Vísir - 10.02.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 10.02.1977, Blaðsíða 1
Siddegisblad fyrir ' fjöiskyiduna / allaf h Fimmtudagur 10. febrúar 1977 38. tbl. 67. árg. KANNA GÆÐI TVÖFALDS GLERS Á ÍSLANDI: Senda sýnishorn í rannsókn til Noregs ttarleg rannsókn stendur nú yf- ir á gæöum tvöfalds glers, sem framleitt er hér á landi, og eru sýnishorn Islensku frramleiösi- unnar m .a. send til Noregs til sér- stakrar athugunar þar. „Þessi rannsókn er I tveimur þáttum”, sagöi Óttar P. Halldórs- son, yfirverkfræöingur hjá Rann- sóknarstofnun byggingariönaðar- ins, I viötali viö Visi f morgun. „Annars vegar er um aö ræöa ástandskönnun hérlendis, þar sem farið hefur veriö I hús, sem valin hafa verið sérstaklega á þann hátt, aö fengist hafa tii mæl- inga 50 rúöur frá hverri verk- smiöju fyrir hvert framleiösluár. Þessum þætti er nú eiginiega lok- iö og veriö aö vinna aö skýrslu- gerö, en ég get ekkert sagt um niöurstööur aö sini.i. öeinni átanginn er I ,lginn 1 þvi aö senda ný framleitt, ,ler frá hverri verksmiðju til ftarlegrar rann- sóknar i Noregi, en bygginga- rannsóknarstofan 1 Noregi er eina stofnunin I Evrópu, sem hefur tækjakost til að gera fullkomna rannsókn á tvöföldu gleri að þvi er varðar veðrunarþol og annaö. Þessi áfangi könnunarinnar er að hefjast núna”, sagði hann. VEIÐAR TOGARANNA 1976: Guðbjðrg fró ísafirði sló ðllum við Guðbjörg frá ísa- firði, sem er einn minni skuttogaranna, fékk á siðasta ári hæstan meðalafla á úthaldsdag af öllum togurum, eða 12,6 tonn. Næstur kom einn stóru togaranna, lngólfur Arnarson frá Reykjavik, með 12,1 tonn. I skýrslu Landssambands Isl. útvegsmanna um veiöar is- lensku togaranna á sfðasta ári kemur einnig fram, að Guð- björg haföi mest aflaverðmæti á úthaldsdag af öllum togurum, stórum og smáum, eða 690 þús- und krónur. Meðaltalið fyrir all- an togaraflotann var 435 þús- und. Meðalafli á úthaldsdag var að meðaltali hjá öllum togurum 8,8 tonn, og var aflinn hjá Guð- björgu þvi 3,8 tonnum meiri en meðaltalið. Stóri skuttogarinn Ogri var hins vegar með mest aflamagn allra togara, 4.362 tonn, og var brúttóverðmæti þess afla rúm- lega 266 milljónir króna. Heildaraflamagn Guðbjargar var 4.183 tonn, og brúttóverö- mætið rúmlega 252 milljónir. Guðbjörg var hins vegar ekki eini Isafjarðartogarinn sem vel gekk á siðasta ári, því að segja má, að togararnir þaöan hafi haft mikla yfirburði yfir aðra minni skuttogara. —ESJ. Það kom fram í viðtalinu, að niðurstaða þessarar ástands- könnunar verður gerö opinber slðar á þessu ári. —ESJ Eldri en elstu menn muna Hvernig lltur sá maöur út, sem er eldri en elstu menn muna? Þannig eiga andlit leikaranna aö vera I Enda- tafli Becketts, sem veröur frumsýnt á Litla sviöi Þjóö- leikhússins I næsta mánuöi. A bls. 8 sjáum viö hvernig fariö er aö þvl aö láta'menn eldast á leiksviöinu. „Pífu-og púfferma- þóttur fró bretum" Þátturinn Séð úr sjónvarpsstólnum er í annað sinn á ferðinni í Visi Sjá bls. 19 Verðmynd- unarkerfið hœkkar vöruverðið? Sjá grein Jóhanns Ólafssonar á bls. 11 Ný hryðju- verkaher- ferð er yfirvofandi Sjá grein Óla Tynes á bls. 17 Er hœgt að vinna lyfjaefni fyrir hundruð millj. úr innyflum sláturdýra Sjá bls. 10 //Ég var hrœðilega tauga- óstyrk" Viðtal við Unu Hannesdóttur nýjan sjónvarpsþul á bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.