Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 2
2____________________ DUNBLANE HÆNSNABÚR Sjálfvlrk fóðrun — Sjálfvirk hreinsun. Þessi búr eru til sýnis á Landbúnaðarsýningunni og til sölu strax aS sýningunni lokinni. Þessi búr fyrir varphænur, sem hér eru sýnd, eru 50 cm. breið. í hverju búri af þessari stærð má hafa ‘allt að 5 varphænur. Tvær samstæður, eins og sú sem hér er sýnd, rúma allt að 1000 varphænur. Búrin eru einnig framleidd í minni stærðum, fyrir 3 eða 4 hænur hvert. Þetta eru hænsnabúr framtíðarinnar. Varp í slík- um búrum hefurj komizt upp í um 300 egg á hænu á árk Fóðurnýting er svo að segja 100%. Drykkjar- vatn úr sjálfvirkum dropahönum. Hreinlæti full- komið, rafknúnar sköfur á glerbrautum. Húsrými nýtist svo vel, sem unnt er, með tiltölulega lágum hitakostnaði. Hirðing hænsna í svona búrum er leikur einn. Aðeins eina fóðurtegund þarf að gefa, heilfóður frá M.R., og fóðrunin er sjálfvirk. Einn maður getur hirt 6—7000 varphænur. Verðið á þessum hænsnabúrum, miðað við núver- andi tolla og kostnað, er ca. 220 kr. á hverja varphænu (5 í búri). Töluverður stofnkostnaður, en skilar sér aftur á stuttum tíma. Einkaumboð fyrir ísland: MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688 TIMINN FÖSTUDAGUR 9. ágúst 1968. Þorskurinn er menningarsnauður Mikið skeifing var ég nú kátur að sjá £ blöðunum um daginn, að báðar deildir Vís- indasjóðs höfðu veitt styrki sína fyrir árið 1968. Ég var búinn að heyra svo margar sögur af slæmu fjármála- ástandi heima, að ég var far- inn að verða uggandi um, að vísindastyrkirnir yrðu ekki veittir þetta árið. En nú er það komið á prent, að 62 styrkir hafa verið veittir, sam- tals að úpphæð kr. 4.887.000,oo Það er því þannig tryggt, að rannsóknum í þágu bæði raun- og hugvísinda verður haldið áfram. þrátt fyrir óáran til sjávar og sveita. því þjóð- in verður að vera trú köllun sinni, að viðhalda arfleifðinni og uppihalda menningunni. Að vísu þótti mér leitt að sjá, að tveir aular höfðu fengið styrki til að stunda nám í sambandi við sjávarútveg. Annar til að hnýsast í „frjósemi helztu nytjafiska Norður-Atlants- hafs“. hvað sem okkur annars kemur það nú við, en hinn Í til „framhalds vaxtarmælinga á nytjanlegum þara við norð- anverðan Breiðafjörð". Sem betur fer ,oru pessir tveir menn einu undantekningarnar allir hinir hafa valið sér þarf- ari verkefni, sem öll miða tví- mælalaust að áframhaldandi uppbyggingu menningarlífs á íslandi. Ég fylltist stolti, þegar ég las, að tveir bergfræðingar hafa ráðizt a garðinn þar sem hann er hæstur, til að rann- saka það, sem við höfum mest af á jkkar kæra landi, grjótið. Þeir fá 160.000,oo krónur hver, annar til „rannsókna á súru og ísúru bergi á íslandi með sérstöku tilliti til uppruna þess“, en hinn til „rannsókna og efnagreininga fornra jarð- myndana í þvi skyni einkum að renna stoðum undir til- gátur manna um eldri skeið í sögu andrúmsloftsins“. Einn fær aura til rannsókna á alleiðni og áhrifum segul- sviðs á hana. Á þessu stigi máls ins veit ég, að alþjóð er þakk- lát fyrir að finna út, að al- leiðni skuli vera kvenkyns. Hundrað þúsund kall fer til kostnaðar eins vísindamanns „við tölfræðilega úrvinnslu mælinga á beinum íslendinga“ Það er eitthvað notalegra að veita þessa smáaura tll rann- sókna á okkar eigin beinum, heldur en t.d spandera pen- ingum í að styrkja einhverja strákstaula til að rannsaka úr- vinnslu á oeinum þorsksins. Þið, sem oft hafið velt vöng- um yfir veikindalýsingunum í Hrafns sögu Sveinbjarnarson- ar, verðið eflaust spennt að heyra, að 125.000,oo krónum var veitt til að unnt væri að ljúka ritgerð um þessa merku sögu, „og