Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. ágúst 1968. NOKKUR SPEGILBROT Framhald af bls. 7. vissi ekki fyrir hverju það átti að klappa. En þá byrsti rödd- in sig og fólkið klappaði, fyrst taktlaust og veikt, en smám saman af meiri innlifun og á- kafa. Eftir þrjár tilraunir var röddin ánægð. en bað þó fólk ið að klappa enn betur á morg un. Þá átti nefnilega að klappa í alvöru. Rétt á eftir birtist - hópur drengja og stúlkna í einkennisjökkum. Öll héldu börnin á fánum ýmissa þjóða. Við bendingu frá manninum á paliinum, hlupu þau nú að borðunum í garðinum og ; stungu fánunum í vasa. f sama mund hóf hljómsveitin að spila af miklum krafti, vélarnar að suða og fleiri menn að benda. Svona var þetta búið að ganga til góða stund og ég var orð- inn leiður, hélt að þarna ætti >. að verða regluleg útiskemmt- an, en svo var þetta „bara plat". Það var mikið sólskin og ég var kominn úr skónum og seztur á bekk. Ég horfði löngunaraugum á gosbrunnana í garðinum, á hreint og kalt vatnið í öllum þessum hita, og ég sá mig ganga að einum brunninum, berfættan með uppbrettar buxnaskálmar, setj ast á bakkann og stinga fót- unum ofan í vatnið á milli fljót andi laufblaðauna og rósanna og finna þreytuna hverfa úr tánum, ilinm og ristinni, standa síðan upp og segja við lögguna, sem væri komin og búin að ná taki á öxlinni á mér: Þetta var ,.bara plat“. ★ Ég las „Muggann" þeirra á hverjum morgni. Svo nefndum við aðalblaðið, Neues Deutch- land. Ég veit eki af hverju. Kannski vegna þes, að flest- ir lásu þetta blað og hafa sennilega truað öllu, sem í því stóð, einfaldlega af því þeir höfðu engin önnur. Kannske vegna þess, að þetta var stærsta blaðið eða kannski að- eins vegna þess. að það var alltaí komið á morgnana. En hvað um það Við kölluðum það „Mogga“ og vorum orðn- ir vanir því og þið hefðuð átt að sjá svipinn á stúlkunni í afgreiðslunni, þegar ég kom einn morguirnn, dauðsyfjaður og sagði: Er „Mogginn" kom- tnn. Það var mikið talað um ný- nazistana í Vestur-Þýzkalandi í .Mogganum' þeirra, um end urvakningu stríðsstefnunnar i ao. Hillersanda, um gamla naz- istaglæpi o.s.frv., og ég, hinn óbreytti lesancþ. hlaut að verða undrandi, hve línan milli Aust ur-Þýzkalands og Vestur- Þýzkaiands hefði verið snyrti- lega dregin í stríðslok: að vest- an hennar skyldu lenda ein- tómir vondir nazistar, en að- eins góðir og saklausir Þjóð- verjar austan við hana. — í „Moggannm" var líka tal- að um „stríðsglæpamanninn Johnson" og þar voru myndir af „friðarvininum Ulbricht". Og það var svo hressandi og upplífgandi að geta sezt við morgunverðarborðið svona vel „informeraður". Þarna var skipulag á fréttunum og ekk- ert hálfkák. Og maður hlaut að taka það eins og hverja aðra slysni, að ekkert skyldi vera sagt frá því, að atburðir væru að gerast í Tékkóslóvakíu Og hvað varöaði mig um það strax. Ég komst hvort eð að því, þegar ég fór til Svíþjóð- ar nokkru seinna. En ég var kominn alla leið til íslands, þegar Ulbricht sagði við blaða menn í Prag' „Það er engin ritskoðun í Austur-Þýzka- landi“. Og þannig hefur það sennilega einnig verið skrifað í ,,Moggann“ þeirra. Enginn vafi, ailt klappað og klárt: Það er sko engin ritskoðum í DDR Já, svona ejga sýslumenn að vera. ★ Mér hefur orðið tíðrætt um skipuiag á hlutunum þar eystra, bæði í