Tíminn - 16.08.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1968, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. ágúst 1968. TÍMINN 3 Þjófuflum og hinum rænda ber ekki saman OÓ-Reykjavík, f'mmtudag. Á sunnudag s.l. voru hand- teknir þrír menn, sem aðfaranótt laugardags liöfðu brotizt inn í Sælakaffi og stolið þaðan mikl magni af sígarettum. Hafa þeir skilað 98 lengjum til lögreglunn- ar, en segjast hafa stolið 150 lengjum af sígarettum. Hins veg- ar segir eigandi veitingahússins, að 200 lengjum hafi verið stolið, og þó líklega nokkru fleiri. Þeir, sem inn brutust, eru allt ungir menn. Þegar þeir voru .handteknir á sunnudag, voru þeir búnir að selja talsvert af fengn- um, eða geymi einhvers staðar, en þeir vilja ekki skila nema 98 lengjum, þótt þeir viðurkenni, , að hafa stolið niun meiru. En eig- andinn situr fastur við sinn keip 'og segir kauðana hafa stolið að 'minnsta kosti 200 lengjum af 1 sígarettum. Lofa góðri hitaveitu EJ-Reykjavík, miðvikudag. Hitaveitan verður betur undir veturinn búin nú en hún var í fyrra, að sögn Geirs Hallgríms- sonar, borgarstjóra. Sagði hann á blaðamannafundi í dag, að varmaþörf borgarinnar í dag væri nú 181 gígakaloría, en varmamagn hitaveitunanr væri 208 gígakalo- ríur. Hefur hitaþörfin á árinu vax ið um 8 gígakaloríur, en varma- magnið hefur aukizt úr 174 gíga- kaloríum á síðasta vetri £ 208 gígakaloríur. Ástæðurnar fyrir hinu aukna varmamagni eru ýmsar. M.a. hafa fimm holur verið boraðar á árinu — en borinn er í þeirri fimmtu sem stendur, og er hún orðin 1000 metrar að dýpt. Er óvíst um árangur í þeirri holu, en tvær hinna hafa reynzt vel og gefa þær í samkeyrslu um 20 giga- kaloríur. Þá hafa stórvirkari dæl- ur verið settar í allar stærri bor- Framhald á bls. 11 Véladeild SÍS sýnir um 50 landbúnaðarvélar og tæki í Laugardal Heytuminn merkasta nýjungin á sýningunni KJ-Reykjavík, fimmtudag. Merkasta nýjungin, sem komið hefur fram á Landbún- aðarsýningunni ‘68, er eflaust þurrheysturninn, að því er búnaðarfrömuðir segja. Véla- deild SÍS hefur líkan af turn- inum til sýnis á útisýningar- ingunni, og hefur turninn vak ið verðskuldaða athygli sýn- ingargesta. Heyturninn er frá Geráte- bau Schwarting í Þýzkalandi, og eru þegar i notkun hundruð slíkra turna ,þar í landi og notkun þeinr breiðist út um Norðurlöndin. Heyinu er blás- ið í turninn að ofanverðu, og er því dreif: jafnt um turninn þaðan. í miðju turnsins, sem er sjö metrar í þvermál, er hólkur, sem er færður ofar eft- ir því sem hækkar í turnin- um, og verður þannig alltaf geil i miðjuimi. Um þessa geil er svo heitu eða köldu lofti blásið í heyið. Þegar gefið er úr turninum, tæta sérstök hjól heyið efst i. turninum og nið- ur í geilina, þar scm það fell- ur niður á iæriband, og berst með því út á fóðurganginn. Þarf þvi mannshöndin hvergi að xoma rærri, nema að stjórna tækjunum. Turninn er 12 metra hár, og tekur 750— 800 hesta af heyi. Er mjög mikill áhugi ríkj- andi hér á iandi meðal for- ystumanna Jandbúnaðarins, að fá einn sliíkan turn til reynslu, en talið