Vísir - 06.04.1977, Page 1

Vísir - 06.04.1977, Page 1
„Tel sjálfsagt að at- huga álitleg tilboð" — sagði Matthías Bjarnason sjóvarútvegs- róðherra í samtali við Vísi í morgun er rœtt var við hann um hugsanlegar viðrœður við EBE „Við gátum alltaf búist við þvi að Efnahagsbandalagið færi fram á viðræður við okkur, en mér finnst undarlegt að heyra fyrst um þessa fyrirhuguðu för i fjöl- miðlum. Mér vitanlega hefur engin ösk um slíkt borist til ríkis- stjórnarinnar,” sagði Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra I samtaii við VIsi i morgun. Yfirlýsing utanrlkisráðherra- fundar EBE um að Finn Olof Gundelach muni halda til íslands ásamt breskum ráðherra til við- ræðna um fiskveiðimál hefur vakið mikla athygli. Gundelach mun hafa sagt að ekki væri unnt að láta þetta óvissuástand um samninga við islendinga ríkja lengur. Þeir yrðu að gera sér grein fyrir stjórnmálalegum og efnahagslegum afleiðingum af- stöðu þeirra. V’fsir spurði Matthías Bjarna- son hvort hann áliti að þessi orð fæluisér hótun i okkar garð. Ráð- herra sagði að fréttir fjölmiðla af ummælum manna væru ekki allt- af réttar og meðan þær væru ekki staðfestar gæti hann lítið um þetta sagt. En ef EBE ætlaði að vera með hótanir þá þyrftu þær að fara rétta boðleið. Þegar ráðherrann var spurður hvort hugsanlegt væri að samið yrði við EBE um gagnkvæm fisk- veiðiréttindi svaraði hann þvi til, að ef fram kæmu álitleg tilboð teldi hann sjálfsagt að taka þau til athugunar. „Það er alltaf skyn- samlegt að semja við nágranna okkar,” sagði Matthias Bjarna- son. Það væri sjálfsagt að hlustaá erindi manna er hingað kæmu, en frá þvi embættismannaviðræð- urnar fóru fram i Brússel I des- „Organistinn var veikur og prest- urinn bað mig að hlaupa í skarðið“ Dr. Gunnar Thoroddsen í hlutverki organista á baksíðunni - ember hefur ekkert verið rætt við gagnkvæmum fiskveiðiréttind- EBE og sagði Matthlas aö við um. hefðum ekki ljáð máls á neinum —SG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.