Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. júlí 1968. TIMINN 7 Rætf við Axel Aspelund, form. Stangaveiðifélags Reykjavíkur meðaltali hver lax, sem upp úr á kemur, allt að 1000 kr. Síðan á annar kostnaður eftir að bæt- ast við. — Álítur þú að verðið á veiði leyfum haldi áfram að hækka? — Ég held, að eftirspurn hljóti að minnka á næstu árum með svipuðu eða hækkandi verð lagi, og verðið hljóti því að lækka. — Bætist ungt fólk í hóp lax veiðimanna? — Já, fólk á öllum aldri stundar laxveiðar. — En er ekki fremur sjald- gæft að konur stundi þessa íþrótt? Leiðast þær ekki helzt út í þetta gegnum eiginmenn- ina? — Það eru ekki mjög margar konur, sem veiða lax, en þær verða ekki síður ákafir veiði- menn en karlar, þegar þær byrja á annað borð. Starfsemi Stanga- veiðifélagsins — Hvað er helzt að segja um Stangaveiðifélag Reykja- víkur og starfsemi þess? — Félagið er áhugamannafé- lag með um 1000 meðlimi og verður 30 ára gamalt á næsta ári. Af starfseminni má ýmislegt nefna. Á veturna þegar félags- menn geta ekki stundað veiðar, reynum við að halda uppi skemmtanalífi og höfum kast- æfingar fyrir þá, sem áhuga hafa á slíku. Sérstakar nefndir eru kosnar fyrir hverja á, sem annast síðan hreinsun ánna og viðhald á veiðihúsum. Við eig- um allmörg hús og hafa þau nær að fullu verið byggð í sjálfboðavinnu og sama er að segja um aðrar framkvæmdir innan félagsins. Félagið rekur laxeldisstöð við Elliðaár og klakhús þar, og annað við Stokkalæk á Rangárvöllum. Þá vinnum við að því að rækta upp ár, m. a. höfum við sett seiði í Kolku og Hjaltadalsá í Skaga- firði undanfarin 6 ár, en þær voru áður laxlausar. Nauðsynlegt að vernda Elliðaárnar — Þú minntist áðan á Elliða- árnar. Höfum við Reykvíkingar kunnað nægilega að meta það að hafa náttúrufyrirbrigði eins og á með stökkvandi laxi hér næstum inni í miðri stórborg? — Það er einstætt, að höfuð- borg hafi laxveiðiá innan borg- artakmarkanna. London gat eitt sinn státað af þessu, en lax veiddist lengi í Thamesá. En hann hvarf úr ánni vegna meng- unar af völdum ýmiss konar verksmiðjuaffalls. Við íslend- ingar höfum tekið það sem sjálf sagt mál að við værum lausir við vandamál sem þessi og höf- um því ef til vill sofnað á verðinum og verið fyrirhyggju- lausir um of. Þess hafa verið og eru dæmi að skolpræsi liggi í árnar, og á tveimur stöðum hafa verið reist hesthús á bökkum ánna, þá rennur yfirborðsvatn úr Ár- bæjarhverfi allt í Elliðaárnar en meirihluti húsþaka þar eru úr galvaniseruðu bárujárni og vatn það, sem af þeim rennur, er engan veginn óskaðlegt líf- inu í ánum. Þá hafa verið hafn- ar framkvæmdir við uppskipun arhöfn og sementspökkunarverk smiðju Sementsverksmiðju rík- isins í Ártúnshöfða. En þar á að skipa upp lauspökkuðu sem- Elliðaárnar í sinum versta ham i flóðunum í vetur, þegar sem mest spjöll urðu þar. enti. Mun allt það magn af sementi, sem notað er hér á Suðurlandi, fara þarna um. All- nokkurt magn af sementinu mun fara út í andrúmsloftið með þeirri pökkunaraðferð, sem þarna verður beitt, sam- kvæmt upplýsingum, sem við höfum fengið