Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 1968. „Eldmóður æskunnar og reynsla hinna eldri þarf að eiga samleið" ¦ Það er stundum sagt, að maður . verði ungur í annað sinn. Hitt heyr ist naumast nefnt, að maður verði . ungur í þriðja sinn. Þó var það einn öldungur, nær níræður, sem ! sagðist einmitt vera orðinn ungur í þriðja sinn. Það átti sér stað á • f yrsta flokksþingi Framsóknar- . manna, sem háð var á Þingvöllum . árið 1919. Þar hélt eyfirzkur öld- ; ungur, Jón Davíðsson frá Reyk . húsum, eldheita hvatningarræðu, sem oft var síðan til vitnað. Hann sagði þar m. a.: „Þegar ég sé í kringum mig 'þessa mörgu ungu áhugasömu /menn, koma í hug mér gamlar , endurminningar,,. önnur tfcnamót, 'annar atburður, sem gerðist á þess um stað. Það var Þingvallafundur inn 1874, frelsisárið. Ég var þá 'meira en miðaldra maður og kom /á fundinn, sem fulltrúi Eyiirðinga. Tímamótin, sem þjóðin var þá 'stödd á, vöktu í brjóstum lands- 'manna vonir um nýja fremdaröld, /sem þá væri að byrja. Þessi hreyf ing varð veganesti okkar, ekki 'sízt Þingvallagestanna. Ég veit um <mig, að Þingvallaenduriminining- annar urðu ljós á mínum vegum í mörg, mörg ár, þegar kómið var 'heim í stritið og banáttuna. Ég bjóst ekki við þá, að meir ,en 40 árum síðar myndi ég fara :aðra ferð til Þingvalla og verða ungur í þriðja sinn. Fæstir munu 'gera sér fyrirfram vonir um svo 'langa lífdaga. Ég veit hverjum ég á að þakka þessa hreyfingu. Það er æskan og 'áhuginn, sem hefur hrifið njig með, eins og fallandi straumur. Síðar segir hann: „En þó lang- ar mig út í baráttuna með ykkur, sem nú standið í broddi lífsins 'eða á miðjum aldri. Mér dettur í hug saga um konung einn á Spáni. 'Hann hafði verið veikur lengi og ílegið rúmfastur. Að lokum kom ;þar, að hann hugðist vera dauð- ,ur, trúði ekki lengur, að hann væri lifandi. Enginn virtist geta vakið 'hann til lífsins aftur. Þá kom ein- Æverjum það snjallræði í hug, að íá ágæta söngkonu til að syngja .hressandi söngva við rúm sjúklings ^ins. Hún gerði það og tókst að syngja þrótt og fjör í brjóst kon- ungsins. Og allt í einu rís hann úr 'rekkju, er þá alheill orðinn og 'heimtar sverð og skjöld til að geta altygjaður gengið fram í orr- ustuna fyrir land og þjóð. Ég skil vel þennan sjúka mann. Eldur lífs míns hefur logað á veiku skari. Ég hefði átt að vera dáinn. .En úr því að Elías ekki sendir .bílinn sinn eftir mér nú þegar, þá fer mér eins og konunginum, sem . vaknaði til lífsins aftur. Ég heimta , sverð og skjöld til að geta gengið , fram í orrustuna og skipað mér .undir merki þeirra ungu djarf- huga, manna, sem á þessum fundi ¦ hafa gefið mér eld æskunnar í þriðja sinn." Svo mælti hinn níræði öldung- ,ur Jón Da»íðsson fyrir nær hálfri öld. Einhverjum kann að þykja . það langsótt að rif ja þessi ummæli' upp á hátíðafundi ungra manna. En ég held, að hvatningarorð öld- :ungsins séu okkur öllum, jafnt ungum sem eldri, holl hugvekja enn þann dag í dag. Mér finnst þau eiga heima á þessari sam- komu. Þau minna á svo margt, sem við þurftum að hafa hugfast. Ræða Jóns Davíðssonar ber vitni um andrumsloftio', sem ríkti ,á fyrsta flokksþingi Framsóknar- inanna. Hún veitir innsýn í þann r Ræða Olafs Jóhannessonar, formanns Framsókharflokksins á afmælis- og þingslitafundi Sambands ungra Framsóknar- manna að Laugarvatni s. I. sunnudag. eldmóð, er mönnum bjó í brjósti Hún vitnar um þá hrifningaröldu — já þá vakningu — sem gagntók alla viðstadda, jafnt.hina eldri sem hina yngri, Ég held, að það sé