Vísir - 23.03.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 23.03.1977, Blaðsíða 12
Miövikudagur 23. mars 1977 m vism Miövikudagur 23. mars 1977 Störf Norðurlandaráðs be að hversdagslegu lífi H Ragnhildur Helgadóttir skrifar Eftir 25 ára starfsferil Noröurlanda- ráös er margs aö minnast. Ráöiö hefur þráast, þaö hefur tekiö framförum og fyrir iöngu sannaö tilverurétt sinn. Samstarf rikjanna innan ráösins er sér- stætt, aö þvi leyti aö þaö er vettvangur fyrir bein samskipti þjóöþinga landanna og rikisstjórna án milligöngu utanrikis- ráöuneyta eöa annarra aöila. Siik sam- skipti hafa gildi i sjáifu sér, og fóru fyrst fram innan Norræna þingmannasam- bandsins, sem segja má aö Noröur- landaráö hafi leyst af hólmi. Eftir stofn- un ráösins komst samstarfiö f æ fastara form og byggist nú á miilirikjasamn- ingi landanna, sem geröur var i Helsingfors 1962. Nú er einnig komiö fast form á samstarf rikisstjórnanna, meö stofnun Norrænu ráöherranefndar- innar. Breyting á Helsingforssáttmálanum frá árinu 1971 geymir ákvæöi um ráö- herranefndina. EINSDÆMI MEÐAL SJÁLFSTÆÐRA RIKJA Starf Noröurlandaráös og á þess veg- um á sviöi löggjafar, menningarmála, félagsmála, samgangna og efnahags- mála er þegar oröiö verulegt. í raun er samstarf þessara rlkja orðiö svo náiö á ýmsum sviöum, aö sliks munu hvergi vera dæmi i heiminum meöal annarra sjálfstæöra rikja og rikjasamsteypa. Minna má á afnám vegabréfaskyldu, sameiginlega norræna vinnumarkaö, norrænan menningarmálasjóö, Norræna fjárfestingarbankann, sátt- mála um samstarf á sviöi menningar- samgangna, félagslegs öryggis og sam- ræmda norræna löggjöf á ýmsum mikil- vægum sviöum.Norrænt lagasamstarf á sér raunar aldargamla sögu, en hefur aukist meö tilkomu Noröurlandaráös. Ráöið gegnir og eðli slnu samkvæmt mikilvægu hlutverki með þvi að hafa Ragnhildur Helgadóttir var forseti þings Noröurlandaráös f fyrra, en þaö þing var haldiö I Kaupmannahöfn. Hér til vinstri sést Ragnhildur I ræöustólá þvf þingi. Myndin til hægri var tekin -I ár frá undirbúningsfundi vegna þings Noröurlandaráös hér á landi áriö 1980. Taliö frá vinstri. Friöjón Sigurösson, skrifstofustjóri Alþingis, Ragnhildur Helgadóttir, Jón Skaftason, alþingis- maöur, Hjálmar ólafsson, formaöur norrænu félaganna, Helgi Bergs, alþingismaöur, Jónas Eysteinsson, framkvæmdastjóri norrænu félaganna og Þóroddur Guömundsson skáld frá Sandi. eftirlit með framkvæmd samþykkta sinna og þar með lagasamstarfi. Samþykktir ráðsins hafa ekki laga- gildi, en er beint til einstakra rikis- stjórna eöa norrænu ráðherranefndar- innar, sem sjá á um framkvæmd þeirra. GAGNRÝNIN OG GLASAGLAUMURINN Ekki hefur hjá þvi farið, aö ýmsir hafi oröiö til þess að gagnrýna ráðið og efast um gildi þess, telja þaö fyrst og fremst vettvang glasaglaums og hégóma. Hafa þessar raddir einkum heyrst frá fulltrú- um Glistrupsflokksins danska. Vitan- lega er ráðiö ekki yfir gagnrýni hafiö, og hafa þarf augun opin fyrir þvi hvar endurbóta er þörf, en kostir þess og áhrif skipta miklu meira máli. Þvi