frá sérfróðum mönnum. Og þarna rétt fyrir neðan gengur laxinn upp í árn- ar. Sementið sem fellur í árn- ar, sekkur síðan til botns og breytir sýrustigi vatnsins. En það ásamt súrefnisinnihaldi o. fl. hefur áhrif á fiskgöngur í ánum. Við höfum aflað okkur fróðleiks bæði um áhrif meng- unar af völdum húsdýraáburð- ar og sementsmengunar á fiski- göngur, svo og um hin atriðin, sem nefnd eru hér að framan. Öll þessi atriði eru skaðleg, og ef ekki hefði verið að gert, hefði laxinn sennilega hætt að ganga í árnar, en vonandi tekst að koma í veg fyrir það. Rannsóknir, sem gerðar voru á árvatninu í vor. sýndu, að saurmengun í ánum var þá mjög mikil, allt frá efri stíflu niður að árósum, en þó mest neðst í ánni. Ástandið hefur sennilega versnað mjög mikið eftir flóðin í vetur. Og af völd- um þeirra misstum við 9000 gönguseiði í eidisstöð okkar. Seiði þessi voru í árvatni, en seiði, sem við höfum í vatni frá vatnsveitu borgarinnar, sakaði ekki. Við höfum áður og ekki síð- ur eftir flóðin nú í vor reynt að berjast fyrir því að mann- virki væru ekki reist á svæð- inu meðfram ánni og bakkarnir yrðu friðaðir að svo miklu leyti sem unnt er. Borgaryfirvöld og aðrir aðilar er hlut eiga að, hafa sýnt þessu máli vaxandi skilning. Rotþrær hafa nú verið gerðar í stað skólpræsa, sem lágu í ána við rafstöðina, og við höfum loforð fyrir að svo verði einnig um yfirborðsvatnið úr Árbæjarhverfinu. Þá höfum við einnig góðar vonir hvað snertir hesthúsin á bökkum Elliðaánna. En við höfum ekki orðið varir við að mótmælum okkar við byggingu sements- pökkunarverksmiðjunnar hafi verið sinnt, og framkvæmdum er haldið áfram þar Vaxandi skilningur á náttúruvernd En það, sem mest er um vert, að augu fólks eru að opnast fyrir náttúruverðmætum. Og við -megum vænta þess, að næstu ár verði Elliðaárnar hreinni en að undanförnu. Úr fleiri áttum gætir vaxandi skiln ings. Bændur hafa nú mikinn áhuga á að rækta upp laxveiði- ár og gæta þess að þessi miklu verðmæti glatist ekki. — Eru Elliðaárnar einsdæmi hér á landi, eða er um mengun að ræða á fleiri stöðum? — Það eru einstök dæmi þess að skaðleg efni hafi verið leyft að berast út í ár, en þau dæmi eru ekki alvarlegs eðlis, og ég álít að ekki sé ástæða til að óttast ef skilningur fólks vaknar á þessum málum, sem fullt útlit virðist fyrir. En það er annað atriði sem spillir án- um að nokkru, eða veiðiþjófn- aður áður en veiðitímabilið hefst. Talsverð brögð eru að slíku i einstökum ám — Hve langur er veiðitím- inn? — Hann er 92 dagar og hefst frá 1.—20. júní, misjafnlega snemma í hinum ýmsu ám, og lýkur í síðasta lagi 19. septem- ber. — Þú ætlar ekki að hætta að stunda laxveiði? — Nei, maður dregur kannski saman seglin, þegar efnin eru ekki of mikil og nóg annað við peningana að gera. En ég hætti ekki. Veiðiskapur er mér og mörgum öðrum mikils virði. Hann er ómetanleg hvíld frá hversdagslífinu. í mínum augum er náttúruskoðun mikill hluti ánægjunnar og ekki síður fé- lagsskapurinn, þegar dvalið er við veiðar í góðum hópi. S.J. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.