Tíminn - 01.08.1968, Side 8

Tíminn - 01.08.1968, Side 8
8_______________________TjMINN Myndin er tekin í Hallgrímskirkiu sí5sumar er Jónas kom þar til aS samfagna starfsmönnum kirkju- byggingarinnar í tilefni þess að lokið var uppsteypu sjálfs turnsins í fulla hæð — upp að turnspírunni. Jónas var þá gestgjafi í síðdegiskaffitímanum hjá kirkjusmiðunum og varð það hinn bezti fagnaður. A sólfögrura morgni, hinn 12. þ. m., notaði Jónas Jónsson sína síðustu líkamskrafta til að koma enn einu sinni í Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð. Með honum voru dætur hans, Auður og Gerð- ur. Við þetta tækifæri færðu þau Hallgrímskirkju kjörgrip, altaris- kross úr silfri, til minningar um konu Jónasar og móður þeirra systra, Guðrúnu Stefánsdóttur, er lézt 15. 1. 1963. Fulltrúar Hall- grímssafnaðar veittu hinum dýr- mæta grip viðtöku í kapellu kirkj- unnar og komu honum fyrir á alt- arinu. Minning góðrar konu var þá rík í hugum okkar, er vorum þarna saman komin í helgidómin- um. — Að lokinni kyrrlátri stund í kapellunni, fór ég ásamt yngra presti safnaðarins með Jónasi og dætrum hans upp á útsýnispall- inn hátt í kirkjuturninum, en þang að er nú hægt að komast með auð- veldum hætti í hraðgengri fólks- lyftu. Þennan júlímorgun var skyggni gott og sumarlegt yfir að líta. Landnám Ingólfs blasti við okkur í allri sinni fegurð og dýrð. Það birti yfir ásjónu míns gamla vinar og læriföður og augljóst var, að hann naut hins mikilfenglega út- sýnis í ríkum mæli. — Mér varð hugsað tii skólaáranna, í byrjun síðustu heimsstyrjaldar, hvernig Jónas þá leiddi okkur nemendur sína með öðrum hætti upp á háa sjónarhæð og sagði okkur með ljóslifandi hætti frá „feðrunum frægu“ og framandi löndum og þjóðum fyrr og síðar, — já, sýndi okkur fegurð lífsins — vakti okk- ur og hvatti til dáða í lífinu með því að bregða upp lýsandi myndum af mönnum og konum, sem vert var að kynnast, mótast af og líkja eftir. Ósnortinn komst víst enginn frá slíkum stundum með Jónasi og neisti kviknaði þá í brjóstum margra, neisti sem varð að hægri glóð hjá sumum, en að brennandi hugsjónaeldi hjá einum og einum. — Tryggð nemendanna við sinn gamla, góða kennara gegnum ár og áratugi, er glöggur vottur um, hvílík ítök hann átti í þeim — þótt sjálfur námstíminn væri stutt- ur, 1—2 vetur aðeins. Á ævikvöldi stóð nú þessi óvenju legi fræðari og fegurðardýrkandi á háum, kærum stað og naut enn lífsins og gladdist — einnig yfir kirkju Hallgríms Péturssonar, sem hann sá og vissi að var nú svo vel á veg komin, að spurningin er ekki lengur: verður hún byggð? heldur: tekst að ljúka henni í aðalatriðum fyrir þjóðhátíðina 1974, þegar minnzt verður 11 alda afmælis ís- landsbyggðar og 300. árst. Passíu- i sálmaskáldsins? Vonandi — og að því mun áfram verða stefnt af hin- um ört fjölgandi vinum Hallgríms- kirkju. Nú er gott og létt að vera í þeim vinahóp, en þannig hefur það ekki alltaf verið. Um árabil andaði köldu um þá, sem trúir voru hugsjóninni frá 1914, að reisa veglega kirkju í höfuðstað landsins, er bæri nafn' Hallgríms Péturssonar. í 40 ár var