Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 9. ágúst 1968. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARPLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedifctsson. Ritstjórar: Þórarinn p^^rjpsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur f Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjalid kr. 120.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsnúðjan EDDA h. f. t ERLENT YFIRLIT Verðnr Richard Nixon kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna? Ureltar stefnur Það var um all langt skeið sameiginlegur boðskapur forsprakka Sjálfstæðismanna og kommúnista, að eigin- lega væri ekki til nema tvær meginstjórnmálastefnur, kapítalisminn og kommúnisminn. Flokkar eins og Fram- sóknarflokkurinn, er aðhylltust hvoruga þessara stefna, væru í rauninni stefnulausir, eða a.m.k. stefnulitlir. Þeir einir fylgdu einhverri stjórnmálastefnu, er annað hvort aðhylltust kapítalismann eða kommúnismann sem megin- úrræði. Þessa boðskapar gætir nú orðið lítið í Mbl. og Þjóð- viljanum, a.ip.k. í samanburði við það, sem áður var. Ástæðurnar eru augljósar. Atburðir seinustu ára og þó einkum atburðir seinustu missera, hafa leitt það í ljós, að báðar þessar stefnur eru orðnar úreltar. Þær leysa ekki þau vandamál, sem nú er fengizt við. í Banda- ríkjunum, sem hafa verið höfuðland kapítalismans, logar allt í uppþotum, því að kapítalisminn hefur leitt til hinn- ar ranglátustu eignaskiptingar og kynþáttamismunar. í Sovétríkjunum, sem eru höfuðland kommúnismans, ótt- ast valdhafarnir ekkert meira en aukið frjálsræði. Þeir óttast að skipulag kommúnismans muni hrynja, ef fólkið fær sjájft að ráða. Þess vegna reyna þeir að sporna gegn auknu frelsi í Tékkóslóvakíu, eins og frægt er orðið. Það er þannig orðið eins augljóst og verða má, að kapítalisminn, sem er stefna Sjálfstæðisflokksins, og kommúnisminn, sem er stefna Alþýðubandalagsins, eru úreltar stefnur .Hinar þröngu kreddukenningar kapítal- ismans og kommúnismans leysa ekki þann vanda, sem fengizt er við í þjóðfélögum nútímans. Vandamál nú- tímans verða ekki leyst eftir kokkabókum vissra kreddu- kenninga, heldur verður að gæta meira víðsýnis og frjálslyndis og leita eftir því, sem bezt hentar í hverju einstöku tilfelli. Þjóðfélög nútímans krefjast þess, að stjórnmálamennirnir séu víðsýnir, leitandi, sískapandi. Það verða þeir ekki, ef þeir binda sig við þröngar, úr- eltar kreddukenningar. Vandamál nútímans útheimta víðsýna, leitandi og alhliða umbótastefnu. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan haft það markmið að vera fulltrúi slíkrar stefnu. Þess vegna hefur hann aldrei gerzt játandi þröngra kreddukenninga, eins og kapítalismans og kommún- ismans. \ Orsakir erfiðleikanna Það er rétt, að atvinnuvegirnir búa nú við ýmsa erfiðleika, sem ríkisstjórninni og stefnu hennar verður ekki kennt um. Hitt er jafn ljóst, að staða þeirra væri nú önnur og betri, ef fylgt hefði verið annarri stefnu í efnahagsmálum á undariförnum árum, ef peningapólitík- in hefði verið önnur, ef meira hóf hefði vepið í inn- flutningnum, ef reynt hefði verið að draga meira úr verðbólgunni, o.s.frv. Erfiðleikarnir stafa því öðrpm þræði af rangri stjórnarstefnu. Það er höfuðatriðið, að menn geri sér þetta vel ljóst. Án þess geta menn ekki sigrað þá erfiðleika, sem nú er glímt við. Þeir verða ekki sigraðir nema með nýrri stefnu og nýjum vinnubrögðum. En