Tíminn - 19.07.1968, Page 16

Tíminn - 19.07.1968, Page 16
Saltsíldarverðið f|*»5 Gröf fornmanns / Skansinum? (wFtLIBB .IbBIIIIBI HB. IBi* 'lÍÍJpi §.wl pyiÍM'áfiiM 148. tb!. — Föstudagur 19. júlí 1968. — 52. árg KJ-Reykjavík, fimmtudag. Mannabeinin, scm fundust í Vestmannaeyjum í gær, hafa nú verið lítillega athuguð af Gísla Gestssyni safnverði, og sagði hann Tímanuin í kvöld, að hann byggist við að hér væri um að ræða fornmannsgröf. I gröfinni fannst líka spjótsoddur og hnífur. Bein þessi komu í ljós, þegar verið var að grafa fyrir vatns- leiðslunni í Eyjum og fundust þau í Skansinum. Sagði Gísli hafa far- ið til Eyja í morgun til að at- huga beinin, en áður var búið að róla ofan af þeim. Sagðist Gísli búast við, að hér væri um að ræða gröf fornmanns frá heið- inni tíð. Höfuðið hefði snúið í austur. Ýmsar getgátur voru um það í Eyjum í dag, hvaðan þessi bein væru. Var m.a. rifjað upp að á 15. öld, hefði slegið í brýnu á Skans- inum á milli íslendinga og Eng- lendinga, og væri ekki ólíklegt að óvinur hefði verið lagður í gröf- ina, eftir að hafa fallið í valinn, og höfuð hans látið snúa í austur. Þá var það rifjað upp, a ð skammt frá þeim stað, þar sem gröfin fannst, voru verzlunarhús á dögum Tyrkjaránsins. Var gam- alt fólk brennt í þessum verzl- unarhúsum, og kannski ekki ó- líklegt að einhver hafi líka verið grafinn þarna hjá í sama skipti. En Gísli Gestsson safnvörður, hefur sem sé athugað beinin, og við fyrs,tu athugun virðist hér vera um fornmann að ræða, en Gísli mun athuga þennan fund frekar og verður væntanlega hægt síðar að skýra þá frá niður- stöðum hans. Skipið komið með kapalinn til Eyja (t.v.), og dreginn upp á Krossand (t.h.). — Tímamynd: S.l. og H.E. Vatnshátíð í Eyjum KJ-Reykjavík, fimmtúdag. Lagning vatnsleiðslunnar frá landi og til Vestmannaeyja gekk mjög vcl í nótt, og var allt á undan áætlun. Vestmannaeyingar munu fá fyrstu vatnsdropana úr leiðslunni á laugardaginn, og verð ur þá vatnshátíð í Vestmamiaeyj- um. Þetta mun vera eina vatns- Ieiðslan í heiminum, sem lögð hef ur verið á sjávarbotni, og er fylgzt áhuga með lagningu Vestmannaeyjaleiðslunnar af er- lendum aðilum. Fyrirtækið, sem framleiðir leiðsluna, lætur m.a. kvikmynda allt verkið, og fjórir Júgóslavar hafa fylgzt með lagn- ingunni, með það fyrir augum, að leggja sams konar leiðslu í Adríahafið. Upphaflega var ráðgert að leggja leiðsluna ekki fyrr en í morgun, en veðurglöggir menn lögðu til að lagningunni yrði flýtt sem og var gert Mjög vel gekk að taka leiðsluna á land í gær, og þegai' það hafði gengið svona vel, var ákveðið að flýta lagn- ingu leiðslunnar enn, og hófst það verk um klukkan tíu. Klukk- an um tvö, var kapalskipið og dráttarbátarnir komnir inn á Vest mannaeyjahöfn. Dráttarbáturinn Magni hafði verið fenginn til að aðstoða við lagningu leiðslunnar. en þegar hann kom, var lagning- unni næstum lokið en hann kom í tæka tíð til að aðstoða við að koma kapalskipinu, sem er vélar- laust, inn á höfnina. 55 SKIP Á SÍLD OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Fimmtíu íslenzk síldveiðiskip eru nú að veiðum í Norðurhafi, eða á leið til miðanna þar. Fimm síldveiðiskip eru nú að veiðum í Norðursjó. Veður er nú gott á miðunum suður af Svalbarða. Síðasta sólarhring fengu 18 skip afla, sem vitað er um, að sam- tals 1457 lestir. Um borð í sölt- unarskipi Valtýs Þorsteinssonar var í gær búið að salta 2300 tunnur. Lítið er vitað um afla síldveiði- skipanna í dag. Erfitt er að ná sambandi við þau vegna fjarlægð- ar miðanna frá landi. Síildarradíó in á Raufarh-öfn og Dalatanga ná ekki skeytum frá skipunum nema með aðstoð . annarra skipa sem eru á milli ísiands og Svalbarða. Þó er vitað að Gísli Árni kastaði í morgun og fékk 150 lestir. Skip in eru nú á suðurleið, en sildin er á gön.gu í suðurátt frá Sval- barða. Engin met'ki sjást til að síldin fari að halda i veisturátt. í gærdag var búið að salta 2300 tunnur um borð í