Tíminn - 03.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.08.1968, Blaðsíða 8
I 8 TÍMINN LAUGARDAGUR 3. ágúst 1968. Flokksþing repúblikana hefst á mánudaginn Richard Nixon — líklegasti frambjóSandi republikana við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 7. nóvember næstkomandi. Á MÁNUDAGINN hefst flokksþing repúiblikan'aflokks- ins (GOP) I Miami Beatóh í Flórida. Þótt flestir telji scnni legt, að Riehard Nixon, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hljóti þar útnefningu sem framibjóðandi flokksins við for setakosningarnar 7. nóvember næstkomandi, hefur nokkuð dregið úr fylgi hans meðal væntanlegra fulltrúa á flokks þinginu. Er nú talið ósenni- legt að Nixon nái kjöri í fyrstu atkvæðagreiðsiunni á flokks- þinginu — nem.a hann hljóti óvæntan stuðning fyrir, eða meðan á þeirri atkvæða- greiðslu stendur. Ef svo fery sem nú virðist láiklegt, að Nixon nái ekki kjöri i fyrstu atkvæðagreiðislunni, er erfitt að segja til um, hvernig fer í næstu atkvæðagreiðslum. Tejja sumir, að þá fái ríkis- stjórinn Nelson Rockefeller °S Ronald Reagan möguleika á að ná útnefningu, eða jafnvel að baráttan verði það hörð. að ieita verði að framfojóð- anda utan þeirra manna, sem harðast hafa eftir útnefning- unni sótzt, og er þá einkum rætt um Charles Perey, öld- ungardeildarþingmiann frá 1111 nois, og John Lindsay, borgar- stjóra í New York. En Ric- hard Nixon er enn sem komið er langtum sterkastur hvað fylgi flokksfulltrúa snertir. RICHARD NIXON þarf ekki að kynna hér náhar; ævi hans hefur nú nýverið rakln hér í blaðinu. Flestir töldu fyrir nokkrum árum, að hann væri búinn að vera í bandarískum stjórnmálum, en ófarir GOff í forsetakosningunum ’64 breyfcti mjög aðstöðu Nixons. Hann greip tækifærið, og varð brátt á ný helzta forsetaefni flokks- ins. Fram eftir þessu ári var hann hinn eini raunverulegi framfooðseíni flokksins, en George Romney, ríkisstjóri í Michigan, sem leitaði eftir út- nefningunni fyrr á árinu, eyði- lagði sjálfan sig með ýmis kon ar mistökum oghætti þátttöku í kosningabaráttunni. Nelson Rockefeller var aftur á móti seinn á sér. Hann dró mijög að gefa kost á sér, eins og reyndar Robert Kennedy hjá Demókrataflokknum, og það var í rauninni fyrst skömmu eftir morðið á Robert, að Rockefeller hóf kosningabar áttu sína fyrir alvöru. Var þar ekkert til sparað, og gífurleg- um fjármunum eytt, einkum í sjónvarpsáróður. En Rockefeller hóf einnig að gefa út steínuyfirlýsingar um þýðingarmikil mál, og setti t.d. fram áætlun um lausn styrjaldarinnar í Vietnam. Önnur framboðsefni hafa ekki enn lagt fram slíka áætlun, og Nixon hefur hreinlega nejt- að að ræða Vietnam-málið. Ve-gna þess, hversu seint Rockefeller gaf kost á sér, voru möguleikar hans taldir hverfa-ndi. Honum hefur líka gengið frekar illa að ná fylgi meðal flokksþin-gsfullttúanna. ROCKEFELLER hefur eink- um stefnt að því, að hljóta slíkt fylgi í skoðanakönnun-um, að fulltrúarnir á fiokksþinginu sannfærist um, að hann einn leiðtoga GOP geti sigrað frám bjóðanda demókrata í nóvem- ber. Enn sem komið, er hefur þetta ekki tekizt á eftirminni- legan hátt, þótt Rockefeller hafi oftast náð betri árangri í skoðanakönnunum en Nixon. Þá hafa skoðanakannanir einnig sýnt, &ð meðal skráðra kjóse-nda GOP er meirihlutinn fylgjandi útnefnjngu Nixons. ^Lokaskoðanakönnun Gallups um álit skráðra kjósenda repú blikana var birt í vikunni. Sýndi bún, að 60% þeirra vilja, að Nixon verðj útenfnd- ur sem forsetaframfojóðandi GOP. Rockefeller hjaut 23% Nelson Rockefeller — en hafði reyndar 25% í marzmánuði — og Reagan að- eins 7%. Næsttr komu Lindsay með 4% og Percy með 2%. Meðal óháðra — þ.e. kjós- enda, sem ekki eru skráðir kjósend-ur ákveðjns flokks — hefur Rockefeller unnið nokk uð á, samkvæmt skoðanaikönn- unum, en Nixon er samt enn vinsælli. í lokakönnun í þessu sambandi hafði Nixon 38% — 41% í marz — en Rookefeller 35% — 27% í marz. Ekki er ósennilegt, að Rocke feller vinni enn á meðal þessa h-óps kjósenda