sannarlega er ekkí a góðu von meðan annað aðalblað stjórnarinnar, Alþýðu- blaðið, neitar að viðurkenna þetta og telur alla erfiðleika sprottna af orsökum sem stjórnarvöldin hafi ekki ráðið við. Það er sennilegt, ef Humphrey verður keppinautur hans ÞAÐ FÓR eins og lengi hafði verið búizt við, að Richard Nixon var útnefndur forseta- efni republikana. Það hafði komið í ljós í prófkosningun- um, þar sem enginn treysti sér til að keppa við hann, að hann átti meira fylgi meðal flokks- bundinna republikana en nokk- ur foringi þeirra annar. Sama höfðu skoðanakannanir leitt í ljós. Eini möguleikinn til að hnekkja útnefningu hans var sá að einhver annar af leiðtog- um flokksins þætti sigurvæn- legri 1 forsetakosningunum sök um þess, að hann hefði meira fylgi meðal óháðra kjósenda og óánægðra demokrata en Nixon. Nelson Rockefeller hafði treyst á, að almennar skoðanakannan- ir myndu leiða þetta í ljós. Þanmg fór hius vegar, að niður- stöðum tveggja helztu skoðana- kannanastofnana Bandaríkjanna bar ekki saman. Seinustu niður- stöður Gallups bentu til, að Nixon væri verulega sigurvæn- legri en Rockefeller. en sein- ustu niðurstöður Louis Harris sýndu hins vegar, að Rockefell- er væri aðeins sigurvænlegri. Einkaskoðanakönnun sem Rockefeller fékk Arcibald Crossley til að annast um og skýrt var frá síðastl. mánudag, gaf til kynna, að Rockefeller yrði heldur sigursælli én Nix- on í stærstu ríkjunum, en þó ekki svo neinu verulegu mun- aði. Þessi skoðanakönnun var hins vegar söguleg vegna þess, að hún gaf til kynna, að Mc- Carthy myndi sigra bæði Nixon og Rockefeller f Kaliforníu og New York ríki, en Humphrey myndi tapa fyrir hvoi-um þeirra. sem væri. Eftir að xunnugt varð, að skoðanakannanirnar styrktu ekki verulega aðstöðu Rocke- fellers, varð sigur Nixons aug- Ijós, eins og líka sannaðist á flokksþinginu. ÞÓTT Richard Nixon eigi meira en tveggja áratuga stjórn málaferil að baki, er hann enn maður á góðum aldri, 55 ára gamall. Hann hefur þá stjórn- málareynslu, sem bezt verður á kosið til að gegna forsetastarf- inu. Hann hetur setið í báðum deildum Bandaríkjaþings. frá 1946—50 í fulltrúadeildinni og frá 1950—52 í öldungadeildinni og síðan verið varaforseti i átta ár. Seinustu árin hefur hann gegnt lögfræðistörfum, en jafn framt ferðazt mikið til að halda við oekkingu sinni á alþjóða- málum. Hann virðist hafa mjög mikinn áhuga á aliþjóðamál- um og má pví búast við, að hann láti þau sérstaklega til sín taka, ef nann verður kjör- inn forseti. Það hefur jafnan verið við- urkennt, að Nixon er gæddur skörpum gáfum og miklum dugnaði. Skapgerð hans hefur hins vegar verið umd.eild og stafar það m. a af bví, að hann er dulur og samlagast ekki fólki að ráðt nema nánustu fjölskylduvinum. Það orð hefur NIXON komizt á hann, að ekki væri alltaf víst hvar menn hefðu hann. Hann hefur m. ö. o. ver- ið grunaður um græsku. Nokk- uð stafar þetta af því, að hann var mjög óvæginn og harður baráttumaður í fyrstu kosning- unum, sem hann vann í Kali- forníu, og hefur því líka verið óspart haldið á lofti af andstæð ingum hans. Um skeið var álitið, að þátt- töku Nixons í stjórnmálum væri lokið. flann féll að vísu með örlitlum mun fyrir John F. Kennedy í forsetakosningun- um 1960. Hitt var meira áfall fyrir hann, að hann beið ósigur í ríkisstjórakosningunum í Kali- forníu 1962. Sjálfur lét hann líka svo ummælt þá, að skilja