söltunarskipi Valtýs Þorsteinssonar. Nokkuð hefur tafið fyrir söltuninni að skurðarvélarnar biluðu. Verður því að hausa og slógdraga síldina í höndw-m og tefur það mikið fyrir söltuninni. En um borð í Framhalci á bls 15 Sigui'geir Kristjánsson forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja sagði í dag í viðtali við Tímann FTamhald a bls 14 Á fundi yfirnefndar Verðlags- náðs sjóvarútvegtsins í dag var ákveðið, að 1-ágmarksverð á síld veiddri norðan- og austa-nlandis frá byrjun síldarsöltunar til'og með 30. sept. 1068, skuli vera sem hér segir: Iíver uppsöltuð tunna - (með 3 lögum í hring), kr. 472,00. — Hver uppmæld tunna (120 lítrar eða 108 kg) kr. 347,00. Verðið er miðað við að seljend ur skiili síldinni í söltunarkassa eins og venja hefur verið undan- farin ár. Ennfremur gilda sömu reglur og gilt hafa um síldarúr- gang og úrkastssíld. Til skýringar skal það tekið fram, að við verðákvörðunina hef Myndin er af gröf sem nýlega er komin í Ijós í garðsbakkanum. (Tímamynd GE) KIRKJUGARÐUR FLUTTUR OÓ-Reykjavík. fimmtudag. Á næstunni verður fluttur lieill kirkjugarður í Gufunesi. F.r þetta gamall kirkjugarður, sem ckki hef ur verið grafið í síðan á 19. öld. Stendur kirkjugarðurinn í vegi fyr ir byggingum Áburðarverksmiðj- Fiamhaio a ois 15 U'i' þegar verið , tekið frá gjald végna kostnaðar Áið flutninga sjó saltaðrar síldar af fjarlægum mið u-m samkvæmt ákvæðum bráða- birgðalaga frá 10. mai 1968. Verðið var ákveðið með at- kvæðum oddamanns yfirnefndar- innar og fulltrúa síldarseljenda í nefndinni g-egn atkvæðum fulltrúa síldarkaupenda í nefndinni. í yíirnefndinni áttu sæti: Bjarni Bragí Jónsson, deildarstj. í Efna- ha'gS'Stofnuninni, sem var odda- Framhald á bls. 15 .Peninga- lykt’ í borginni OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Síldarflutiiingaskipið Síld in er á leið til Reykjavíkur með fuUfermi frá miðunum suður af Svalbarða. Er skip ið væntanlegt til hafnar ann að kvöld. NordgSrd vantaði í morg un 400 tonn til að fá full- fermi. Má búast við áð skip ið verði fullíermt í dag og heldur þá strax til hafnar. Haförninn losaði á Siglufirði í byrjun viikunnar og er nú á útleið aftur. Farmurinn úr Síldinni verður bræddur í Reykja vík og mega þá höfuðfoorgar búar fara að búast við bless aðri peningalyktinni. Tekur um þrjá sólarhringa að bræða farminn. Siglin-gin frá Svalbarða til Reykjavikur tekur um fimm sólarhringa. Flutningaskipið Nordgárd tekur 4300 lestir síldar og Haförninn 3200 lestir. Enginn þeirra orti nógu vel! Reykjavík, fimmludag. Timanum barst í dag frétta tilkynning frá Stúdentaráði Há skóla íslands, þar sem sagt er frá því, að þeir þrír menn sem falið var að velja verðlauna ljóð til söngs á hálfrar aldar fullveldisafmæli íslands, treysti sér ekki til að mæla nieð til verðlauna neinu hinna 39 kvæða og flokka sem bárust í sgmkeppnina. Fréttatilkynningin fer hér á eftir. „Nú er lokið samkeppni þeirri um hátíðarljóð, sem Stúdentafélag Háskóla íslands gekkst fiyrir í tilefni af 50 ára afmæli fuUveldis íslands, 1. des. n. k. Alls bárust 39 kvæði og kvæð'aflokkar frá 35 höfund um. Dómnefnd hefur lokið störfum sínum og komizt að eflirfarandi niðurstöðu: „Við undirritaðir. sem Stúd entafélag Iláskóla tslands hefur falið að velja' verðlaunaljóð, til söngs á hálfrar aldar fúllveidis afmæli 'íslands 1 desemher n k. treystum okkur því miður ekki til að mæla með.til verð launa neinu þeirra 39 kvæða og flokka sem borizt hafa.“ Reykjavik, 11. júlí 1968. Andrés Björnsson, Steinsrímur .1 Þorsteinsson, Þorleifur Hauksson. Samkeppni sú. er auglýst liafði verið, um lag við verð launaljóð, fellur því af Skiljan legum orsökum niður. Höfundar geta vitjað kvæða sinna á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla íslands, sem opin er eftir hádegi alia virka daga. Stúdentafélag Háskóla fs- lands þakkar öllum þeim, er þátt tóku í þessarí samkeppni.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.