Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 14
14_________________ BÍLASALA Framhaia afbls. 16 færðist rajög í vöxt, að sama fjölskylda ætti fleiri en einn bíl. Einkum virtist það stafa af því, að æ fleiri húsmæður taka bíl- próf, og þykir hentugra að hafa þá lítinn bíl í fjölskyldunni með hinum stóra bíl eiginmannsins. En við skulum að lokum líta á svör þriggja Dílasala. Guðmundur Jónatán, í Bílasölu Guðmundar á Bergþórugötu svar aði: „Mér finnst salan góð — og mjög áþekk og á sama árs- tíma í fyrra, en júlímánuður hef ur verið og er aðalmarkaðsmánuð urinn. Aðalsalan er í minni bíl- um, einkum fólksvagninum, en þó ekki svo mikil, að við getum ekki svarað eftirspurn hvað þeim viðvíkur. Það eru einkum ár- gerðir frá 1963 til 1966 af fólks- vagninum sem seljast og eru þeir yfirleitt greiddir út í hönd. Einn ig er mikil sala í Opel og Oon- sul." Halldór Snorrason í Aðalbílasöl uni við Skúlagötu svaraði. „Mér finnst markaðurinn vera í há- marki, og meiri hjá mér en á sama árstíma áður. Allar tegundir af nýlegum Evrópubílum, einkum þó fólksvagninum, seljast vel, svo og litlum, nýlegum bandarískum bílum. Gamlir bílar eru hins veg ar þungseldir og á lágu verði. Þá finnst mér það einnig færast í vöxt, að fjölskyldur eigi fleiri en einn bíl, og stafar það mikið að því, að hægt er nú að komast að betri kjörum hvað alla greiðslu skilmálá snertir, og oft hægt að fá lán til langs tíma. Þetta staf ar mikið af ýmsum nýjungum hjá bifreiðainnflytjendum."' Björgúlfur Sigurðsson í Bílasöl- unni, Borgartúni 1, svaraði: „Mér finnst ekki sama hreyfing nú í notuðum bílum og undanfarin ár, og kemur þar ýmislegt tif, sem ekki er ástæða til að fjölyrða um, en hins vegar er salan ekki minni, og stafar það kannski mikið af því, að vinnutími okkar bílasalanna flestra, er mun lengri en áður var. Eftirspurn eftir nokkrum bílateg- undum er þó mjög mikil, t. d. hef ég ekki undan hvað fólksvagna snertir, og gæti selt mun meira af þeim, og sama má segja að nokkru leyti um góða jeppa. Síðari spurningunni svara ég hiklaust játandi. Það færist mjög i vöxt, að sama fjölskylda eigi tvo bíla". TIMINN FIMMTUDAGUR 1. ágúst 1968. MAÐKUR Framhald af bls. 16 ar á landinu, geta orðið allt upp í 15 sm. langir og á við nettan og fallegan kvenmannsfingur á þykkt. Þeir voru settir niður ' í garðinn við Langholtsveginn fyrir fimmtán árum og hafa fengið að vera þar í friði síðan, þar til nú að sér til dundurs tók þessi ungi námsmaður upp á því, að týna þá og auglýsa til sölu á 2.50 stykkið. Ekki gat hann svarið fyrir, að maðkarn ir hefðu upprunalega verið teknir „ófrjálsri hendi" úr lystigarðinum á Akureyri eða húsgarði Guðmundar Karls, yf irlæknis. Það er ekki ósjald- gæf sjón á Akureyri, að sjá ýmsa góðborgara staðarins á vakki kringum Menntaskólann, Lystigarðinn og í brekkunni fyrir neðan þessa staði í maðkaleit og fáir eru þeir veiðiáhugamenn á Akureyri, sem ekki hafa einhverntíma laumast inn í Lystigarðinn tíl þess að drýgja maðkatekjunna. En það er einmitt á þessu svæði sem „skozki maðkurinn" heldur sig á Akureyri. Nafn- giftin bendir til þess að hann hafi á sínum tíma slæðzt þang að frá Skötlandi. „Ánamaðkasalinn" kvaðst vera ættaður og uppalinn á Akureyri, en þegar hann flutt ist frá Akureyri til Reykjavík ur hafi hann tekið með sér nokkra ánamaðka til þess að setja niður í garðinn sinn. Hann kvaðst hafa sett auglýsingar í blöðin við og við í sumar um maðkasöluria en þetta væri í fyrsta skipti sem hann auglýsti maðkana með því nafni sem hann hefði vanizt á Akureyri, og hann hefði satt að segja ekki búizt við eins hressilegum viðbrögðum og raun bæri vitni. Strax í dag hringdi lögreglan í síma 30509 og tilkynnti þeim áem anzaði, að það lægi 100 þús. kr. sekt við innflutningi erlendra dýra, ef slíkt væri gert án leyfis. Bráðlega leið- réttist þó þessi misskilningur, ' og þegar í ljós kom að „skozku maðkarnir" væru bara