Tíminn - 01.08.1968, Side 1

Tíminn - 01.08.1968, Side 1
Arni Gunnarsson, fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, við embætti forsetaritara. Þetta er fyrsta myndín, sem borizt hefur frá viðræðunum í Cierna. Til vinstri er formaður rússnesku viðræðunefndarinnar, Leonid Breznév, en til hægri er formaður hinna tékknesku, Alexande Dubcek. (Símamynd: NTB). Dregið hefur úr tauga- stríði Rússa við Tékka NTB-Moskva, Prag, Varsjá. ic Fundi sovézkra og tékk- neskra leiðtoga var haldið áfram í tékkncska landamærabænum Ci- erna í dag. Opinberar tilkynning- ar um hvenær fundinum Ijúki eða um hvað viðræðurnar snúist eru svo óljósar og stuttorðar, að alger ringulreið hefur ríkt í fréttasend- ingum blaða og útvarps víðsvegar í heiminum í dag og stangast þar hver. tilgátan á við aðra. Þó er vitað með vissu, að stutt hlé var gert á fundinum í dag vegna smá vægilegs lasleika aðaltalsmanns Sovétmanna, Leonid Brésnev. I kvöld var Brésnev aftur mættur til viðræðnanna sem og Dubcek, aðalritari tékkneska kommúnista- flokksins, en uppi var orðrómur um, að hann myndi halda til Prag í kvöld og flytja sjónvarps- og út- varpsávarp til þjóðar sinnar um gang viðræðnanna. ic Heldur dró úr árásum j Moskvublaðanna á tékknesku vald- j hafana I dag og telja erlendir stjórnmálafréttaritarar það geta verið afleiðing fundahalda í Ci- erna. Moskvublöðin skýrðu frá við- ræðunum í dag á forsíðu og Tass fréttastofan sagði frá því að við- ræðurnár færu fram í „bróðerni og einlægni“. Hins vegar minntist Tass ekki á veikindi Brésnevs eða að drægi að lokum fundarins. ir Málgagn sovézka hersins, Rauða stjarnan, sagði frá því í dag að hinum umfangsmiklu loftvarna æfingum, sem staðið hafa yfir á vesturlandamærum Sovétríkjanna væri nú að ljúka. Blaðið skýrði einnig frá því, að hinum víðtæku varaliðsæfingum í landamærahér- uðunum við Tékkóslóvakíu yrði haldið áfram um ófyrirsjáanlegan tíma. Óvíst hvenær fundinum lýkur. Leonid Bresnev mun að öllum líkindum hafa kennt lasleika skömmu tyrir hádegi í dag, því að hann varð að yfirgefa fundarstað- inn í dag og draga sig í hlé og dvaldi hann í hinni grænu einka- lest rússnesku sendisveitarinnar á járnbrautarstöðinni í Cierna um hríð. Seinna í dag var tilkynnt, að Brésnev væri aftur seztur við samningaborðið og tæki þátt í við- ræðunum í kvöld. í kvöld lágu engar öruggar heimildir fyrir um það hvenær viðræðunum lyki, en hins vegar voru uppi margar get- gátur. Fljótt eftir að sagt var frá veik- indum Brésnevs breiddist það út, að fundinum væri þar með lokið. Þetta var hins vegar borið til baka af fréttamanni tékknesku frétta- stofunnar Ceteka. Sagði hann, að fundinum yrði haldið áfram í kvöld og lyki honum ef til vill seint í kvöld en einnig væri hugsanlegt að sendisveitirnar þyrftu að koma saman til lokafundar í fyrramálið til þess að leggja síðustu hönd á sameiginlega lokayfirlýsingu um árangur viðræðnanna. Lokayfirlýsingar viðræðnanna er beðið með kvíðablandinni eftir Framhald á bls. 14 Síðasti ríkis- ráðsfundur hr. Ásgeirs f frétjfc frá ríkisráðsritara, sem Tímanum barst í dag, seg- ir: Á fundi ríkisráðs í Reykjavík í dag var frú Guðrun P. Helga- dóttir, skólastjóri, skipuð í orðunefnd í stað Þórarins heit- ins Björnssonar, skólameistara, Þorleifi Thorlacius var veitt lausn frá embætti forsetaritara, þar eð hann hefur tekið við starfi i sendiráðinu í Bonn og ýmsar afgreiðslur voru stað- festar, er farið höfðu fram utan ríkisráðsfundar. í lok fundarins þakkaði for- sætisráðherra forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, störf hans sem forseta og árn- aði honum allra heilla, en þetta var síðasti ríkisráðsíundur í embættistíð núverandi forseta. Forseti íslands þakkaði for- sætisráðherra og ríkisstjórninni. Þá barst Tímanum eftirfar- andi trétt frá forsætisráðuneyt- rierra Asgeir Asgeirsson *ltur siöasta rikisraösfund í embættistíð sinni. (Ljósm.r^P. Thomsen) Oþurrkar hafa tafið í Suðurlandi tvær vikur OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Bændur á Suðurlandi eru orðnir langeygðir eftir þurrki. Tvær vikur eru nú liðnar síðan sláttur hófst og var þá gras fullsprottið og náðu sumir inn ein- hverju af heyjum en vegna þurrkleysis undanfarið hefur lítið verið slegið og er nú gras orðið úr sér sprottið, og farið að leggj- ast. Óþurrkurinn er rnestur í • Árnes- og Rangárvallasýslum, en fyrir austan Mýrdal er á- standið 'skárra og hafa bændur þar náð inn talsverðu af heyj- um. Á óþurrkasvæðinu hefur nokkuð verið slegið í vothey, en bæði er að allir bændur hafa ekki votheysgeymslur og eins hitt að flestir sem verka hey á þann hátt vilja heldur slá það og verka í þurru veðri. Þrátt fyrir óþurrkana hefur ekki rignt mjög mikið, hins vegar er oft súldarveður og rignir alltaf eitthvað á hverj- um sólarhringi. Ef enn dregst á langinn að þorni, sprettur grasið enn meira úr sér og verður þá erfiðara að slá, enda eru bænd ur mjög farnir að þrá þurrkinn. A söndunum undan Eyjafjöll um, sem ræktaðir hafa verið upp, eru elztu stykkin orðin ofsprottin og grasið farið að leggjast, en það sem nýrra er, er grasið nú mátulega sprott- ið til að slá það. Þistilfirðingarnir sem eru á engjum á forunum ofan við Eyrarbakka, hófu slátt s.l. sunnudag, en eðlilega háir þurrkleysið þeim ekkl síður en Framhalfi á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.