Tíminn - 03.08.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.08.1968, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 3. ágúst 1968. TÍMINN Símsvari Slysavarna- félagsins. , Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp hjá Slysávarnafélagi íslands, að það hefur tekið sím- svara í þjónustu sína. Þeir, sem óska aðstoðar SV FÍ utan skrifstofutíma, geta fengið upplýsingar í númeri símsvarans um það, hver svar- ar hjálparbeiðni hverju sinni. Símanúmer símsvaraps er 20360. Um verzlunarmannahelgina gæti símsvarinn komið í góðar þarfir, en til þess að vera við- búið óhöppum á landi, hefur Slysavarnafélagið velbúinn björgunarbíl til reiðu alla helg- ina. Félagar úr björgunarsveit Ing ólfs munu annast talstöðvarvakt ir, en þjónustu sjúkrabifreiðar- innar verður að sjálfsögðu í samvinnu við lögreglu og Slysa- varðstofu Reykjavíkur. Auk þessa mun þyrla SVFÍ og Landhelgisgæzlunnar verða tiltæk, ef á þarf að halda. (Fréttatilkynning frá Slysavarnafélagi íslands). Biafrasöfnuninni lýkur á þriðjudag Rátiði kross íslands hefur nú tilkynnt að söfnun hérlendis fyr ir bágstadda í Biafra ljúki þriðjudaginn 6. ágúst. Biafra- söfnuninni hafa borizt höfðing- legar gjafir, eins og getið hefur verið um í blöðum og útvarpi, og berast daglega góðar gjafir í söfnunina, — m. a. bárust skrifstofu RKÍ í dag kr. 60.000 frá Akureyrardeild Rauða krossins. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að standa straum af flutnings- kostnaði í sambandi við flutn- ing íslenzkra afurða til hjálpar- starfs alþjóða Rauða krossins í Biafra, samkv. áætlun Rauða kross íslands. Eins og áður hefur verið get- ið, fór fyrsta sending afurða til Biafra með Skógafossi þann 5. júlí s. 1. ájeiði$ tií Hamborgar, þar sem umskipað var í fyrstu mögulegu skipsferð til St. Isa- bel. Næsta sending er nú á leið- inni' með ms. Rangá til Ham- borgar og fer sendingin þaðan með fyrstu mögulegu ferð til Calabar. Síðasta sendingin fer svo væntaiilega sömu leið með ms. ökógafossi innan skamms. Rauði kross íslands mun birta fullnaðaruppgjör Biafra- söfnunarinnar mjög bráðlega. Svissneskur kirkjukór heldur tónleika Um þessar mundir er hér á ferð þekktur svissneskur kirkju kór, „Evangelische Singgem- einde“. Kór þessi var stofnað- ur 1962, stjórnandi hans er prófessor Martin Flamig, sem var einn af síðustu nemendum hinna frægu Thomas-kantóra 1 Leipzig, Karl Straube og Giint- er Hamin. Martin Flamig var prófessor í tónlistarfræðum við tónlistar- háskólann í Leipzig og er nú kórstjóri við útvarpið í Ziirich, kennari við tónlistarháskólann í Bern og stjórnandi „Evangel- ische Singgemeinde", sem er nú talinn bezti áhugakórinn starf- andi í þýzka hluta Sviss. Svissneski kirkjukórinn mun halda eina tónieika hér að þessu sinni, í Háteigskirkju miðviku- daginn 7. ágúst kl. 9 síðdegis. Á efnisskránni eru verk eftir þýzka og svissneska meistara. Þess skal getið að lokum, að kórinn syngur aðeins þetta eina sinn, og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. íslendingamót í Hannover Dagana 16. og 17. júní s. 1. hélt Bandalag íslendinga í Norður-Þýzkalandi samkomu í Hannover til að fagna þjóðhá- tíðardeginum. Saman voru komnir flestir íslendingar í Norður-Þýzkalandi, eða um fjörutíu talsins. Jafnframt boðaði stjóijn Banda lagsins til aðalfundar, sem sett- ur var kl. 2 e. h. hinn sextánda í félagsheimili „Róðrafélags Hannover frá 1880“. Bygging þessi stendur í fögru umhverfi við vatnið Maschsee, en það er eitt af athyglisverðustu stöðum í Hannover hvað náttúrufegurð snertir og hefur auk þess þá sérstöðu að vera gert af manna höndum. Á íundinum var Franz E. Siemsen, ræðismaður íslands í Liibeck, einróma endurkjörinn formaður Bandalagsins. Að loknum fundi var drukk- ið kaffi í boði ræðismanns ís- lands í Hannover, dr. Werner Blunck og frú. Um kvöldið mættu svo allir þátttakendur mótsins til hátíð- arveizlu. Hafði undirbúnings- nefndin gert sér far um að gera andrúmsloftið sem íslenzkuleg- ast og þótti