Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 7
4 FIMMTUDAGUR 1. ágúst 1968. TIMINN Nýtt gisti- og greiðasöluhús í landi eyðibýlisins Hellu í Vatnsfirði Hinn 17. júlí va^ fréttamönn- um frlá' PatreksfirSi bo'ðið að skoða nýtt gisti- og greiðasöluhús, Fl'ókalund, að Heliu í Vatnsfirði á B’arðaströnd og til þess að kynna sér starfsemi Barðstrendingafélags ins í Reykjavík, sem á og rekur stofnunina. Eins og bunmugt er hefir félag ið rekið gisti- og greiðasölu í Hó- tel Bjarkarlundi í Reykhólasveit allt frá 1945 en þá var rekstur hafinn í stórri braggalbyggingu. «r- Þá þegar hóf félagið fjársöfn »n og undirlbúning að byggingu tveggja hótela í Barðastrand’ar- sýslu og sfeyldi annað standa í landi Berufjarðar í Reykhóla- hreppi en hitt að Brjánslæk á Barðaströnd. Framkvæmdir voru fyrst hafnar við Berufjarðarvatn og þar vígt hótel sumarið 1947 og nefnt Bjark arlundur. Starfssemin hefir síðan verið rekin þar óslitið og húsa- kynni stækkuð og stórendunbætt á síðari árum. — í HótehBjarkar- lundi eru nú 14 gistiherbergi með 39 gistinúmum. Hóteli'ð er rekið yfir susnarmánuðina frá 1. júní til 10. ofctólber. Nú starfa að Bjark arlundi 8—9 starfsstúlkur. Hótel stjóri e.r Svavar Ármamnsson. Fyrsti hótelstjóri og einn af ötulustu stuðningsmönnum þess- ara framkvæmda var Jón Hókon arson ættaður frá Reykhólum, sem andaður er fyrir all mörgum ár- um. Byggingarframkvæmdir voru undirbúnar að Brjánslæk um svip að leyti og byggingum var lokið við Benifjar'ðarvatn og þar steypt ur grunnur að hótelbyggingu. Ekki varð þó úr þeirri framkvæmd, a'ð- allega vegina breyttra samgöngu hátta í sýslunni. — Síða.r var horfið að því ráði að byggja yfir starfsemina í iandi eyðibýlisins Hellu í Vatnsfirði á Barðaströnd. Byggingarframkvæmdir voru hafnar þar vorið 1961 og var þá reistur þar lítill veitingaskóli og starfsmannahús. Greiðasala var hafin þarna þetta sama sumar. Sumarið 1962 var síðan steyptur grunnur undir hótelbyggingu þá, sem tiú er risin þarna. — Fram bvæmdir höfðu dregizt fram að þessu, aðallega vegna fjárskorts. Hið nýja gisti- og greiðasöluhús að Hellu, er byggt úr timbri. Það var keypt í flekum frá Noregi Flókalundur — hiS nýja gisti- og veitingahús í Vatnsfirði. Starfsstúlkur t Flókalundi við vinnu í eldhúsi. og flutt til landsins vorið 1967. Þá um sumarið var húsið sett upp og nok'kuð af því tekið í notkun til gistingar. Grunnflötur bygg ingarinnar er 260 ferm. Tveir Norðmenn unnu við að reisa húsið og voru þeir sendir frá verksmiðju þeirri í Noregi, sem framleiddi húsið, en bygging armeistari var Björn Guðmunds- son frá Reykjavík. í vor var svo lokið við byggíngarframkvæmdir að fullu og sá sami byggingar- meistari um verkið ásamt Bolla A. Ólefs.syni húsgagnasmíðameist- ara frá Reykjavík. Baldvin Krist jánsson, rafvirkjameistari frá Patreksfirði sá um lagningu allra rafiagna. Rafmagn til allra þarfa hótelsins, þar með til upphitunar, er frá 36 kw. dieselslöð. Rekstur þessa nýja hótels hófst 25. júuí s. I. í hótelinu eru fjögur gistiiher bergi með átta gistirúmum. Þau bera öil nöfn örnefna í nógrenni hótelsins (Kleif, Mörk, Hella og Penna). Herbérgin eru einkar vel og snyrtilega búin. Gert er ráð fyrir að fjölga gistii-úmum um ailt að helming á næsta sumri, með því að útbúa gistiherbergi í gamla veitingaskálanum. Veitiwga salur er bjartur og rúmgóður. í honum er smekklega útbúin af- grei'ðsla fyrir sælgæti, öl og aðrar veitingar. Eldhúsið er stórt, vel innréttað og búið fuHkomnum tækjum og inn af því er þvotta- hús búið nýjustu tækjum svo og geymslur. Anddyri er rúmgott og er gengið úr því í tvö björt og ^góð hreinlætisherbergi. Bygging þessi kostar nú með öilum búnaði, samkv. upplýsing