Jónas einn af tryggustu vinum Hallgríms- kirkju og ætíð vekjandi og hvetj- andi — bæði í mótlæti og með- læti. — Sú saga er öll til, því að snemma áttuðu forráðamenn kirkj- unnar sig á því, að vinningur væri í að halda vandlega saman öllu — bæði iofi og lasti — því sem á prenti birtist um Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Það blaðaúr- klippusafn fyllir nú margar vel frá gengnar bækur — býsna fróð- legar — sem varðveittar munu verða í Hallgrímssafni framtíðar- innar, sem fyrirhugað er rúm á einni hæð turns kirkjunnar á Skólavörðuhæð. — Árið 1914, er 300 ár voru liðin frá fæðingu sr. H. P., mun Þórhallur biskup fyrst- lír hafa komið fram með hugmynd ina um Hallgrímskirkjubyggingu í Reykjavík, en 1928 hófust afskipti Jónasar af málinu og segir hann í einni grein sinni svo frá upp- hafi þess máls (Mdbl. 27. 1. ’64): „ . . . langvinnust hafa átökin orð- ið um Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuhæð. Bætast þar stöðugt við nýir kapítular. Ég kynntist þeim málum fyrst 1928. Þá fundu mig að máli uppi í stjórnarráði fjórir af harðfengustu baráttumönnum íhaldsins. Ekki báru þeir mikið traust til mín í stjórnmálum. Samt var koma þeirra til mín vinsam- leg. Höfðu þeir áhuga fyrir stór- máli, nýrri kirkjubyggingu í Aust- urbænum til að bæta úr þörfum hraðvaxandi borgar. Þeir óskuðu eftir styrk úr kirkjusjóði og skyldi nota þá fjárhæð í verðlaun fyrir álitlega Austurbæjarkirkju. Ég’ leysti eftir föngum úr erindi þeirra. Formaður sóknarnefndar- innar var Sigurbjörn Þorkelsson, hinn vaskasti maður bæði í kirkju- legu starfi og baráttu íhaldsflokks- ins. Hann var leiðtogi Reykvíkinga í máli Hallgrímskirkju þar til fyr- ir nokkrum misserum. að hann lét yngri menn taka við vandanum en studdi þá og málið allt með áhuga^ æskumanns Nefndin undir- bjó samkeppni um Hallgríms- kirkju. Þrjár teikningar bárust og var engin snjöll . Eftir von- brigðin við útboðskirkju hóf sókn- arnefndin samstarf við Guðjón Samúelsson um forstöðu við Aust- urbæjarkirkju Liðu svo nokk- ur ár að hann vann með sóknar- nefnd að teikningum og skipulagi lands-kirkju á Skólavörðuhæð. Nefndin bauð húsameistara ekki fé fyrir aðstoð hans. Hann vann árum saman að Hallgrímskirkju teikningum og líkani kirkjunn- ar . .. “ Rekur Jónas þessa sögu nokkuð til ársins 1964 og lýkur frásögn- in þannig: „Horfir mál Hallgríms- kirkju nú líkt og ráðhúss Stokk- hólms eftir óvæntan stuðning sem sú bygging fékk, þegar fýlupokar sóttu fast að listaverki Ostbergs. Lið Hallgrímskirkju er ekki lík- legt nú fremur en fyrr að hörfa frá settu marki. þó stundum gefi á bátinn1'. Mig langar til að það komi nú skýrt fram — það, sem ég betur og betur áttaði mig á í 30 ára samfylgd vinar míns og kennara — hver sá kraftur var sem knúði hann til svo linnulauss starfs og samstarfs við vini og „óvini“ að framgangi svo fjöl- margra þjóðþrifamála. Ein lítil blaðagrein Jónasar (Vísir 27. 7. 