Tíminn - 03.08.1968, Qupperneq 1

Tíminn - 03.08.1968, Qupperneq 1
r Gerizt áskrifendur að Tímanuni. Hringið í síma 12323 1 161. tbl. — Laugardagur 3. ágúst 1968. — 52. árg. Auglýsing i Tímanum kemur daglega fj>rir augu 80—100 þúsund lesenda. VARIZT HÆTTUR k VEGA- LEIÐUM OÓ-Reykjavík, föstudag. Búast má við að umferðin úti á vegum verði meiri um komandi verzlunarmanna- helgi en nokkru sinni áð- ur, en fyrsta helgin í ágúst hefur um langt skeið venð mesta umferðarhelgi ársins. Þessi aukna umferð býður slysahættunni heim og er sérstök ástæða fyrir öku- menn að aka varlega og gæta ýtrustu varkárni á þjóðvegum og annars stað ar, og sýna öðrum ökumönn um tillitsemi og lipurð. Ef allir leggjast á eitt ætti að vera hægt að koma í veg fyrir að slys hljótist af skemmtiferðalögum um helgina. Pjöldi móta hafa yverið auglýst viðs vegar um landið og verður umferðin væntanlega mest í námunda við mótsstaðina. Þegar ekið er um þjóð vegina, er mjög mikilsvert að velja réttan aksturs- hraða. Heppilegast er að aka með jöfnum, hæfilegum hraða, og forðast framúrakst ur, sem alltaf veldur miklum óþægindum og hættu. Leyfi legur hámarkshraði á þjóð vegum er 60 km á klst., en árallt skal miða hraðann við aðstæður. Of hœgur akstur getur verði fullt eins var hugaverður eins og of hrað ur akstur. Ef ekið er of hægt veldur það tíðufn fram úrakstri og óþægindi af hans völdum verða meiri. A'kstur á þjóðvegum krefst framsýni og fyrir- hyggju. Hver og einn, sem leggur leið sina út á þjóð vegina, verður að áðlagast breytilegum akstursskilyrð- Framhald a bls 15 . Á SuSurlandi hefur ekki verlS hægt aS siunda annan heyskap en vot- heysverkun, og allir bændur, sem hafa yfir súrheysgeymslum aS ráSa kappkosta aS slá úr sér sprottin túnin og koma heyinu í votheysturna. Myndin er tekin í dag aS Laugardælum og er veriS aS fylla geymana af nýslegnu grasi. (Tímamynd: OÓ). BÆNDUR BIÐA ENN MEÐ SLÁTTINN Á SUDURLANDI OÓ-Reykjavík, föstudag. Óþurrkarnir á Suðurlandi eru nú farnir a3 valda bænd- um þungum áhyggjum. Er varla hægt að segja að menn hafi náð þurri tuggu í hlöðu nú í ágústbyrjun. Nokkuð hef ur verið verkað í súrhey og er það eini heyskapurinn sem um er að ræða. Spretta var að vísu með seinna móti í sumar- en beoar vætutíðin hófst fyrir um þrem vikum síðan, þaut grasið upp og er nú víðast orðið úr sér sprottið og sums staðar farið að leggj- ast á stórum flekkjum og erfitt til sláttar. Farið er að bera á fúa í grasinu og eftir því sem á líður eykst hann með hverjum deginum. f Árnes- og Rangárvallasýslum hefur ekki verið þurr sólarhring- ur síðan í júlíbyrjun. Sjaldnast viunt mikið en veðurútlit hefur aldrei verið svo gott þenn- an tíma, að nokkrum manni hafi látið sér detta í hug að slá, nema til votheysverkunar. Ef ekki bregður til hins betra á næstunnl og veður þorni svo að bændur geti hafið slátt, skapast vandræða ástand sem ekki sér fyrir endann á. Á Vesturlandi er ástandið svip að. Þar er varla enn kominn þurr tugga í hús, en aftur á móti er sprettan ekki jafnmikil og syðra og gras yfirleitt ekki úr sér sprottið. Framhald á bls. 14. Dubcek róar kvíðna þjóö NTB-Prag, föstudag. „Segið okkur sannleikann“ — „Segið okkur sannleikann“, hróp uðu tíu þúsund vonsviknir Tékk ar í miðborg Prag í gærdag að forseta tékkneska þjóðþingsins, Josef Smrkövsky, er hann reyndi árangurslaust að sannfæra mann fjöldann um að tékkneska sendi nefndin hefði ekki látið að öll um kröfum Rússa. Mikill ótti greip um sig í Tékkóslóvakíu eft ir að lokayfirlýsing fundarins í Cierna var birt. í tilkynningunni stóð aðeins, að boðað hefði verið til nýs fundar f Bratisláva með Tékkum, Sovétmönnum og fjórum dyggustu fylgjendum Sovétstjóm arinnar, Austur-Þýzkalandi, Pól- landi, Búlgaríu og Ungverjalandi. Óttuðust margir