Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 2
TIMINN FIMMTUDAGUR 1. ágúst 1968. Sumarhátíöin í Húsafellsskógi um Verzlunarmannahelgina HLJÓMAR — ORION og Sigrún Harðardóttir. — Skafti og Jóhannes. — Dans á 3 stöðum. — 6 hljómsveitir. — Táningahljómsveitin 1968 — hljómsveitarsamkeppni SKEMMTIATRIÐI: Leikþættir úr „Pilti og stúlku" og úr „Hraðar hendur". — Ómar Ragnarsson — Alli Rúts — Gunnar og Bessi — Ríó tríó' — Bítlahliómleikar — ÞjóSdansa- og þjóðbúninga- sýning — Glímusýning — Kv'ikmyndasýningar — Fimleikar. Keppt verður í: Knattspyrnu — Frjálsíþróttum — Glímu — Körfuknattleik — Handknattleik. • Unglingatjaldbúðir — • Fjölskyldutjaldbúðir. Bílastæði við hvert tjald. Kynnir. Jón IVIúli Árnason Verð aðgöngumiða kr. 300,00 fyrir fullorðna; kr. 200,00 fyrir 14—16 ára, og 13 ára og yngri ókeypis í fylgd með foreldrum sínum. — Gildir að öllum skemmtiatriðum. Sumarhátíðin er skemmtuh fyrir alla U.M.S.B. - ÆM.B. Trúin flytur fföll. — Við flytjum allt annað SENDlBfLASTÖOIN HF. BlLSTJÓRARNIR AOSTOÐA [ÍZJI B^FO SKTARTGRIPIR Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — . SIGMAR & PÁLIVII - Bvefisgötu 16 a. Simi 21355 og Langav. 70. Simi 24910 Éfl WL"- Bréf frá Harrisburg Allir vilja svörtum selja sasr Ennþá er allt með kyrrum kjörum í svertingjahverfum stórborganna, þótt að nokkrar hitabylgjur séu nú þegar gengnar yfir landið. Fólk er þó sífellt skelkað um að hið minnsta atvik geti komið lát- unum af stað og er lögregla stórborganna við öllu búin. StjórnarvölrJ landsins, fylkj- anna og borganna hafa gert margvíslegar ráðstafanir til að bæta hag blámanna í gettóun um og er von allra, að þess- ar ráðstafanir muni bera nokk urn árangur. Settur hefur ver- ið á stofn fjöldinn allur af fé- lögum og nefndum til að leita uppi og veita ungum svertingj um atvinnuþjálfun og koma þeim síðan í vinnu hjá stór- iðnrekendum landsins. Einnig hafa verið veittar millj'ónir dollara til að aðstoða svertingja við að koma upp litlum atvinnutyrirtækjum á eigin spýtur Er altalað, að ekkert sé auðveldara fyrir sæmilega vel gefinn dökkan bróður, en að fá aura út úr Sá'rm' frænda til að> setja á stofn i'atapressun, skóviðgerð- arstofu. veitingahús eða þess háttar Og það þart ekki að spyrja að því, að hinn hvíti, almátt- ugi bróðir hefur runnið á pen ingalyktina. í hinum loft- kældu, ríkmannlegu stjórnar stofum stórfynrtækjanna, sitja auðjöfrar landsins í djúpum leðurstólum, og tala um lítið annað en hin stórkostlegu tækifæri, sem gettómarkaður- inn hafi upp á að bjóða. Auð- vitað er látið í það skína, að það sé eingöngu velferð hinna brúnu bræðra. sem verið er að hUgsa um. Til dæmis má taka keðjurn- ar, sem reka þúsundir af skyndiveitingastöðum, sem selja hamborgara. kjúklinga, fiskisamlokur og_ annan mat við vægu verði. Áður fyrr hafa slíkir staðir iafnan verið reist- ir í úthverfunum, bar sem næg bílastæði eru fyrir hendi. En nú bregður svo' við, að skyndi veitingastaðirnir eru reistir i gömlu borgarhlutunum og gettóunum bg er þeim oft stýrt af svertingjum. En það verður að fara að öllu með gát, þegar maður ætl ar að fara i bisness i gettó- inu. íbúarnir þar eru eins dyntóttir og þeir eru svartir. og þeim er ekki lengur eins hlýtt til hins hvíta, stóra bróð- ur og