Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 15

Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 15
VlSXífc Sunnudagur 6 . febrúar 1977 ¦# &%.:¦ &;..::¥¦ "¦«1 £* '•-*(«^ * - -•*. C'ií!! *>v Photo- graphs Magnús Þór Sigmundsson (útg. Fólkinn hf) Ég var nokkuö spenntur f yr- ir þessari annarri plötu Magnúsar Sigmundssonar, þvi fyrri platan „Happiness is just a ride away" var með efni- legri plötum sem út komu. Þessi plata olli mér þvl nokkr- um vonbrigBum þvl lögin eru ekki eins sterk og gripandi og á „Happiness.....". Platan er afar vel unnin, hver tónn á réttum staö, söngur Magnúsar afbragö eins og alltaf. Platan er afskaplega fáguð og tempr- uð og mjúk og hljómurinn er mun betri en við höfum fengiö að venjast. Sem fyrr heyri ég stll Stealers Wheel og núna reyndar líka Michael Murpheys, sérstaklega I lög- um með strengjum I: Lögin eru yfir höfuð þyngri og kannski myndrænni en á fyrri plötunni, þá með undantekn- ingum eins „Blue Jean Queen" og „Girl", Textar eru góðir að vanda, enda hefur Magnús með sér englendinga I textagerðinni til að lappa upp á enskuná svo það tekst bara vel. Tónlistin lýsir flytjandan- um afar vel, afskaplega við- kunnanleg og hlýleg, en samt I eigin veröld, eigin ham- ingju " sem hann reynir aö koma á framfæri I textum sln- um eins og „Lonely Corners" og „Midnight Colours" Bestu lög plötunnar eru „Midnight Colours", „Blue Jean Queen" og hið frábæra titillag „Still Photographs." Mannlíf Jóhann G. Jóhannsson (útg. Sólarspil) „Mannllf" Jóhanns G. verð- ur að teljast til betri platna hér I lahgan tima, ef undan eru skildir textarnir sem eru ekki alveg I sama gæðaflokki ogönnur vinna á plötunni. Þaö eru nú liðin tvö ár slðan sið- asta plata Jóhanns G. á undan þessari kom út, „Langspil", en hún var tekin upp I Bret- landi með aðstoð margra góðra þarlendra. Platan fékk góða dóma hérlendis en drauma sölu. Enda voru text- ar á ensku. „Mannlíf" vann Jóhann svo með islenskum gæðingum og islenskum text- um og tekst langtum betur upp, þvl plata þessi er afar heilsteypt og góð. 011 lög eru sérstök, engar uppfyllingar, enda hefur Jóhann vist átt nóg þviað lögum hans hefurskotið upp á öðrum slakari plötum. Jóhanni G. hefur tekist vel við stjórn á upptöku, þvl ekki hef ég heyrt neinar né dottið I hug nokkrar breytingar sem væri hægt að gera i útsetningum eða hljóðfæranotkun. A plöt- unni syngur Jóhann sjálfur öll lög og allar raddir og gerir það mjög vel. Hljóöfæraleikarar eru i hópi þeirra bestu eins og von var og Jóhann fær lika mikið og gott út úr þeim. Olaf- ur Garðarsson leikur á trommur á allri plötunni og tekst mjög vel upp og Jöhann leikur sjálfur á bassann með honum út alla plötuna. Aðrir sem leika mikið á plötunni eru t.d. Magnús Kjartansson og Þorsteinn Magnússon og vinna þeir Hka vel sitt verk. Plataner nokkuð sveiflukennd oginnlifun Jóhanns er afskap- lega sannfærandi. Lögin eru öll það góð að m jög erfitt er að taka nokkur þrjú fram yfir önnur, mér finnst þau öll góð, en sum kannski betri en önn- ur. Bestu lögin að mlnu mati eru „Enginn vegur engan veg- inn",,,Siðanég hef" og „Hvaö er hvað verður" en öll hin lög- in eiga eflaust eftir að verða uppáhaldslög lika. l'íitósiii " '>v til'-: -Rí^wWí %:ÍT ##' .?