Tíminn - 16.08.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.08.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 16. ágúst 1968. TÍMINN 9 Tveir ungir menn mættust á götu og var annar þeirra upp dubbaður. — Hvert ertu að fara? spurði hinn. — Ég er að fara á dansleik. — Þú sem kannt ekki að da.nsa. — Jiá, ég kann ekki að dansa, en íþað skiptir litlu máli. Ég get bara haldið utan um dömurnar meðan þær dansa. — Skauzt þú nokkuð á veið unum um daginn? — Já, ég skaut og skaut. — Og hvernig var árangur- inn? — Árangurinn, segir þú. Ja, þíð urðu að minnsta kosti nokkrir hérar alvarlega hrædd- ir. Hann var nýskilinn og sagði við vin sinm: — Hún fékk sumarfhúsið en ég húsið í borginni. — En hvað með lausaféð? — Því skiptu lögfræðingarn- ir á mflli sín. Mikið er talað um nú á dög um, að háskólar séu úreltir og þar tiðkist kennsluaðferðir og stagl, sem nemendur hafa tak- markaðan áhuga á. Dæmi um það er eftirfarandi samtal milli prófessors og nemenda. — Af hverju veitið þér fýrir lestri mínum en.ga athygli? spurði prófessorinn einn nem- endanna allt í einu. — Ég þarf þess ekki, herra, svaraði nemandinn, — afi minn skrifaði fyrirlestra yðar niður og ég notast við þær nótur. Hann hafði mikinn áhuga á bókum og hún var aíbrýði- söm. — Þú myndir hafa miklu meiri áhuga á mér, ef ég væri bók, sagði hún afundin. — Já, svaraði hann, — sér- staklega ef þú værir almanak, því þá myndir þú endurnýjast árlega. — í gamla daga roðnuðu stúlkurnar begar þær urðu feimnar. — Já, og nú verða þær feimnar ef þæi roðna. — Hvernig stendur á því. sagði hótelstjórinn við gestinn, að á hverjum morgni fer þjónn inn með morgunverð handa tveimur inn í herbergi yðar? — Það skal ég segja yður, sagði gesturinn. Þegar ég er búinn að borða þennan góm- sæta morgunverð, sem ég fœ hérna, verð ég allt annar mað ur. Og þá finnst mér sann- gjarnt, að þessi annar maður fái sér líka bita. — Satt að segjia mundi ég eins og- á stendur taka hvern sem vœri sem löglega giftan eiginmann. mér Lárétt: 1 Skassa 5 Söngmenn 7 Kind 9 Röddu 11 Fugl 13 Matur 14 Jurt 16 Öfug stafrófsröð 17 Fisk 19 Hreinsun með vatni. Krossgáta Nr. 93 Lóðrétt: 1 Vondar 2 Keyr 3 Kyrr 4 Skot 6 Opinberun 8 Stuldur 10 Flestu 12 Ýsu 15 Sjáðu 18 Áfengur drykk ur. Ráðning á gátu nr. 92. Lárétt: 1 Þreski 5 For 7 Af 9 Særi 11 Urg 13 Fat 14 Kæru 16 Kr 17 Ásaka 19 Útatar. Lóðrétt: 1 Þrauka 2 Ef 3 SOS 4 Kræf 6 Eitrar 8 Fræ 10 Rakka 12 Grát 15 USA 18 At. yjMySMiUdlNM Barbara McCorquedale 56 'Hann kyssti hana og sleppti henni síðan. — Ég hef mikið að gera, — sagði hann. En ég lofa þér því, að ég sKal ekiii gera neitt, sem stefnt ,æti hamingju okkar í voða. Ef ég get, þá kem ég að sækja þig á hótelið áður en þið farið. En ef það tekst ekki, þá hef ég sambana við þig í kvöld. Láttu þér ekki bregða, hvernig ég kem eða klukkan hvað. Þú skalt bara búast við mér, því ég elska þig- — Þú verður að gæta þín vel. — Alloa var tbl og rödd hennar skalf lítið eitt en augnaráðið var öruggt. — Ég skal gæta mín fyrst þú biður mig um pað, — sagði Dix. — Ég skal biðja fyrir þér, — sagði Alloa dálítið ostyrkti röcjdu. — Ég skal biðja fyrir þér allan tímann. . Hann kyssti hana á ennið. aug un og síðast a munninn. — Ég skal hugsa til þín allan tímann, — sagði hann. Hverja sekúndu þangað til ég sé þig aft ur. Au revoir, ástin mín, og verð- andi eiginkona Hún reyndi aó þrýsti