áður. Það er hér, sem ímyndin (the image) semur í spilið. Fyrirtæki, sem ætlar að hefja kaupskap í gettóinu, verður að hafa rétta ímynd. Hana er hægi að fá með þvi að tengja félagið á einhvern hátt við þennan dökka kyn- flokk, sem síðan á að gera við- skiptin við. Keðjurnar slást nú um að fá að nota nötn frægra svert- ingja og bjóða þeim gull og græna skóga. Nýstofnuð keðja af kjúklingaveitingastöðum sem kennd er við Minnie Pearl, sem er fræg, hvit söngkona úr sveitum Suðurfylkjanna, hefur nýskeð gert samning við Ma- halia Jackson blökkusöngkon- una frægu (mig minnir, að hún hafi sungið á íslandi fyr- ir nokkrum árumj Nafn Ma- halíu verður notað á fjölda nýrra kjúklingastaða. sem reistir verða ' öllum helztu stórborgum landsins Annað fyrirtæki, \ Sea-Host, sem eingöngu selur fiskisam- lokur og fiskirétti, hefur ráð- ið ' hinn fræga íþróttamann, Jackie Robinson sem eins kon ar | blaðaf ulltrúa eða áróðurs- málastjóra fyrir keðjuna. Fyrsti veitingastaður félagsins var reistur í Harlem í New York fyrir nokkrum mánuð- um og ku reksturinn ganga mjög vel. Aðrir' staðir eru nú í byggingu i mörgum öðrum borgum. Flest fyrirtækjanna, sem ryðj ast nú inn á gettómarkaðinn, verða að ráða í b.iónustu sína blámenn og þjálfa þá í starf- rækslu staðanna. Er þetta eitt af höfuðskilyrðum fyrir því að hagstæð lán fáist frá Wa'shing- ton. Víða eru svertingjarnir notaðir sem leppar, og ekki má gleyma því, að fjöldinn allur af svertingjabröskurum hefur fundið hér gullnámur. Margir þeirra eru grunaðir um þa'ð að hafa meiri áhuga á að þyngja eigin pyngju, heldur en bæta hag kynbræðra sinna. Ein af ástæðunum fyrir því. að kjúklinga- og fisk-veitinga- húsakeðjurnar eru svona spenntar fyrir gettómarkaðn- um er sú, að svertingjar eru miklar kjúklinga og fiskætur. Það er vitað mál, að svertingj- ar éta líklega miklu meira magn af fiski per mann, held- ur en þeirra hvítu meðbræð- ur hérna í Amerfkunni. Ætti þessi eina staðreynd^að gera þennan ágæta litarflokk mjög ástfólginn ofekur fslendingum. Víst er um það, að okkur fisk- sölunum þykir um fáa aðra jafn vænt. f áratugi hefur hvíti máður- inn barizt á móti því með kjafti og klóm, að svertingj- arnir kæmust úr úr gettóun- um og ínn í úthverfin til hvítu millistéttanna. En hann athugaði ekki, að versnandi að stæður í gettóunum, gerðu það verkum. að svertingjarnir reyndu meira en áður að kom- ast út og inn í heim hvíta fólksins og fá að njóta þar lífs gæðanna, sem þeir sáu augljóst 800 sinnum á dag í sjónvarp- inu. Það er þvi núna. að hvít- ingjarnir ætla að lauma eitt- hvað af lífsgæðunum inn í svertingjahverfin, og vona, að íbúarnir verði eitthvað ánægð- ari að kúldrast þar. Og kannski verður þetta til þess, að auka sölu á fiski og veit ég að það verður öllum Islend- ingum til óblandinnar ánægju. A Þórir S. Gröndal. Hef opnaö lækningastofu í Fichersundi (Ingólfs-apótek). Viðtalstími kl. 10—11,30 alla daga nema laugardaga og þriðjudaga. — Þriðjudaga kl. 16—18. Magnús Sigurðsson, læknir. MUNIÐ AFIWÆLISHAPPDRÆTTI SUF - DREGIÐ 10. ÁGÚST Vérð rhiðans 50 kr. - Vinningar 14 ferðalög til Miðjarðarhafslanda, Ameríku og Norðurlanda. Afgreiðsla happdrættisins, Hringbraut 30; Sími 24484

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.