þessu spjalli og hinum tveim fyrri greinar- kornum. í emu varð ég þó var við slæmt skipulag, og í öðru tilviki verð ég að segja, að Vestur-Þjóðverjar hafa vinninginn. Hið fyrra er tal- samband við útlönd, en hið síðara varðar salernismál. Ég þurfti nauðsynlega að hringja til tíuþjóðar. Ég beið í tvær klukustundir, en hafði verið sagt, að þetta kæmi strax. Til að blíðka mig var skýring gefin. Símtalið þurfti að fara um Berlín. Þetta þótti mér svo fyndið, að ég varð ekkert reiður og svo hafði mér líka komið i hug sýslu- maðurinn í Vík í Mýrdal. Mér hefur nefnilega verið sagt, að skemmsta og fljótlegasta leið- in fyrir hann að embætta í austur-sýslunni, sé að taka flugvél til Reykjavíkur og það an til Hornafjarðar. Og mik- ið er ég þakklátur sýslumann- inum, að hann skuli leggja á sig alla þessa löngu leið, því ef mér hefði ekki orðið hugs- að til hans, hefði ég kannski farið að bruka munn út af símtalinu. Flestir, sem hafa farið út fyrir pollinn, eins og þeir segja í Vestmannaeyjum, kann ast við samspil smápeninga og salernisgöngu í Austur-Þýzka landi er ekkert slíkt hafarí. Bara ganga inn. veskú. Ég hafði einhvern tíma orð á þessu og lét í ljós hrifningu mína, sem viðmælandi minn þó eyðilagði með því að fara að tala um hagfræði: „Jú, sko, þeir vinna þetta upp á léleg- um pappír, grófum og stór- kornóttum." Eg gat ekki neit- að sannleiksgildi orðanna og varð mát. í Vestur-Pýzkalandi beita þeir hagfræðinni allt öðruvísi, Þar ráða peningarnir fjár- magnxð, Das Kapital Einhvers staðar sunnarlega við hraðbrautina. sem liggur um Þýzkalarid suður fyrir Alpa til Ítaiíu, kom ég fyrir nokkr- um árum i.n" á nýjan og fín- an nvíMarstaö þar sem allt var sjálfvirkt. Maður stakk bara svo og svo mörgum smá- peningum í gat og svo kom TÍMINN það út, sem maður óskaði, kaffi, sígarettur, brauð o.s.frv. Þetta var í anda hraðans og í fulla samræmi við brautina, sem maður vax búinn að aka eftir á 120 km meðalhraða. En þetta passaði ekki við sal- ernin, en skipulagið var að sjálfsögðu láíið ná til þeirra einnig, vegna samræmisins. Til þess að opna burðina þurfti að setja pemng í þar til gerð- an kassa, og til þess að fá papp ír, þurfti að beita sömu að- ferð, er inn var komið. Þarna byggðist allt á því að hafa skiptimynt. Eg sé mikið eftir bví, að ég gleymdi alveg að segja þeim frá þessu þarna austur frá. E.t.v. vita þeir um þetta og finnst bara allt í lagi, þótt Vestur-Þjóðverjar sigri þá í skipulagi á þessu sviði. Hins vegar dettur mér í hug, að þarna væri upplagt efni fyrir hann Guðberg, þegar hann skrifar næst um ástir hjóna, t.d. ósamlyndra Það væri ekki ónýtt frásöguefni að lýsa hug- renningum manns, sem átt hefði ,10 fenninga“ fyrir hulstrinu á hurðinni, en sæti síðan uppi með tóma seðla og enga skiptimynt, þegar hann væri kominn inn . . . B.