mátti, að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. En hann breytti þeirri ákvörðun og tók veru- legan þátt í forsetakosningun- um 1964, þegar hann studdi Goldwater mjög kappsamlega, þótt vitað væri, að hann væri vonlaus. í þingkosningunum 1966 Dar mikið á Nixon og ferð aðist hann pá um Bandarikin þvert og endilangt og veitti frambjóðendum republikana mikinn stuðning. Hann sýndi þá glöggt, að hann var snjaRasti áróðursmaður republikana. Síð- an hefur haun óumdeilanlega verið sá forustumaðurinn, sem átt hefur traustast fylgi, meðal flokksbundinna republikana. NIXON hóf stjórnmálaferil sinn sem ákaíur andstæðingur kommúnista og mikill aðdáandi hins frjálsa framtaks. Þá var oft rætt um hann sem einn helzta talsmann hægri armsins í flokknum. Siðan hefur hann færzt heidur ul vinstri og reynt að skapa sér þá stöðu. að hann hefði traust bæði hægri og vinstri armsins. Það hefur hon- um tekizt nú Hann var lengi vel talsmaður þess, að Banda- ríkin létu hvergi undan síga í Vietnam, og hertu frekar loft- árásirnar á Norður-Vietnam en drægju úr þeim. Seinustu mán- uðina hefur hann hins vegar sneitt hjá því að ræða nokkuð um Vietnamstyrjöldina, unz rétt fyrir seinustu helgi, er hann birti stutta greinargerð um af- stöðu sína. Þótt hún sé að ýmsu leyti óákveðin, bendir sitt hvað til þess, að hann hafi nálg- azt sjónarmið hinna svokölluðu dúfna. Og einhvern tíma hefði það þótt efni í fyrirsögn, ef Nixon hefði boðað, að hann hefði í hyggju að hefja kosn- ingabaráttu með því að fara til fundar við leiðtoga kommún- ista í Moskvu. en það hefur hann gefið til kynna nú. í innanlandsmálum leggur Nixon áherzlu á, að hann vilji leysa vandamálin með sem minnstri íhlutun ríkisvaldsins og byggja sem mest á frjálsu framtaki og frjálsri samvinnu og sjálfboðaiiðastarfi. í sam- bandi við mál blökkumanna leggur nann áherzlu á, að þeir verði ’studdir til að eignast og starfrækja eigm atvinnufyrir- tæki, því að það muni auka sjálfsvirðingu þeirra. Annars lagði Nixon kapp á, að fullt tillit yrði tekið til vinstri arms republikana, þegar samin var stefnuskrá sú, sem flokksþing þeirra samþykkti. Fyrir milli- göngu hans náðist full eining um stefnuskrána. ALLAR HORFUR virðast nú á, að Hubert Humphrey verði fyrir valinu sem forsetaefni demokrata, þótt skoðanakann- anir séu McCarthy hliðhollar. Tveir reyndir stjórnmálamenn munu þá leiða saman hesta sína í forsetakosningunum í haust. Um þá hefur verið sagt, að sá munur væri á þeim, að Humphrey væri gamall fram- sóknarmaður, sem væri á leið til hægri, en Nixon gamall íhaldsmaður, sem væri á leið til vinstri. Kosningabaráttan mun leiða það í ijos, hvort þessi dómur fær scaðizt. Báðir eru þeir Nixon og Humphrey Snjall ir baráttumenn og auglýsinga- menn, ef svo mætti að orði kveða. Það getur ráðið miklu um úrslitin, hvor þeirra virðist ferskari í hugsun og líklegri til breytinga og stórræða. Nixon gerir sér þetta ekki sízt ljóst og leggur þv: mikla áherzlu á, að sigur hans muni tryggja ný viðhorf og nýja menn í æðstu stjórn Bandaríkjanna, en sigur Humphreys mum aðeins tryggja áframhald þess, sem er. Takist honum að sannfæra menn um betta, er það ekki ósennilegur spádómur, að hann verði næsti iorseti Bandaríkj- anna. Fáir neita því, að hann hafi gáfur «g reynslu til að geta re.vnzt bar vel, en þó verða margir fullir efasemda, unz £ hann hefur sýnt þetta í verki. | Þ. Þ. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.