Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 9
m VXSIR'Sunnuda8ur 6- febriiar 1977 „útvarp Reykjavík...Sjálfstæðisfélögin á norður- landi halda kosningafund á laugardaginn, Hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi...Á dagskrá útvarps- ins á sunnudagskvöld verður þátturinn Gettu betur, stjórnandi Svavar Gests...Átthagafélag ánægðra árnesinga heldur bingó á Breiðaf irði á mánudaginn, kynnir Svavar Gests...Svavar Gests...Svavar Gests..." Fyrir nokkrum árum var varla haldiö skrall hér á landi svo nafn Svavars Gests, fléttaðist þar ekki einhvers- staöar inni. Það var sagt að á kosningaf undum flokkanna úti á landi, skipti litlu máli þdtt leiötogarnir yrðu allir veður- tepptir i Reykjavik. Það var hægt að bjargast án þeirra. En ef Svavar Gests var með háls- bólgu, varð að hætta við allt saman, þar til hann var kominn til heilsu á ný. En allt i einu árið 1965 datt þetta nafn svotil alveg Ut úr skemmtanaauglýsingunum. Hvað kom eiginlega fyrir? Tvær nikkur og tromma. , ,É g á fyrirtæki sem heitir SG- hljdmplötur, og er búinn að eiga nokkuð lengi. Það var farið að taka svo mikinn tlma að það var ekki um annað að ræða en hætta einhverju. Og ég ákvað aö halda áfram með fyrirtækið. Nú er ég bara ákaflega virðulegur „bisness" maður." „Og langar ekkert I trommurnar aftur?" „Nei, hreint ekki, enda gekk ég strax svoleiðis frá að um það er ekki að ræða. Ég hætti 31. ágiíst 1965 og seldi trommurnar 1. september, þannig aö ég hef ekkert haft til að tromma á siðan." „En þú trommaðir þig ansi lengi I gegnum lifiö, hvernig byrjaði þetta? „Ég byrjaði á þessu þegar ég var táningur og spilaði þá I lausavinnu lengst framan af. Ég var þá á skólaböllum árshátið- um og þessháttar. Þá saman- stóöu „hljómsveitirnar" gjarn- an af tveimur nikkum og einni trommu, og ég spilaði með hin- um og þessum." „Þetta var þó ekki það mikið starf að ég gætilifað á þvi. Enda var það þá eins og I dag, að hljóðfæraleikarar eru einhverj- ir lægst launuðu menn á land- inu. Ég hafði þvi ofan í mig með öðrum hætti, vann til dæmis lengi á eyrinni." Lifði eitt ball Eins og Svavar segir lék hann fyrst með hinum og þessum, en þar kom þó að gerð var tilraun til að stofna hljómsveit. „1 fyrstu tilrauninni vorum við þrir. Við Kristján Kristjáns- son og Magnús Blöndal Jó- hannsson, sem spilaði á planó. Það var 1944. Þetta var töluvert alvarleg tilraun og við æfðum þvi talsvert saman." ,,En hljómsveitin lifði ekki nema eitt ball. Magnús var við nám i klassískum pianóleik þeg- ar þetta gerðist og honum var bannað að halda áfram með okkur. Menn voru hræddir um að dansmúsikin myndi skemma fyrir honum klassiskt píanó- nám." Þeir Svavar og Kristján ákváðu nú að afla sér frekari tónlistarmenntunar og sigldu til Ameriku I þvi skyni. Þar gengu þeir fremur matarlausir en missa af góðum jazz-tón- leikum. „Jazzinn var ailsráðandi á þeim árum. Raunar var jazz leikinn fyrir dansi i tæp tuttugu ár og þá sást varla söngvari með hljómsveitunum. „Við Kristján vorum peninga- litlir og kostirnir voru þvi oft harðir. En jazzinn varð oftast ofan á og siðustu centin fdru frekar i miða á tónleika, en I hamborgara eða aðra næringu. Það var stórkostlegt fyrir jazz- unnendur að vera I Banda- rlkjunum á þessum árum. Þar voru öll stærstu nöfnin I jazz- heiminum. Það var þvl nóg um Jazzinn var tekinn framyfir nœstu máltíð