sér að honum en allt ; eina hafði hann smogið úr örniLm nennar Hann opnaði nurðina út i garðinn og sendi henni fingurkoss úr dyr- unum, þá vai hann horfinn. Hún heyrði fótáiak hans og síð- an heyrðist ekkert nema fugla- söngurinu og þögnin. Ilún gekk út að glugganum og fann hvern- ig unaður og ástríða kossanna dvínaði smátt og smátt innra með henni. Nú kom óttinn, óttinn við það sem kynni að koma fyrir hann. Hún vissi þó hún skylfi úr hræðslu hans vegna. að hann hafði réti fyru sér. Hann varð að fara. Þó hún hefði fúslega ar ið með honum hefði hann beð- ið hana bess, þá gæti sú hugs- un verið fyrir hendi, að hann hagaði sér eins og raggeit og hefði flúið frá afleiðingunum og vanrækt allt nemr sjálfan sig. — Ég ber virðingu fyrir hon- um — nvíslaði hún og vissi, að það var í fyrsta sinn satt. Ilenni fannst, að hún hafa elskað hann lengi en hvorki treyst honum né borið virðingu íyrir honum fyrr. Nú var hún skyndilega farin til þess. Nú gerði hún sér líka fyrst grein fyrir, hvað hún hafði tek- izt á herðar. Hún ætlaði að lifa án alls, sem hún hafði áður. Þau gætu ekki farið til Skotlands, því ef lögregtan leitaði þeirra yrði það fyrsti staðurinn, sem búizt. yrði við. að þau færu til. Þau yrðu úrskúfuð. tjölskyldu og heim ilislaus, án fortíðar Alloa velti því fyrir sér. hvert þau færu og hvar þau fyndu ®riðastað og þá fann hún allt í einu, að það skipti ekki máti. Ástin sigraðist á öll- um hlutum. Það vai svarið, sem máli skipti. Ástir. var meira virði en öryggi, sæmd og allt annað ef hún var hin eina sanna ást. Henm fannst, að líf hennar yrði auðvelt. Það yrði fullt af hættum og erfiðleikum. Þau mundu tiafa sín ágreiningsefni en íetta allt. var yfirstíganlegt ef þau héldu ást sinn^ eins djúpri og hreioni og hún var nú. Hún fann, að hún skalf eins og hún j hafði skolfið ■ örmum hans, og | varir nennar voru heitar eftir kossa hans. Hún vissi, að hann var maðurinn, sem hún hafði | beðið eftir og sem hún átti að 1 finna. Hann var ekxi eins og hún i hafði búizt við og alls ekki sá draumaprins, sem hún hafði búið sér til í huganum. Hann var mað- urinn, sem henni var ætlaður, sem hún tilheyiði og mundi ekki eingöngu eiga likama hennar heldur lika hu? og hjarta um alla eilífð. — Ég elska hann, — hvíslaði Alloa. — Þakkú þér góði guð fyr- ir að láta mig finna hann. Tólfti kafli. — Lou, taktu nú ekki neina ákvörðun í fljótheitum. Segðu eða gerðu ekkert nema að vandlega yfirlögðu ráði. Eins og faðir þinn sagði alltaf — allt er þess virði, að það »é íhugað vandlega. Há nefmælt rödd frú Derange blandaðist vélarhljóðinu í bíln- um og Allou fannst þau hljóma án afláts á leiðinni til Kastalans. Lou svaraði engu. Hún sat og horfði úi um giuggann. Augnaráð ið var starandi ems og hún væri úr tengslum við umheiminn og lifði í sinum eiginn hugarheimi. — Mér finnai hélt frú Derange áfram, cins og þú standir á kross- götum. Það er afskaplega mikil- vægt, að þú irkir rétta ákvörð- un. Ungr fólk nugsar acieins um líðandi stund. Það gleymir því, að framtíðin iiggur fyrir því mörg ár þar sem ástin virðist oft eins óg tilbreytingalaus draumur og þar sem áþi eifanlegri hlutir skipta miklu meira máli. Ég vil að þú gerir þéi þig í hugarlund fjörutíu — fimmtíu — og sextíu ára gamla og veltir pví fyrir þér hvað skiþtir'þig œðli-þá:" Lou vppti Öxium þreytulega og sagði uppgefin — Allt í lagi mamma, ég