Tíminn - 01.08.1968, Page 9

Tíminn - 01.08.1968, Page 9
FIMMTUDAGUR 1. ágúst 1968. TIMINN Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvaemdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húslnu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastraeti 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 120.00 á mán tnnanlands — ! lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. ^-------- „ RICHARD MOWRER: * Asgeir Asgeirsson í dag fara fram forsetaskipti. Ásgeir Ásgeirsson, sem gegnt hefur' forsetaembættinu í 16 ár, lætur nú af embætti, en nýkjörinn forseti tekur við. Ásgeir Ásgeirsson hefur komið mjög við þjóðarsög- una síðustu fjóra áratugi og mun jafnan eiga þar virðu- legan sess. Hann vakti ungur á sér athygli fyrir gáfur og andlegt atgervi, gekk menntaveg og nam guðfræði en tók aldrei prestsvígslu. Hálfþrítugur gerðist hann kennaraskóla'kennari, var í fórystusveit kennara m.a. sem ritstjóri og útgefandi. Menntamála og fræðslumálastjóri alllangt skeið. Áhrif hans í menntamálum landsins voru mikil. Stjórnmálaþátttaka hans varð einnig á margan hátt áhrifarík, og hann var fjármálaráðherra og forsætis- ráðherra á árunum 1931—34, og alþingismaður Vestur- ísfirðinga langa hríð, og þar naut hann óvenjulega mikilla vinsælda. Forsetadómur Ásgeirs Ásgeirssonar hefur verið með miklum virðirtgarbrag, og hann hefur ætíð komið fram við þjóðina og fyrir hennar hönd með höfðinglegri reisn og fullum sóma, sem jók virðingu hennar og álit í augum annarra, og fágun hans og háttvísi brást aldrei. Ræðusnilld Ásgeirs Ásgeirssonar, sem ætíð ber ein- kenni þjálfaðra gáfna, rótfestu í sögu og þjóðmenningu, listrænnar sköpunargáfu og óvenjulega fágaðs tungutaks, hefur þjóðin ætíð metið mikils í fari forseta síns. Það, ásamt fleiri mannkostum, gerði hann að mikilhæfum forseta í hennar augum. Um leið og þjóðin þakkar Ásgeiri Ásgeirssyni mikil- væga og ágæta þjónustu í æðsta embætti þjóðarinnar minnist hún með innilegu þakklæti forsetafrúarinnar, Dóru Þórhallsdóttur, hinnar göfugu atgerviskonu, sem átti hug þjóðarinnar allan og ætíð mun bera hátt í minn- ingu hennar. Þegar Ásgeir Ásgeirsson rís af forsetastóli og sezt í helgan stein, fylgja honum hugheilar óskir þjóðarinnar um lífsblessun á efstu árum. Kristján Eldjám Hinn nýi forseti, dr. Kristján Eldjárn, sem tekur við embætti í dag, er yngstur þeirra, sem setzt hafa á ís- lenzkan forsetastól, aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Hann gegnir óvenjulega sterku kalli þjóðar sinnar til þess að takast á hendur þessa vandasömu þjónustu. Kristján er vaxinr. úr hinum bezta jarðvegi, menntaður ágætlega í tungu og sögu þjóðarinnar og hefur gegnt með farsæld mikilvægu starfi í þágu hennar. Hann er ágætum gáfum búinn, ritsnjall, hófsamur og fastur fyrir — drengur góður í þeim skilningi beztum, sem þjóðin hefur frá öndverðu lagt í það orð. Það er álit manna, eins og kosningaúrslitin sýndu, að hann hafi til þess óvenjulega mikil skilyrði að vera sameiningartákn þjóð- arinnar, og þá ósk mun hún eiga bezta honum til handa á þessari stundu, að honum takist það í fullum skilningi. Þjóðin fagnar hinum nýja forseta og mikilhæfri konu hans, frú Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn, hið