sem ég fór fyrst framfyrir trommurn- Texti: Oli Tynes góöa tónleika og þeir voru þess- vegna nokkuö margir ham- borgararnir sem viö boröuöum ekki.” „Ég var að læra á öll slag- verkshljóöfæri, sem ég kom höndum yfir, og Kristján á sinn saxófón og ídarinett. Viö þrif- umst þvi einkar vel þarna vestra og þótti sem viö værum á réttum staö á réttum tima.” Rekinn úr KK sextett- inum „Þegar viö komum heim vorum við aö koma beint úr miöju hringiöunnar, ef svo má aö oröi komast og tiltölulega vel undir þaö búnir aö stofna okkar eigin hljómsveit. Þaö var KK sextettinn, sem ég gaf nafn, en Kristján stóö fyrir.” „KK náöi enda gifurlegum vinsældum á augabragöi. Þetta var haustiö 1947 og viö byrjuö- um i mjólkurstöövarsalnum. Þaö var stærsti samkomusalur- inn i Reykjavik fyrir utan Borg- ina.” „AsamtokkurKristjáni vorui KK, þeir Guömundur Vilbergs- son, Trausti Thorberg, Steinþór Steingrimsson og Hallur Simonarson. Viö Hallur vorum þar raunar ekki lengi. Ekki nema fjóra eöa fimm mánuði. þá vorum viö reknir.” „Reknir?” „Já. Þaö var þannig aö Myndir: hljómsveitin átti aö fara i páskaferö með Heimdalli. Þaö er aö segja, viö áttum aö spila hjá þeim á sveitaballi á annan i páskum. Þaö þótti hinsvegar hagkvæmast aö við færum af staö um leiö og þeir. Þetta þýddi, aö viö áttum að þvælast um I 3-4 daga, áður en viö byrjuöum aö vinna.” „Við Hallur vorum báöir fjöl- skyldumenn og leist ekki á þetta fyrirkomulag. Viö vildum fá aö vera heima hjá okkur og koma svo bara daginn sem viö áttum aö spila.” „En það var ekki viö það komandi og þaö voru bara teknir aörir i staöinn fyrir okk- ur. Þetta var nú allt I mesta bróöerni, en þaö er ekki hægt aö neita þvi aö viö vorum reknir. Þú mátt samt ekki gera neitt úr þessu. Þetta var allt i bróöerni. Kristján er einstakur öðlingur. Þú ættir frekar aö skrifa grein um hann.” ^mmmmmt^^mmm^mmmmmm^mmmi^^mmmmmmmmm^mi^ „Ég skrifaði reikning- anaM. Þessi brottrekstur frá KK sextettinum varö svo til þess aö Svavar stofnaöi sina eigin „Hljómsveit Svavars Gests,,” nánast fyrir tilviljun. Fyrst á eftir þvældist ég á millihljómsveita uns ég hafnaöi i Þórscafe þvi þar haföi trommuleikarinn nýlega hætt.” „Þar voru fyrir Garöar Jó-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.