Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FÖSTUDAGUR 9. ágúst 1968. NIXON Framhald af bls. 1 Val varaforsetaefnisins kom mjög á óvart og að því er Agnew sagði sjálfur á blaðamannafundi í dag hafði hann aldrci dreymt um slíka virðingarstöðu. Nafn Agnews hafði verið nefnt í helztu tilgát- um en efst á lista coru nöfn manna eins og Lindsays, borgar- stjóra í New York, og Charles H. Percy frá Illionis og fleiri sem íhaldsöflin innan flokksins gátu ekki sættÁig við. Áður hafði Nix- on lýst yfir því að hann vildi fá varaforsetaefni sem hjálpaði hon um dyggilega í kosningabaráttunni og kæmi til að hafa áhrif á úr- slit kosninganna. Einnig hafði Nixon lýst því yfir, að yrði hann kosinn forseti myndu varaforset- anum vera fengin meiri völd í hendur en tíðkast hefur. Eins og kunnugt er'var Nixon varaforseti Eisenhovers og er talið að vara- forseti hafi aldrei haft eins mikil völd og áhrif á gang mála eins og_í stjórnartíð þeirra. f upphafi kósningabaráttunnar vann Agnew að framboði Rocke- fellers en snérist síðan fljótlega á sveif með Nixon. Agnew var fyrst ur til þess að stinga upp á Nix- on sem forsetaefni á flokksþing- inu og flutti iokaræðuna fyrir hans hönd. Talið er að hann hafi verið beðinn um það af Nixon. Þess var vænst fyrir fram að Agn ew myndi láta fulltrúanefnd- ina frá Maryland kjósa sig við fyrstu atkvæðagreiðsluna, en frá þvf hefur hann horfið. Margir telja að #sigur Nixons hafi fyrst og fremst orðið svo stór vegna stuðn ings Agnews og hafi hann viljað launa honum greiðanu og tekið hann fram yfir fjöldan allan af þekktum stjórnmálamönnum. Á flokksþinginu 1964 studdi Agnew William Scranton gegn Barry Goldwater. en hann var öllu íhaldsamari en Scranton. í forsetakosningunum sjálfum studdi Agnew Goldwater. „Sá sem sífellt hefur verið að tapa kosningum undanfarin 18 ár vann nú yfirburðarsigur. í sjónvarpsviðtali skömmu eftir að úrslit voru kunn í nótt sagði Nixon að hann myndi vinna for- setakosningarnar vegna þess að hann hefði að oaki sér sameinað- an flokk. í mótsetningu við sundr unguna í flokknum árið 1964, er Go-ldwater var í framboði virðist n úalgjör eining ríkja innan flokks repúiblikana um að fylkja sér um Nixon og vinna að kosningu hans. Nelson Rockefeller sagði á blaðamannafundi snemma í dag að hann myndi styðja og aðstoða Nixon í kosningabaráttunni eftir föngum. Ríkisstjórinn í New York var þreytulegur og virtist vonsvikinn. Hann hélt því annars fram, að þátttaka hans í kosn- ingunum myndi ef til vill hafa orðið til þess að leiða flokkinn inn á þá braut sem líkleg væri til þess að enda í Hvíta húsinu. Reagan ríkisstjóri sagði í dag, að hann myndi einnig styðja Nix- on og virtist hann enn ákveðnari í því en Rockefeller. Talsmenn hans héldu því fram að Reagan hefði aldrei gert sér von um að verða útnefndur forsetaefni en að einnig telji hann sig hafa-látið eftir sig merki á stefnu flokksins. Rockefeller, Reagan og Romn- ey, fylkisstjóri, hafa sent Nixon heillaóskaskeyti. í áðurnefndu sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa verið valinn án þess að þurfa að gjalda fyrir það ofurvirði og án þesis að þurfa að gangast undir ueinar skuldbind- ingar. „Ég hef hug á að vinna forsetakjöi-ið á sama-hátt og ég vann útnefningarkjörið. Með því að verða kjörinn forseti get ég sameinað þjóðina", sagði Nixon. Flokksþingið og útnefningiii. • Útnefning forsetaefnis tók 8 klukkutíma á flokksþinginu í Mi- .ami Beach og vai ekki útséð um yfirburðarsigur Nixons fyrr en úm kl. 3 í nótt að ísl. tíma. Ail- an þennan tíma var verið að halda framboðsræður fyrir hin- um tólf frambjóðendum sem stungið var upp á í byrjun þings- ins. Aðeins þrír frambjóðendanna komu þó alvarlega til greina eða þeir Nixon, Rockefeller og Rea- gan. Hinir voru svokallaðir „uppá haldssynir" og snérust þeir marg ir á sveif með Nixon er draga tók að atkvæðagreiðslunni. Stungið