*a m P&v Speglun Eik (útg. Eik) Hljómsveitin Eik eins og Haukar er ein af þessum lang- Hfu hljómsveitum með sina fyrstu breiðskifu. „Speglun" lýsir hljómsveitinni kannski ekki aö fullu en kemst nokkuð nálægt þvi. Fyrri hliðin er með 5 lögum, fjórum við enska texta. Byrja þeir á lagi I „Joe Cocker-stH" „Stormy Mon- day", eri þar tekst Sigurði Sigurössyni söngvara mjög vel upp. Siguröur er skemmti- legur söngvari á sinu sviði og tekst betur á þessari plötu en á sviöi. A fyrri hliðinni eru hröö og hæg lög til skiptis, sem heppnast ágæUega. A hlið tvö eru tvö verk „Hugsýn" og „Speglun", bæði spiluð og nokkuð góð. Þar fá þeir að njóta sin sem hljóðfæraleikar- ar, sér i lagi Þorsteinn Magnússon gitarleikari og flautu- og hljómborösleikar- inn, Lárus Grimsson. Harald- ur Þorsteinsson og ölafur Kol- beins eru lika með betri „sveiflugeirum" hérlendis og fágun þeirri er mjög góð. En eitt finnst mér persónulega vera galliá plötunni, en það er jafnvægið milli tónlistarinnar á lilið eitt og tvö, og tel ég þa hlið tvö öllu betri. Bestu lög „Hugsýn", „Speglun" og „Stormy Monday". I## Axel Einarsson (útg. Icecross) Þegar ég frétti aö Axel Ein- arsson væri að gera sólóplötu, þá datt mér sem svo f hug að við f engjum nú eina þunglynd- isplötuna i viðbót frá honum. En viti menn, þessi sóltíplata Axels er ein af léttari, óvenju- legri (af islenskum plötum að vera) og betri plötum sem komu út 76. Útsetningar eru ekki allar með þessum venju- lega hefðbundna stil okkar, enda hefur Axel litið unnið I stúdiói undanfarin ár, fyrr en nú. Axel á alla tónlist og texta á plötunni sjálfur, og syngur allt, en I þeim tilburðum notar hann lika upptökutæknina til þess að fá sem besta útkom- una, og virðist honum hafa tekist vel aö ná sinni eigin rödd vel inn á band, en Axel er lika nokkuð skemmtilegur söngvari. Axel leikur lika all- an gítarleik sem er skemmti- legur og leikandi. Axel er nokkur blúsisti i sér ennþá, en það kemur skemmtilega fram i raddbeitingum og gítarleik. A plötunni er „heavy rokk" I stil Zeppelin, ljuflingslög, lög i stil Family og svo mætU áfram telja. Þann ljóð að hafa enska texta vil ég ekki afsaka og ég býst við þviað Axel hefði getað samið Islenska texta við lögin, en þau eru öll nokkuð góö. Efnið er reyndar frá nokkuð löngu Umabfli, þaö elsta frá 1971 eða 2 minnir mig, en það yngsta frá þvi siðastliðið vor. í tilefni þessar- ar efnilegu plötu vill Tónhorn- ið bjóða Axel velkominn I poppmenningu okkar fslend- inganna á ný, og vonar að hann eigi eftir að gera marga góða hluti á næstu árum. Bestu lögin á plötunni eru: „Marty", „Pussycat" og „Barbarians". Vi^vJíjX- r „Götuskór" Spilverk Þjóðanna (útg. Steinar hf) Þriðja stóra plata Spil- verksins og sil besta þeirra. Það er greinilegt að þeir eru komnir á það stig að kunna að vinna úr efniviði sinum og bera hann fram á réttan hátt Platan „Götuskór" hefur svo- kallaö „þema" sem er II fs- munstur borgarbarnsins. Vegna textaheildar er þetta mun heilsteyptara en gengur og gerist og erfitt að draga lög út úr, þvi þau eiga að vera I sinni röð og er ekki raðað á plötuna vegna þess kannski að þau sé bestu lögin sem það á á lager heldur til þess að mynda heildarmynd. Atriði sem mér finnst afar heilbrigt. 1 textun- um fá flestir sitt; þarna eru kvenréttindakonurnar og hin- ar konurnar, verkamaðurinn, róninn, stytturnar, SÍS, Geir Hallgrlmsson, krakkakllkan, og gildaskalinn þeirra, og svo framvegis. Tónlistin á plöt- unni er nokkuð nær tónlist Stuðmanna en fyrr og það sist vena.Þó verður það vonandi ekki það sama strax . Söngur og flutningur Spilverksins er afar góður, söngur Egils sér- staklega, en honum viröist sl- fellt fara fram. Eitt laganna er lagið „1 skóm af Wenner- bóm" en það kom út 1957 með White Bachman Trio undir nafnið „All Hands On Deck". Þaö er ekki lengur hægt að bera Spilverkið saman við aðrar sveitir, því þeim hefur tekist að skapa sinn eigin stil sem er afar viðkunnanlegur og það er einlæg von, þrátt fyrir óljósar fréttir um að Spilverkið sé að leysast upp að einhverju leyti, aö við höldum áfram að fá slikar perlur. Bestu lög plötunnar eru „Að hjálpast að", „Styttur bæjar- ins" og „1 skóm af Wenner- Ibóm".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.