Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. HringiS í síma 12323 Auglýsing 1 Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 175. tbl. — Miðvikudagur 21. ágúst 1968. — 52. árg. Demókratar Myndin hér að ncðan sýn ir Lester Maddox, núver- andi ríkisstjóra í Georgiu i USA, árið 1964, er hann, með skammbyssu í hönd, hrakti blökkumenn út úr veitingahúsi Sínu. Maddox hefur nú lýst sig fram- bjóðanda um útnefningu sem forsetaefni demókrata í Bandan'kjunum. Nánar er skýrt frá undirbúningi flokksþings demókrata, sem hefst á mánudaginn, á bls 2. // KJARNINN" A ENGA SOK A K ALSKEMMDUM - segir dr. Björn Jóhannesson, í grein er hann hef ur sent Tímanum: TK - Reykjavík, þriðjudag. BlaSinu barst seint í dag grein frá dr. Birni Jóhannes* syni, um áhrif Kjarna og kalkskort í íslenzkum jarðvegi. Þessi grein dr. Björns verður birt í blaðinu á morgun. í grein dr. Björns kemur m. a. fram, að hann telur það sann- að mál með áratuga rannsóknum og tilraunum, að Kjarni, eða ammóníum-nítrat, eigi enga sök á vaxandi kali í túnum á íslandi. Dr. Björn segir m a. í grein sinni: „Af þessum einróma og áreiðanlegu tilraunum má álykta, að Kjarm sýri ekki jarðveg hér á landi. Sýrufarsbreyting af völdum þessa áburðar er a m k. svo hægfara. að hún skiptir ekki máli frá praktísku xiónarmiði. Niður- stöður þessara tilrauna ættu að vera kunnar íslenzkurri ræktunar- ráðunautum og öðrum þeim, er fást við ræktunartilraunir og leið beiningar til bænda eða kennslu við bændaskólana. Það er því óljóst, nvers vegna Kjarna-áburð ur og Áburðar; erksmiðjan eru sökuð um að sýra íslenzkan jarð veg og lafnvel um að stefna ís- lenzkum iandbúnaði - hættu með slíku tiltæki. Nærtækasta skýring þessa fyrirbæris virðisf mér sú, að ruglað hafi verið saman ammóní- um-súlfati (brennisteinssúru amm- óníaki) og ammóníumnítrati (Kjarna). En hver svo sem skýr- ing þessa meinlega misskilnings kann að vera. þá er það orðið tímabæri. að ræktunarráðunautar , Framhald á bls. 14. Dr. Björn Jóhannesson mamm SEMENTSVERKSMIÐJUMÁLIÐ: - Hlerasmí&in nam 4-5 millj. kr.: Kanna einnig skattsvik starfsmanna i nokkur ar "**assL Oghvað kostaði dellan á EJ - Reykjavík, þriðjudag Svo virðist sem tvö aðalat- riði hafi verið og séu í rann- sókn í Sementsverksmiðju- málinu, sem frá var skýrt í blaðinu í dag. Er þar annars vegar um að ræða hlerasmíð- ina, sem ekki var gefin upp til skatts, og telja góðar heim ildir, að þar sé um að rmða 4—5 milljónir króna. Hins vegar er síðan um að ræða skattsvik hjá allmörgum starfsmönnum Sementsverk- smiðjunnar, bæði á skrifstofu hennar í Reykjavík og á Akra nesi. Munu skattsvik þessi ná nokkur ár aftur í tímann, sennilega aftur til ársins 1964, en hafa verið einna mest árið 1966. Munu |aetta vera tvö aðalatriði málsins, en önnur atriði kunna einnig að koma fram við rannsókn- nia. fiið eina nýja ei fram hefur komið í öðrum Dlöðum um málið, er sú fullyrðing .Vísis‘- f dag, að 30 manns sé viðriðnn málið. Má það vel vera, e« þó herma góðar heimildii, að sennilega séu „að eins” í kringum 10 starfsmenn flæktir inn í aðalskattsvindlið, og þrír menn tóku að sér hlerasmíð- ina, sem ekki var gefin upp til skatts. Þeir munu aftur á móti hafa ráðið ýmsa memt i tímavinnu við smíði þeirra en hversu marga er blaðinu ekki kunnugt. Má vel vera, að þannig komist tala þeirra, sem á eim: eJja annan hátt eru flæktir t máiið upp i 30, Eins og frá segir i blaðinu á þriðjudag, var það hlerasmíðin sem varð til þess að bókhald Sem entsverksmiðjunnar var tekið til rannsóknar, og ‘ framhaldi af því komst síðan upp um þau skattsvik. sem víðtækari eru Hlerar þeir, -em héi um ræð- ir, eru notaðir til að flytja á sement. Verksmiðjar, útvegaði efni í hlerana og verkfæri til smíðanna. en hrír menn munu hafa tekið að sér í ákvæðisvinnu að smíða hlerana og greiddi verk smiðjan vissa upDhæð fyrir hvern hlera. Þessir þrír menn Framhald á bls. 14. KJReykjavík þnðjudag. Það virðist vera nokkurn veginn samdóma álit fólks. að vart hafi sézt lélegri þátt ur í Sjónvarpinn. en þáttur sá, sem noífið var upp á i gærkv. og nefndist „Litli sandur". Veltir fólk nú heizt fyrir sér hvað þessi della hafi kostað en það hlýtur að hafa verið töluvert. þótt stúdíóleiga hafi kannski sparast við að taka delluna upn á þakinu! Það virðist svo sem allt haf’ verið sjónvarpsiéönnum í óhag í sambandi við þenn an þátt, efnisvax. myndataka. Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.