Tíminn - 10.08.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.08.1968, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 10. ágúst 1968. TIMINN Er þetta boðlegt? Útvarpshlustandi biður Landfara fyrir opið bréf til Úfoarpsráðs: „Útvarpsráð Reykjavík. Þann 5. þ.m. hafði ungt fólk þátt í Ríkisútvarpinu, er nefndist „Um drykklanga stund“ í umsjá Hrafns Gunn- lawgsseaar og Davíðs Oddsson- ar. Flestum, sem á þátt þenn- an hlýddu, held ég hafi ofboð- ið efni það, sem þar var á borð borið fyrir hlustendur. Fyrst ræddu nokkrir unglingar um „Pilluna" og voru það lítt gáfu legar umræður. Næsta atriði var að hringja út um allan bæ og sþyrja ýmsa aðila sömu spurningar: Er fíllinn heima? Sálfræðingur var hafður við Hiðina til þess að hlýða á við- brögð manna við þessari spurn ingu. Allir fengu lélegar eink- unnir og var hluti athuga- semda sálfræðingsins á latínu. Að lokum var sungið ljóð um karlinn skeggiausa. Slíkur sam setningur hefur víst aldrei heyrzt í íslenzkri ljóðagerð og sönglistin var eftir því, ámát- leg. Eitthvað fleira góðgæti var þarna flutt, en allt hvað öðru aumkunarlegra Þótt allt þetta efni hafi átt að vera í gamni, var iágkúran svo alls- ráðandi og vesöl, að fyndni örl- aði ekki fyrir. Manni verður á að hugsa, á hvaða leið er íslenzk æska í dag? Ekki aru skólarnir slík- ir, að þeir framleiði svona vit- firringa? Margir, sem hlustuðu á þennan þátt, eru sammála um, að hér er eitthvað mikið að. — En hvað um þuli út- varpsins, sem aðstoðuðu við þennan óráðs-samsetning, Jón Múla Árnason, Gunnar Stefáns son, Jóhannes Arason og Jónas Jónasson. Þessir ágætu menn gegna ábyrgðarstarfi hjá út- varpinu og ætla mætti, að þeim léti ekki að leika fífl, jafnvel fyrir peninga. Hér með vil ég skora á út- varpsráð að hlusta á þennan þátt og helzt að endurtaka hann með hæfilegri auglýsingu svo að menn geti dæmt um hina andlegu reisn ungdóms- ins árið 1968 og þá jafnframt um þá stjórn, sem er á mál- efnum útvarpsins. Hjálmtýr Pétursson.“ 9 Ferðalangurinn metur góða þjónustu úti á landsbyggðinni Baldur Oddsson, Bogahlíð 10 Rvík. skrifar: Kæri Landfari. Ég hef séð, 'að margir hafa sent þér línu um eitt og ann- TR0LOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÖR Skólavörðustíg 2 að og vona ég, að þú getir birt fyrir mig eftirfarandi bréf: í sumar hef ég eins og marg- ir aðrir, ferðazt talsvert um landið, og þá stundum þurft að leita á náðir þeirra, sem þjónustu veita úti á lands- byggðinni. Mig langar að segja frá tveim ólíkum atvikum, sem mig hentu nýiega. Fyrir nokkru var ég á leið norður í land og hafði sam- flot við annan bíl. Skammt frá Akranesi bilaði annar bíllinn og þurfti taisverðrar viðgerð- ar við. Er skemmzt frá því að segja, að þótt þetta væri að kvöldlagi fengum við þá þjón ustu, sem bezt varð á kosið á Akranesi, gert var við bílinn, svo unnt var að halda förinni áfram, og á hótelinu á staðn- um var fólkið allt af vilja gert til að greiða götu okkar og að- stoða okkur a allan hátt. Hef ég sjaldan fyrirhitt jafn mikla greiðasemi og vinsemd á gisti- húsi. Það ber að hrósa því, sem vel er gert og það vil ég að komi fram, að þarna voru allir, sem við þurftum