Rabbað við Svavar Gests ÓT og SG rabba saman Texti: Óli Tynes góða tónleika og þeir voru þess- vegna nokkuö margir ham- borgararnir sem við boröuðum ekki." „Ég var að læra á öll slag- verkshljóðfæri, sem ég kom höndum yfir, og Kristján á sinn saxófón og klarinett. Viö þrif- umst þvi einkar vel þarna vestra og þótti sem við værum á réttum staö á réttum tima." Rekinn úr KK sextett- inum „Þegar viö komum heim vorum við að koma beint úr miðju hringiöunnar, ef svo má að orði komast og tiltölulega vel undir það búnir að stofna okkar eigin hljómsveit. Það var KK sextettinn, sem ég gaf nafn, en Kristján stóð fyrir." „KK náði enda glfurlegum vinsældum á augabragði. Þetta var haustið 1947 og við byrjuö- um I mjólkurstöðvarsalnum. Það var stærsti samkomusalur- inn I Reykjavik fyrir utan Borg- ina." „ Asamt okkur Kristjáni vor u I KK, þeir Guðmundur Vilbergs- son, Trausti Thorberg, Steinþór Steingrimsson og Hallur Simonarson. Við Hallur vorum þar raunar ekki lengi. Ekki nema fjóra eða fimm mánuöi. þá vorum við reknir." „Reknir?" „Já. Það var þannig að Myndir: Jens Alexandersson hljómsveitin átti að fara i páskaferð með Heimdalli. Þaö erað segja, við áttum að spila hjá þeim á sveitaballi á annan i páskum. Það þótti hinsvegar hagkvæmast að við færum af stað um leið og þeir. Þetta þýddi, að við áttum aö þvælast um I 3-4 daga, áður en við byrjuðum að vinna." „Við Hallur vorum báðir fjöl- skyldumenn og leist ekki á þetta fyrirkomulag. Við vildum fá aö vera heima hjá okkur og koma svo bara daginn sem við áttum að spila." „En það var ekki við það komandi og það voru bara teknir aðrir i staðinn fyrir okk- ur'. Þetta var nú allt I mesta bróöerni, en það er ekki hægt aö neita þvl aö við vorum reknir. Þú mátt samt ekki gera neitt úr þessu. Þetta var allt i bróðerni. Kristján er einstakur öðlingur. Þú ættir frekar að skrifa grein um hann." ,,Ég skrifaði reikning- ana". Þessi brottrekstur frá KK sextettinum varð svo til þess að Svavar stofnaði sina eigin „Hljómsveit Svavars Gests,," nánast fyrir tilviljun. Fyrst á eftir þvældist ég á milli hljómsveita uns ég haf naði I Þórscafe þvi þar hafði trommuleikarinn nýlega hætt." „Þar voru fyrir Garðar Jó- hannesson, Þórir Jónsson og Arni ísleifs. Hljómsveitin varö svona smámsamanaö „minni". Þaö byrjaði með þvi að þeir voru eitthvað „feimnir" vjð að rukka veitingamanriinn og fengu mig til að skrifa reikning- ana". ,,Nú, það var ekki svo mikið að gera þarna að það nægði okk- ur svo við fórum aö halda dans- leiki tyrir eigin reikning. Þá þurftum við að auglýsa eitt- hvert nafn, og þaö varð mitt." Skrýtlur á milli atriða Hljómsveit Svavars Gests var vinsæl meðan hún lifði og fór viða. En Svavar varð þó ekki „heimsfrægur um allt landið" fyrr en hann fór að koma fram i útvarpinu. 1 þáttum sem hann stjórnaði og náðu miklum vinsældum þotti hann mjög hnyttinn. Sumir sögðu þó að hann væri meinleg- ur. Ekki vill Svavar samþykkja það og bendir á, sér til varnar, aö aldrei hafi verið komið til sin og beðið um eitthváð yrði fellt úr þætti. En hver voru tildrög þess að hann varð einn vinsæl- asti útvarpsmaður á landinu? „Arið 1949 byrjuðum viB Hall- ur Simonarson að gefa út jazz- blað. íframhaldiaf þvl vorusvo haldnar „jam-sessions" I Breið- firöingabúð. Það var þá sem ég fór fyrst framfyrir trommurn-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.