ein mitt slík vakning, sem þjóðin þarf nú á að halda. Það þarf þjóðlega vakningu á nútíma grundvelli. Þess sjást ýmis mérki, að sú vakning sé á leiðinni. Það er eins og ýmis öfl séu að leysast úr læðingi. Það er leysing í þjóð- lífinu, og margs konar uimbrot eiga sér þar stað. Það eru ýmsar upp- sprettur sem leita upp á yfirborð ið. Þeim uppsprettulindum þarf að veita i einn farveg svo a'ð orka þeirra nýtist sem bezt. Það á að vera hlutverk Framsóknarflokks- ins að beizla þessa orku til bless- unar og gagns fyrir þjóðlífið allt. Framsóknarflokkurinn á að hafa forystu um þá vaknigu, sem koma þarf. Og þar þurfa ungir Fram- sóknarmenn að vera í fararbroddi. Oíð Jóns Davíðssonár minna okk ur, sem eldri erum, á það hvert erindi við eigum á fund æskunn- ar. Til hennár sækjum við'brTOf til nýi-ra dáða. Hjá henni getum við orðið ungir í annað eða jafnvel þriðja sinn, ef mótttökustöðvar okkar eru í lagi. Orð eyfirzka öldungsins minna okkur reyndar einnig á, að aldnir menn geta verið ungir í anda, að það er ekki aldurinn sem öllu skipt ir um viðhorf manna til framsókn- ar og umbóta. Þeir sem ekki eiga hugsjónir, vonir og drauma, eru ekki lengur ungir, hvað sem af- mælisdögum líður. Sumir menn eru gamlir allt sitt líf. Aðrir geta varðveitt ferska og frjóa hugsun fram í háa elli. En því aðeins geta menn verið ungir í anda fram eftir árum, að þeir vitji æskunnar, blandi við hana geði, fylgist með í tímans straumi. Ég sé hér í kringum mig marga unga og áhugasama menn. Sú er mín von og sú er mín ósk, að á fundi ykkar ungu mannanna hafi ríkt svipað hugarfar og á Þingvalla fundinum fyrir 49 árum og að þið farið héðan fullir af eldmóði og sannfærðir um nýja fremdaröld. Þá farið þið héðan með gott vega- nesti. Þá mun starf £essa fundar bera góðan ávöxt. Eg tel mig reyndar hafa fylgzt það mikið með því starfi, sem hér hefur ver- ið unnið, bæði á fundinum sjálfum og við undirbúning háns, að ég er sannfærður um, að það á eftir að verða Framsóknarflokknum að góðu gagni. Hér hafa margar skyn- samlegar og athyglisverðar ályktan ir verið gerðar. Þar er að finna ýmsar nýjungar. Þær munu "verða teknar til rækilegrar athugunar áf flokksstjórninni ,og ég efast ekki um, að þær eiga eftir að verða flokknum góður vegvísir. Hér. hafið þið rætt mikilvægt mál- efni: Stjórnmálaflokkinn i nútíma þjóðfélagi, hlutverk hans og starfs aðferðir. Það er tímabært umræðu efni, sem allir þeir, sem- við stjórn M& fáWþuríá'-áð táka til 'ræki- legrar athugunar. Hér hafið þið tekið úpp athyglisverða nýbreytni, þ. e. að hafa þingið opið, ef svo má segja. Ég efast ekki um að það verður fordæmi til eftir- breytni: Samband ungra Framsóknar- manna hefur nú starfað í 30 ár. Starf þess hefur verið Framsókn- arflokknum mikilsvirði. Frá . því og öðrum félögum ungra Fram- sóknarmanna hafa komið margar ferskar hugmyndir. Það hefur átt frumkvæði að ýmsum baráttumál- um flokksins. Fyrirsvarsmenn Sambandsins og félagsmenn þess aðrir hafa jafnan reynzt góðir liðs menn í kosningastarfi flokksins og annarri baráttu. Margir þeirra, sem nú eru í fyrirsvari fyrir Framsókn- arfl. hafa á sínum tíma verið virkir þátttakendur í Sambandi ungra Framsókharmanna eða fé- lagsdeildum þess. Að vísu hafa þeir ekki verið valdir til núver- aidi trúnaðarstarfa sem ungir Fram sóknarmenn heldur síðar. Eigi að síður má með nokkrum sanni segjá, að þessi samtök ungu mann anna haf i verið einis konar uppeldis stöð fyrir merkisbera flokksins. Þannig á það að vera. Jafnframt er starf í þessum samtökum nokk ur prófsteinn á hina ungu menn. Samband ungra Framsóknar- manna hefur verið viðurkenndur beinn aðili að flokksstjórn, þar sem formaður þess er sjálfkjörinn í framkvæmdastjórn flokksins. Samt sem áður má vel vera, að ungum Framsóknarmönnum finn ist, að starf þeirra sé ekki metið sem skyldi og að þeir hafi ekki fengið þá áhrifaaðstöðu í flokkn- um, sem verðugt væri. Það er mál, sem gef a þarf sérstakan gaum. 