er, að hann muni kosta uppsettur með öllum tækjum og steyptum grunni, um sjö hundruð þúsund, en það er þó ekki nákvæm tala. Sjálfur turninn er byggður af stálgrind, og klæddur með göt óttum asbestþlötum, sem eru þannig útbúnar, að regnvatn á ekki að kumast inn í turn- inn. Á blaðamannafundi, sem Véladeild SÍS hélt í dag, skýrðu þeir Sigurður Markús- son, framkvæmdastjóri deildar innar, og Gunnar Gunnarsson, deildarstjóri búvéladeildar, frá því iielzta, cem sýnt er af land búnaðartækjum á sýningunni, auk íurnsins. Það er þa fyrst að nefna Alfa-Laval rörmjaltakerfi og Wedholms mjólkurkælitanka, sem er í mjólkurhúsinu við fjósið á sýningunni. Sú nýj- ung er nú í sambandi við rör- mjallskerfið, að öll rör eru nú fáanleg úr gieri, sem er talið vera mun betra en plastpípurn ar, sem áður voru algengastar. Við innganginn á útisýning- arsvæði deildarinnar eru Jiaug sugan, sem bændur hafa skoð- að með athygli. Gerir haugsug an bændum kleift að nýta hús- dýraáburðinn til fullnustu, og það er varlu hægt að kalla á burðardreifinguna „skítverk“ þegar haugsag'n ‘ii^ notuð, svo fullkomin er hún. Þeir Sigurður og Gunnar sögðust hafa sannfærzt um það á sýningunni, að skífusláttuvéi in frá PZ i Hollandi er það, sem koma skal. Marka þeir Framhald á bls 11 SigurSur Markússon framkvæmdastiórl og Gunnar Gunnarsson deildarstjóri vl8 likaniS af þurrheys. turninum. (Tímamynd Kári) Július Halldórsson, deildarstjóri, viS Deutz dráttarvél, moksturstækið og örygglsgrindln er hvorttveggja smíöaS í Harnrl. (Tímamynd GE.) Moksturstæki og öryggisgrind ur framleiddar í Hamri h.f. 0Ó-Reykjavík, fimmtudag. Meðal þeirra fyrirtækja sem sýna búvélar á Landbúnaðarsýning unni er Hamar h. f. Véladeild fyrirtækisins flytur inn margs konar landbúnaðarvélar og verk færi. f Hamri eru einuig smíðuð landbúnaðartæki. Sl. tvö ár hafa verið framleiddar þar moksturs- tæki Deutz dráttarvélar, sem fyrir tækið flytur inn, og einnig eru öryggisgrindur á dráttarvélarnar smíðaðar hér. Hamars moksturstækin eru smíð uð í fjöldaframleiðslu, og lyfta þau 750 kílóum í þriggja metra hæð. Eru tæki þessi fullkomlega sambærileg erlendri framleiðslu af sama tagi hvað styrkleika snert ir og jafnvel léttari og liðugri í noktun. Ámoksturstækið er hægt að velja um mismunandi gerðir skófla. Deutz dráttarvélarnar eru fram leiddar í nokkrum stærðum og /geta því bændur valið þá stærð sem þeim hentar bezt á bú sín. Þessi drátt'arvélategund er að mörgu leyti betur búin en aðrar gerðir. Má nefna að aurbretti eru yfir öllum hjólum, hliðarsæti og ökumannssæti vönduð og þægi- legt. í nýjustu gerðum vélanna er hreyfillinn af nýrri gerð. Hefur hann beina eldneytisinnspýtingu, sem þýðir að hann er sparneytnari en eldri gerðir, og 10% aflmeiri og mjtig viðbragðssnöggur. Þá er ótalinn sá kostur að vélin er loftkæld, sem þýðir að ekki þarf að óttast að hún oflhitni vegna vatnsleysis eða spryngi í frostum, eins og vélar gera stundum þegar gleymist að setja á þær frostlög eða tappa af þeim kælivatninu. Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.