afstöðu hennar til annarra samtíðarsagna og til að bera læknisfræðisöguleg at- riði sögunnar saman við latn- esk miðaldant". Verður þetta eflaust metsölubók fyrir næstu jól. Fleiri ritgerðir verða skrif- aðar á skattborgarans kostn- að þetta árið. Sömu upphæð er slett í einn góðan prest, „til að Ijúka ritgerð um upp- runa Kristfræði Nýja testa- mentisins með samanburði þeirra texta guðspjallanna, sem á einhvern hátt fjalla um þjáningu og dauða Jesú frá Nasaret". Er viðbúið, að eitt- hvað nýtt komi í ljós, sem get- ur bylt öllu því, sem áður var vitað um þann mann. En það fór nú ekki fiðring- ur jm mig, fyrr en ég sá rausn og víðsýni landans, þá er hann seildist jafnvel út yf- ir sitt eigið menningarsvið, og útdeildi einum 75.000,oo spír- um til ungs menntamanns, „til að ijúka meistaraprófsritgerð um grískar mkhljóðsamstæður af gerðinni U) gómhljóð-tann hljóð, sem svara til gómhljóðs- blísturshljóðs í indóírönsku og (2) varahljóðs-tannhljóðs, sem svara til eins varahljóðs í öðr- um índóevrópskum málum (e. t.v. cannhljóðs í Keltnesku)“ Ég held, Suðurnesjamenn þurfi ekki að skammast sín fyr- ir að vera flámæltir, sumir hverjir. Þeir gætu orðið rann- sóknarefni fyrir einhvern út- lenzkan vísindamanninn seinna meir. Mer er nú ekki að skapi að spauga lengur. Ég veit reynd- ar, að þessir 62 menntamenn og konur, sem deildu þessum næstum 5 mjlljónum króna á milli sín, eru allt prýðisfólk. þótt deila megi um gildi rann- sóknarefnanna fyrir þjóðarhag. Eðá kemur hann kannske þessu máli ekkeríAvið? Finnst ykkur ekkert skrítið, að þjóð, sem á alla afkomu sína (a.m.k. eins og er) undir verkum sjáv- arafurða, skuli ekki geta fund- ið neinn til að styrkja til náms eða rannsókna á verkefnum á því sviði? í útlöndum er milljónum varið til rannsókna á nýjum framleiðsluaðferðum, næringar gildi, nýrri frystitæk-ni og markaðstækni á sjávarafurð- um. Þjóðir, sem hófu fiskveið- ar fyrir fáum árum, eru komn- ar fram úr íslendingum í fisk- vinnslu. Á íslandi er tilfinn- anlegur skortur á sérmenntuð- um mönnum í fiskvinnslunni, og er þar um margar tegund- ir sérfræðinga að ræða. Við höfum sýnt vítavert af- skiptaleysi, bæði ríkisvaldið og sölusamtökin. Lítið hefir ver- ið gert til að hæna unga menn og efnilega að þessum mikil- vægasta atvinnuvegi þjóðar- innar. Það er allt iullt af lög- fræðingum, hvert sem litið er, og þjóðin flytur út verkfræð- inga og lækua. Fyrir það fé, sem kostar að mennta einn laákni, sem síðan flytur af land- inu, mætti eflaust kosta mennt un 5—7 manna, sem veitt gætu frystihúsum forstöðu. Mér er ekki kunnugt um, hvernig málin um fiskiðnað- arskóla standa nú, en stofnun hans hefir dregizt skammar- lega á langinn. íslendingar eru að dragast aftur úr í fiskvinnslutækni, og það virðist táum finnast það neitt athugavert, jafnvel þótt sívaxandi samkeppni og lækk- andi verð á hefðbundnum fisk pakningum á erlendum mörk uðum valdi þjóðinni miklum búsifjum. Það verður að gera allt, sem hægt er til að vekja áhuga efnilegra manna á fisk- iðnaðinum, og styrkja þá til náms. Ríkisvaldið, sölusamtök- in og almenningur verða að sýna þessu máli þann skiln- ing, sem það á skilið. A því veltur framtíð þjóðarinnar. Þorskurinn er sá, sem uppi- heldur menningunni í land- inu. Vi'lji þjóðin ekki viður- kenna það, getur farið svo, að áður en langt líður, verði hún bókstaflega að lifa á bergi, súru og ísúru. Þórir S. Gröndal. LJÚSASAMLOKURNAR Heimsfrægu 6 og 12 v. 7” og 5%” Mishverf H-framljós, Viðurkennd tegund. BÍLAPERUR — Fjölbreytt úrval — Sendum gegn póstkröfu um land allt. SMYRILL Laugavegi 170 — sími 12260.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.