Tíminn - 01.08.1968, Side 11

Tíminn - 01.08.1968, Side 11
FIMMTUDAGUR 1. ágúst 1968. TIMINN 11 11 Virðulegur maður, sem var þéttfullur, kom út úr nætur- klúibb um fjögurleytið. Hann vatt sér að einkennisbúnum náunga, sem stóð við dyrmar, og sagði: — Dyravörður, náðu í leigu bíl, fljótt! — É'g er enginn dyravöxður hér, anzaði hinn. — Eg er kapteinn í sjóihernum! — Jæja, náðu þá í bát! Snjall lögfræðingur hafði unnið mjög hæpið mál. Skjól- stæðingur hans var alveg í sjöunda himni yfir nálalokun-' um og sagði: — Ekki veit ég hvernig ég get vottað yður þakklæti mitt sem bezt. — Það hefur nú aldrei verið neitt vándamál, síðan Fönikíu- menn fundu upp peningana, anzaði málafærslumaðurinn. Steindór Hinriksson á Dal- húsum í Eyvindarárdal var fyndinn maður og ftjótur til svars. Nálægt aldamótum síðustu var haldinn fjölmennur fundur að EgiLsstöðum til að ræða brú yfir Lagarfljót Fundurinn var haldinn úti, og var kalsaveður. Mönnum var orðið kalt, og fiestir voru orðn ir leiðir á ræðuhöldunum. Meðal fundarmanna var Stefán á Bóndastöðum, þrek- menni mikið og harður af sér. Hann var orðinn drufckinn nokfc uð og voteygur. Undir fundarlokin tekur Þor steinn skáld Erlingsson til máls. Þegar Þorsteinn er kominn nokkuð fram í ræðuna, grípur Steindór fram í og segir: — Elsfcu Steini, hættu nú! — Hann Stefán á Bóndastöð- um er farinn að gráta. FLÉTTUR OG MÁT Það er slæmt til þess að vita, að Botvinnik, fyrrum heimsmeistari í skák, skuli efcki enn reyna að tafca þátt í keppninni um þann titil, því enn er hann í fullu fjöri, eins og sjá má af skákinni hér á eftir, sem tefld var í Monaco í apríl. im *s.«e rnm mím* Botvinnik hefur hvítt og mót herji hans er engin annar en ungverski stórmeistarinn Port- isoh. Og í næstu þremur leifcj- um nær Botvinnik vinnings- sókn. Reynið að finna leikina áður en þið lesið Lengra. Botvinnik gefur svörtum færi á báðum hrókum sínum. Hann léfc Hxe7!—Bc6, 2. Hcl xB—b7xH, 3. Hxf7 .... til- gangur leikfléttunnar. Portisch tekur ekki hrókinn, þar sem hann óttast Dc4t og lék því h7, 4. Hb7—Dc8, 5. Dc4t— Khl. Hvítur framfylgir sókninni á frábæran hátt: 6- Rh4—DxH, 7. Rg6t—Kh7, 8. Be4—Bd6, 9. Rxeöt—g6, 10. Bxg6f—Kg7, 11. Bxh6f—gefið. Ef KxB þá Dh4t og Dh7f á eftir. Ég var orðinn afar hræddur um, að hún hefði verið aii- an þennan tíma í verzlunum. Krossgáta Nr. 83 Lóðrétt: 1 Land 2 Slagur 8 Glöð 4 Einstigi 6 Saumur 8 Fæðu 10 Dett? lá Forn- ríki 15 Ávana 18 Skáld. Ráðning á gátu no. 82: Lárétt: 1 Slanga 5 Lea 7 Es 9 Isma 11 Snú 13 Tau 14 Sælu 16 RR 17 Frera 19 Baglar. Lárétt: 1 Dökka 5 Svik 7 950 9 Fanga 11 Eiturloft 13 Iðngrein Lóðrétt: 1 Sfcessa 2 A1 3 Nei 14 Kvöð 16 Tveir eins 17 Aflaga 4 Gast 6 Maurar 8 Snœ 10 19 Sér eftir. Marra 12 Úlfa 15 Urg 18 EI. Barbara McCorquedale 44 gluggan og saumaði, en leit bros- andi upp, þegar hún kom inn. — Má ég fá straujárnið- þitt lánað, spurði Alloa. — Auðvitað, ungfrú, svaraði Je- anne. — Það er í skápnum. Alloa tók út strauborðið og járnið, sem var sérstakt ferða- járn, er hægt var að nota við hvaða spennu sem var. — Ertu að fara út í kvöld? spurði Jeanne. — Ef satt skal segja er ég að fara í samkvæmi, játaði Alloa. — Ekki minnast á það við frú Derange, því mig langar ekki til að þurfa að koma með einhver ósköp af útskýringum. — Uss, henni kemur ekkert við, hvað þú gerir, þegar þú ert ekki að vinna, sagði Jeanne. — Ég vann einu sinni hjá konu, sem gerði ekki annað en að spyrja. Ég sagði bara við hana: — Frú mín góð, þér hafið yfir mér að segja, þegar ég vinn fyrir yður, en þegar ég er ekki að vinna og í fríi, þá ræð ég mér sjálf. Ég spyr einskis og gef heldur ekki neinar upplýsingar, ef þér skilj- ið við hvað ég á. — Og hvað sagði hún? spurði Alloa, því hún sá, að það var ætlazt til að hún legði orð í belg. Jeanne brosti. — Eftir