Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 6
6 Forseti íslands Kristján Eldjárn 1. ágúst 1968. Sérprentuð umslög í tilefni af embættistöku dr. Kristjáns Eldjárns. Verð kr. 5.00. FRÍMERKJAHÚSIÐ Lækjargötu 6 A Lögtaksúrskuröur Hér með úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum trygg- ingagjöldum til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast áttu í janúar og júní s.l., svo og öllum gjaldföllnum ógreiddum þinggjöldum og trygg- ingagjöldum ársins 1968, tekjuskatti, eignarskatti, námsbókagjaldi, almannatryggingagjaldi, slysa- tryggingaiðgjaldi, lífeyrissjóðsgjaldi, atvinnuleys- istryggingasjóðsgjaldi, launaskatti, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, iðnlánasjóðsgjaldi og iðnaðar- gjaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogskaupstað. Ennfremur skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatryggingargjaldi ökumanna 1968, mat- vælaeftirlitsgjaldi, vélaeftirlitsgjaldi svo og ógreiddum iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjómanna, auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar. Fer löktak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar án frekari fyirrvara ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 23. júlí 1968. Sigurgeir Jónsson. Bifreiðaeigendur F.Í.B. veitir nú félagsmönnum sínum víðtækari þjónustu á vegum úti, en nokkru sinni fyrr, not- færið ykkur þetta öryggi og aðra þjónustu félags- ins. Gerist félagsmenn í F.Í.B. ,nýjum félags- mönnum veitt móttaka í aðalskrifstofu félagsins í Templarahöllínni að Eiríksgötu 5 og hjá um- boðsmönnum um land alls. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda Templarahöllinni, Eiríksgötu 5. Sími 33614 eða 38355. Brýnura slátturvélaljái Verð kr. 100 á ljá. Fljót afgreiðsla Búvélaverkstæðið Bræðrabóli, Ölfusi. Heralaviögerðir Rennum bremsuskálar. — slfpum bremsudælur. Limum á bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir HEMLASTILLING H.F Súðarvogi 14 Síml 30135 * TIMINN FIMMTUDAGUR 1. ágúst 1968. GRÓÐUR OG GARÐAR Skordýr og köngulær í lofti Við 'höfum öll séð skoi-dýr á flugi og könnumst vel við gluggaflugu, fiskiflugu og möl fiðrildi. Eða mýflugur við vötn og ár, mykjuflugur á áburðar- haugum og hlussulega, þung- fleyga jötunuxa. Falleg hvít eða móleit fiðrildi einna mest milli blómanna á góð- viðriskvöldum, randaflugur suða við körfur fíflanna og s. frv. Sumir hafa líka séð kóngu lær á lofti. Ekki bera þær þó vængi, en svifflug iðka nokkr- ar smávaxnar kóngulóategund- ir með góðum árangri. Jörðin verður stundum þakin glitr- andi þráðum á sumrin og sést það oft bezt að kvöldlagi. Þetta eru silkiþræðir, sem ó- teljandi smáar kóngulær hafa spunnið og nota sem sviftæki. þegar þær vilja flytja búferl- upi. Kóngulærmar skríða upp á strá eða aðra háa hluti og fara að spinna ianga silki þræði. Golan togar í þræðina og þegar þeir eru orðnir það langir að vindurinn er farinn að rykkja fast í og sveifla þeim til, sleppa kóngulærnar taki sínu á stráunum og svífa af stað á þráðunum. Einkum nota ung ar kóngulær þessa aðferð þeg- ar. litið er um æti og þær þurfa langt burt til að leita fanga. Þegar blettur er sleg- inn og heyið flutt burt eða tekur að þorna leita kóngu- lærnar oft