Tíminn - 10.08.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.08.1968, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 10. ágóst 1968. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 „Eyjaskeggjar" með 2 lið í úrslitum á fslandsmótinu En Reykjavíkurfélögin með 7 iíð í úrslitum klp-Reykjavík. íslandsmótinu í knattspyrnu „yngri flokkarnir“, er nú um það bil að Ijúka og þegar er vitað, hvaða lið komast í úrslit í öll- um flokkum. Keppnin í ár hefur verið spenn andi og skemmtileg, eins og svo oft áðiu- lijá okkur ungu knatt- spyrnumönnunum. Margir góðir leikir hafa farið fram og margir góðir leikmenn hafa einnig kom- ið fram i dagsljósið í þessu móti, di;engir, sem munu gera garðinn frægan fyrir félög sín og einnig fyrir ísland, ef rétt er á haldið, við æfingar og keppni. Leikir yngri flokkanna eru oft- ast skemmtilegir á að horfa, þ.eim mun yngri sem leikmenn- irnir eru, því skemmtilegri eru þeir, í sínum mikla áhuga . á leiknum. í 2. flokki voru 13 _ lið, í 2 riðlum A og B riðli. Úrslit eru kunn í báðum riðlunum. í A riðli sigraði Fram, sem er með flesta leikmenn unglingalangsliðs ins, er varð í 2. sæti á Norður- landamótinu í sumar. Þeir hlutu 10 stig í 5 leikjum, unnu alla sína mótherja, stærstur sigur móti KR, 12-2. Aðalkeppinautur þeirra var Víkingur með 8 stig, töpuðu aðeins fyrir Fram, 1-2. KR, sem var neðst í riðiinum, fellur nið- ur í B riðil og leikur þar næsta ár. Úrslit: Valsdagur á morgun Knattspyrnufélagið Valur mun n. k. sunnudag, 11. ágúst, kynna starfsemi sína á íþrótta svœði félagsins áð Hlíðarenda við L’aufásveg. Frá kl. 14 til 17.30 munu fara fram á fjórum völlum á félagssvæðinu bæði kappleikiir og æfingar. Mótherjar Vals í kappleikjun um verða þessir: hendknattleik- ur, m. fl. bvenna — Ármann, 2, ’fl. kvenna — Breiðablik: knattspyma, 2. fl. — Víkingur, 3. fl. Fram, 4. fl. KR, 5 fl. Þróttur. Aðgangur að félagssvæðinu er ókeyPis og öllum heimill en félagið vill sérstaldega bjóða velkomna foreldra og áðstand- endur hinna fjölmörgu Vals- dregnja og Valsstúlikna, svo og alla Valsmenn, eldri sem yngri. Veitingasala verður á félags svæðinu, og í félagsheimilinu munu handknattleiksstúlkur sjá um kaffiveitingar. Héraðsmót UMSB að Húsafelli Héraðsmót Ungmennasam- bands Borgarfjarðar í frjálsum íþróttum karla og kvenna verð ur háð að Húsafelli dagana 17. og 18. ágúst, og hefst keppnin kl. 2 síðdegis báða dagana. Á laugardag, 17. ágúst, verð ur keppt i eftirtöldum grein- um fyrir karla: 400 m. híaupi, 1500 m. hl-aupi, hástökki lang stökki, spjótkasti, kúluvarpi og 4x100 m. boðhlaupi. Þá verður einnig keppt í þessum greinum kvenna: Langstökki kúluvarpi, spjótkasti og 4x100 m. boð- hlaupi. Sunnudaginn 18. ágúst verð ur keppt í þessum karlagrein- um: 100 m. hlaupi, 5000 m. hlaupi, 1000 m. boðhlaupi, þrí stökki, stangarstökki og kringlukasti. Og kvennagreinar á sunnudag verða þessar: 100 m. hlaup, hástökk og kringlu- kast. Þátttaka í mótinu tilkynnist Eyjólfi Magnússyni, Borgarnesi, éigi síðar en fimmtudaginn 15. ágúst. Fram Víkingur Valur Keflavík Selfoss KR 0 0 20: 4 0 1 14: 6 8: 7 6:10 4: 9 4:20 1 2 0 3 0 4 1 