Vísir - 10.02.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 10.02.1977, Blaðsíða 24
vfsra Fimmtudagur 10. febrúar 1977 HARÐUR 3JA BÍLA ÁREKSTUR Mjög haröur árekstur varö I Elliöavogi i gærdag. Þar lentu saman þrir bilar og varö mik- iötjón á bilunum. Enginn mun þó hafa slast alvarlega i árekstrinum. Seinni partinn i gær varö svo slys þegar bill og létt bifhjól lentu saman á mótum Háa- leitisbrautar og Lágmúla. Okumaður bifhjólsins slasaöist eitthvað. Alls urðu 11 árekstrar i Reykjavik i gær. —EA Meiri rœkjuveiði við Arnarfjörð en dœmi eru um: Fó allt að tvö tonn af rœkju í einu kasti — unnið allan sólarhringinn í rœkjuverksmiðjunni ó Bíldudal Rækjuveiöi viö Arnarfjörö er nú meiri en rækjusjómenn muna eftir, og er unniö aö rækjuvinnsiu á Bildudal ailan sólarhringinn. Bátarnir hafa jafnvel fengiö allt aö tvö tonn i einu kasti, en i fyrra þótti hálft tonn góöur dágsafii. Þessi mikla aflahrota hefur nú staðið nokkurn tima og er rækjuverksmiöjan full, þótt unnið sé dag og nótt á niu tima vöktum. Sex bátar frá Bildudal hafa leyfi til þessara veiða, og mega þeir taka fimm tonn á viku. Rækjan er stór og góð og veiðist á grynningum, sem liggja syðst i Arnarfirði. A Bildudal er eina rækjuverk- smiðjan á Vestfjörðum sunna- verðum. Þess vegna hafa tveir bátar, sem hafa leyfi til rækju- veiða á Patreksfirði og Tálkna- firði lagt upp á Bildudal, og komu þeir siðast fyrir þremur dögum með 4 tonn. Nú hefur verksmiðjan orðið að hætta móttöku á rækju frá þeim bát- um á meðan aflahrotan i Arnar- firðinum stendur. Esjan kom i fyrradag og tók 1300 kassa af frystri rækju. Verða að fresta árlegu sólarkaffi. Bilddælingar sjá yfirleitt ekki til sólar frá þvi i október og fram i byrjun febrúar, en þá halda þeir svonefnt sólarkaffi i félagsheimilinu. Þessi árlega hátið Bildælinga átti að vera á sunnudaginn, en hefur nú verið frestað vegna mikillar vinnu við rækjuna. Reyndar virðast önnur afla- brögð vera i fullu samræmi við rækjuveiðina. Þannig eru gerðir út tveir bátar á linu frá Bildu- dal, og er afli þeirra mjög góður. t fyrradag kom annar með 15 tonn en hinn með 13. Á Bildudal skortir þvi ekkert þessa dagana nema vinnuafliö. —ESJ/HF Bildudal. Fimm piltar ó vélsleðum í Sandbúðir og Nýjabœ: Voru aðeins 2 stundir ó leið- inni í Sandbúðir Fimm piltar frá Akureyri fóru I fyrradag á vélsleöum upp á hálendið og heimsóttu fólk I Sandbúöum og Nýjabæ. Ferðin gekk sérstaklega vel. Þannig tók þaö þá aðeins tvær klukku- stundir aö komast i Sandbúöir. Það voru þeir Þröstur Sig- urðsson, Skúli Agústsson, Wil- helm Agústsson, Kristján Grant og Herbert Ólafsson, sem lögðu upp i þessa ferð kl. rúmlega 10 á þriðjudagsmorgun á fimm vél- sleðum. Færö var sérlega góð og veðurbliða mikil, og gekk þvi ferðin upp á hálendið einstak- lega vel. Haldið var inn Garöár- dal og Almenning og þaðan inn á hálendiö. Komu þeir i Sandbúð- ir um tólfleytið, en þetta mun vera 80-100 kilómetra leið. Þeir héldu einnig inn i Nýjabæ og heimsóttu ibúana þar. Þeir færðu fólkinu blöö og annað, sem þeir höfðu veriö beðnir fyrir, og tóku með sér til Akureyrar bréf frá hálendisbú- unum. Piltarnir lögðu af stað til Akureyrar um hálf sjöleytið, og voru komnir þangað rúmlega niu um kvöldið eftir ánægjulega ferð. —ESJ. Loðna á stóru svœði við Vestfirði Rannsóknarskipiö Bjarni Sæmundsson hefur oröið var viö loðnu á stóru svæöi út af Vest- fjöröum. Loönan er dreifö og þvi ekki veiöanieg. Ekki hefur reynst kleift að leita vel vegna þess hve veöur hefur veriö óhagkvæmt. Allt er nú fullt i verksmiðjum á Austurlandi. Tveggja sólarhringa biö er viðast hvar og sigla þviýmsir með aflann til Vestmannaeyja og Siglufjarðar. 1 gær veiddust alls 7.830 tonn. Þaö sem af er þessum sólar- hring höfðu veiðst um 800 tonn, er Visir ræddi við Loðnunefnd i morgun. —EKG. Þær virtust ekki kunna neitt illa viö vætuna þessar Reykjavfkurdömur sem Ijósmyndarinn okkar, hann Jens hitti niöri i bæ i gær. Þar rigndi i fyrsta skipti sföan 8. janúar eða i rúman mánuö. Mörgum sunnlendingum hefur þvi efiaust liðiö eins og þeir væru aö hitta gamlan kunningja eftir langan aöskilnaö, þegar þeir komu út i rigninguna i gær. Aö sögn Knúts Knútssonar á veöurstofunni i morgun má búast viö aö iitiar breytingar verði á veörinu i dag, smávæta á Suöur- og Suð-Austurlandi, en þurrt fyrir noröan. Frostlaust veröur áfram i Reykjavik, en kaldara á Norðurlandi —GA „Kemur sér illa að fá ekki bensín á bílinn" — — segir Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður FÍI L_______J ,,Ég er hræddur um aö þetta nýja útlánaþak komi verst viö iönaöinn af öllum atvinnugrein- um þjóöarinnar”, sagöi Davlö Sch. Thorsteinsson formaður Félags islenskra iönrekenda i samtali viö Vfsi f morgun. Seölabankinn og viðskipta- bankarnir hafa komið sér sam- an um að útlán innlánsstofnana aukist ekki meira en um 19% á þessu ári. Fyrstu fjóra mánuði ársins er útlánaaukningin, aö frádregnum endurseldum af- urða- og birgöalánum til at- vinnuveganna, bundin við 6%. Þar sem innlánsstofnanir hafa þegar veitt viðskiptamönn- um sínum aukna fyrirgreiðslu, leiðir útlánaþakið til þess aö lit- iö fé veröur til ráðstöfunar til aukinna útlána til aprflloka. „Það kemur sér ákaflega illa fyrir iönaðinn, þegar hann fær ekki bensin á bflinn ef svo má segja”, sagði Davið „Iðnaður- inn er eini atvinnuvegurinn sem ekki hefur neitt afuröalánakerfi eöa viðbótarlánakerfi, sem haldast gangandi hvað sem nokkru þaki viðkemur. Ég er ekki i nokkrum vafa um aö útlánaþakiö veröur brotið, en það verður þá fremur fyrir aðra atvinnuvegi en iðnaðinn”. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.