mega menn ekki gleyma I gagnrýnis- gleði sinni og aöfinnsiudugnaði. Persónulega tel ég að Island hafi ómetanlegt gagn af traustu samstarfi i Noröurlandaráði. Til þess liggja ekki aöeins menningarlegar ástæður og ætt- artengsl. Það eru ekki siður rik, bein hagsmunarök fyrir aðild islendinga aö ráðinu. Þótt fyrri tima saga um samskipti þessara rlkja hafi á köflum verið saga striös og kúgunar, þá hefur hún siðustu áratugina verið saga vináttu og dreng- skapar. Nægir að minna á viðbrögð Norðurlandaráðs við eldgosinu á Heimaey og þann stuðning við Islend- inga i landhelgisbaráttunni, sem fram kom á þingi ráðsins i fyrra I Kaup- mannahöfn, bæði I ræðum manna og stuðningsyfirlýsingu forsætisnefndar. Var ljóst aö 1 þessari afstöðu hóps áhrifamikilla stjórnmálamanna frá öll- um Norðurlöndum fólst mikill pólitlskur þrýstingur á Breta aö hafa sig á brott héðan meö herskip sin, svo að unnt yrði að leysa deiluna. Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs á iþing- inu i Reykjavik 1975. ÓLIKIR UTANRIKIS- PÓLITiSKIR HAGSMUNIR Auk þessara dæma sem ég hef nefnt og snerta okkar þjóð sérstaklega, hefur samstarfið I Norðurlandaráði þýðingu fyrir öll aöildarrikin á alþjóðlegum vett- vangi utan ráðsins. Menn spyrja stundum hvort þaö rýri ekki utanrlkispólitiskt gildi ráðsins að þjóöir þess hafa á ýmsan hátt óllka utanrikispólitiska hagsmuni og eru aöil- ar að óliku millirikjasamstarfi. Aðeins þrjár þjóðanna eru aðilar að NATO, Danmörk er I Efnahagsbanda- laginu, fjórar eru i Evrópuráðinu og ná- býliö viö Rússa hefur óneitanlega hvað eftir annað sett mark sitt á utanrikis- pólitik Finna. Menn skyldu ætla aö þessar stað- reyndir fjarlægöu þjóðirnar hverja frá annarri og geröu samstarf þeirra erf- iðara. Vissulega gera þessar staðreyndir starfið stundum vandasamara, en þó um leið nauösynlegra. Norðurlandaráð hefur leitthjá sér aö mestu umræður um sameiginleg öryggismál, þvi hefur vald- ið aðstaða og afstaða Finna. ÞINGRÆÐISSTOFNUN En sannleikurinn er þó sá, að einmitt þetta — hin óliku tengsl Norðurlanda- þjóða við önnur rlki og rikjabandalög gera þessari rlkjafjölskyldu það kleift að gæta hagsmuna eða tala máli hver annarrar á sinum vettvangi og þess getur sannarlega oft verið þörf. Norðurlandaráð hefur i framtiðinni og miðað við þessar aðstæður mikilvægu hlutverki að gegna. Þaö hefur og gildi fyrir sjálfstæði þessara þjóða að varð- veita hina norrænu menningarhefð, sem Noröurlandaráö stuðlar tvimælalaust að. A pólitiskum vettvangi verður ekki of mikil áhersla Iögð á að Noröurlandaráð er stofnun þingræðis og lýðræðis. Þetta eru á alþjóðlegan pólitlskan mælikvaröa of sjaldgæf verömæti, þótt okkur finnist þau sjálfsögö. Varöveisla og styrking þingræðis og lýöræöis er ef til vill mikil- vægasta og eðlilegasta framtiðarverk- efni stjórnmálamannanna i Norðurlandaráöi. STÖRF RAÐSINS SNOAAÐ HVERSDAGSLi FINU Algengustu störf ráösins miðast I raun við málefni, sem bæta eiga hversdagsllf almennings og eru þess vegna mikil- væg. Sem dæmi má nefna þrennt, sem