Tékkar að þetta þýddi það, að tékkneska sendi- nefndin liefði orðið að fallast á að hætta við umbótastefnu sína. Dubcek, aðalritari tékkneska kommúnistaflokksins, flutti í dag stutt útvarps- og sjónvarpsávarp til þjóðar sinnar, þar sem hann reyndi að fullvissa Tékka um að haldið yrði áfram breytingum stjóruarhátta í frjálsræðisátt og ekki hefði verið gengið að nein- um afarkostum á fundinum í Ciema. Allar sendisveitimar frá komm únistalöndunum sex, Sovétrikjun- um, Tékkóslóvakiu, Austur-Þýzka landi, Póllandi Ungverjalandi og Búigaríu komu til Bratislava, höf uðborgarinnar í Slóvakíu, í dag. Viðræðurnar hefjast £ kvöld eða á morgun og það vekur athygli, að leiðtogum Júgóslavíu og Rúm emu var ekki boðið til fundarins. Viðræðurnar pf til viH byrjaðar. Allar sendisveitirnar sex komu til Bratislava í dag. Rússamir komu með hinni grænu einka- lest sinni en hinar sendisveitirnar komu með flugvélum. Þegar hin nússnesk byggða Iillushin flugvél tékknesku sendinefndarinnar lenti á flugvellinum í Bratislava í dag, nokkrum tímum eftir útvarpsá- varp Dulbceks, var þar saman- kominn mikill mannftjöldi. Hróp- aði manmfjöldinn „Dulbcek, Svo- boda“ og hiylilti leiðtogana er þeir stigu úr filuvélinni. Viðræðurnar fara fram í menn ingarhöllinni í Bratislava sem stendur á bakka Dónár. Talið er að í kvöld muni tékknesku Ieið togarnir ræða við sendinefndir Sovétmanna og fylgismanna þeirra hverja fyrir sig, en sameiginlégar viðræður hefjist á morgun. Old- rieh Cernik forsætisráðiherra Tékka sag'ði í Maðaviðtali í gær að á fundimum í Bratislava yrði rætt um „samstöðuna meðal kommúnistaríikjanna“, hins vegar yrði Varsjárlbréfið efcki tekið til umræðu. Allir aðalritarar kommúnista- flokkanna sex og forsætisráðherr ar lar.danoa fcaka þátt í viðræðun Framhald á bls. 14 300 gestir við opnun Norræna hússins 24. ág. OÓ-Reykjavík, föstudag. Norræna húsið verður opnað með hátíðlegri athöfn laugardaginn 24. ágúst n. k. Meðal «esta við opnun ina verða forseti Islands og ríkis stjórn, 95 ertendir gestir og 180 fulltrúar íslenzkra stofnana og samtaka. Meðal erlendu gest- anna verður Per Borten, forsætis ráðherra Noregs og verður hann formælandi ríkisstjóma Norður- Ianda, annarra en þeirrar Isilenzku, við opnun Norræna hússins. Við opnunina flytur Halldór Laxness aðalræðuna. Hiátíðahöldin hefjast kl. 9.30. Leikur þá Lúðrasveit Reykjavíkur norræn lög fyrir utan húsið. Kl. 10 verða fáuar Norðurlandanna dregnir að húni. Síðan ver'ður há tíðinni haldið áfram inni húsinu og fara þar fram ræðuhöid og tónieikar. Margar stofnanir og fyrirtæki á Norðurlöndum hafa tilkynnt að þau muni færa stofnuninni gjafir og verða þær afheotar á opnunar daginn. Eftir hádegi verður opnu'ð sam norræn listiðnaðarsýning í húsinu og kl. R7 hefst listflutningur í Þjó'ðleikhúsinu og koma þar fram listamenn frá öllum Norðurlönd unum. Af íslands hálfu koma þar fram Brynjólfur Jóhanoesson og Guðrún Tómasdóttir. Formlega var gengið frá stofn uninni 15. febrúar 1965, að til- mælum Norræna Ráðsins. Nefnd sérfræðinga, sem Norræna Menn ingarmálanefndin hafði valið, vaon að undirbúningi þessa máls. Á aðalfundi sínum í Kaupmanna- höfn 12.—14. nóvember 1962 sam þykkti Menningarmálanefndin að leggja til við ríkisstjórnix Norð urlanda, að Norræna húsið skyldi reist í Reykjavík. Hugmyndin um Norræna húsið kom frá Norrænu Félögunum, er settu hana fram á aðalfundi Norrænu Menningar- málanefndarinnar 1961. Þegar Norðuriandaráði hafði borizt stutt álitsgerð sérfræ'ðinganefndarinnar þar sem hugmyndin var studd, var það samiþykkt i Norðurlanda- ráði að mæla með þvl við ríkis- stjórnir Norðurlanda, að stofnunin skyldi reist. Menningarmálanefndin veitti hugmyndinni fullan stuðning, svo Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.