þetta sagði hún aldrei neitt. Ég er mjög góð þjónustustúlka og hún vildi haida mér, svo hún hafði vit á að spyrja einskis um mína hagi eftir þetta. Alloa hló. — Þér tókst sannar- lega vel að leysa þetta vandamál.. En ég er ekki viss um. að ég sé eins kjörkuð og þú. — Ætlarðu að vera í þessum kjól í samkvæminu í kvöld? spurði Jeanne. — Ég á ekkert annað. sagði Alloa. — Hann er ekki , nógu góður, sagði Jeanne. — Ef þetta er sam- kvæmi, þar sem verða eintómir Frakkar, þá verða þeir glæsileg- ir, mjög glæsilegir. Þú getur ekki; farið í þessum kjól. Hann liefur ekkert við sig. — Ég á ekkert annað, svo þeir verða bara að gera sér hann að góðu. Henni leið illa, því það, sem Jeanne hafði sagt, fannst fannst henni líka, en það var ekki til, neins að vita sannleik- ann, ef ekki var hægt að bætai úr þessu á einn eða annan hátt. i — Bíddu pú við, sagði Jeanne. Hún stóð upp og opnaði klæða- skápinn, og tók út ljósbláan blúndukjól. Hann var stífaður og út frá örmjóu mittinu stóð vítt pilsið og munstrið glitraði í öll- um regnbogans litum og það stirndi og glampaði á hann við hverja smáhreyfingu. — Þefcta er stórkostlegur kjóll, hrópaði Alloa. — Ég bjó hann til handa frænku minni, sagði Jeanni. — Hún er ung og falleg eins og þú og vinnur í París. Hún sendi mér blúnduna og bað mig að sauma hann fyrir sig. Ég hef lokið við hann og ætla að senda henni hann í næstu viku, en þú skalt fara í honum í kvöld. — Ó, nei. Það er ómögulegt. Ég gæti eyðilagt hann. Hann er alltof fallegur. — Þú skalt vera í honum, ung- frú, sagði Jeanne — Ég er viss um, að hann er mátulegur Frænka mín er einmitt á stærð við þig. — En ég get það ekki, mót- mælti Alloa. — Ég yrði svo hrædd um að eyðileggja hann. Þar að auki er alltof mikið að láta mig hafa kjól, sem þú hefur sjálf bú- ið til handa frænku þinni. — Þú hefur verið mér mjög góð, ungfrú, sagði Jeanne. — Þú hefur hjálpað mér og gert margt smávegis, sem stúlka i þinni stöðu hefði ekki gert. Ef þú vilt vera falleg í þessu samkvæmi í kvöld, þá skaltu tara í kjólnum. — Er þér virkilega alvara, spurði Alloa. Hún horfði frá sér numin á fallegan, glitrandi kjól- inn. Þetta var einmitt kjóllinn, sem hana hafði dreymt um. Hún sá fyrir sér svipinn á Dix, þegar hann sæi hana og hún vissi, að hann þyrfti ekki að skammast sín fyrir að kynna hana fyrir vinum sínum, ef hún væri í slíkum kjól. — Auðvitað er mér alvara, sagði Jeanne. — Smeygðu þér í hann. Ef það þarf eitthvað að laga hann, þá hef ég nógan tíma til þess. Alloa fór úr léreftskjólnum sín um og Jeanne hjálpaði henni í bláa blúndukjólinn. Hann var mátulegur yfir brjóstin og leiddi í ljós fagrar línur þeirra og gerði hana betur vaxna en henni hafði nokkurn tímann dottið í hug, að hún væri. Hann var með stuttum ermum og stífu flauelsbelti. al- settu glitrandi steinum og það skrjáfaði lokkandi í stífu, víðu silkiundirpilsinu, þegar hún gekk á tánum yfir herbergið til að sjá sig í stóra speglinum. — Hann er dásamlegur. Blátt áfram dásamlegur, hrópaði hún. — Ertu, alveg viss um, að þér ; sé sama, þó ég fari í honum?! — Ég vil, að þú farir í honum, | sagði Jeanne. — Nú ertu eins og ■ þú átt að þér — eins og prinsessa. ’ Alloa hló. — Eins og ösku-; buska, svaraði hún. — Og þú ert; eins og góða álfkonan í æfintýr- j inu. Mér léið illa að þurfa að I fara í svarta, gamla kjólnum, en nú er ég öll önnur — Það er það. sem fötin gera ■ fyrir konuna, sagði Jeanne. — j Réttu fötin. Alloa fylltist skelfingu við hugs unina um. að Dix mundi alltaf ætlast til, að hún klæddist rétt- um fötum. Honum var kunnpgt um það, sem Englendingar vissu ekki, hve föt voru konunni mik- ils virði og hvað þau gátu gert mikið fyrir hana. Það þýddi ekk- ■ ert að leyna því, hún leit öðru-j vísi út vegna bess að hún var :! fötum, sem hentuðu henni. Um