1954) bregður skæru ljósi á orku- lindina. Greinina nefnir hann: „Þrjár höfuðkirkjur — misjafnt er að börnunum búið“ — Þar seg- ir: „Dr. Páll ísólfsson ritar bréf um viðhorf sitt til byggingar lands- kirkju í Reykjavík og vék þar að endurminningum sínum frá náms- árum og starfstíma hans í Leip- zig“. Bréf Páls er tilfært, en þar segir m. a.: „Allir þekkja hinar miklu kirkjur, sem rúma jafnvel þúsundir. Án þeirra hefði ekki ver ið unnt að flytja hinn mikla boð- skap tónanna. En það er víst, að tónlist kirkjunnar hefur á öllum tímum haft hin dýpstu áhrif á trú- arlíf manna. Hinn mikli erkibisk- up Svía, Nathan Söderblom kall- aði Bach fimmta guðspjallamann- inn . . . Oft hef ég til þess hugsað hversu miklum örðugleikum það er bundið að flytja hér stór verk kirkjulegs eðlis. Okkur vantar nógu stórar kirkjur til þess að þau hljómi í öllu sínu veldi og verki eins og vera ber. Þrengsli eru óþol andi, þegar um flutning tónlistar er að ræða. — Þegar Dómkirkjan var smíðuð fyrir rúmum 100 árum eins og hún er nú, mun hún hafa rúmað næstum alla bæjarbúa. Sýn ir það míkinn stórhug þeirra tíma. Nú þarf að rísa kirkja, sem rúmar 2—3 þús. manns: Hallgrímskirkja. Ég sé fyrir mér hina miklu kirkju fullskipaða, en um hinar háu hvelf ingar hennar líða tónarnir frá hin- um miklu verkum meistaranna . . Ég tel Dyggingu Hallgrímskirkju aðkallandi ekki aðeins frá músík- sjónarmiði. heldur frá almennu sjónarmiði. Ég vona því, að við sjáum hana rísa sem fyrst“. — segir Páll að lokum. Síðan segir í grein Jónasar: — „Næsti maður segir álit sitt um áhrif kirkjugöngu í París nú í vor . . . Pétur Ottesen . . en hann hefur verið einn af þeim tryggu sonum þjóðkirkjunnar. sem hefur talið kirkjumálin sérmál presta- stéttarinnar og ekki tekið sýnileg- an þátt í kirkjulegu starfi leik- manna . . . Síðast liðið vor var Pétur Ottesen staddur í París um páskaleytið á kynnisferð, flugleiðis með nokkrum öðrum þingmönn- um. Sumir þeirra fóru á páskadags morgun til að hlýða stórmessu í Notre Dame. Þótti hinum lífs- reynda þingmanni Borgfirðinga sú stund verða ein af ógleymanlegum viðburðum ævi hans. — Kirkjan, með sínum undurfögru eldgömlu hvelfingum, orgeihljómar eins og þeir geta orðið áhrifameslii hér á jörðu og hin djúpa hrifning þúsund anna, sem fylltu guðshúsið varð allt í einu og hvert um sig að and^ legu steypiflóði, sem féll yfir hinn harðgerða en tilfinningaríka íslend ing. Á slíkum stundum gleymist allur munur á bjóðum og tungu- málum. Trúarstefna. sep kann að bi\a að fegurð og snilld eins og hin kaþólska móðurkirkja, nær á sínum stóru augnablikum inn að hjörtum hvers einasta vitsmuna- manns“. Jónas neidur áfram: „Ég er FIMMTUDAGUR 1. ágúst 1968. þriðja vitnið við þessar þrjár til- teknu kirkjugöngur. Sú för var öll með minni reisn en dvalir Páls og Péturs í Leipzig og París. — Ég fór einn góðviðrisdag í sumar aust- ijr í Skálholt til að sjá þann stað, sem var í margar aldir höfuðsetur hins andlega og kirkjulega starfs á íslandi. Danir lögðu Skálholt að vísu í eyði fyrir hálfri annarri öld, en íslendingar hafa haft stjórn sinna fjármála síðan 1874. Mér lék hugur á að sjá hversu okkur hefði farizt við þennan helgasta höfuð- stað þjóðarinnar. — Þar er allt í vanrækslu. Ekki er það