innflutt ir_ frá Akureyri, féllust lög- gæzlumenn fúslega á að láta njálið niður falla, enda gilda engin viðurlög við slíkum inn- flutningi. Það skal að lokum tekið fram, að „skozku maðkarnir" eru mjög vinsælir meðal veiði- manna, og laxveiðimenn á Norð urlandi líta ekki við öðru. FRYSTIHÚS Framhald af bls. 16* verri vara fyrir því, en hins vegar dýrari í vinnslu. Heldur er að glæðast afli hjá Raufarhafnarbátum, en stærri 'bátarnir halda sig aðaUega við Langanes. Frystibúsið á staðn- um brann s.l. vetur og er því ekki um neina frystingu að næða og verður að salta allan fisk sem berst á land. Mikill fiskur hefúr borizt á ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim sem glöddú mig á sjötugsafmæli mínu; með heimsóknum, gjöfum og skeytum, þakka ég hjart- anlega. — Guð blessi ykkur öll. Jenny Jónsdóttir, Eyjólfsstöðum. Ollum þeim f jölmörgu, sem auSsýndu okkur samúð og vinarhug vlð andlát og útför ( Stefáns Hallgrímssonar skrifstofustjóra, Dalvík, sendum við hugheilar þakkir, Sérstakar þakkir færum vis stjórn og starfsfólki Kaupfélags Eyfiroinga, sem kostaði og annaðist útför hans af miklum myndarskap. Ennfremur þökkum vlð læknum og hjúkrunarliði Fiórðungssjúkrahússins á Akureyrl góða hjúkrun í banalegu hans, Rannveig Stefánsdóttir, Gunnar Stefánsson, Gerður Stelnþórsdóttir. land á Siglufirði í sumar og afla allir, sem þaðan sækja sjó, vel. Trillubátar, togbátar og linuibátar leggja þar afla á la-nd og skuttogarinn Siglfirð- ingur fiskar ágætlega. En frystihúsið er nú alveg að fyll ast og verði frystigeymslurnar ekki losaðar bráðlega, er ekki útlit fyrir annað en Siglfirð- ingar verði að bætta sjósókn í bili. Nægar frystigeymslur eru I frystihúsunum á Sauðárkróki og þvi engin vandræði að taka á móti fiski þar, og hefur verið nóg að gera yið fiskverkun í sumar. Hins vegar ve.rður að losa freðfiskinn þaðan fyrir haustið áður en sláturtíð hefst því geymslurhiar eru aðallega æfclaðar fyrir kjöt og biíizt er við að meira verði skorið af fé í haust en venjulega og þarf því á öllu því gejmslu- plássi að halda sem til er. Þessi góðu aflabrögð við Norðurland stafa bæði af auk inni fiskgengd og hinu að fjöldi útgerðarmanna, sem eiga miiwji báta, sendu þá ekki til síldveiða í sumar, heldur eru þeir gerðir út á bolfiskveiðar og leiggja þeir upp aflann í heimahögum. Þótt afli Ólafsfjarðarbáta hafi ekki verið mjög góður í sumar, eru bæði frystibúsin að fyllast, og gengur erfiðlega að losa frystigeymslurnar. — Ufsaveiði er tæpast hafin enn sem komið er, en ýsuveiðin er ágæt þessa dagana. BÍLSLYS Framhald af bls. 16 Síðan upp á vélarhlíf bílsins og á framrúðunni sem mölbrotnaði. Var stúlkan flutt á slysavarðstof- una og m«iðsli hennar rannsök- uð en voru furðu lítil miðað við hve áreksturinn var harður. Hún var ekki beinbrotinn en hafði hlot ið Slæmar skrámur og mar. Kona sem vann í fiskverkunar- húsi við Súðiavog, varð í dag milli vörubílspalls og lúgukarims. Var verið að losa skreið af bíln- um, hafði pallinum verið lyft til að auðvelda vinnuna, stóð bfllinrí við húsið og vann kom.an við skreiðarlosunina. Allt í einu seig pallurinn niður og stóð þá konan milli hans og lúgukarmsins og klemmdist á milii. Ekki er kunrí- ugt um hve meiðsli hennar eru alvarleg. EFNAHAGSMÁL Framhald af bls. 3. komið til móts við þær óskir með útgáfu þessarar bókar. í formála bókarinnar farast höfundi m. a. orð á þessa leið: „Greinarnar túlka aðeins niínar eigin skoðanir, en ekki skoðanir neins stjórnmálaflokks né hags- munahóps ... Þeim fer sífjölg- andi, sem láta sig atvinnu- og fjár- mál þjóðarinnar nokkru skipta. Væri ég mjög ánægður, ef lesend- ur gætu fundið í kveri þessu fróð- leik og lærdóm. er þeim mætti verða að gagni". í bókinni eru fjórtán greinar, þar á meðal greinarnar Atvinnu- vandamálið, Einokunarvandamálið, Bankámál, EBE, Erlent einkafjár- magn, Verðbólga, Hagræðing og Alþingi og alþingismenn. — Bók- in