leið og henni var hugsað j til framtíðarinnar, spurði hún; sig þessarar áleitnu spurningar: j — Hver borgar svo þessi nýju; föt? Hvernig ætlaði Dix að borga og hvaðan fengi hann peninga? j Henni fannst spurningarnar æpa á sig, eins og þær væru hluti i af martröð og þær eltu hana, á- reittu og voru með alls konar dylgjur. Hún neitaði að hlusta á þær. — Þakka þér fyrir, Jeanne. Ég fæ þér aldrei t'ullþakkað og ég skal gæta þess alveg sérstaklega, að ekkert komi fyrir kjól frænku þinnar. — Einhvern tímann, þegar við höfum salnað okkur dálitlum pen ingum, pá ætlum við að setja upp verzlun saman, sagði Jeanne. — Þá kemur þú e.t.v. og verzlar við okkur. Það væri gaman að fá að selja eins fallegri stúlku og þér föt, sem við hefðum saumað — Þú gerir mig feimna. sagði Alloa brosandi — En ef ég á einhvern cimann peninga. svo ég geti keypi mér talleg föt, þá kem ég áreiðanlega til ykkar. Hún beygði sig niður og kyssti Je- anne. — Þakka þér fyrir, sagði hún enn einu sinni. — Skemmtu pér nú vel, sagði Jeanne í áminningartón. — Ég vona, að maðurinn, sem býður þér í samkvæmið. viti. hve lánsamur hann er. — Það held ég. að hann geri, sagði Alloa Hún fór úr kjólnum og fór aft- ur í gamla kjólinn sinn. Síðan bar hún blúndukjólinn varlega inn í herbergið sitt og hengdi hann upp i skápinn Hún lét hurðina standa opna. svo hún gæti séð hann, því henni fannst. að hann hlyti að hverfa og að hún hefði ekkert til að vera í, þegar Dix kæmi að sækja hana, nema gamla. svarta kjólinn. ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 1. ágúst 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13-0° Á iÍH>I frívafct- inni. Ása Jóhannesdóttir stjómar óskalagaþætti sjómanna. 14.40 Við. sem heima sitjum. Inga Blandon les söguna: ,JUnn dag rís sólin hæst" eftir Rumer Godd en (24). 15.00 Miðdegisútvarp. 15. 30 Embættistaka Forseta fslands. Útvarpað verður frá athöfn í Dómkirkjunni og síðan í Alþingis húsinu. 16.45 Veðurfregnir Sin- fóníuhljómsveitin leikur fslenzk verk 17.00 Fréttir. 17.45 Lestrar stund fyrir litiu börnin 18.00 Lög á nikkuna 18.45 Veðurfregnir.. Dagskrá kvöldsins 19.30 „Prest urinn á Bunuvöllum'. smásaga eftir A. Dandet i þýðingu Björns Jónssonar Margrét Jónsdóttir Ies. 19 50 Stefán íslandi syngur. 20.10 Dagur I Vík. Stefán Jónsson é ferð með hljóðnemann. 21.15 Orgelsónata i f-mol! eftir Mendels sohn 2130 Útvarpssagan: „Ilúsið í hvamminum" eftir Óskar Aðal stein. Hjörtur Pálsson les (1). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22, 15 Kvöldsagan- „Víðsjár á vest urslóðum" Krístinn Reyr les. 22,35 Kvöldhljómleikar, 2315 Fréttir i stuttu máli Dagskrár- lok Föstudagur 2. ágúst. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13.15 Lesin dagsfcrá næstu vilku. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Inga Blandon les söguna: „Einn dag rís sólin hœst‘‘ (25). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.15 Veð- urfregnir. fslenzk tónlist. 17.00 Fréttir. Klassísk tónlist. 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin. 18.00 Þjóðlög. 18,45 Veðurfregn- ir. 19.00 Fréttir. 19.30 Efst á baugi. Magnús Þórðarson og Tótn as Karlsson fjalla um erlend mál efni. 20.00 Sönglög eftir Hugo Wolf. 20.20 Sumarvaka: a. „Vond ertu veröld" Auðunn Bragi Sveinsson skólastjóri talar um kveðsfcap. b. „Geysisgos 1911" Ágústa Björnsdóttir les úr ferða bólk Alberts Engströms. c. Karla kórinn Fóstbræður syngur ís- lenzk lög, d. Söguljóð. Ævar R. Kvaran les „Gunnarshólma" eftir Jónas Hallgrímsson og „Balthaz- ar‘“ eftir Benedifct Gröndal. 21.30 Hindemith og Stravinsky 22.00 22.15 Kvöldsagan: „Viðsjár á vesturslóðum“ Kristinn Reyr les 17). 22.35 Frá Tónlistarhátíð I Hollandi. 23.10 Fréttir i stuttu máli. — Dagakrárlok. morgun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.