Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. ágúst 1968. IÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR Urslit kunn í 2. og 3. íslandsmótsins í knattspyrnu Mp-Reykjavík. Keppni í 2. og 3. deild íslands- mótsins er nú lokið að mestu, og vitað er hvaða lið það eru, sem sigrað hafa í sínum riðlum, nema c-riðli 3. deildar (Austfjarðariðill- rnn) en þar er kærumál. Þróttur frá Neskaupstað er efst.. í þeim riðli með 6 ístig, en Leiknir frá Fáskrúðsfirði' kærði leik sinn við Hrafnkel Freýsgoða frá Breiðdals- vík og á eftir að dæma í því máli. Vinni Leiknir Kæruna, eru þeir einnig með 6 stig og þurfa því að leika úrslitaleik við Þrótt. i-Næsta ár verður liðunum í 1. deild fjölgað í 7 og 1970 í 8 lið, en þannig á 1. deildin að vera í náinni framtíð. Tvö lið falla þá á hverju ári og tvö koma. upp úr annarri deild í þá fyrstu. Sama fyrirkomulag verður á 2. deild. f ár leikur neðsta liðið í 1. deild við sigurvegarana úr báð- um riðlum 2. deildar, Akranes og Hauka, og fara 2 lið upp af þeim. Neðstu liðin í 2. deild, Víkingur og að öllum líkindum ísafjörður, en þeir eiga 1 leik eftir við Akra- nes, leika síðan til úrslita við lið- in 3, sem sigruðu í sínum riðlum í .3. deild, þ. e. a. s. Þrótt, Nes- kaupstað, eða Leiknir, Völsunga frá Húsavfk og HSH frá Snæfells- nesi. Hreinn Elliðason, sem nú leikur með Akranesi, er markahsestur landsmanna til þessa og á mögu- Hreinn Elliðason markahæsti knattspyrnumaðurinn, á landinu leika á að bæta yið sín 11 mörk í leiknum við ÍBÍ, sem fram fer á sunnudaginn kemur. Þrír af markahæstu leikmönnun um í 1., 2. og 3. deild í ár eru allir fyrrverandi leikmenn • úr Fram, Hreinn Elliðaspn, Eriingur Kristjánsson, sem lék lengi með 1. deildar liði Fram í handknatt- leik, og Gísli Guðmundsson, Hrönn Reykjavik, sem lék í yngri flokk- um Fram. Hér á eftir fer staðan og marka hæstu menn í öllum deildum eins og hún er í dag: 1. deild. KR ÍBA Fram Valur ÍBV ÍBK 7 4 2 1 20:11 10 7 3 4 0 12: 5 10 7 3 3 1 13:10 9 7 2 3 2 13:11 7 7 2 0 5 11:19 4 7 0 2 5 3:16 2 Markahæstu menn: Kári Árnason, ÍBA 8 Helgi Númason. Fram 7 Hermann Gunnarsson, Val 6 Reynir Jónsson. Vál 6 Ólafur Lárusson, KR 5 Gunnar Felixson, KR 4 Sævar Tryggvason, ÍBV 3 Þórólfur Beck, KR 3 Staðan í deildunum er þannig: 2. deild Haukar FH Þróttur Víkingur - a-riðill: 6 4 11 14:10 9 6 14 1 13:11 6 6 2 13 10:14 5 6 12 3 8:10 4 Markahæstu menn: Jóhann Lar- sen, Haukum, 6 Örn Hallsteins- son, FH, 6, Helgi Þorvaldsson, Þrótti, 5, Hafliði Pétursson, Vík.. 5, Geir Hallsteinsson, FH, 3, Gunn- ar Gunnarsson, Vík.. 2, Viðar Símonarson, Haukum, 2, Herbert Kristinsson, Haukum. 2, Helgi Ragnarsson, FH, 2, Steingrímur Hálfdánarson, Haukum, 2. 2. deild — b-riðill: Akranes 5 5 0 0 25: 5 10 Breiðablik 6 2 13 8:20 5 Selfoss 6 12 3 11:14 4 fsafjörður 5 113 5:10 3 Markahæstu menn: Rreinn Elliða son, Akranes, 11 Matthías Hall- grímsson, Akranesi, 6, Bjarni Lár usson Akranesi, 4, Sigurður Eiriks son, Self., 4, Guðjón Guðmundss., Akranesi, 4, Guðmundur Þórðar- son, Breiðabliki, 4, Þorvarður Hjaltason, Self.. 3, Hermann Níls- son, ísafirði, 3. 3. deild — a-riðill: HSH, Snæf. 6 6 0 0 23:10 12 Viðir, Sandg. 6 3 0 3 17:13 6 Njarðvík 6 2 0 4 13:18 4 Umf. Hrönn, R. 6 1 0 5 17:29 2 Markahæstu menn: Gisli Guð- mundsson, Hrönn, 8, Erlingur Kristjánsson, HSH, 8, Gylfi Þor- steinsson, Víði, 6 Sigurður R. Elías son, HSH, 6, Hörður Jóhannsson, Víði, 6, Jóhann Jakobsson, Hrönn, 4, Sigurður Ingvarsson, Víði, 4, Hilmar Hafsteinsson, Njarðvfk, 4, Egill Ross, HSH, 3, Einar B. Jóns- son, Njarðvík, 3. 3. deild — b-riðill: Völsungar, Húsav. 4 3 0 1 11: 6 6 Siglufiörður 3 10 2 5: 5 2 Reynir, Sandg. 3 10 2 2: 7 2 Stefnir, Súgandafirði hætti keppni. Markaihæstu menm: Sigþór Sigur jónsson, Völsungum, 5, Sverrir Pálsson, Völsungum, 2, Guðmund- ur Skarphéðinsson, Siglufirði, 2, Eiður Guðjónssom, Völsungum, 2.. 3. deild —c-riðill: Þróttur, Nesk. 4 3 0 1 7:3 6 Austri, Eskif. 4 2 11 5:3 5 Leiknir, Fáskr. 