'Ég er þeirrar, skoðunar, að flokk- urinn verði sjálfs sín vegna að leggja ríkari áherzlu á það en hingað til hefur - veriö ;;gert, að igtefáí ungum mönnum tækifæri og ive^ja þá't'íl staffa í fremstu víg- línii flokksinS. Ég held, að mannaskipti í stjórn málstörfum hafi stundum ekki ver- ið nægilega ör. Menn hafa stund- um verið þaulsætnir um of og ný- ir menn hafa ekki komizt að' svo sem æskilegt hefði verið. Slík stöðnun er skaðleg. Fólk vill hreyf ingu og eðlilega endurnýjun. Hverjum vaxandi stjórnmálaflokki er lífsnauðsyn að fá til starfa unga menn með nýjar hugmyndir og ný viðhorf. Hinir eldri menn verða að sýna skilning á þessu. Okkur, sem eldri erum, er oft hollt að haifa í huga orð rómverska hers- höfðingjans, sem sagði: „Minnstu þess, að þeir eru fleiri, sem tigna hina upprennandi sól en þá, sem er að ganga til viðar." Ég vil lýsa því hér, að ég mun beita mér fyrir því, eftir því sem í mínu valdi stendur, að ungir menn verði valdir til trún- aðarstarfa fyrir Framsóknarflokk; inn og þá á ég auðvitað ekki að- eins við þingmennsku. Það þarf að mínum dómi að hleypa fersku lofti inn í íslenzk stjórnmái. Ung- ir menn eru líklegastir til að koma; með það ferska loft. Á hinn bóg-; inn met ég reynsluna mjög mikils., Hún verður löngum ólygnust um menn og málefni. Beztu meðmæli, hvers mann, eru þau, að hann sé. góður af verkum sínum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur efni á því að afskrifa menn, sem eru í fullu' fjöri og áunnið hafa sér traust samferðamannanna. Hér þarf að' gæta hófs á báða vegu. Ég vil' leggja aukna ¦ áherzlu á að fá unga menn til trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkinn, en ég vil fá þá þar til starfa við hlið hinna eldri og reyndari manna. Ég held, að skörp skil milli kynslóða séu ekki æskileg. Það verður farsæl- ast, að ungir og aldnir vinni sam- an. Þeir eiga að bæta hvor ann- an upp og læra hvor af öðrum. f Framsóknarflokknum þarf eld-' móður æskunnar og reynsla hinna' eldri að'eiga samleið. Það er minn; boðskapur, jafnt til eldri sénv yngri; Framsóknarflokkurinn heíur nú/ starfað í meira en hálfa öld. Hann« hefur á starfsferli síniunt öðlazt^. mikla reynslu og hann hefur eign-. azt sínar enfðavenjur. Þær erfða-í venjur ber fyrirsvarsmönnum flokksins á hverjum tíma að hafa' í heiðri. Samt ér Framsóknar-' flokkurinn ekki og á aldrei að' verða gamall í þess orðs venju-/ legu merkingu. Stjórnmálaflokkur, eldist- ekki á sama hátt og ein-, staklingur. Þar tekur ein kynslóð in við af annarri. Ný kynslóð kem' ur með nýjar hugmyndir og klæð-' ir þær eldri í nýjan búning, sem/ samtíðinni hæfir. Unga fólkið er. Iðunmarepli stjórnmálaflokkanna; Sá flokkur, sem ungt fólk veitir' nægilegt brautargengi, þarf ekki' að óttast ellimörk, þó að starfs-/ árin skipti mörgum mannsöldrum.. Hann verður síungur. Framsóknar flokkurinn hefur átt því láni að' Framhald á bls. 15 Olafur Jóhannesson, formaSur Framsóknarflokksins, flytur ræðu sína á afmælis- og þingslitafundi SUF á LaugarvatnL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.