bezta og biðar þess, að starf þeirra í æðstu þjónustu lýðveldisins v^rði gæfuríkt. Spánverja og Bandaríkjamenn greinir á um varnarbandalagið TEKIÐ er að draga sundur raeð Spánverjum og Bamda- ríkjamönnu'm og er jafnvel tal- ið vafasamt að saman dragi á ný í sumar, en samninginn um herbækistöðvar Bandaríkja manna á Spáni á að endurnýja í september. Pernando Casti- ella utanríkisráðherra Spánar fór fyrir skömmu til Washing- ton til þess að athuga um undirbúning samninga um framlengingu samningsins. Spánverjar virðast ekki sér- iega hrifnir af því, hver fram- vindan hefur orðið í samvinnu ríkjanna, sem staðið hefur í fimmtán ár. Franco hershöfð- ingja finnst hann ekki hafa fengið þann stuðning, sem bandalagið gat gefið vonir um. Bandaríkjamenn virðast hins vegar vera að kippa að sér hendinni með gætni. Þörfin á að lækka útgjöld erlendis er ein af ástæðunum. Önnur á- stæðan er í því fólgin, að her- bækistöðvarnar á Spáni eru ekki jafn mikilvægar og áður fyrri, og á það sérstaklega við um stöðvar flugihersins. Tækni framfarir í herbúnaði valda hér miklu um. En einnig er mikilvægt, að Bandaríkin geta — og mega — í æ mimna mæli notað stöðiyarnar í þeim til- gangi, sem upphaflega var ætlunin. STÖÐVUM flugflotans var komið upp þegar þörfin var hvað brýnust á að koma meðal stórum sprengjuflugvélum af gerðinni B-47 eins viða fyrir og framast var unnt, en þær voru einmitt kjarninn í flug- her Bandaríkjamanna á þeirri tíð. Framfarirnar 1 framleiðslu eldiflauga, sem draga heimsálfa milli, langfleygra sprengjuflug véla og tilkomu Pólaris-kaf- báita, hefur dregið mjög úr þönfinni fyrir bækistöðvar er- lendis, að ekki sé meira sagt. Fyrir tveimur árum hrapaði bandarísk flugvél á Spáni með fjórar vetnissprengjur innan- borðs, án þess þó að sprengj- urnar spryngju. Þetta slys olli því, að bannað var flug sprengjuflugvéla með kjarn- orkusprengjur yfir spænskrí landhelgi, og Bandaríkjamenn fluttu allar kjarnorkusprengj- ur sínar burt frá Spáni. Flugstöðvarnar á Spáni hafa oft verið notaðar til millileind inga. Þetta var til dœmis gert þegar Bandarikjamenn gengú á land i Libanon árið 1958 og bandarískar herflugvélar höfðu viðkomu á Spáni á leið sinni til Tyrklands árið 1961, þegar þær tóku þátt í hinni miklu heræfingu ,sem nefnd var „mát 11“ Þegar stríðið brauzt út í hin um nálægri Austurlöndum í fyrra kom fljótt á daginn, að Bandaríkjamenn gætu ekki hagnýtt sér flugstöðvarnar á þennan hátt þó að til þátttöku bandaríska bersins kæmi. Vald hafarnir í Madrid tóku afstöðu með Aröbum, en Bandaríkin drógu tamn ísraelsmanna, —- til mótvægis gegn stuðningi Frankó Sovétríkjanna við Egypta og Sýrlendinga. Ástandið hefur engum breytingum- tekið hvað þetta snertir og er dregið mjög í efa, að unnt reynist að nota flugbækistöðvarnar í stríði, sem leifct geti til árekstra milli Rússa og Bandaríkja'manna við austanvert Miðjarðarhaf. RÍKISSTJÓRN Francos ldtuir hins vegar svo á, að bækistöðv- arnar séu nú mikilvægari fyrir Bandaríkjamenn en nokkru sinni fyrr. Og rökin eru þessi: Aukinn áhugi Rússa á Miðjarð arhafinu og tilkoma Miðjarðar hafsflota þeirra, brottför de Gaulles úr Atlantshafsbanda- laginu, og afhending hinnar miklu, frönsku flotastöðvar við