4 f B riðli sigruðu Vestmannaey- ingar, en þar er 4 leikjum ólok- ið, en þeir hafa engin áhrif á sig- ur ÍBV, í þessum riðli. ÍBV mætir Fram nú síðar í þessum mánuði, og sem sigurveg- arar í riðlinum, flytjast þeir upp í A riðil og leika þar næsta ár, en þannig er það í öllum flokk- um. Úrslit. Vestmannaeyjar 6 6 0 0 11: 3 12 Akranes Breiðablik Þróttur FH Haukar Stjarnan 5 4 0 1 26: 6 8 5 3 1 1 22: 4 7 5 2 1 2 8:11 5 4 1 0 3 9:13 2 4 0 0 4 4:12 0 5 0 0 5 0:29 0 f 3 flokki voru 15 lið, og var þeim skipt í 3 riðla A, B og C- riðil. • Aðeins er eftir að leika einn leik í B riðli, en nann hefur engin áhrif á efsta sætið í riðlinum. f A riðli sigraði Valur, hlaut 10 stig, úr 5 leikjum, og komust þar með í úrslit í þriggja liða úrslitakeppninni. Víkingur sem varð neðst fellur niður í B riðil. Úrslit: Valur 5 5 0 0 27: 3 10 Fram 5 4 0 1 16: 3 8 Keflavík 5 2 12 19:15 5 Selfoss 5 2 0 3 3:1? 4 Vestm.eyjar 5 113 5:11 3 Víkingur 5 0 0 5 1:26 0 B-riðillinn sigraði KR, og komst þar með í úrslit, einum leik er þar ólokið. Úrslit. KR Breiðablik Akranes FH Haukar 4 4 0 0 19: 2 8 4 3 0 1 18: 4 6 3 1 0 2 5:10 2 4 1 0 3 5:16 2 3 0 0 3 2:17 0 í C-riðli var spennandi keppni, og þegar henni var lokið voru 3 lið jöfn með 4 stig, Þróttur, Hörð ur frá ísafirði, og Stjarnan úr Garðahreppi. Þróttur sigraði riðil inn, á hagstæðari markatölu, en hún gildir í riðlakeppni yngri flokkanna. Þróttur 3 2 0 1 ÍésTS 4 Hörður 3 2 0 1 11: 5 4 Stjárnan 3 2 0 1 2:»4 Grótta 3 0 0 3 1:13 O 13 lið voru í 4 flokkskeppn inni, og var þeim skipt í 2 riðla. í A-riðli, er 1 leik ólokið, á milli ÍBK og ÍBV, en hann hefur eng- in áhrif á efsta sætið, því sigur- vegari í riðlinum varð Valur, sem sigraði naumlega í þetta sinn hlaut 8 stig, en 2 lið eru með 1 stigi minna, Akranes og Fram með 7 stig. Leikur ÍBV og ÍBK sker úr um hvaða lið fellur niður í B-riðli. Sigri ÍBK fellur ÍBV, en sigri ÍBV eða gerir jafntefli í leiknum, fellur ÍBK. Framhald á bls. 15 Leikmenn KR og Fram i 5 flokki eftir úrslitaleikinn í A-riðli íslandsmótsins á fimmtudaginn, en leiknum lauk með jafntefli 1:1, sem nægði KR til slgurs í riðlinum, og þar með rétt til úrslitaleiksins í 5. flokki. Bæði ‘liðin hlutu 11 stig, en markatala KR-inganna var betri, og réði það úrslitunum. Verður íslandsmótið í 1. deild útkljáð á Akureyri á morgun? klp-Reykjavík. Á morgun kl. 4 hefst á Akur- eyri einn þýðingarmesti leikur 1. deildar keppmnnar í ór, leik- urinn, sem allir knattspyrnu- menn hafa beðið eftir. Þá leika KR og Akureyri, og er ekki að efa, að þar verður um spennandi leik að ræða. Ekki er þar með sagt, að það liðið sem tapar .ef leikurinn end- ar ekki með iatrtefli) hafi misst af lestinni í 1. deild. Ennþá eru eftir þýðingarmikl- ir leikir, Og 4 lið hafa enn mögu- leika á að sigra, KR. Akureyri, Fram og Valur en möguleikar KR og IBA eru þó einna mestir og eftir þennan leik sem svo mikið hefur að segja. eru erfið- ir áfangar eftir hjá sigurvegur- unum. Sigri ÍBA, er þungur róðurinn í að sigra Fram' fyrir norðan, en það hefur löngum verið erfitt Kjá ÍBA að sigra þá þar, og oft- ast hefur Ffam sigrað í þ**irri keppni. Þá