það takast velj Miiini íslands flutti Axel Björns son, námsmaður í Göttingen. Að loknu borðhaldi var stiginn dans eftir íslenzkum og erlend- um hljómplötum, ný kvikmynd um ísland, sem Flugfélag ís- lands hafði látið gera, var sýnd og ennfremur voru fleiri skemmtiatriði. Klukkan 10 morguninn eftir hittust landar aftur og lögðu af stað í ferðalag um hæðirnar við íljótið Weser. Keyrt var í langferðabifreið um fagra sögu- staði og m. a. skoðað ævafornt klaustur. Um hádegið var kom- ið til borgarinnar Höxter, var þar stigið á skipsfjöl og siglt með fljótabát niður eftir Weser ,fljóti til bæjarins Polle. Þar beið okkar sami bfllinn og fyrr um daginn og flutti hann okkur nú aftur til Hannover með við- komu í bænum Bodenwerder, þar sem lygalaupurinn frægi von Miinchhausen fæddist. — Hér lauk svo þessu íslendinga- móti og þótti það takast með mestu ágætum. Framkvæmd mótsins annaðist Hafís — félag íslendinga í Hannover, en for- maður þess er Guðmundur Samúelsson, arkitekt. Aðalfundur Neyenda- samtakanna. Aðalfundur Neytendasamtak- anna var haldinn í Tjarnarbúð 29. júlí 1968. Formaður samtakanna, Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur, setti fundinn og flutti skýrslu um starfsemina á liðnu ári og urðu um nana nokkrar umræður. Síðan var gengið til stjórnar- kjörs. í aðalstjórn vbru kosin: Sveinn Ásgeirsson, hagfræðing- Framhairí a ots 15 Eyþór Stefánsson á Sauðárkróki ávarpar Stefán islandi, sem stendur við háborðið til hægri. Gafgjöfína til efíingar físt- starfsemi í Skagafíríi Skagfirðingar héldu Stefáni íslandi samsæti að Miðgarði G.O. Sauðárkróki, fimmtudag. Eins og kunnugt er átti hinn ástsæli söngvari, Stefán íslandi, sextugsafmæli nú fyrir nokkru. f tilefni af því, ákvað karlakórinn Heimir að bjóða Stefáni og konu hans til Skagafjarðar, halda þeim þar samsæti og gefa þannig hin- um fjölmörgu vinum og aðdáend- um Stefáns í heimabyggð hans kost á að eyða með honum einni kvöldstund. Samsætið var svo haldið að félagsheimilinu Miðgarði við Varmahlíð að kvöldi s. I. sunnu- dags, við mikið fjölmenni. Fögn uðu vinir Stefáns þeim hjónum innilega og þótti það eitt áfskorta að dvölin með honum gat ekki orðið lengri. En bót er í máli, að jnjórri er nú vík milli vina en ' löngum áður þar sem Stefán er nú kominn heim og vonandi al- kominn og samfundir því auð- veldari eftirleiðis en fyrr. Formaður Heimis, Haukur Haf- stað, bóndi í Vík, setti hófið og stjórnaði því. Um leið og hann BINDINDISMOT HALDIÐ í VAGLASKOGI EKH-Reykjavík, föstudag. Á undanförnum árum hafa bindindis- og ungmennasamtök i Eyjafirði og Þingeyjarsýslu staðið fyrir bindindisniótum um Verzl- unarmannahelgina í Vaglaskógi. Vaglaskógur er kjörinn staður til slíks samkomuhalds og hafa bind indismótin þar ævinlega verið mjög fjölsótt. Mikill fyrirmyndar bragur hefur verið á þessum mót um og skemmtanahald allt farið fram án áfengis. Bindindismótið í Vaglaskógi hefst á laugardag kl. 8 e.h. með því að Þóroddur Jóihannsson flyt ur ávarp. Þá er helgistund en síð an verður flutt skemmtidagskrá í umsjó lejkklúbbsins Bjöllunnar Framhaiö á Dis. 15. bauð heiðursgestina velkomna af- henti hann Stefáni 50 þús. kr. í Peningum en frúnni fagran blóm- vönd og voru það gjafir frá vinum þeirra og veilunnurum, en sam- kvæmdsgestir hylltu þau hjón með langvarandi lófataki. Aðalræðuna fyrir minni Stefáns flutti æsku- félagi hans og fornvinur, Halldór Benediktsson, bóndi á Pjalli. Síð- an tók við samfelld dagskró, sem Framhald á bls. 14. Ritgerðasafn um landbúnaðarmál EKH-Reykjavík, föstudag. I dag kom út á vegum bókafé- lagsins Þorra í Reykjavík glæsileg bók um íslenzkan landbúnað, sögu lians og þróun. Bókin ber nafnið „Bættir eru bændahættir" og hef- ur hún að geyma ritgerðir eftir 28 þjóðkunna menn um margvísleg landbúnaðarmál. Þetta er mikið heimildarrit en jafnframt er bókin létt aflestrar og skrifuð með það Framhala á bis 14. Fnjóskárbrúinn og Vaglaskógurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.