veröur á dagskrá næsta þings nú fyrir páskana, en þaö eru heildaráætlanir á sviði aðbúnaðar og umhverfis á vinnu- stööum, um byggingapólitik og um félags-og heilbrigöismál. Eru i tillögum þessum um áætlanir margar athyglis- veröar og gagnlegar hugmyndir, sem smátt og smátt setja mark sitt á löggjöf og aögerðir landanna i þessum mála- flokkum. Ég lýk þessum fáu oröum á að benda þeim, sem vilja fá nánari upplýsingar um störf ráösins á skýrslu, sem útbýtt var á Alþingi I gær og fjallar um störf Noröurlandaráös 1976. Hugsjónír hofa þurft að víkja,en víð höfum veric að vínna í menmngarmálum — segir Knud Thestrup, fyrrum dómsmálarúðherra dana Carl Kauffeldt ritstjóri ræðir hér á eftir viö Knud Thestrup, sem átti sæti á danska Þjóðþing- inu um 26 ára skeiö og tók virkan þátt i störfum Noröurlandaráös I tvo áratugi. Hann var dómsmála- ráöherra á árunum 1968-1971 og formaöur danska thaldsflokksins á árunum 1965-1972. A árunum eftir siðari heims- styrjöld gengu fram i dönskum stjórnmálum margir menn, er tekið höfðu þátt i andspyrnu- hreyfingunni, meöan Danmörk var hersetin af þjóöverjum. A meöal þeirra, sem komust i fremstu viglinu var Knud The- strup dómari. Hann var kjörinn á Þjóðþingið árið 1947, og sat þar til ársins 1973, er hann lét af þing- mennsku fyrir aldurs sakir. Hann var um árabil formaður thalds- flokksins og á árunum 1968-1971 var hann dómsmálaráöherra, — Kurt Thestrup á fundi meö fréttamönnum á þingi Noröurlandaráös áriö 1973. 1 baksýn má meöal annarra sjá islensku fréttamennlna Eiö Guönason og Björn Jóhannsson standa hlið viö hliö. sá fyrsti sem gegndi þvi embætti eftir að hafa setiö i fangelsi, en hann var fangi Gestapo siöustu 10 mánuði heimsstyrjaldarinnar. Knud Thestrup tók þátt I störf- um Noröurlandaráðs frá upphafi 1953, og þar til hann lét af þing- mennsku. Hann var fyrstur manna 'formaöur hinnar svo- nefndu niumannanefndar ráös- ins, er fjallaöi m.a. um lagaleg málefni, en siðan varð hann for- maður laganefndar. Sams konar félagsleg skipan fyrir borgara á Inorðurlöndum Knud Thestrup segir hér i stór- um dráttum frá reynslu sinni af margra ára starfi við Noröur- landaráö. — Mér þykir fyrir þvi, eins og mörgum öðrum, að okkur skyldi ekki auðnast að koma á norrænu markaðsbandalagi. A hinn bóginn hefur starf ráðsins borið margs konar ávöxt, einkum á sviði félags- og menningarmála og hvað snertir lögfræöileg við- fangsefni. Þar að auki hefur hin nána samvinna norðurlanda- þjóöa fært mér heim sanninn um þaö, að þær geta á margan hátt haft jákvæö áhrif i Evrópu. — Vilduð þér segja nánar frá þeim árangri, sem náöst hefur? — Viðhöfumkomiðá sams kon- ar félagslegri skipan fyrir rikis- borgara á norðurlöndum, komiö á margs konar sameiginlegum reglugerðum um menntun og stuðlaö að samvinnu um rann- sóknir á sviðum, sem einstaka rikjum væri oft fjárhagslega of- viða aö stunda upp á eindæmi. Það er oröið auðveldara en áður var fyrir norðurlandabúa aö öðl- ast rlkisborgarrétt annars staðar á norðurlöndum og sjá sér far- borða þar. Þá höfum við