Vísir - 01.04.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 01.04.1977, Blaðsíða 5
Sænskt atvinnulif er i þeirri erfiðustu kreppu, sem að þvi hefur steðj- að frá striðslokum. Hver atvinnugreinin eftir aðra hefur lent i rekstrarerfiðleikum, og hefur annað hvort orðið að draga saman seglin eða loka alveg. Orsakirnar blasa við og sáust reyndar fyrir I haust. Launa- kostnaöur viö framleiösluna er of hár, vinnan er of dýr, og sænskar vörur standast ekki samkeppniá erlendum markaöi af verölagsástæöum. Viöskipta- jöfnuöinum hrakar meö hverj- um mánuöi og má reyndar sjá muninn eftir hverja viku. Þrjá siöustu mánuöi hefur hallinn á utanrikisversluninni numiö yfir 200 milljöröum króna. Horfir til þess, aö greiösluhallinn veröi enn meiri, enspáöhaföi veriö, þegar rikis- stjórnin geröi sinar áætlanir um lántökur erlendis til aö fleyta landinu yfir erfiöleikatimabiliö. Þetta veldur rikisstjórninni jafnt sem stjórnarandstööunni miklum áhyggjum. Þaö er almennt álit, aö ekki megi dragast hálft ár til viöbót- ar, aö gera róttækar breytingar á stefnunni i efnahagsmálunum. „Sparnaöurog samdráttur” eru lykiloröin, sem hampaö er á lofti. Siöustu vikur haf a umræö- ur I sænska þinginu snúist um skattahækkanir, niöurskurö op- inberraútgjalda og i stuttu máli ýmsar hugmyndir um aö heröa sultarólina. Þeir, sem telja sig vita glögg skil á þvi, i hvaöa ó- efni sé komiö, krefjast gengis- fellingar. „Veckens Affarer” birti fyrir skömmu talnaskýrslur um utanrikisverslun svia og til viö- miöunar þróun markaösmála helstu iönaöarþjóöa samkvæmt útreikningum OECD. Þykir svi- um þaö ljót lesning. Þeir eru I fimmtánda sæti af fimmtán helstu iönaöarrikjum vestur- landa, meö næstum 15% minni útflutning 1976 en áriö 1973. A meöan hefur hlutur Japans á erlendum mörkuöum aukist um 11,5%. Austurrikis um 3,7%. Bandarikjanna um 3%, V- Þýskalands um hálft prósent. — Finnland, Noregur, Svlþjóö, Belgía og Sviss bera öll skaröari hlut frá boröi en Bretland, sem missti 8% af sinum markaös- hlut. Samtlmis þessu kemur i ljós, aö innflutningur svia vex stöö- ugt. „Veckans Affarer” heldur þvi fram, aö sænskar vörur standist ekki einu sinni sam- keppni á innanlandsmarkaöi vegna vöruverösins. Fundir í Kfpur- deilunni Samningamenn grikkja og tyrkja á Kýpur hófu I gær viö- ræöur um leiöir til aö binda enda á þrettán ára togstreitu þessara tveggja þjóöarbrota á eyjunni. Þetta er i sjötta sinn á tveimur árum, sem þessir aöilar setjast á rökstólana. Aö þessu sinni fara viöræöurnar fram innan ramma þess sam- komulags, sem þeir Makarios forseti Kýpur og Rauf Denkt- ash, leiötogi Kýpur-tyrkja, geröu meö sér I siðasta mán- uði undir handleiðslu Kurt Waldheims, framkvæmda- stjóra Sameinuöu þjóöanna. Fundir þeirra Makariosar og Denktash fóru fram I Nicosiu og uröu þeir sammála um aö stefna aö myndun eins- konar sambandsstjórnar á Kýpur, sem I ættu sæti fulltrú- ar bæöi grikkja og tyrkja. Ennfremur er stefnt aö til- slökunum á landssvæðum, sem hvor ibúahlutinn um sig ræöur yfir. Siöara atriöiö þykir likleg- ast til aö standa i samninga- mönnunum, sem saman eru komnir i Vinarborg og munu sitjaá fundum næstu átta dag- ana. — En Waldheim fram- kvæmdastjóri hefur látiö orö falla um, aö hann sé vongóöur um töluveröan árangur þess- ara viöræðna, eftir þvi sem honum haföi heyrst á nefndar- formönnum beggja i viðtölum i fyrrakvöld, þegar þeir komu til Vinar. En mikiö bil skilur á milli þess, sem aöilar eru tilbúnir til aö gefa eftir. Tyrkir hafa um 40% eyjarinnar á valdi sinu, þótt þeir séu ekki nema 20% af 630 þúsund ibúum Kýp- ur. Þeir hafa látið á sér skilja, aö þeir mundu láta sér nægja aöráöayfir32% eyjarinnar,— Grikkir, sem töpuöu miklu landssvæði, þegar tyrkneski herinn réðst inn á Kýpur 1974, vilja að tyrkir skili öllu nema 25% landsins. ...—.....- Síðumúli 15 sími 3 30 70 Guöjón Oddsson. Veriö veikomin. Hofum opnað (fíiurínn, ný málningar- vöruverslun að Síðumúla 15, til aö selja ykkur málníngu, utanhús og innan, og allt sem til þarf; einnig allt sem myndlistamenn þurfa á að halda. Og loks dúk á öll gólf og veggstriga. Þetta gerist ekki á hverjum degi!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.