Tíminn - 03.08.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.08.1968, Blaðsíða 6
6 * TIMINN LAUGARDAGUR 3. ágúst 1968. KYNBÆTUR HROSSA SKILA SÉR í HÆRRA SÖLUVERDI Nýlega var blaðamanni Tímans boðið að skoða markaðshross, sem SÍS hafði komið til geymslu í girðingarhólfi á Álftanesi. Gunnar Bjarnason, kennari á Hvanneyri, starfar í sumar hjá Sambandi við að skipuleggja mark aði í Noregi og á meginlandi Ev- rópu. Hafa nú verið flutt út 152 hross frá því að SÍS tók hestaverzl- unina alveg í sínar hendur á sJ. vori. Hafa verið stofnaðar sjö sölu stöðvar í sumar Tvær þeirra eru í Þýzkalandi, en hinar eru í Hol- landi, Sviss, Austurríki, Dan- mörku og Noregi. Þessar sölu- stöðvar kaupa hrossin af SÍS og fá þriggja mánaða greiðslufrest. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn hefur fengið hjá Gunnari Bjarnasyni, þá eru það þessar sölustöðvar sem keypt hafa öll hrossin í sumar. Sjö þeirra hafa þó verið seld eftir öðrum leiðum. Fóru fimm þeirra til Hollands, og tvö seldust til Belgíu, og var það fyrsta sala á íslenzkum hross- um þangað. Einnig er byrjað að selja íslenzka reiðhesta til Frakk- lands frá annarri þýzku sölustöð- inni. Fyrir þessi 152 hross hafa bænd ur fengið 2.341,500.00 milljónir, en kostnaður við að koma hross- unum til skips hefur numið þrjú hundrúð og áttátíu þúsund krón- um. Meðalverð á hross samkvæmt þessu hefur því verið fimmtán þúsund og fjögur hundruð krón ur og er þá átt við flutningskostn- aðinn og greiðslu til skipa Að viðbættum tryggingarkostnaði og kostnaði á hross hér heima þýð- ir þetta að verð hvers eins þeirra verður að meðaltali 22,800 í er- lendri höfn. f Þýzkalandi leggst svo á þetta 21% innflutningstoll- ur og 11% verðaukaskattur, og fara því alls 32% í þýzka ríkis- kassann. Kostnaðurinn frá skipi til sölustöðvar í Þýzkalandi mun vera um tvö, hundruð mörk, eða tvö þúsund og átta hundruð krón ur, og kostar því hrossið um þrjá- tíu og þrjú þúsund í sölustöð, og er það meðalverð. „Og þetta er eini útflutningurinn • sem ekki þarf rikisstyrk", sagði Gunnar „en eins og menn sjá, þá er dýrt að vera utan Efnahagsbandalags- ins‘‘, bætti hann við. Ýmislegt kemur í ljós, þegar leitað er fanga á markaði eiiis og þeim, sem nú er verið að auka í ýmsum Evrópulöndum. Þeir sem kaupa gefa mikið fyrir útlit og ætt hestsins, Gunnar sagði, að í þeim hópi, sem farið hefur út í sumar og þeim hópi sem bíður skipaferðar á Álftanesinu séu 40 —50 gæðingar, en verðið á þeim hefur verið frá 23 þúsundum og upp í 35 þúsund Hitt hefur ver- ið ótamið. Hrossin hafa verið 5— 6 vetra gömul að meðaltali. Þau hafa verið keypt í Skagafirði, Húnavatnssýslum, Borgarfirði og á Suðurlandi. Gunnar sagði að gæðingarnir kæmu yfirleitt frá hestamönnum. Taldi hann að þetta framboð gæðinga stafaði af ótta við heyleysi af völdum erfiðr ar tíðar. Gunnar sagði að menn kviðu vetrinum og fóðurbætirinn sem ausið er í skepnurnar, kostar mikið fé. Þégar Gunnar var spurður að því, hvort ekki þyrfti að upp- fylla einhver ákvæði, sem markað urinn gerði krötur um, þá sagði hann að svo væri. Fyrir nokkru var ekki hægt að selja mjög dýr- an gæðing ytra vegna þess að hann var markaður. Hver einasti maður sem sá þennan hest vildi hann ekki vegna eyrnanna. Þeg- ar verið var að stofna sölustöðv- arnar bar þetta mjög á góma. Menn sögðu að þeir gætu ekki hugsað sér að eiga hesta með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.