Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 6

Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 13. mars 1977 visnt „Stórauka þarf aðild fo Rœtt við Jónas Pálsson skólastjóra Æfinga- og tilraunaskóla Kennara háskóla íslands Þegar Æfinga- og tilrauna- skóla Kennarahóskólans ber á góma i tali manna á milii er ekki óalgengt aft menn séu þeirr ar skobunar, aft þar fari fram þjálfun kennaranema aö miklu leyti. Nemarnir æfi sig viö kennslu á þeim börnum sem skólann sæki og auk þess fari þar fram ýmsar tilraunir meö breytta kennsluhætti. — Sumir foreldrar eru meira aö segja þeirrar skoöunar, aö börnin sem sæki þennan skóla þurfi aö skara fram úr aö gáfum og dugnaöi og vilja þvi koma börn- um sinum þar aö. I reglugerö Kennaraháskól- ans segir aö viö hann skuli starfa æfinga- og tilraunaskóli, sem jafnframt er skóli skyldu- náms fyrir ákveöiö hverfi Reykjavikurborgar. Skólanum er einnig ætlað aö hafa forgöngu um nýbreytni i skólahaldi og starfa sem tilraunaskóli eftir þvi sem samrýmist skyldum hans sem hverfisskóla. í sam- ræmi viö hlutverk sitt sem hverfisskóli skal hann stuöla aö fjölbreyttara félags- og menn- ingarlifi fyrir ibúa hverfisins. Einnig segir, aö Æfinga- og tilraunaskólinn eigi aö vera miöstöö æfingakennslu og skuli vera svo búinn mannafla, húsa- kosti og tækjum, aö hann geti á hverjum tima haft umsjón meö æfingakennslunni, markaö stéfnu hennar, annast eftirlit meö framkvæmd hennar i Æfinaskólanum og öörum skól- um, i samræmi viö lög og reglu- geröir, staöið aö undirbúnings- menntun og endurmenntun þeirra, er æfingakennslu ann- ast, heima fyrir og i öðrum skól- um. Fullskipaður grunnskóli Til þess aö fqæöast nokkuö um starfsemi Æfinga- og tilrauna- skólans leituöum viö til Jónasar Pálssonar skólastjóra og rædd- um viö hann um nokkra þætti starfsins. Hins vegar er ekki viðlitað gera fullnægjandi grein fyrir öllum þáttum skólastarfs- ins og framtiöaráformum i stuttri grein. Jónas Pálsson sagöi að nú I vetur starfaði skólinn I fyrsta sinn sem fullskipaöur og sam- felldut grunnskóli frá 1. til 9. bekkjar. Fram til ársins 1974 var eingöngu um aö ræöa kennslu á barnaskólastigi, en I vor útskrifast nemendur úr 9. bekk i fyrsta sinn. Auk þess er rekinn forskóli fyrir fimm og sex ára börn. Nemendur eru nær 600 talsins og starfsmenn alls milli 50 og 60, en margir gegna hluta úr stööu eöa eru stundakennarar. Hverfi þaö sem skólinn á aö þjóna er innan ramma sem af- markast af Miklubraut, Snorra- braut, Kringlumýrarbraut og Laugavegi. Meðan hvrfiö var að byggjast var barnamergöin meiri en nú er^enda komu þá lika börn frá öðrum borgarhlut- um þar sem hverfið hafði ekki verið afmarkaö i reynd. Æfingadeildir frá upp- hafi Þótt nú sé risinn sérstakur Æfingaskóli hafa æfingadeildir Texti: Sœmundur Guðvinsson Ljósmyndir: Loftur Ásgeirsson og Jens Alexandersson Hér eru höfundar Krakkaritstjórnar Helgarblaðsins Þegar Vísismenn komu inn í stofu 303 í Æfinga- skólanum var fimmti bekkur að fá sér sæti að afloknum frímínútum. Hópur 11 ára barna settist hljóður og prúður við borð sín og beið eftir viðbrögð- um blaðamanns og Ijós- myndara Visis. Svavar Guðmundsson