þessa dagana. En sú staðreynd, að Rockefell er h-efur haft í heild meira fylgi en Nixon, grundvallast á því, hvei-su marga skráða kjós endur demókrata hann myndi hljóta. Á miðvikudaginn bejð Rocke feller a-ftur á móti nokkurn hnekki, er Gallup birti skoð- ana-könnun, er sýndi, að gegn Humphrey, sem frambjóðanda demókrata, og George Wallace sem óháðum frambjóðanda, myndi Nixon ganga betur en Rockefeller. Myndi Nixon fá 40%, Humphriey 38% og Wallace 16%, en 6% voru óá- kveðnir. Gegn MeCarthy í stað Humphrey myndi Nixon fá Ronald Reagan 41%, McCarthy 36% og Wall- ace 16%, en 7% óákveðnir. Rockefeller fékk í könnun- inni, í fyrra tilfellinu 36%, Humphrey 36% og Wallace 21%, en 7% óákveðnir, e-n í síðara tjlvikinu 36%, McCarthý 35%, Wallaoe 20%, en 9% óá- kveðnir. Þótt skoðanakönnun þessi yæri birt á miðvikudag var hún tramkvæmd dagana 20.— 23. júlí. Viku síðar framkvæmdi Louis Harris-stofnunin, sem er mjög bekkt einnig skoðana könnun. og var hún birt á i fimmtudaginn var. Voru niður- stöður hennar mjög á annan veg og sýndi mikla breytingu í átt til aukins fylgis Rolkefellers. Samkvæmt Harris-könnun- inni nafði Rockefeller 40% fylgi gegn 34% hjá Humphrey, og gegn McCarthy var útkoman hin sama. Nixon fór aftur á móti illa út úr báðum mögu- leikunum, en þó verr giegn Mc- Carthy. Gegn Humphrey fékk hann 35% gegn 41%, en gegn McCarthy 35% gegn 43%. Getur þetta vissulega haft áhrif til aukins fylgis Rocke- fellers meðal flokksþingsfull- trúanna. EN skoðanakannanir kjósa John Lindsay ekki frambjóðanda í Miami Beach. Það gera til þess kjörn ir fulltrúar frá 53 ríkjum inn- an Bandaríkjanna (Puerto Rico, Jómfrúreyjar og D.C. eiga þar fulltrúa tjl viðbótar við nin eiginlegu ríki Banda ríkjanna). Fulltrúarnir eru í heild 1333 talsins að þessu sinnj þannig, að til útnefning- ar þarf 667 fulltrúa. « Samkvæmt. tölum Nixons sjálfs, hefur hann stuðning þessa fjölda og vel það. Um síðustu helgi töldu stuðnings- menn hans, að hann hefði um 740 fulltrúa, Rockefeller um 300 og Reagan um 175 — og eru þá ekki meðtaldir um 100 fulltrúar sem í fyrstu at-kvæða greiðslum munu engum þess- ara frambjóðenda greiða at- kvæði, ef að iíkum lætur. En stuðningsmenn Nixons viðurkenna sjálfir, að han.n hafi síðustu daga-na tapað niokkrum fulltrúum, einkum til Reagans, en einnig til Rocke- fellers. Og hlutlaus könn-un, fram-kvæmd af bandaríska viku ritinu „Newsweek“, sýnir, að hann hef-ur að undanförnu tap að fylgi um 50 þin-gfulltrúa, og var því um s-íðustu helgi með öruggt fylgi aðeins 591 flokks þingsmanna. En fyrir aðeins um mánuði siðan var Nixon með um 650, að flestra áliti. Samkvæmt könnu-n NEWS- WEEK hefur Nix-on eins og áður se-gir 591 þingfulltrúa. RoCkefeller hefur 258 og Reagan 175. 207 eru skuld- bundnir til að kjósa „Favorite Sons“( sem yfirleitt eru ríkis- stjórar þeirra ríkja, sem þing- fulltrúarnir eru frá, en 102 voru skráðir óákveðnir. NEWSWEEK fullyrðir, að ósennilegt sé að Nixon vinni í fyrstu jófcu — en það hafá stuðnings-m-enn hans talið mjög þýðingarmikið, því enginn veit hvert atkvæðin fara í næstu atkvæðagreiðslum. Tel-ur blað ið, að Nixon kunni að fá um 25 atkvæði til viðbótar í fyrstu atkvæðagreiðslunni, eða eftir hana — en þá vantar hann enn um 50 atkvæði til þess að hl'jóta útnefningu, Og hon- u-m getur reynzt erfitt að ná í þau atkvæði. Ef svo fer, þá geta þrjú rí-ki bj-argað honum; annað hvort Kaliíornía, Michigan eða Ohio. Ekki er við því að búast, að Reagan ríkisstjóri í Kalj- Charles Percy forníu komi Nixon til hjálpar; Reagan stefnir sjálfur að út- nefningunni, o-g Romney, rík- isstjóri i Michjgan, hefur lýst vanþóknun sinni á öljum fram- bjóðendunum. Vonin er þvj Ohio. Ekki er óhugsandi, að James Rhodes, ríkisstj óri þar, lýsj yfir stuðn- ingi við Nixon á síðustu stundu, og „afhendi“ honum þannig útnefninguna. 1964 lýstj Ohio ejnmitt yfir stuðningi við Barry Goldwater rétt áður en flokksþingið hófst. Framhald á bls. 15 \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.