að leita til, af vilja gerðir til að leysa úr málum okkar sem fyrst og bezt. En því miður er þetta ekki alls staðar svo. Um síðustu helgi var ég staddur austur við Hvolsvöll og þurfti að fá gert við hjólbarða. Leitaði ég til bifreiðaverkstæðis kaupfélags- ins á staðnum. Þégar ég kom til að sækja hjólbarðann, var mér tjáð, að slangan í honum hefði verið ónýt. Því trúði ég vart, þar sem ég hafði keypt hana á Akranesi nákvæmlega sjö dög- um áður. Erfiðlega gekk að finna slönguna. og virtist sá, sem verkið hafði unnið, varla vita, hvað af henni hafði orð- ið, en leitaði lengi í haug skammt frá húsinu, eða þar til annar starfsmaður á verkstæð- inu skarst í leikinn, benti hon um á, að hann hefði farið með slönguna inn á varahlutalager verkstæðisins. Kom þá í ljós, að enda þótt göt væru á slöng- unni, mátti vel gera við hana. Gerði ég- athugasemd við þessi vinnubrögð, en fékk lítið ann- að en útúrsnúninga að svörum, en fékk þó slönguna afhenta. Þá var að því komið að borga reikninginn. Slangan kostaði þrjú hundruð og fimm krón- ur, sem vel kann rétt að vera, en hins vegar var vinnan við að setja slonguna í reiknuð hálf klukkustund, á þrjú hundr uð krónur Klukkustundin, eða eitt hundrað og fimmtíu krón- ur. Það gerði ég athugasamd við og taldi of mikið, enda varla nema tíu mínútna verk að setja slöngu í dekk og til samanburðar má geta þess, að hjólbarðaverkstæðin í Reykja- vík taka fimmtíu krónur fyrir þetta sama. Kom nú verkstjórinn á verk- stæðinu til sögunnar. Tjáði hann mér, að þarna væri ekki um neina góðgerðarstarfsemi Haukur Davíðsson hdl. lögfræðiskrifstofa Neðstutröð 4, Kópavogi Sími 42700. að ræða og ég skyldi borga. Enn mótmælti ég og sagði þetta að mínum dómi hrein- asta okur. Er. ekki tjáði að deila við domarann, og ekki gat ég farið varadekkslaus í bæinn, og borgaði því reikn- inginn. Skammt frá Hvolsvelli hitti ég tvo lögregluþjóna úr Reykja vík, sem ég spjallaði við, og sagði það sem að ofan er greint. Bað ég þá að koma með mér á verkstæðið, til að vita hvort ég fengi þetta leið- rétt. Urðu þeir fúslega við því. Þar upphófst á ný nokkur orðasenna milli mín og verk- stjórans. Sagði hann mér með- al annars, að ég væri maður Ijótur og vildi hann helzt ekki þurfa að horfa lengur á mig, og kvaðst þá vilja borga mér reikninginn til baka og taka sína slöngu. Lögregluþjónarn- ir, sem ekkert höfðu sýnt nema einstaka prúðmennsku, spurðu verkstjórann einnar eða tveggja spurninga í fullri kurt- eisi, en verkstjórinn vísaði þeim á dyr. Þeir sáu sem var, að maðurinn var ekki viðmæl- andi og eyddu ekki í hann fleiri orðum. Þá kom að því, að ég átti að fá reikninginn endurgreidd ann, og sagði verkstjórinn mér að ég yrði að borga full vinnu- laun fyrir að taka slönguna úr aftur! Þá þótti mér þetta nú farið að verða nokkuð dýrt, og sagði honum, að það væru vinnulaunin en ekki slöngu- verðið, sem ég hefði gert at- hugasemd við. Þá kom piltur- inn, sem verkið hafði fram- kvæmt, og spurði. hvort ég vissi, að það væru tuttugu og fimie krónur,. sem ég væri að i.rj»vla“ út af. Lét hann einnig orð falla um gáfnafar mitt. Loks bauðst verkstjórinn til að taka slönguna úr mér að