æfinga- kennari/ sem ber ábyrgð á bekknum og þeirri fræðslu sem þau njóta/ settist út í horn og beið sömuleiðis. Á móti óræðum svip hóps af 11 ára gömlum börnum kemst maður í nokkur vandræði. Er ég kall i þeirra augum, eða maður af einhverju blaði sem meðal annars birtir skemmtilegar mynda- sögur? Er einhver von til þess að 20 ára aldurs- munur skipti ekki máli þegar samræður hef jast? Hugsanir í þessum dúr flugu um hug þegar horft var framan i fulltrúa þi írra kynslóðar sem inn- an skamms þarf að tak- ast á við alvöru lífsins. Það voru blessuð börn- in sem komu til hjálpar með því að brosa vin- gjarnlega og krimtu kankvíslega um leið. is- inn var brotinn og frjáls- legar samræður hófust. Ekki er unnt að rekja það sem rætt var um nema að litiu og myndirnar verða látnar tala að mestu leyti. Eftir hádegi heimsótt- um við svo fimmta bekk b/ en i honum eru einnig 11 ára börn/ en þessar tvær bekkjardeildir hafa tekið saman efni á barna- siðu Helgarblaðsins i dag og framhaldið kemur eftir viku. Börnin voru sammála um að þetta hefði verið skemmtilegt verkefni. Undir þetta tók kennarinn/ Svavar Guðmundsson, sem hefur kennt í 25 ár þótt hann líti ekki út fyrir að vera degi eldri en þrítugur. Bekkjardeildirnar unnu saman að þessu verkefni, ortu kvæði, tóku viðtöl, skrifuðu greinar og þar fram eftir götunum. Árangurinn sést að hluta í þessu blaði og síðar er von á meira efni frá öðr- um deildum. —SG ,...jú, þaö hafa komiö kennaranemar til okkar sem voru aö læra aö kenna. Viö reyndum aö segja þeim tii eins og viö gútum.' Rúna Pétursdóttir settist niöur og o.rti kvæöi I Helgarblaöiö. Hún sagöist ekki vera skáld, en þó væri hægt aö koma saman smákvæöi þegar mik- iö lægi viö. Rúna er i 5. bekk b. starfaö allt frá þvf Kennara- skólinn var stofnaöur áriö 1908. Æfingadeildir voru fyrst i kjall- ara gamla Kennaraskólans viö Laufásveg, siöan i Grænuborg, Austurbæjarskóla og Miöbæjar- skóla, svo dæmi séu nefnd. Um var aö ræöa einstakar bekkjar- deildir á barnaskólastiginu (7—12 ára) og þar störfuöu Jcennarar sem kallaöir voru fastir æfingarkennarar og fengu sömu laun og kennarar viö Kennaraskólann. 1 lögum frá árinu Í943 er fyrst rætt um fast- an æfingaskóla sem jafnframt skuli vera hverfisskóli. Þaö tók hinsvegar langan tima aö koma þessu I framkvæmd þar sem Æfingaskólinn tók ekki til starfa fyrr en áriö 1968. Þessi skóli er nú miðstöö æfingakennslu en hún er dreifð um skóla borgar- innar og raunar landið allt. Æfingakennslan „Þessi skóli er hluti af Kenn- araháskólanum og á eins og áö- ur segir, aö vera miö- stöö æfingakennslu kennara- efna og einnig standa fyrir ný- breytni i kennsluháttum og skóíastarfi” sagöi Jóna,s Páls- son skólástjóri. „Þar sem hér er jafnframt um venjulegan hverfisskóla aö ræða er I honum venjulegt úrtak nemenda úr hverjum árgangi alveg eins og viö viljum hafa þaö. Þetta ætti aö tryggja þaö aö kennaranemar fengju aö kynnast venjulegum grunnskóla og þeim vandamálum sem þar kunna aö koma upp. Hér eru annars vegar starf- andi fastráðnir æfingakennarar og hins vegar almennir kennar- ar og hér fer fram veruleg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.