Vísir - 03.03.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 03.03.1977, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 3. mars 1977 vism VÍSIR CtgefandhReykjaprent hf. Frainkvæmdastjóri: Davfö Guftmundsson , Kitstjórar:Þorsteinn Pálsson ábm. . ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi:Bragi Guömundsson.* Fréttastjóri erlendra frétta:Gu6mundur Pétursson. Umsjón meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guðjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pdlsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson, iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjdnsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurÖsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Siöumúla 8. Simar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Afgreiftsla: Hverfisgata 44. Simi 86611 Verft I lausasölu kr. 60 eintakift. tjlitstjórn: Slftumúla 14. Slmi 86611. 7 ifnur Prentun: Blaftaprent hf. Akureyri. Simi 96-19806. Enn í sömu sporunum Miðsvetrarfundur Sambands íslenskra rafveitna nú i vikunni hefur ekki valdið sama f jaðrafoki og I fyrra/ þegar birtar voru upplýsingar um greiðslubyrði raforkukerfisins á næstu árum. Greinargerð raf- magnsstjóra i Reykjavik/ er hann flutti á fundinum síðastliðinn þriðjudag/ er þó ekki síður athyglisverð og sýnir, að við stöndum enn í sömu sporunum. Á miðsvetrarfundinum í fyrra og I framhaldi af honum var eiginlega í fyrsta skipti flett ofan af f jár- málahlið Kröf luvirkjunar. Þessi virkjun er út af fyrir sig merkilegt fyrirtæki og gat orðið hagkvæm, ef rétt hefði verið á málum haldið. En minnisvarðapólitíkin ruglaði menn í riminu gagnvart arðseminni. Á síðustu árum hafa verið gerð alvarleg og dýr- keypt mistök í orkumálunum. Benda má á í því sam- bandi, að rétt hefði verið að tengja norðurland við orkuveitusvæði Landsvirkjunar til þess að leysa brýn- asta vanda norðlendinga í orkumálum. Þetta hefði verið ódýrasta og skjótvirkasta lausnin á þeim örðug- leikum, sem þar er við að etja, eftir að stækkun Laxárvirkjunar var stöðvuð. Ef þessari framkvæmd hefði ekki verið skotið á frest, var hægur vandi að virkja jarðgufuna á Kröf lu- svæðinu að undangengnum eðlilegum og nauðsynleg- um undirbúningi. Auk þess hefði átt að virkja þar í áföngum miðað við orkuþörfina. Allt voru þetta aug- Ijósir hlutir en minnisvarðapólitikin mátti sín meira. Engin rekstraráætlun var í upphafi gerð fyrir Kröfluvirkjun. Á undanförnum mánuðum hefur hópur sérfræðinga frá helstu stofnunum og fyrirtækj- um, er fjalla um orkumál, unnið að könnun á fjár- hagsstöðu raforkufyrirtækja í landinu. Þessi sér- fræðingahópur vann m.a. rekstraráætlun fyrir Kröf luvirkjun, sem ákveðið var að birta ekki. En þar kom fram mjög athyglisverðar niðurstöður eins og Visir greindi frá i gær. Sérfræöingarnir gera þannig ráð fyrir, að rekstrar- tap Kröfluvirkjunar á næsta ári verði tæplega 1200 milljónir króna miðað við samtals 50 gígawattstunda sölu. Ýmsir sérfræðingar teija að þessi rekstrarhalli geti orðið miklum mun meiri. Þeir reikna ennfremur með, að orkusala virkjunarinnar verði jöfn framleiðslukostnaði árið 1986. Verði tekin lán til þess að standa undir þessu tapi mun orkusala Kröf luvirkjunar fyrst standa undir sér árið 1993. Tölur sem þessar sýna Ijóslega þau mistök, sem gerð voru og eru nú einn þáttur í þeim almenna fjárhagsvanda sem raforkuiðnaðurinn stendur frammi fyrir. Greiðslubyrði raforkufyrirtækja fram til 1985 er áætluð tæplega 60 milljarðar króna miðað við óbreytt- an lánstíma þeirra lána sem þegar hafa verið tekin. Með nýjum lántökum má að sjálfsögðu dreifa greiðslubyrðinni á lengra tímabil. Áætluð f járfesting raforkufyrirtækja á þessu tímabili er síðan rúmlega 60 milljarðar króna. Þegar þessar niðurstöður eru kunnar skiptir miklu að skynsamlega verði á málum tekið. óhjákvæmilegt er að móta ákveðna stefnu í orkumálum samhliða ákvörðunum um frekari stóriðju. Augljóst er að víkja þarf til hliðar hreppa- og minnisvarðapólitíkinni, sem m.a. hefur leitttil þeirrar ringulreiðar, sem við stönd- um nú frammi fyrir í þessum efnum. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri gerði orku- sparnað einnig að umtalsefni á miðsvetrarfundinum. Full ástæða virðist vera til að gefa þeim þætti meiri gaum en gert hefur verið. Ekki er útilokað að með orkusparnaðarráðstöfunum megi dreifa áætlaðri fjárfestingu á lengra tímabil en nú er fyrirhugað. Ástæðulaust er með öllu að útiloka orkusparnað sem hluta af lausn vandamálsins. ÞAR GETA ALLIR FUNDIÐ EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI Hiö súperfina diskótek í Garöaskóla er hiö mesta þarfaþing og mikiö notaö. Áhöld og búnaður Tómstundatækjum hefur ver- iö fjölgað og fjölbreytni aukin verulega og stendur til að bæj- arsjóður leggi fram fé til tækja- kaupa. Endurnýjun tækjanna á að fara fram á fjórum árum. Hafa verið keyptir tveir hátalarar sem kostuðu um 240 þúsund krónur. Nemendasjóður greiddi 110 þúsund krónur af þvi en bæj- arsjóður afganginn. Leiðbeinendur — í Garðaskóla eru starfandi níu klúbbar og fjölmargar nefndir og róð Hvort sem nemendur Garöa- skóla hafa áhuga á borötennis, frimerkjum, kvikmyndum, ljós- myndum, eða nær öllu öðru sem nöfnum tjáir að nefna, geta þeir fundið eitthvaö viö sitt hæfi . t skólanum eru nefnilega starf- andi alls konar nefnda og ráöa þannig að félagslif er fjörugt. Fyrsta verkefni vetrarins er að efna til kosninga sem fara fram eftir framboði. Þá er kosiö i nefndir og aðalstjórn og svo er kosið innan bekkjardeilda i bekkjarráð. Foreldrar eru boð- aðir til fundar og á þeim vett- vangi er kosið i foreldraráð, sem sér um að starfið sé innan marka velsæmis. Þegar kosið hefur verið innan skólans er skipað i nefndir. Eru þrir efstu menn á framboðslista valdir i hverja nefnd og er sá efsti for- maður og á sæti i aðalstjórn á- samt formanni, gjaldkera og ritara. Aðalstjórn ræður svo framkvæmdarstjóra til starfa og skuiu þeir gera grein fyrir starfi sinu á aðalfundum. Einn- ig er gert grein fyrir starfi nefnda. Fjöibreytilegar nefndir Svo nánar sé vikið aðnefndun- um þá eru þær sem hér segir: Skemmtananefnd, sem se'r um hinar ýmsu skemmtanir. Lista- nefnd er glæða skal áhuga nem- enda á sem flestúm sviðum eftir bestu getu og efna tilsamkeppni um listir, verslunarnefnd sér um verslun N.F., og rennur ágóði í sjóð félagsins og Iþrótta- nefnd skal sjá um öll iþróttamót og hátiðir. Málfundanefnd sér um málfundi alla og skal vera til fyrirmyndar um almenn fundarsköp. Ritnefnd sér um Ut- gáfu skólablaös. Það skal eigi koma sjaldnar út en þrisvar á starfstimabili. Verður stofnaður blaðamannaklúbbur? Klúbbarnir eru sennilega einn mikilvægasti þáttur skóla- starfsins i Garðaskóla. Þeir eru hvorki meira né minna en niu talsins og stendur til að bæta nýjum klúbbum við þá sem starfandi eru: Nýju klúbbarnir sem stofn- settir verða, eru: Blaðamanna, — náttúruverndarfélags- og málfundaklúbbar. Auk þess eru nú þegar starfandi borðtennis, - frimerkja,- kvikmynda,- ljós- mynda,- radió,- spila,- tafl, - tónlistar, - og vélhjólaklúbbar. Þátttaka i klúbbastarfi er talin góð. Hvað fjármagn snertir eru seld skólaskirteini sem árið ’76- ’77 kostuðu 2500 og fékk bæjar- sjóður i sinn hliít 1200. Einnig hefur bæjarfélagið lagt fram umtalsvert fjármagn til félags- mála i Garðaskóla. Hin ýmsu námskeið hafa ver- ið og eru haldin, svo sem i fé- lagsmálafræðslu, en þar eru kennd 1., 2., 3., og 4. stig félags- málafræðslu U.M.F.l. Svo er radiónámskeið, snyrtinámskeið og dansnámskeið og komast færri að en vilja Leikrit hafa veriö sett upp i Garöaskóla. Hér sjást tveir kennar- anna, þeir Hilmar Ingólfsson, stæröfræöikennari, og Ingvi Þorkels- son, varaskólastjóri. — Ljósmyndir Vísis ívar Brynjólfsson. Leiðbeinenduriopnu húsi eru, auk Harðar Rögnvaldssonar, þeir Helgi Eggertsson og Karl Rafnsson. Nemendur hafa sýnt mikinn dugnað við að aðstoða þá,og ekki siður fyrrverandi nemendur. — JVO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.