kostnaðarlausu, en greiðslan fyrir að setja slönguna í skyldi óbreytt. Þá var ég eiginlega búinn að fá nóg og kvaddi heið ursmanninn og piltunginn, sem reyndist vera sonur hans. Þetta skeði síðla dags á laug ardegi, og þotti þeim feðgum orð á því hafandi, að ég væri fyrsti maðunnn, sem kvartaði þann daginn. Ekki skal mig furða, þótt kvartanir séu þarna daglegur viðburður, ef margir fá svona móttökur. Hreinsum til Ferðalangur skrifar Land- fara um óþrifnað í byggðum landsins: „Mikill áróður er. nú rekinn gegn sóðalegri umgengni fólks og spjöllum á náttúru lands- ins. Er vonandi, að hann beri nokkurn árangur, svo mjög sem umgengni fólks er ábóta- vant, og spjöll víða unnin að tilefnislausu. í þessu sambandi vil ég leyfa mér að minna á, að enn blasa víða við augum vegsum- merki frá hernámsárunum um • dvöl herliðs hér á landi. Enn má ríða sjá við alfáraleiðir braggagrunna, hálfhrunda steinkofa, girðingarslitur, síma vír o.s.frv. Allt er þetta til lít- ils augnayndi* og vírinn skap- ar hættur fyrir skepnur, munu þær ófáar sauðkindurnar, sem beðið hafa nörmulegan dauða af völdum porsta og hungurs af því að þær flæktust í vír- dræsur af þessu tagi. Fyrir nokkrum árum hirti hópur skáta nokkuð af þessum vír og gróf hann, þó sjást vírdræsur enn víða. Stjórn landsins mun á sín- um tíma hafa fengið mest af eignum hernámsliðsins til ráð- stöfunar og um leið tekið á sig þá kvöð að hreinsa til, þar sem þess var þörf. Mun þetta hafa verið allábatasöm ráðstöf- un fyrir ríkissjóð, því mest af eignum þessum var selt ein- staklingum. Hins vegar hefur aldrei verið staðið við þá kvöð að hreinsa óþverran burt til fulls, þó komið sé nú á þriðja áratug síðan það átti að ger- ast. Enn selur ríkið ýmislegt, sem fellur frá varnarliðinu og starfrækir sölunefnd varnarliðs eigna, vafalaust með góðum hagnaði. Væri nú ekki rétt, að hagn- aðurinn af þeirri verzlun yrði látinn renna til þess að þrífa til á gömlum bækistöðvum hersins, og bæta þannig úr gamalli vanrækslusynd. Það yrði mikilsvert framlag til stuðnings áróðrinum: Hreint land, fagurt iand.“ Golfskálavegurinn G.Þ. skrifar: Fyrir nokkrum árum fékk Golfklúbbur Reykjavíkur að- stöðu til goifiðkana í Grafar- holtslandi. Byggði félagið þar allveglegan skála, sem til að sjá virðist hin prýðilegasta bygging, a.m.k. eftir að ljósir litir hylja steingráann. — Að- ur en þessi uygging var gerð, var lagður allgóður vegur uþþ með Grafarholtinu sunnan- verðu. Var það að mestu gert með jarðýtu eins og aðrir veg- ir nú til dags. og síðan mal- borinn eins og þurfa þótti. Við gerð vegarins var efninu ýtt úr hallanum ofanvert við veginn, sem að mestu var gró- ið tún. Við jarðraskið mynd- uðust þarna opin moldarflög, sem síðan hafa blasað við aug- um allra, sem þarna hafa far- ið, hina fjöJiörnu alfaraleið. Ekki þarf mikið til að hylja þessi jarðlýti og gegnir nokk- urri furðu, <>ð það skuli ekki fyrir löngu hafa verið gert. Aðeins nokkur kíló af gras- fræi og 3—i poka af áburði (helzt skarna) er allt og sumt, sem með þarf — Benda hefði mátt á þetta fyrr, en ekki er enn svo áliðið sumars, að þetta megi ekki gera núna, ef fljót- lega er við brugðið. — Landspjöll