var upp á Nixon af Spiro G. Agnew ríkisstjóra í Maryland, lagði hann áherzlu á það gífurlega starf sem Nixon hefur unnið í þágu flokksins og benti á að hann hefði verið flokknum tryggur árið 1964 og stutt Goldwater. Þetta var greini- lega sagt til þess að minna á að Rockefeller neitaði að styðja Gold water á sínum tíma. Þó frambjóðendurnir, Nixon og Rogkefoller dveldust ekki í hinum gríðastóra þingsal í Con- vention Ilall, þar sem 103 full- trúar Repúblikana og fjöldi áhorf- enda var samankominn, börðust fylgismenn þeirra til síðustu stund ar við að reyna að ná fleiri fulltrúum á band sitt. Frambjóðendurnir þrír sýndu í fyrstu mestan áhuga á hinum fjöl ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim sem glöddu mig á sjötíu óg fimm ára afmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og skeytum, þakka ég hjartanlega. Guðmundur J. Arngrímsson. Innilcgar þakkir tii allra fjær og nær sem auðsýndu okkur samúð og vlnsemd við fráfall og jarðarfðr Kristins Bjarnasonar frá Ási Gnoðavogi 20. Guðfinna Árnadóttir, börn og tengdabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vlnáttu vlð andlát og jarðarför Samúels Baldurssonar, Birkivöllum 2, Selfossi Elín Jónsdóttir, Ásmundur Hannesson, Anna S. Baldursdóttir, Birgir Baldursson, Einar Baldursson. l* ■■ ’» ÁVvWW Dönsku konungshjónin komin til Grænlands Dönsku konungshjónin lögðu af stað til Grænlands s.l. miðviku- dag. Flugu þau til Syðri-Straums- fjarðar, þar sem forptjóri græn- lenzka flugfélagsins tók á móti þeim, en frá Syðra-Straumsfirði ætla hjónin í mikinn leiðangur um strendur Græhlands með danska konungsskipinu Danne- borg, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Skipið átti hér skamma við dvöl á leið sinni til Grænlands, og var þessi mynd þá tekin. Ætla hjónin að gera víðreist um Grænland, og að undanförnu hefur undirbúningur undir komu hinna tignu gesta staðið ytfir, hvar sem leið þeirra mun liggja. Hefur mikið starf verið unnið til að gera móttöku konungshjónanna sem veglegasta. mennu fulltrúasveitum frá New Jersey, Ohio og Michigan en jafn vel hinir litlu og fyrirfram- ákveðnu sendisveitir höfðu ekki svo litla þýðingu fyrir frambjóð- endurna. Skömmu fyrir miðnætti í gær breyttu allir fulltrúarnir frá Wisconsin afstöðu sinni og gerðu það að verkum að Nixon komst yfir hið tilsetta atkvæðatakmark 667 atkvæði. Eins og margir höfðu spáð var þetta til þess að ennþá fleiri snérust til fylgis við Nixon og fékk hann í allt 692 atkvæði eða 25 umfram það sem tilskilið var. BRÆÐRATRÉÐ Framhald af bls. 3. næst tók Knudsen skrifstofustjóri til máls, og lýsti tildrögunum að styttunni, og afhenti skógræktar- stjóra hana síðan. Skógræktar- stjóri þakkaði og minnist Anders sen-Rysst með nokkrum orðum. Styttan sýnir birkitré sem hef ur skotið rótum inn á milli hrauns. Per Ung, myndhöggvarinn sem gerði styttuna var viðstaddur af hendinguna. Þá voru og viðstadd ir afhendinguna, Agnar Kl. Jóns- son ráðuneytisstjóri, stjórn Nord manslaget í Reykjavík, stjórn Skógræktarfélags íslands og fleiri framámenn í skógrækt. Trúin flytur fjoll. — Vi8 flytjum allt annaB SENPIBfLASTÖÐIN HF. BlLSTJÖRARNIR aðstoða SAMTÍÐIN hið vinsæla heimilisblað sllrar f jölskyldunnar flytur sögur, greinar skopsögur, stjörnuspár, — kvennaþætti, skák- og bridgegreinar o.m.fl. 10 hefti á ári fyrir aðeins 150 kr. Nýir áskr>fendu> fá þrjá árganga fyrir 290 kr., sem er alveg einstæt* kostaboð Póstsendið t dae eftirfarandí pöntunarseðil: Ég undirrit........éska að gerast áskrifandi að SAMTIÐINNl og send.i öér með 290 kr- fyrir ár- gangana 1966. 1967. os 1968 Vmsamlegast sendið petta ábyrgðarbréfi eða postávisun. NAFN ......................................... TÍMINN HEIMIU <) kemur dag;!eg;a fyrir augu vandlátra blaða- lesenda um allt land. Utanáskrift okkar er SAM'ITÐIN. Pósthólf 472, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.