éiga Akureyringarnir eftir að sækia Vestmannaeyinga heim, og eru otigin þaðan ekki auðtekin, sé miðað við tvo síð- ustu leiki ÍBV Sigri KR, er ekki léttari róðurinn hjá þeim í meist- aratitilinn. íslandsmeistararnir Valur er ekki auðunnið lið, og þótt Keflavík sé neðst í 1. deild- inni, er liðið .hættulegt" á heima velli, en þangao verður KR að sækja. Fram og Valur hafa einn- ig sín tækifæri, þó þau séu ekki eins góð og KR og ÍBA, til að sigra mótið. en okkar knatt- spyrna hefur löngum verið óút- reiknanleg, og því ekki gott að spá um, hvor verður íslands- meistari í ár. Einar Helgasou, þjálfari ÍBA, sagði í stuttu viðtali við blaðið í gær, að allir hans menn, Jón Stefánsson, Skúli Guðni og Stein grimur væru nu komnir af sjúkra- listanum, og /rðu með á móti KR, ef þeir þá komast í liðið. „Við lékum á móti Val með 4 nýja menn. sem allir stóðu sig mjög vel, og syndu í þeim leik, að þeir falla vei inn í liðið. ekki síður en hinir gömlu, sem þá voru meiddir. Einar sagðist hafa verið fyrir ,,sunnan“ og séð leik ÍBV 0g KR, og eftir þann leik KR-inganna sæi hann enga astæðu til að ótt- ast þá. „Við erum með 14 leiki í röð án taps og býst ég ekki við að fyrsti tapleikuriijn verði á móti KR á morgun.“ KR-ingarnir voru á æfingu, er við hittum þá að máli, og sagði Peiffer þjálfan. að liðið færi norður kl. 1 á sunnudag (ef þá verður flugveður) og færu þeir með 15 leikmenn Engin meiðsli væru hjá þeim og bæði Þórólfi og Ársæli væru gróin sár þau, er þeir hlutu landsleikjunum tveim, á móti iMoregi og Þýzka- landi, og yrðu oeir báðir með á móti ÍBA. Haun vildi lítið tala um ieikinn, sagð: aðeins, að þetta væri einn leikur í mótinu, og hreint enginn úrslitaleikur fyrir þá. Vitað er, að margir KR-ingar fara norður tii að sjá leikinn, en aðdáendahóput KR, sem oft hefur verið álitinr, frekar smár, er mjög sterku. hópur og sam- heldinn og fylga sínu félagi bet- ur en nokkur annar íslenzkur knattspyrnuaðdáendahópur hefur gert síðan gamla Akranesliðið var upp á sitt oezta. Þá verður handknattleiksmeis'-'araflokkur kvenna úr KR á Akureyri um helgina og leiKut þar, svo ekki ættu KR-ingar að vera á flæði- skeri með klapplið í þetta sinn. Sigurður Sigurðsson mun lýsa síðari hálfleik leiksins í útvarpið og hefst sú lýsing kl. 16.50 og má búast við mörgum spenntum hlustendum við útvarpstæki sín þá, íþróttafréttaritari Tímans, Alfreð Þorsteinsson, er þegar far- inn norður og mun skrifa ítar- lega um leikinn í þriðjudagsblað- ið. Á mánudagskvöldið kl. 19.30 hefst svo á Laugardalsvellinum leikur Vals og ÍBK, og á mið- vikudagskvöldið, á sama stað og tíma, leika ÍBV og Fram. Að lokum birtum við hér stöð- una eins og tiún er rétt, en í blaðinu í gær urðu smá „línu- brengl" hjá oxkur, og var KR þar í efsta sæti í staðinn fyrir IBA, sem er með hagstæðari markatölu, og a því réttilega að vera í efsta sæ.i á þessari töflu, en hvort röðin breytist nokkuð eftir leikinn á morgun, skal lát- ið ósagt. ÍBA 7 3 4 0 12: 5 10 KR 7 4 2 1 20:11 10 Fram 7 3 3 1 13:10 9 Valur 7 2 3 2 13:11 8 ÍBV 7 2 0 5 11:19 4 ÍBK 7 0 2 5 3:16 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.