vegna ýmissa aðgerða og af völdum umferð- arinnar eru nógu víða fyrir augum vegfarandans, þótt ein hverjar úrbætur séu gerðar, þar sem auðveldast er. Erlendu kartöflurnar slæmar Húsmóðir í Vesturbænum skrifar: „Heill og sæll Landfari! Mig langar að ræða við þig um mál, sem mér finnst að við húsmæðui ættum að taka til okkar. Það er um hinar nýju er- lendu kartöflur, sem hér hafa verið á boðstolnum í verzlun- um um tíma. Er hægt að láta bjóða sér skemmdar, trénað- ar kartöflur næð myglubragði fyrir fyrsta i'lokks kartöflur? Hvaðan fær Grænmetisverzlun ríkisins þessa úrvals vöru? Og hvar eru borgaryfirvöldin? Eg segi fyrir mit,, þessar kartöfl- ur eru ekki einu sinni til dýra- fóðurs, hvað þá til manneldis. Og ég veit, að ég mæli fyrir munn margra, sem hafa neytt þessara kartaflna. En húsmæður! Látum ekki bjóða okkur allt til munns og handa.“ 5 A VlÐAVANGI Hátíð verzlunarfóiks „Verzlunarmannahelgin er liðin án stórra áfalla en með fjöldasamkomum víðsvegar. Þá er umferð mest á vegum lands ins. 13—15 þús. manns söfnuð- ust í Húsafellsskóg, 5—7 bús. í Vagnaskóg o.s.frv. Hitinn komst í 23 gráður norðanlands um þessa helgi. Frídagur verzl unarmanna, fyrsti mánudagur í ágúst ár hvert, er að verða almennur hátíðisdagur vinn- andi manna. En er það þá verzl unarmannastéttin, sem stend- ur fyrir hátíðahöidunum? Nei, það eru ungmenna- og íþrótta- félög, æskulýðsfélög og félög bindindismanna, en ekki verzl- unarfólkið eða samtök þess, hvernig sem á því stendur. Læknar og viSgerðar menn á miðin Loks virðast læknamál síld- veiðiflotans leyst. En síldveiði- sjómenn, sem nú eru á mjög fjariægum miðum, hafa þó not- ið læknisaðstoðar m.a. Rússa, er veiða á svipuðum slóðum og láta lækna fylgja sínum síld veiðiflota og góða aðstöðu til starfa. Það eru þeir Hannes Finnbogason og síðar Snorri Hallgrímsson, sem fara á mið- in og verða um borð í Ægi. En læknar þessir eru báðir kunn- ir skurðlæknar Landsspítalans. Ennfremur verða tveir tækni- fræðingar þar um borð til að annast viðgerðir ýmsra tækja veiðiskipanna. Sextíu skip Yfir 60 skip eru nú við síld- veiðar suður af Svalbarða. Veiðiskipin fara sjaldan til lands vegna flutningaskipanna, sem sækja aflann til þeirra á miðin. Aukin þjónusta á hin- um fjarlægu miðum er gleði- leg, bæði í heilbrigðismálum og viðgerðamálum. Nú standa yfir viðræður milli íslendinga, Rússa og Norðmanna um aukin samskipti í viðgerðaþjónustu um borð í veiðiskipum, er veið ar stunda á sömu slóðum. Síld- veiði er treg. Aukin umferðar- menning Á nokkurra daga ferð um ýmsa fjölfarna þjóðvegi lands- ins nú fyrir skömmu, var aukin umferðarmenning auðsæ. í þessari ferð varð sá, er þessar línur ritar, aðeins var við einn miður kurteisan ökumann sem naumast var þó efni til umkvörtunar. Við veeina var ekki rusl til lýta í stórum stíl eins og stundum áður og er það einnig mikil framför. Á- stæða er til að gleðjast yfir aukinni umferðarmenningu, jafnframt því að halda uppi áróðri fyrir því að halda áfram á sömu braut. Þess ber þó að geta, að „vinstri villu" í um- ferðinni er ekki lokið og skap- ast oft hætta af því.“ (Dagur)).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.