sérstak- lega að kenna fólkinu í Skálholts- sókn, því að staðurinn og kirkjan eru ríkiseign. Og þó að vanrækslan á kirkjunni og kirkjugarðinum sé með fádæmum, þá er það ekki neitt einstakt fyrirbæri hér á landi, heldur táknrænt um viðhorf þjóð- arinnar til kirkna og kirkjugarða eins og það hefur verið á fjölmörg um stöðum hér á landi síðan Krist- ján Danakonungur hertók kirkj- úna og svipti hana eignum og sjálf stæði. Girðingin um kirkjugarðinn er að miklu leyti sigin í jörð, en annars skökk og skæld . . . Kirkj- an er öll gömul og gisin úr timbri, vissulega lítt hæfur samkomustað- ur fyrir söfnuðinn, ef kalt er í veðri. . . . Inni í hinum þrönga og fátæklega kór er lítið og hörmu- lega illa haldið orgel. Dökkleitur dúkur hefur eitt sinn verið strengd ur yfir orgelið, en nú voru á hon- um tvö stór göt, meira en hæfði mannshöfði, ef einhver vildi horfa á innviði hljóðfærisins í frægustu kirkju á íslandi. Útlit Skálholts- staðar er ekki sérstakt fyrir hið fræga biskupsheimili heldur tákn- rænt fyrir viðhorf kirkjuleiðtoga og annara valdamanna, sem tekið hafa blindandi við arfi Kristjáns III. og ávaxtað hann eins og raun ber vitni. — Síðan íslendingar fengu nokkurt forræði um stjórn sinna mála fyrir 80 árum, hafa þeir reýnt að rétta við' þjóðarhaginn á öílum sviðum nema einu. Kirkjur og kirkjugarðar hafa gleymzt að mestu. ísland er eina kristna land- ið í heiminum, þar sem hægt er að finna kirkjur og kirkjugarða sem minna á Skálholtsstað. — Vanrækslan í þessu efni er gagn- ger og óafsakanleg. — Það hefur vantað djarfa og framsýna forystu um sæmd og metnað kirkjunnar. Víða um land vinnur fjöldi kvenna og margt karla að því að hlynna að sínum helgistöðum. Er gott að minnast mikilla fórna frá hálfu einstaklinga og kvenfélaga. En þessi sjálfboðavinna getur ekki sett heildarsvip á meðferð kirkna og kirkjugarða nema þjóðfélagið bæti fyrir brot hinna dönsku siða- skiptaforkólfa. Væntanlega spáir það góðu um þetta mál, að síðasta prestastefna vildi gera líknarmál- in að stefnuatriði í starfi kirkjunn- ar á.næstu árum. Ef forystumenn þjóðkirkjunnar vilja eitt augnablik leiða hugann að því, sem hreif huga þeirra tveggja íslendinga, sem mettuðust af brauði fegurðar og snilldar í listakirkjum framandi þjóða við þá sjón, sem blasir við augum hvers manns, sem kemur í Skál- holt eins og sá staður er nú, þá hljóta þessir menn að sannfærast um að hvergi er jafn mikil þörf fyrir líknarstarfsemi eins og við helgistaði þjóðkirkjunnar. í þeim efnum er ekki hugsanlegt að gera neinn samanburð við aðrar þjóð- ir . . . “ Menn athugi, að þetta ritar Jónas árið 1954. Síðast liðinn sunnudag, 21. 7 1968, var hátíð á hinum endurreista Skálholtsstað og þess minnzt, að 5 ár eru liðin frá vígslu hinnar nýju, glæstu kirkju þar Ekki bafði Jónas völd né vegtyiiur á uppbyggingarárum Skálholts — en penni hans var óbrotinn. Hann kom í Skálholt 1954 og sá niðurlæginguna. Sjálf- ur hafði hann einnig farið víða um lönd og dáðst að hinu sama og Pétur og Páll. Sársaukinn yfir Framhald á bls 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.