komið á sameiginlegri löggjöf um einka- leyfi, svipuöum sjómannaskatti og sameiginlegum reglum á sviði einka- og fjölskyldulifs i þvi skyni að varðveita helgi einkalifsins. Ennfremur hefur veriö aukiö samstarf milli lögreglu- og dóms- yfirvalda og stofnað samnorrænt dómsráð. Einnig hefur svipaöri reglugerð verið komið á i ýmiss konar neytendamálum. Við höfum unnið bug á tungumálaerfiðleikun- um — Hefur það einhvern tima ver- ið þrándur i götu norrænnar sam- vinnu, að þjóðirnar tala ekki sömu tungu? — Það var þaö ekki I upphafi, en þegar finnar geröust aöilar ár- ið 1956, varð stöku sinnum vart ýmiss konar erfiöleika, sem ég tel, að við höfum unniö bug á i meginatriðum. Reyndar er ég ekki frá þvi, að ég hafi verið kjör- inn formaður niumannanefndar- innar, vegna þess að ég gerði mér far um að tala greinilega. — Hefur starfsemi Noröur- landaráðs einhvern tima veriö undir áhrif um eins rikis fremur en annarra? — Nei. — Urðu aldrei nein átök i ráðinu allan þann tima, sem þér tókuð þátt i störfum þess? — Það tel ég ekki. Við höfum alltaf getað fjallað um viðfangs- efnin I bróðerni. Það voru finnum reyndar mikil vonbrigöi, þegar danir, norðmenn og sviar ákváðu að gerast aðilar aö EFTA árið 1959, en siöar tókst þeim sjálfum aö tengjast bandalaginu. 1 raun réttri gengum við i EFTA vegna þess að ekki tókst aö koma á fót norrænu markaösbandalagi, sem hefði verið mjög æskilegt aö minu mati. Siðar urðu danir, einir norðurlandaþjóða, aðilar^ að^ Efnahagsbandalagi Evrópu, en ekki tel ég, að norrænt samstarf hafi beðiö hnekki við það. Hugsjónir hafa þurft að vikja — I endurminningum yðar, sem nýlega eru komnar út, gefið þér i skyn, að meira hefði mátt vera um hugsjónir i Norðurlandaráði, en raun hefur oröið á. — Ég tók þátt i honum sögulega fundi norræna þingmannasam- bandsins áriö 1951, þar sem Hans Hedtoft hélt sina merku ræöu um stofnun Norðurlandaráös. Þar var sannarlega um hugsjón að ræða. Hiö sama er að segja um frumkvæði rikisstjórnar Bauns- gaard að Nordek-viðræðunum, sem þvi miöur fóru út um þúfur. Ensagan geymirmörg dæmi um þab, að hugsjónir hafi þurft að vikja fyrir ýmsum sjónarmiöum. Það var mjög miður, aö finnar skyldu telja sig knúða til að greiða atkvæöi gegn efnahags- samstarfi norðurlandaþjóöa. Sllkt samstarf heföi oröiö til góös fyrir þróun mála i Evrópu. Ann- aöhvort heföu noröurlöndin sem heild tengst Efnahagsbandalagi Evrópu eða fengið fulla aðild að þvi. Samstarfið hefði getað orðið til þess að draga úr viðsjám milli austur- og vesturveldanna. Utanríkis- og fiskveiði- mál — Teljiðþér að Norðurlandaráð eigi að láta utanrikismál til sin tak? — Að svo miklu leyti, sem þau eru þáttur i viöfangsefnum ráðs- ins. Ég get til dæmis nefnt, aö norðurlöndin hafa sameigin- legra hagsmuna að gæta gagn- vart útlendingum og hafa komið á ýmsum sameiginlegum reglu- gerðum þar aö lútandi. Þar að auki höfum við samvinnu um málefni þróunarlandanna og um flóttamannavandamálin, og um langt árabil hafa noröurlöndin lagt fram sameiginlegan skerf til friöarsveita