skit. hvað þú átt við. Þú vilt, að ég verði hertogaynja og svo er það út; ætt mál. — Ég vil, að þú verðir ham- ingjusöm ástin mín, leiðrétti frú Derange hana — En hamingj- an er ekki alltaf fólgin í því að dansa vangadans við ungan mann sem hefur það eitt tii brunns að bera að hann hefur laglegan vangasvip. — Æ, nættu þessu, nrópaði Lou. — Ég veit um hvern bú ert Hemlavifyíen'iir Rennum bremsuskálar. — slipum bremsudælur. Llmurn ð bremsubnrða og aðrai almennar viðserðiT HEMLASTILLING H.F Súðarvogi 14 Sími 30135 OKUMENN! Látið stilla i tlma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg K •'usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Simi 13-100 að tala. Því gefurðu vangasvipn- um ekki nafn? — Ég er ekki að tala um neinn sérstakau. sagði frú Derange’ — Allt, sem ég fer fram á er, að þú gerir ekkert í fljótfærni. — Við gerum að minnsta kosti ekkert ai fljót/ærni þessa stund- ina því Alloa xeyrir eins og hún sé að aka líkbíl, sagði Lou. Alloa hrökk við. — Fyrirgefðu, sagði hún afsaliandi. — Ég hélt, að okkur lægi ekkert á. Hún nafði verið að hugsa um Dix og var þess varla meðvitandi, hvað hún var að gera. Hún ók vélrænt eftir löngum beinum veg- inum, sem lá inn í landið. Hvar var Dix niðuikominn? Hugsaði hún. Hvað var að gerast? Hvað var hann að gera og var hann ó- hultur? Henni hafði næstum fund-. izt það óbærilegt að fara frá Biar- rizt, komast út af hótelinu og: muna eftir öllu því, sem hún' þurfti að gera íyrir frú Derang eins og að gefa þjónustufólkinu ■ þjórfé, borga . eikninginn og sjá um farangurinn. Hún hafði átt erf itt með að vinna verk sín, því allan tímann þraði hún heitast að geta hlaupið n ður til „Mömmu Blanchaid“ og spurt hana, hvort hún hefði frétt af Dix. Stolt henn ar kom . veg fyrir, að hún gerði þetta, þvi hún vissi að það yrði þýðingarlaust. Mamma Blanchard mundi ekki eða gæti ekki sagt henni neitt meira en það, sem hún vissi þegar. Dix væri þar ekki því hann væri lú að hætta frelsi ÚTVARPIÐ Föstudagur 16. ágúst 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku 13.30 Við vinnuna. 14.20 Við, sem heima sitjum 15.00 Mið- degisútvarp 16.15 Veð- urfregnir 17.00 Fréttir. 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin 18.60 Þjóðlög 18.45 Veðurfregn ir. 19.00 Fréttir 19.30 Efst á baugi Tómas Karlsson og Björn Jóhannsson tala um erlend mál ofní 20 00 Tónlist frá Svíbióð 20.30 Sumarvaka 21.25 Orgelleik ur í Landakirkju í Vestmanna eyjum. 22.00 Fréttir og veður fregnir 22.16 Kvöldsagan: „Við sjáT á vesturslóðum" Kristinn Reyr les (13) 22.35 Kvöldhljóm leikar. 23.10 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 17. ágúst 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Óskalög sjúk- linga Kristín Sveinhjörns dóttir kynnir 15:00 Fréttir 15.10 Laug ardagssyrpa 17.15 Á nótum æsk unnar. 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.20 Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Frétt ir 19.30 Daglegt líf Árni Gunn arsson fréttamaður sér um þátt inn 20.00 Lúðrasveit Neskaup staðar leikur. 20.35 „Áheyrn“ útvarpsleikrit eftir Bosse. Gustafsson 21.15 Á söngleika- sviði Egill Jónsson kynnir nokkra óperettusöngvara f ess inu sínu 22.00 Fréttir og veður fregnir 22.15 Danslög 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrár lok. mmmmmmmmmmmmmmmm^:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.