Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur aS Tímanum. Hringið í síma 12323 mmm 151. tbl. — ÞriSjudagur 23. júlí 1968. — 52. árg. _ Auglýsing 1 Tímamiin kernur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. CARITAS SMYGL- AR MA TVÆLUM NTB-Niamey, Roma, mánudag. Sendimenn frá Biafra og Níger- íu, sem ræSst hafa viff í Niamey í Niger undanfarna tvo daga, hafa nú komizt að samkomulagi um dagskrá friðarviðræðnanna, sem fram eiga að fara í Addis Abeba. Diallo Telli, aðalritari í Einingar- samtökum Afríku, sagði að deilu- aðilar hefðu á fundum síuum rætt raunhæfar tillögur um að koma til hjálpar fórnardýrum borgarastyrjaldarinnar í Biafra. Send.imenn Biafra og Nígeríu munu halda áfram undirbúnings- viðræðunum næstu daga. Samkvæmt upplýsingum Caritas, kaiþólsku hjiálparstofnunarinmar, hefur 35 flugiförmum verið smyglað inn í Biafra á vegum stofnunarinnar til þessa. Það mun láta nærri, að hver flugfarmur sé að verðmæti 10.000 til 20.000 doll ara, en matvælasendingarnar sam anstanda aðallega af rís, baunum og salti. Nú hefur Caritas á'kveðið að hefja notkun stærri flugvéla við matvælasmyglið til Biafra. Stofn uinin hefur aðstoðað við kaup á tveim DC-7 flugvélum frá Þýzka- landd. Flugvélar þessar geta tekið allt að 13 tonna vistfarma og munu þær vera ætlaðar til þess- ara nota. Eins og kunnugt er hefur Sam bandsstjórnin í Nígeríu hótað að skjióta niður allar flugvélar, sem flygju beint til Biafra, einnig birgðaflugivélar. Caritas-stofnunin mætir sífellt meiri erfiðleikum við matvælaseindingarnar og geng ur erfiðlega að hailda þeirri áætl- un, að senda tvær flugvélar á nóttu hverri frá portúgölsku eyj- unni Sao Toma til neyðarflugvalla í Biafra. Frá Sao Tome barst Cari tas-stofnuninni þessi stuttorða til- kynninig til Rómar í d'ag: „Flug erfitt nú, vegna hernaðaraðgerða". Opinber starfsmaður Caritas sagði í dag, að hjálparaðgerðum myndi undir engum kringumstæð um verða hætt meðan svo mörg mannslíf væru I veði meðal nauð- staddra í Biafra. Á myndinni sjást æðstu menn forsætisnefndarinnar í miSstjórn tékkneska kommúnistaflokksins ráðgast um „taugastríSiS" milli Sovétmanna og Tékka. Þeir eru talið frá vinstri: Dubcek aSalritari Vasil Eilak og Cernik forsætisráSherra. Nú hafa Sovétmenn látiS undan einörSum krötum þeirra um fund æSstu manna ríkjanna á tékknesku umráðasvæSi. Rússar láta undan Tékkum og samþykkja kröfu beirra FUNDURINN HALDINN Á TÉKKNESKRI GRUND NTB-Moskva, Prag, mánudag. Framkvæmdaráð sovézka komm únistaflokksins hefur samiþykkt að fara til fundar við forsætisnefnd ina í miðstjórn téikkneska komm únistaflokksins á tékknesku um ráðasvæði. Samkvæmt tilkynningu fréttastofunnar Tass vill fram kvæmd'aráðið með þessu koma til móts við óskir tékknesku forsæt- isnefndarinnar, en hún hefur ha'ld ið fast við það, að fundirnir yrðu haldnir í Tékkóslóvakíu. Sapi- kvæmt óstaðfestum fregnum frá MoSkA'u mun fundurinn verða hald inn n. k. fimmtudag, 25. júli ann aðhvort í Bratislawa eða í bænum Kostice, sem er í um 40 km. fjar lægð frá sovézku landamœrunum. Sovézka framkvæmdaráðið er skipað 11 mönnum, meðal þeirra eru Bresnev aðalritari, Kosygin forsætisráðherra og Podgorni for seti. Allir þrír tóku þeir