Sameinuöu þjóö- anna. Af nærtækari viöfangsefn- um get ég nefnt sameiginlega hagsmuni i fiskveiðilögsögumál- um. — Heföuð þér veitt lslendingum stuðning i landhelgisdeilunni við breta, ef þér hefðuð veriö i Norðurlandaráði, þegar málið kom þar upp? — Já, landhelgisdeilan var haf- in, á meðan ég átti enn sæti á Þjóöþinginu. Þá vorum viö sóttir heim af nefnd breskra þing- manna, og þaö má vel koma fram, að ég fór fram á það við hana, að það yröi komiö meira til móts viö óskir Islendinga. Það er nauösynlegt aö tekið sé sérstakt tillit til smárikja, sem byggja af- komu sina á fiskveiðum. Álendingar og fær- eyingar — Var þaö rétt stefna að veita færeyingum og álendingum sér- staka aöild aö ráðinu? — Já, þaö tel ég eindregið. Við- ræðurnar um aöild þeirra fóru fram, þegar ég var formaður laganefndarinnar. Ég var kvadd- ur til forsætisráöuneytisins, þar sem Jens Otto Krag skýröi mér frá óskum færeyinga um sjálf- stæða aöild. Mál þetta var tekiö til umræðu i nefndinni. Arangur- inn af þvi varö sá, aö sérstakur starfshópur, sem Herman Kling dómsmálaráðherra svia veitti forustu, var fenginn til þess aö skipuleggja hinn lagalega grund- völl fyrir þvi, aö færeyingar og álendingar fengju sina eigin full- trúa i Noröurlandaráöi. Staða álendinga gagnvart finnum er sú hin sama og staða færeyinga gagnvart dönum. Aðrar þjóðir geta margt af okkur lært — Þér lögðuð mikla áherslu á möguleika norðurlanda til að standa saman gagnvart öðrum rikjum Evrópu.Teljið þér, að fyr- ir þessu sé hljómgrunnur á tim- um þar sem efnahagsvandamálin eru svo gifúrleg, sem raun ber vitni nú? — Já, það tel ég einmitt vegna þess, aö afstaða okkar sýnir, aö aðrar þjóöir geta margt af okkur lært. Menningarþróun norður- landa hefur aö sönnu oröiö fyrir miklum utanaðkomandi áhrifum, og má þar m.a. nefna kristna trú, siðaskiptin,rómantlsku stefnuna og pólitiskar frelsishræringar. En við höfum aölagaö hin utanað- komandi áhrif okkar sérstöku, norrænu samfélagsmynd, og aöal hennar er alþýðleikur og frelsis- ást. A norðurlöndum náði léns- skipulagiö aldrei að festa rætur. Réttarfar okkar hefur ávallt haft alþýðlegt yfirbragð. Við viður- kennum rétt annarra til aö hafa eigin skoðanir. Við erum friösam- ir og höfum megnustu vantrú á þvi aö unnt sé aö leysa alvarleg vandamál i eitt skipti fyrir öll með valdbeitingu. Þessa þætti verðum við að varðveita, enda þótt við höfum við efnahagsleg vandamál að gllma. Þátttaka min i störfum Noröurlandaráðs um langt árabil hefur fært mér heim sanninn um, aö á sviöi menningarmála — i viðtækustu merkingu þess orðs — höfum við af miklu að státa og getum látiö gott af okkur leiöa. Þaö er ekki sist á þessum vett- vangi, sem Noröurlandaráö hefur verk aö vinna. Þegar dómsmálaráöherrar norðurlanda sátu hér fund árið 1969 heimsóttu þeir meöal annars og skoðuðu varðskipið Ægi. Hér sjást þeir um borð taliö frá vinstri, Knut Thestrup, Jóhann Hafstein og Hermann Kling, dómsmálaráðherra svia. Lengst til hægri er Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.