um frá framkvæmdarstjóra féla.gs ins, Guðbjarti Egilssymi um 2.5' millj. Þar af hefir félagið sjálft lagt fram um eina milljón. Llótélstijóri í Flókalundi er nú Kristinn Gskarsson frá Reykjavík. Starfestúlkur eru fjórar. Gert er ráð fyrir að hótelið veíið opið til 20. september í haust. Þegar Barðstrendingafélagið á- kvað að hefja byggingarfram- k'væmdir að ILellu var fyrir nokkr um árum búið að ryðja akfæran veg yfir Þingmannaheiði og tengj'a nokkurn hhita Vestfjarða við ak vegakerfi landsins og verið var i að ljúka við að . byggja veg j úr Vatnsfirði um Penningsdal og hálendið milli Vatnsfjarðar og Arnarfjarðar, svokall'aða Vest- fjarðaleið og' þar með að tengja alla Vestfirði við akvegakerfi lánds ins. Hótel Flókalundur stendur því í þjóðbraut. þar sem eru vegamót norður á Vestfirði og út Barða- strönd ti‘l Patreksfjarðar, Tálkna fjarðar og Bíldud’als á einum af í fegurstu stöðum á landinu í skjóli | hárra fjalla, er sjá má af um mik j inn hluta Vestfjarða og viðar. — Þaðan segir Landnáma að Ilrafna- Flóki hafi litast um og séð ís á fjörðum og nefnt iandið þar eftir, en hann hafði þá haift stranga vetursetu í Vatnsfirði. Handan Vatnsfjarðar Wasir við Hörgsnes- ið þar sem Gisli Súrsson leitaði skjóls á flótta úr Hergilsey undan Berki digra. — Skammt er að Vatnsdalsvatni, sem enn er feng sælt af fiski og í Flókalundi er bægt að kaupa leyfi til veiða í vatninu. — Stangveiðifél. ILrafna- Flóki hefur fyrir nokkrum árum hafið fiskirækt í Vatnsdalsá og Vatnsdalsvati-i. Sett hefir verið talsvert magn af laxaseiðum í ána og vatnið. Sprengdur hefir verið f-iskvegur um fossimn í Vattisdals á neðan við vatnið. Kostnaður við þá framkvæmd er um hálf milljón króna. — Þegar er kominn nokk ur lax í ána, veiði er þó enn bönn uð þar. — Guðbjartur Egilsson hefir verið formaður Barðstrendingafélagsins í Reykjavík í s. 1. 12 ár. í viðtali við hann kom það fram, að hið mik'la starf, sem félagið hefir innt af höndum og hafið var fyrir um ■aldarfjórðungi, er fyrst og fremst gert af tryggð þeirra manna, sem í félaginu eru, við heima'byggðina, af hlýhui og þjónustu við æsku stöðvarnar. — Hann tók þó skýrt fram, að árangur af þessu starfi hefði ekki orðið sá, sem nú er raun á orðin, ef félagið hefði ekki æt.ið notið fyllsta stuðnings og velvilja allra í heimabyggðinni og víðar um Vestfirði. Þetta hafi kom ið fram á margvíslegan hátt og orðið félaginu ómetanlegur styrk- ur og hvatning. Þennan hlýhug og skilning biður hann sérstaklega að þakka. Frá upphafi hefir félagið not- ið nokkurs styrks úr sýslusjóðum Austur- og Vestur-Barðastrandar- sýslu og oft víðar af Vestfj'örðum. Á s. 1. ári fékk félagið eftir talda styrki til starfsemi sinnar: 1. Úr sýslusjóðum B’arðastrandar- sýslna kr.30.000.00 2. Úr sýslusjóðum ísafjarðar- sýslná kr. 16.000.00 3. Frá SuðureyraiThreppi í Súg- andafirði kr. 5.000.00 4. Frá ísafjarðarkiaupstað kr. 6.000.00 kr. 57.000.00 Gert er ráð fyrir að fólagið fái einnig hliðstæða styrki nú í ár. Á þessu ári hefir félagið fengið styrki úr ríkisfejóði. 1. Til Bjarkalundar kr. 50.000.00 2. Til Flókalundar kr.25.000.00 Stjórn Barðstrendingafélagsins í Reykjavík skipa nú: Guðbjartur Egilsson, Guðmundur Jóhannesson, Sigmundur Jónsson, Ólafur íónsson. Alexander Guðjónsson, Kristinn Óskarsson og Bolli A. Ólafsson. Vestfirðingar allir meta að verð leikum hið mikla og ■ óeigingjarna starf Barðastrendimgafélagsins. TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. H A L L D Ö R Skólavörðustig 2 Til Laugarvatns alla daga Afsláttargjöld báðar leiðir. Skálholtsferðir — Gullfoss ferðir — Geysisferðir. B. S. í. sími 22300. Ólafur Ketilsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.