4 2 0 2 8:7 4 Spyrnir, Héraði 4 112 5:9 3 Hrafnkell Freysg.. Breiðdalsvík 4 10 3 4:7 2 Stöðfirðingar ogHuginn á Seyðis- firði hættu keppni í Austfjarða- riðlinum. Markahæstu menn: Guðmundur Hallgrímsson, Leikni, 4, Hörður Þorbergsson, Þrotti, 2, Þráinn Rós- mundsson, Austra. 2, Stefán Stef- ánsson, Þrótti, 2. Hreinn Elliðason Hvenær ætlum við að velja knattspyrnumann ársins? v Flestar knattspyrnuþj. Evrópu hafa valið sinn bezta knattspyrnumann KLP-iReykjavík. „Knattspyrnumaður ársins" er viðurkenning, sem allar knatt- spyrnuþjóðir heims, nema íslaind, veita sínum bezta knattspyrnu- ¥. %. Eusebío knattspyrnumaður ársins f Portugal. manni, að umdangenginni atkvæða greiðslu, sem látin er fara fram í lok hvers Ieiktímabíls. Það, sem aðallega er tekið til- lit til, er geta leikmannsims yfir keppnistímabiíið f heild, ásamt al- mennum vinsældum, framkomu hans utan vallar sem innan, og margt annað. Margar þjóðir hafa þegar kosið „Knattspyrnumainn ársins 1968" en val rússnesku verð launanefndarinnar hefur komið mest á óvart utan Rússlands. — í Rússlandi eru verðlaunih talin hafa fallið í skaut þess manns, sem átt hafi þau fyllilega skilið. Þessi maður sem fékk verðlaunin nú í fynsta si»n, er hinn frábærl framherji Dynamo Moskva, og landsliðsins, Streltzov. Hann var þegar á árunum kringum 1960 einii bezti knattspyrnumaður Rúss lands og Evrópu, en gæfan var honum ekki hliðholl. Árið 1963 var hann dæmdur til ævilangrar þrælkunarvinnu í Rússlandi fyrir nauðgunartilraun, en hann hafði oft áður lent í vandræðum, óg átti oft í útistöðum við lögih, vegma ölvunar við akstur, ölviin ar á almannafæri, rúðubrota og slagsmála á veitingahúsum, sem hann stundaði vel á þessum gull- árúm síuum. Knattspyrnusamiband ið og Dynamo Moskva létu sem ekkert væri þrátt fyrir margítrek- uð brot hans, en út úr síðustu vamdræðum gátu þeir ekki hjálp- að honum. Æðsti dómstóll Ráð- stjórnarríkjanna dæmdi Streltzov svo til ævilangrar þrælkumarviinnu og sagði svo í dómsorði, að hann hefði verið átrúnaðargoð milljóna ungmenna um gjörvöll Ráðstjórn arrikin, og því væri brot hans og dómur til viovörunar þeim þús- uindum ungmenná sem hugðust feta í fótspor hans í íþróttaheim- inum. En Streltzov var aðeins 3 ár í þrælkunarvinnunni, þá var honum sleppt, vegna góðrar hegð unar. Hann hóf þegar æfingar með Dynamo Moskva, og brátt var hann kominm f A-lið félagsins og síðan la leiðin enn á ný í rússneska landsliðið. Á síðasta ári lék hann með því alla leikina, og var annar markahæsti Ieikmað ur Evrópu í landsleikjum á því ári. Streltzov er nú allt amnar maður en fyrir dóminn þunga; — árin þrjú hafa breytt honum úr hrokafullu ungmenni í karl- mann, ' sem allir dá, bæði utan vallar sem innan. f öðrum löndum hafa þegar ver ið valdir knattspyrnumemin ársins, og er okkur kunnugt um þessa: George Best var kosinn knatt- spyrnumaður ársins í Englandi, af íþróttafréttariturum þar, en þeir einir velja í því landi. Best er ekki aðeins vinsæll hjá þeim, heldur er hann átruinaðargoð þús umda ungmenna, um gjörvallt Bret land, og þó víða væri leitað. Á ftalíu var Lugí Ríva kownn bezti knattspyrnumaðurinn, en hann leikur með Caglíarí. Hann var einnig kosinn íþróttamaður frsins 1967. f Frakklandi var fyrir valimu fyrirliði St. Etienne og franska landsliðsins, Bernard Bosquir. . fvfca Osim, sem leikur bakvörð með Zelejnikar , frá Júgóslavíu, var kosinn bezti knattspyrnumað- urinn þar. í Svíþjóð var vinstri útherji Malmö FF, Ingvar Svahn, fyrir valinu, og hlaut „Gull-knöttimn", eins og verðlaunin eru kölluð hjá þessum frændum okkar. f Belgíu eru verðlaunin kölluð „Gull-skórinn", ' og fékk þau að þessu sinni hinn 33 ára gamli markvörður Briiges, Fernand Boone. í Portúgal var Esubio valinn í þriðja sinn í röð. Fleiri þjóðir hafa valið skm bezta knattspyrnumanm, en okkur hefur ekki tekizt að fá fleiri nöfn til þessa. Hér hjá okkur eru engin slík verðlaun veitt, og erum við eina landið f Evrópu, sem ekki velur sinn bezta knattspyrnumamn. Hjá öðrum þjóðum er valimn íþrótta- Framhald á 12. síðu. Streltzov knattspyrnumaður ársins I Kússlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.