burt á svifflugi Myndin sýnir tvær kóngulær búa sig til svifflugs frá fingur gómum þolinmóðs manns, sem lá í heysátu með uppréttar héndur. Ekki eru allir hinir glitrandi þræðir sem sjást svif þræðir. heldur iðulega öryggis þræðir. sem kóngulærnar spinna milli stráa og annarra ójafna á jörðinni. Þræðirnir kallást vetrarkviði, mariuþræð- ir og „fljúgandi sumar“. Áttu þræðirnir að boða harðan vet- ur líkt og renglur vetrarkvíða- stararinnar, sem oft verða mjög langir og liggja flatir í mýrgresinu. Þeir heita einnig vetrarkvíði. Eskimóar höfðu fyrir löngu tekið eftir svifflugi kóngulóanna og sögðu að kóngulær kæmu stundum fljúg andi oian af himnum. Ýmis skordýr geta flogið furðulangt og borizt með íoft- straumnum. Hópar skrautlegra aðmírálsfiðrilda berast alloft til íslands frá Bretlandseyjum. sömuleiðis þistilfiðrildi qfl. teg undir. Hinar þungfæru maðka- flugur flækjast hvarvetna upp um fjöll og firnindi. í Texas í Bandaríkjunum lifir skæð kornlús. Sum ár fjölgar henni gríðarlega og flýgur hún þá burt og berst hundruð kíló- metra norður á bóginn með vindinum og getur valdið spjöllum á korni óralangt norður í landi. Saranast hefur að blettótt Gúrkubjalla hefur borizt fyrir vindi um 500 km leið á 3—4 dögum. Lirfa tatara fiðrilda er búin löngum hárum sem eru sviftæki hennar. Svo er um fleiri lirfur og geta ýms ar þeirra svifið álíka langt og flest sviffræ og svifaldin jurt- anna. Tekist hefur að veiða tartarafiðrildaiirfur í 600—700 m hæð í flugvélagildrur. Stað- reynd er að loftstraumar geta lyft skordýrum í geysihæð og flutt þau órafjarlægðir. Mest er að lafnaði um skordýr uppi í loftinu í þurru og kyrru veðri. Ef loftið kólnar og dögg fall verður, berast t.d. margar svifkóngulær til jarðar því að svifþræðirnir dragast þá sam- an. En lifa skordýrin og kóngu lærnar þessar loftferðir af? Fjöldi þeirra, veiddur hátt í lofti hefur reynst vera bráðlif andi, en rnörg einkum þau mjúk húðuðu, drepast sennilega af því að frjósa og þiðna á víxl. Urmull skordýra berast einn- ig út á haf, inn á jökla og eyðimerkur og drepast. Tiltölu lega fá eru svo tteppin að lifa af langa loftferð og lenda í hentugu umhverfi við komuna til jarðar. Mörg dæmi eru þó um vel heppnaða langflutninga Litlar köngulær búa sig til flugs eins og framanskráð dæmi sýna og frásögnin um kálmöl- fiðrildin frá Rússlandi, sem lýst var nýlega. En sýnd var mynd af kartöflubjöllupúpu í misgnpum. Kálmölfiðrildið sem hér er birt mynd af, flýg- ur vel og getur borizt milli landa með loftstraumnum. Veldi skordýranna er mikið og sumir telja að þau munu að lokum ráða veröldinni. Sum valda sjúkdómum og uppskeru bresti, dnnur fræva fallegu blómin til ómetanlegs hagræð- is. Jafnvel hin varasama hús- fluga ..litla flugan“ hefur hlot- ið sérstæða viðurkenningu í meðförum Sigurðar og Sigfús- ar. (Sjá mynd). 1. mynd: „Litla flugan“, 2. mynd: Kóngulær búa sig til svifflugs, 3 mynd: Kálmölfiðrildi. Ing. Dav. BARNALEIKTÆKl ★ ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði BERNHARÐS HANNESS., Suðurlandsbraut 12. Simi 35810. Giidjon Styrkírsson HÆSTARtTTARLÖGMAUUR AUSTURSTRATI 6 SiMI 1*154 Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 3068S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.