þátt í fundi Austur-Evrópulandanna 5 í Varsjá. Æðstu mcnn í forsætisneínd tékkneska kommúnistaflokksíns eru þp,K Dabeek aðalritari, Cern ik forsætisráðherra og Vasil Ei'lak. í tilkynningu sovézka fram- fcvæmdaráðsins var sagt að tilmæl- um Tékka hefði verið tekið með því skilyrði að æðstu flokksyfir- völd í báðum löndum, fram- kvæmdaráðið í Sovétríkjunum og forsætisnefnd miðstjórn j innar í Tékkóslóvakiu tækju þátt í fund unum. Með þessu vilja Siovétmenn kanna til hlítar hve fylgi Dubceks er sterkt meðal félaga hans í hópi ráðamanna. Talið er, að ein staikir meðlimir forsætisnefndar- innar séu fúsari til samninga vi'ð Rússa en Duibcek og nánustu rá'ð gjafar hans. Óstaðfestar fregnir herma, að leiðtogar Tékka hafi saimiþykkt að mæta til fundar við Rússa með eins stóra sendiaefnd og þeir óska. Yfirlýsingin frá Moskvu um að Sovétstjórnin sé tilbúin ti'l þess að ræða við ráðamenn Tékka á tékknesku umráðasvæði virðist ætla að draga heldur úr „tauga stríðinu" miUi ríkjianna en til- Framhald á bK 14. DRUKKNAR I HÍTARVATNI OÓ-Reykjavík, mánudag. 39 ára gamaill raaður, Óskar Jako'bsson, blikksmiður, drukkn aði í Hítarvatni s. 1. laugardag. Var hann ásamt öðrum manni á báti úti á vatninu og fyllti bát inn skyndilega. Óskar sökk í vatnið og drukknaði, en hinn maðurinn náði í uppblásna gúmmíslöngu og hélt sér á floti og náði naumlega ti'l lands. Um þrjúleytið á laugardag voru mennirnir tveir, Óskar Jakobsson og Ágúst Arason, á lei'ð til lands, en þeir höfðu verið að huga að mink í hólm um á vatninu. Voru þeir í al- uminiumibáti með utanborðsvél, en báturinn er ekiki byggður fyr ir slíkan mótor, heldur árar. Áð ur fyrr voru flotholt í bátnum, en búið var að rífa þau úr honum, var aðeins eftir flot- hoilt í stefni bátsins. Er þeir áttu eftir um 500 metra að syðri enda vatnsins, en þar voru tjald'búðir þeirra, gerði kul úti á vatninu og ætluðu Framhald á bls 15. Fyrirhugaö aö gefa út lióöin sem eru í ónáö Reykjavík, mánudag. f dag barst Tímanum frétta tilkynning, þar sem skýrt er frá fyrirhugaðri útgáfu ljóða þeirra, sem ekki fengu verð- laun í samkcppninni sem Stúd entafélag Háskóla íslands efydi tiL Eru skáldin hvött til að hringja í ákveðið símanúmer, en nokknr þeirra hafa þegar gefið jáyrði sitt við útgáfunni. Utgefandi segir að samt séu nokkur skáld eftir, en hann vill eðiilega að öll Ijóðin verði í bókinni. Sem kunnugt er, efndi Stúd entafélag Háskóla íslands til samkeppni um ljóð í tilefni af 50 ára fullveldi íslands. Ekki taldi nefnd sú, sem valin var til þess, að mcta Ijóðin’ neitt ljóðanma þess virði, að veita bæri höfundi þess verðlaun, sem ákveðin höifðu verið kr. 10.000,00 (þ.e. nægilega vel ort kvæði bærist). Ef til vill mum næstu kyn- slóð koma það kynlega fyrir sjónir að ekkert skáld hafi verið til, sem vildi yrkja og gæti ort nægiilega vel í tilefni af 50 ára fullveldisafmæli ís- lands 1968. Hins vegar væri mjög æski- legt, að komandi kynslóð fengi tækifæri til þess að lesa þau kvæði, sem ort voru. S.l. suinnudag var birt auig- lýsing í dagblöðunum þess efn is, að höfundar kvæðanna voru beðnir að hafa samband í sima 16909. Miargir höfundar hringdu og Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.