Þ.G. HVAÐ KOSTAÐI Framhald af bls. 1 lýsing, hijóðupptaka svo- kallaður jassballett og hvað það nú allt heitir. Allt var þetta miklu lélegra en áður hefur verið hjá Sjónvarpinu, hvað svo sem veldur. Fólk hefur gjarnan borið saman óperusöngvaraþáttinn, sem vai á sunnudaginn, en hann virðist almennt hafa fengið góða dóma — hjá þeim sem á annað borð eru hrifnir af slíkum þánum. Fróðlegt væri að fá það uppgefið hjá Sjónvarpinu, hvað dellan „Litli sandur" kostaði, og hafa þá innifalið í þeirri uphæð, hvað kostar, eða kostaði, að fjarlægja sandinn af þakinu á húsi sjónvarpsins þar sem þátt- urinn var að mestu tekinn, eða kannski vindurinn hafi fyrir því að fylla vit veg- farenda með sandinum- Tíminn mun túslega ljá Sjónvarpinu rúm í blaðinu þar sem gerð verði grein fyr ir kostnaði í sambandi við delluna á þakinu A VlÐAVANGI Framhald al bls. 5 Ríkisútvarpið hefur stigið mörg góð spor í átt að því marki að kynna þjóðmálin og ólík viðhorf fyrir þjóðinni. Því ber að fagna, en jafnframt er rétt að gagnrýna hlífðarlaust þegar hliðarspor eru tekin út af þeirri braut, sem liggur að því marki, sem rétt er að setja um þessi efni í óhlut- drægu fjölmiðlunartæki, sem er eign þjóðarinnar allrar. Slík hliðarspor, sem ekki eru gagnrýnd strax leiða aðeins til þess, að markinu, sem allir ættu að geta sameinast um að stefna beri að, verður náð síð- ar en ella. Stjórnmálamennirn- ir ættu að geta sameinazt um þetta, ef þeir létu víðsýni ráða. Hjól stjórnmálamanna snýst. Og þeir flokkar sem nú eru í stjórn geta verið komnir í stjórnarandstöðu áður en var- ir. Þá vilja þeir sjálfsagt láta hlusta á þær röksemdir, sem þfir telja sig nú geta Jítið sem vind um eyru þjóta. Betra er að snúa á rétta braut í tima í stað þess að halda áfram til þess eins að iðrast siðar. í Þ R Ó T T I R Framhaid af bis. 12. Guðrún Jónsdóttir, KR, 29,8 Ingunn Vilhjálmsd., ÍR, 30,4 1000 m. boðhlaup: Sveit KR, 2:03,0 Sveit HSK, 2:05.S Sveit Ármanns, 2;07,3 Sveit HSÞ, 2:07 6 Sveit UMSK, 2:03,4 Sveit ÍR, 2:09,3 Árásin á drottninguna (Assault on á queen) Hugkvæm og spennandi amer- ísk mynd í Technicolor oS Pana vision. Gerð eftir skáldsögu Jack Finney. Leikstjóri: Jack Donohue Aðaihlutverk: Frank Sinatra. Virna Lisi. íslenzkur texti Sýnd kl. 5 7 og 9 Bönnuð innan 12 ára Leyndarmál Dr. Fu Manchu Sérstaklega spennandi ný ensk kvikmynd í litum og Cinema Scope. . Christopher Lee Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl- 5 og 9 Slml 50184 „Sláturhúsið Hraðar hendur" eftir Hilmi Jóhannesson Leikstjóri Eyvindur Erlendsson Sýning kl. 10 Leikflokkur Emilíu Jónasdóttur. LAUGARAS Slmar 32075 og 38150 Hetjur sléttunnar ísl. texti. Sýnd kl. 5 7 og 9 Bönnuð innan 12 ára Bræðurnir Spennandi amerísk Cinema- scope litmynd með James Stewart Audie Murphy Bönnuð innan 14 ára Endursýnd kl. 5 7 og 9 n; Áfram draugar (Carryon Screaming) Ný ensk skopmynd með fsL texta. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 14 ára. Sími 50249. Sjö hetjur koma aftur Yul Brynner fsl. texti Sýnd kl. 9 Tónabíó í Slmi 31182 fslenzkur texti j Skakkt númer (Boy, Did I get a wrong Numb er) Víðfræg og framúrskarandi vel gerð, ný amerísk gaman mynd Bob Hope Sýnd kl. 5 og 9 ' íslenzkur texti. Með ástarkveðju frá Rússlandi Heimsfræg og snilldap vel gerð ensk sakamálamynd. Sean Connery Endursýnd kl. 5,15 og 9 Bönnuð innan 14 ára. Tundurspillirinn Bedford (The Bedford Incident) íslenzkur texti Afar spennandi ný amerísk kvikmynd með úrvalsleikurun um Richard Widmark, Sidney Poitier. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Slmi 11544 EL GRECO íslenzkur texti Stórbrotin amerísk-ítölsk Ut- mynd í sérflokki um þætti úr ævi Ustmálarans og ævintýra mannslns. Mel Ferrer Rosanna Schiaffino. Sýnd kl. 5, 7 og 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.