er prentuð í Prentsmiðjunni Eddu h.f. Útgefandi er Hlaðbúð hf. HÓLAHÁTÍÐ Framhald af bls. 3. koma í leikfimihúsi Hólaskóla. Henni stjórnar .sr. Pétur Sigur- geirsson. Verður þar fjölbreytt efni við hæfi barna og unglinga. Þennan sama dag verður á Hól- um aðalfundur Hólafélagsins og hefst hann kl. 11 f. h. Hólafélagið '/æntir þess, að Norðlendingar og ferðamenti, sem vafalaust verða margir í Norður- landi um þessa helgi, fjölmenni heim að Hólum á sunnudaginn. Hann verður á sinn hátt einstakur í sögu Hóla í Hjaltadal ÓÞURRKAR Framhald af bls. 1 öðrum á þessum slóðum og bíða þeir nú betri tíðar til að halda áfram slæitti og hey- verkun. Á Norðurlandi er víða farið að slá og hafa bændur í sum- um héruðum náð inn talsverðu af heyjum, en undanfarna daga hefur yfirleitt verið óþurrka- samt á Norðuriandi, eða um það leyti sem sláttur átti al- m'ennt að hefjast. TÉKKÓSLÓVAKÍA Framhald af bls. 1 væntingu í Tékkóslóvakíu og fréttaritarar segjast varla sjá mann á götum úti án þess að 'hann sé með lítið „transistortæki" undir hendinni. Góðar heimildir í Prag s«gja, að vissrar bjart- sýni gæti í Tékkóslóvakíu í sam^ bandi við lokayfirlýsinguna, og sagt war að ráðamenn væru von- góðir um að Sovétmenn myndu ekki heimta að svo stöddu að Tókkar kæmu til móts við allar kröfur þeirra. Kröfur þessar hljóð uðu fyrst og fremst upp á stað- setningu rússnesks herliðs i Tékkóslóvakíu, við landamærin að Vestur-Þýzkalandi; í öðru lagi að komið yrði aftur á ritskoðun í landinu og í þriðja lagi að dregið yrði úr breytingum stjórnarbátta í frjálsræðisátt. Möguleikiarnir á einhverju samkomulagi virtust sí- fellt meiri eftir því sem viðræð- urnar drógust á langinn án þess að upp úr þeim slitnaði skyndi- lega, að sögn fréttastofunnar DPA. Útvarpið í Prag skýrði frá því í kvöld, að lokayfirlýsingar um viðræðurnar væri ekki að vænta fyrr en mörgum klukkutímum eft ir lok viðræðnanna, líklega ekki fyrr en sovézka sendisveitin, væri komin heilu og höldnu aftur til Moskvu. Fyrr um daginn hafði útvarpið skýrt frá því, að Duibeck aðalritari væri væntanlegur frá. Cierna til Prag í kvöld og myndi hann þá flytja útvarpsávarp til þjóðar sinnar. Síðar var sagt að útsendingu þessari yrði frestað fram á fimmtudag. Meðan eftirvænting og ringul- reið ríkir í Prag var frá því skýrt í Kosile, að lest sovézkra bryn- vagna, sem ekki teldi færri stríðs- vagna en 2000, væri á leið í átt til bæjarins og áleiðis til sovézku landamæranna. Herstyrkur þessi hefur verið í Tékkóslóvakíu allt frá því að heræfingum Varsjár- bandalagsins lauk í fyrra mánuði og hefur mjög verið deilt á nær- veru hans í tékkneskum blöðum, sem hafa ótrúlega frjálsar hendur miðað við blöð í öðrum kommún- istalöndum. Einstakir þátttakendur í viðræð unum í Cierna spókuðu sig áhyggjulgusir í fundarhléi síðdeg- is í dag á götum þorpsins. Og sjónvarpið í Prag sýndi upptÖku af Alexander Dubeek, þar sem hann var að taka í hendur nokk- urra járnbrautarstarfsmanna á járnbrautarstöðinni í Cierna. Aðrir íbúar bæjarins stóðu í kring og klöppuðu og hylltu leiðtoga sinn og ekki bar á öðru en Dubcek væri brosandi og fullur sjálfs- trausts. y Þess ei vænzt að Tító forseti Júgóslavíu og leiðtogi kommún- istaflokks Rúmeníu. Nicolae Ceau- sescau muni fara í heimsókn til Prag til viðræðna við tékkneska ráðamenn iafnskjótt og Cierna- fundinum lýkur. Árnaðheilla Guðjón Ólafsson bóndi á Stóra- Hofi í Gnúpverjahreppi er 65 ára í dag. Auglýsið í Tímanum TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiSsla Sendum gegn póstkrofu. GUÐM. PORSTEINSSON gullsmiSur Bankastræti 12. RADI©NE1TE Sjónvarpstækin skila afburða hljóm og mynd FESTIVAL SEKSJON Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig me3 FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. —- Með öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. eykur gagn og gleði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.