Mers-el-Kebir til Alsíns, sem lýtur byltingarstjórn, sem er á bandi Sovétríkjanna. Spánverjar halda fram, að hernaðarlegt mikilvægi stöðv- anna á Spáni hafi aukizt veru- lega við þessa þróun. Það sé því fyllilega tímabært, að Bandaríkjamenn geri sér þetta ljóst og sýni samstarfsvilja með því að taka tillit til hags- muna Spánverja og óska. Valdhafarnir í Washington virðast hins vegar láta sér þetta í mjög léttu rúmi liggja og engin áhrif háfa á samninga umleitanirnar við valdhafana á Spáni, þeim til sárrar gremju. Framikoma Bandaríkjamanna hefur verið ónærgætin að und- anförnu, að ekki sé sagt ögr- andi. Þetta hefur valdið mik- illi reiði á SpánL Spánn hefur til dæmis ekki verið undanskilinn við fram- kvæmd þeirrar áætlunar John- sons forseta að draga úr efna- hagstaðstoð, til þess að minnka dollarastrauminn úr landi. — Spánverjar Hta svo á, að banda lagið við Bandaríkin ætti að undanþiggja Spán í þessu efni. Spánska ríkiss'tjórnin hefur krafizt þess, að á landið sé litið sem vanþróað land, og tekið skýrt fram, að endur- nýjun samninganna um her- ( bækistöðvarnar siðar á þessu ári verði mjög háð því, hvort Spánn verði látinn njóta sér- réttinda i sambandi við fram- kvæmd Johnsons-áætilunarinn- REIÐI spánskra leiðtoga kemur oft fram í blöðunum, sem gagnrýna stefnu Banda- ríikjamanna vægðarlauist. Oft hefur verið gefið ótvírœtt í skyn, að Spánverjar taki held- ur þann kost að hafna banda- laginu og taka hlutlausa af- stöðu en að láta Bandaríkja- menn afneita sér og hlunnfara sig. Hið gamla umkvörtunarefni, að Spánverjar skyldu ekki lótn ir njóta Marshallaðstoðar að stríðinu loknu, hefur verið vak ið upp á ný. Dagblaðið Ya I Madrid spurði til dæmis: „Við fengum ekki hlutdeild í gjöf- um þeim og lánum, sem útbýtt var samkvæmt Marshall-áætl- uninni, og hví á að láta okkur verða fyrir barðinu á Johnson- áætluninni?" Stærsta dagblað landsins, ABC, víkur einnig að því, að framkvæmd Marshall- aðstoðarinnar var ekki látin ná til Spánar: „Við urðum að færa fórnir og leggja mikið að okk- ur við þróun efnahagsmálanna án þess að fá aðstoð nokkurs staðar frá“. Framhjá þeirri staðreynd er hins vegar gengið þegjandi, að Spánverjar hafa, vegna varnar samningsins frá 1953, sem end urnýjaður var árið 1963, — fengið efnahags- og hernaðar- aðstoð, sem nemur 1709 millj. dollara, og rúmir tveir þriðju af því eru beinn styrkur. Banda ríkjamenn hættu að láta Spán- verjum í té efnahagsaðstoð árið 1964 ,en hernaðaraðstoð- inni hefur verið haldið áfram, að vísu í minna mæli en áður. ANNAÐ viðkvæmt mál er afstaða Bandaríkjamanna til deilunnar um yfirráðin yfir Gíbraltar. Opinber mótmæli voru til dæmis borin fram þeg- ar 18 skip úr sjötta flota Banda ríkjamanna sigldu inn í brezku flotastöðina í júnímánuði s.l. Franco gerir ákaíar tilraunir til þess að ná spönskum yfir- ráðarétti á þessu fræga kletta- virki, sem Englendingar lögðu undir sig fyrir 264 árum. Hann hefur lagt málið fyrir Samein- uðu þjóðirnar og jafnframt sett viðskiptabann á virkið, til þess að gera íbúunum á Gíbralt ar lífið leitt, en þeir eru 18000 að tölu. í apríl í fyrra herti hann enn á þegar hann bann- aði flug yfir spánskt land i Framhalc a Ois 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.